Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.08.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 28.08.1964, Blaðsíða 4
LendsfBndor herndmsandstreðiniia Samtök hernámsandstæð.inga hafa ákveðið að efna til lands- fundar að Skjólbrekku í Mývatnssveit um aðra helgi, þ. e. dagana 5. og 6. september. Landsfundurinn mun hefjast klukkan tvö á laugardag, en áform- að er, að honum ljúki síðdegis á sunnudag með sameiginlegu borð- ] ialdi landsfundarfulltrúa. Víðsvegar um land hafa að undanförnu verið haldnir héraðs- fundir til að kjósa fulltrúa hinna einstöku byggðarlaga á lands- fundinn, en auk kjörinna fulltrúa verður öllum hernámsandstæð- ingum heimil fundarseta, svo lengi sem húsrúm leyfir. Því miður er hætt við, að ekki geti nema lítill hluti fundarmanna fengið gistingu í hótelum í Mývatnssveitinni, en svefnpokapláss verður nægjanlegt til reiðu, bæði í Skjólbrekku og barnaskólahús- inu, sem er skammt frá. Mývetningar hafa fyrir nokkru valið þrjá menn í nefnd til að undirbúa móttöku gesta. I henni eiga sæti: Böðvar Jónsson á Gautlöndum, Þorgrímur Starri Björgvinsson í Garði og Eysteinn Sigurðsson á Arnarvatni. í næsta blaði verður væntanlega hægt að segja nánar frá und- irbúningi landsfundarins og skipulagn.ingu ferða þangað. iÞórir Jónssonl látinn Verl kar naðurinn Sl. mánudag barst andláts- fregn Þóris Jónssonar, málara- meistara, Ránargötu 31, hér í bæ. Var hann að koma frá vinnu sinni á mánudaginn, en kom við í húsi hjá kunningjum, þar hné hann skyndilega niður og var þegar látinn. Þórir Jónsson var fæddur að Myrká í Hörgárdal 14. septemb- er 1898, hingað til bæjarins flutti hann á unga aldri og nam iðn sína, málaraiðn, sem hann stundaði æ síðan. Hann var góður fagmaður, eljusamur og vel látinn af öllum sem honum kynntust. Verður nú þessa dagana hvert skarðið öðru stærra í hópi góðra borgara þessa bæjar og kveðja flestir skyndilega. Látið Sogu ann- ast ferðalagið Söluumboð fyrir Flugfélag íslands, Loftleiðir h.f., Sameinaða gufuskipafélagið, járnbrautir, bíla o. fl. Höfum sambönd við þekkt og góð hótel. FERÐASKRIFSTOFAN SAGA Hýtt útibú K.Þ. JH—Húsavík 25/8. Kaupfélag Þingeyinga opnaði í dag nýtt verzlunarútibú að Laugum í Reykjadal. Er verzl- un þessari ætlað tvíþætt hlut- verk, annars vegar að auðvelda verzlunaraðstöðu Reykdæla og fleiri félagsmanna K.Þ., hins vegar að vera til þjónustu við ferðamenn. Verða þarna á boð- „VÍKJA IHALDINU" í forystugrein í því blaði AI- þýðumanninum þann 22. nóv. 1955 er sagt frá nýafstöðnum flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins á þessa leið m. a.: „íhaldið er mjög önugt yfir stj órnmálasamþykkt flokksstj órn arfundarins. Það er sagt berum orðum, að flokkurinn vilji vinna að því, að víkja íhaldinu úr ríkisstjórn. Að þessu vilji Al- þýðuflokkurinn vinna í sam- starfi við Framsóknarflokkinn og Þjóðvarnarflokkinn, svo og alla þá aðra kjósendur, sem taka vilja þátt í þessari björgunar- starfsemi. íhaldið óttast þessa stefnuyfirlýsingu Alþýðuflokks- ins og grunar einangrun.“ Já, hvemig finnst ykkur, kjós- endur góðir, að Alþýðuflokk- urinn hafi staðið sig síðan í b j örgunarstarf seminni ? r«~ VfSA VIKUNNAR Enda þótt Bjarni sé enginn Sir hann afbragð er meðal gesta. Hér westra elskum vér Him and Her og hundoklifbera flesta. L. B. J. stólum allar algengustu vörur, sem ferðafólk þarf á að halda og aðstaða til veitingasölu. Húsið er mjög vandað að öll- um frágangi og sérstaklega smekklega frágengið. Er sérstak- lega vandlega frá öllu gengið í sambandi við snyrtingu og hreinlæti. — Kæliborð er í verzluninni og frystiklefi áfast- ur við húsið. Teikningu að þessu nýja verzl- unarútibúi kaupfélagsins gerði Friðgeir Axfjörð á Húsavík, en Sveinn Kjarval, Reykjavík, ann- aðist teikningar af innréttingum og öðrum búnaði innanhúss. Yfirsmiður var Hróar Bjöms- son, kennari á Laugum. Útibússtjóri verður Guð- mundur Gunnarsson á Laugum. AFMÆLISKERTI og tilheyrandi stjakar. Kr. 14.50 pakkinn. HAFNARBÚÐIN H. S. Þ. 50 ára JH—Húsavík 25/8. Fimmtíu ára afmæli Héraðs- sambands Suður-Þingeyinga var hátíðlegt haldið að Laugum síð- astliðinn sunnudag. Var það myndarlegt samsæti og setið að borðum í hálfa sjöttu klukku- stund, en 25 ræður fluttar. Margar góðar gjafir bárust sam- bandinu í tilefni af afmælinu og voru þær ýmist afhentar eða til- kynnt um þær í hófi þessu. Veizlustjór.i var Þráinn Þóris- son. Eftir að staðið var upp frá borðum var samkomuhaldi fram haldið í íþróttahúsinu. Þar söng Karlakór Reykdæla undir stjórn Þórodds Jónassonar læknis, en bændurnir Jón Aðalsteinsson í Lyngbrekku og Þorgrímur Starri í Garði skemmtu með frumsömdu efni, bæði í bundnu og óbundnu máli. Formaður H. S. Þ. er nú Ósk- ar Agústsson kennari á Laug- um. Var hann við þetta tæki- færi sæmdur gullmerki Í.S.Í. fyrir frábæra frammistöðu og dugnað sem formaður Héraðs- sambandsins. Sláturhúsv inna Starfsfólk það, sem undanfarin haust hef- ur unnið á sláturhúsi voru á Oddeyrartanga, og óskar að vinna hjá oss í sláturtíðinni í haust, sem hefst miðvikudaginn 16. sept. n.k. kl. 1 e. h., er góðfúslega beðið að gefa sig fram hið allra fyrsta, í síma 1306 eða 1108. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Akureyri. ltðlÍA í septembersól 13.—29. sept. n.k. Fararstjóri Vincenzo Demetz. Vinsælasta ferð ársins. Aðeins örfá sæti laus. Sími 2950 ÚTSALA ÚTSALA á SKÓFATNAÐI, VESKJUM og TÖSKUM hefst MÁNUDAGINN 31. ágúsf. Útsalan verður í töskudeildinni. Leðurvörur h.f. Strandg. 5, sími 2794. ATVINNA Óskum að ráða stúlkur við: Símavörzlu (málakunnátta nauðsynleg) og við störf í býti- búri. Upplýsingar ekki veittar í síma. HÓTEL K. E.A. [ PERUTZ 1 litfifmur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 —- Sími 1524 APPELSÍNUR ný sending. E P L I væntanleg eftir helgi. Hafnarbúðin

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.