Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.08.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 28.08.1964, Blaðsíða 4
Landsfondur herndmsandstœðinga Samtök hernámsandstæð.inga hafa ákveðið að efna til lands- fundar að Skjólbrekku í Mývatnssveit um aðra helgi, þ. e. dagana 5. og 6. september. Landsfundurinn mun hefjast klukkan tvö á laugardag, en áform- að er, að honum ljúki síðdegis á sunnudag með sameiginlegu borð- } ialdi landsfundarfulltrúa. Víðsvegar um land hafa að undanförnu verið haldnir héraðs- fundir til að kjósa fulltrúa hinna einstöku byggðarlaga á lands- fundinn, en auk kjörinna fulltrúa verður öllum hernámsandstæð- ingum heimil fundarseta, svo lengi sem húsrúm leyfir. Því miður er hætt við, að ekki geti nema lítill hluti fundarmanna fengið gistingu í hótelum í Mývatnssveitinni, en svefnpokapláss verður nægjanlegt til reiðu, bæði í Skjólbrekku og barnaskólahús- inu, sem er skammt frá. Mývetningar hafa fyrir nokkru valið þrjá menn í nefnd til að undirbúa móttöku gesta. I henni eiga sæti: Böðvar Jónsson á Gautlöndum, Þorgrímur Starri Björgvinsson í Garði og Eysteinn Sigurðsson á Arnarvatni. í næsta blaði verður væntanlega hægt að segja nánar frá und- irbúningi landsfundarins og skipulagningu ferða þangað. Nýtt útibú K.Þ. Þórir Jónsson JH—Húsavík 25/8. Kaupfélag Þingeyinga opnaði í dag nýtt verzlunarútibú að Laugum í Reykjadal. Er verzl- un þessari ætlað tvíþætt hlut- verk, annars vegar að auðvelda verzlunaraðstöðu Reykdæla og fleiri félagsmanna K.Þ., hins vegar að vera til þjónustu við ferðamenn. Verða þarna á boð- „VÍKJA ÍHALDINU" I forystugrein í því blaði Al- þýðumanninum þann 22. nóv. 1955 er sagt frá nýafstöðnum flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins á þessa leið m. a.: „íhaldið er mjög önugt yfir stj órnmálasamþykkt flokksstj órn arfundarins. Það er sagt berum orðum, að flokkurinn vilji vinna að því, að víkja íhaldinu úr ríkisstjórn. Að þessu vilji Al- þýðiiflokkurinn vinna í sam- starfi við Framsóknarflokkinn og Þjóðvarnarflokkinn, svo og alla þá aðra kjósendur, sem taka vilja þátt í þessari björgunar- starfsemi. Ihaldið óttast þessa stefnuyfirlýsingu Alþýðuflokks- ins og grunar einangrun." Já, hvernig finnst ykkur, kjós- endur góðir, að Alþýðuflokk- urinn hafi staðið sig síðan í b j örgunarstarf seminni ? stólum allar algengustu vörur, sem ferðafólk þarf á að halda og aðstaða til veitingasölu. Húsið er mjög vandað að öll- um frágangi og sérstaklega smekklega frágengið. Er sérstak- lega vandlega frá öllu gengið í sambandi við snyrtingu og hreinlæti. — Kæliborð er í verzluninni og frystiklefi áfast- ur við húsið. Teikningu að þessu nýja verzl- unarútibúi kaupfélagsins gerði Friðgeir Axfjörð á Húsavík, en Sveinn Kjarval, Reykjavík, ann- aðist teikningar af innréttingum og öðrum búnaði innanhúss. Yfirsmiður var Hróar Björns- son, kennari á Laugum. Utibússtjóri verður Guð- mundur Gunnarsson á Laugum. AFMÆLISKERTI og tilheyrandi stjakar. Kr. 14.50 pakkinn. HAFNARBÚÐIN látinn Sl. mánudag barst andláts- fregn Þóris Jónssonar, málara- meistara, Ránargötu 31, hér í bæ. Var hann að koma frá vinnu sinni á mánudaginn, en kom við í húsi hjá kunningjum, þar hné hann skyndilega niður og var þegar látinn. Þórir Jónsson var fæddur að Myrká í Hörgárdal 14. septemb- er 1898, hingað til bæjarins flutti hann á unga aldri og nam iðn sína, málaraiðn, sem hann stundaði æ síðan. Hann var góður fagmaður, eljusamur og vel látinn af öllum sem honum kynntust. Verður nú þessa dagana hvert skarðið öðru stærra í hópi góðra borgara þessa bæjar og kveðja flestir skyndilega. H. S. Þ. 50 ára JH—Húsavík 25/8. Fimmtíu ára afmæli Héraðs- sambands Suður-Þingeyinga var hátíðlegt haldið að Laugum síð- astliðinn sunnudag. Var það myndarlegt samsæti og setið að borðum í hálfa sjöttu klukku- stund, en 25 ræður fluttar. Margar góðar gjafir bárust sam- bandinu í tilefni af afmælinu og voru þær ýmist afhentar eða til- kynnt um þær í hófi þessu. Veizlustjór.i var Þráinn Þóris- son. Eftir að staðið var upp frá borðum var samkomuhaldi fram haldið í Iþróttahúsinu. Þar söng Karlakór Reykdæla undir stjórn Þórodds Jónassonar læknis, en bændurnir Jón Aðalsteinsson í Lyngbrekku og Þorgrímur Starri í Garði skemmtu með frumsömdu efni, bæði í bundnu og óbundnu máli. Formaður H. S. Þ. er nú Osk- ar Agústsson kennari á Laug- um. Var hann við þetta tæki- færi sæmdur gullmerki Í.S.Í. fyrir frábæra frammistöðu og dugnað sem formaður Héraðs- sambandsins. VfSA VIKUNNAR Enda þótt Bjarni sé enginn Sir hann afbragð er m eðol gesta. Hér westra elskum 1 u-ver Him ond Her og hundoklifbera flesta. L. B. J. Síáturhúsvinna Starfsfólk það, sem undanfarin haust hef- ur unnið á sláturhúsi voru á Oddeyrartanga, og óskar að vinna hjá oss í sláturtíðinni í haust, sem hefst miðvikudaginn 16. sept. n.k. kl. 1 e. h., er góðfúslega beðið að gefa sig fram hið allra fyrsta, í síma 1306 eða 1108. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Akureyri. Látið Sðgu ann- ast ferðalagið Söluumboð fyrir Flugfélag íslands, Loftleiðir h.f., Sameinaða gufuskipafélagið, járnbrautir, bíla o. fl. Höfum sambönd við þekkt og góð hótel. FERÐASKRIFSTOFAN SAGA ftnlín í scptcmbcrsól 13.—29. sept. n.k. Fararstjóri Vincenzo Demetz. Vinsælasta ferð ársins. Aðeins örfá sæti laus. Sími 2950 ÚTSALA ÚTSALA á SKÓFATNAÐI, VESKJUM og TÖSKUM hefsf MANUDAGINN 31. ágúst. Útsalan verður í töskudeildinni. LeðurvÖrur h.f. Strandg. 5, sími 2794. ATVINNA Óskum að ráða stúlkur við: Símavörzlu (mólakunnátta nauðsynleg) og við srörf í býti- búri. Upplýsingar ekki veittar í síma. HÓTEL K.E.A. APPELSÍNUR ný sending. E P L I væntanleg eftir helgi. Hafnarbúðin [ PERUTZ ] litfifmur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Sími 1524

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.