Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.09.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 04.09.1964, Blaðsíða 3
Þótt Akureyri sé mikill út- gerðarbær, getur ekki hjá því farið, að einhverjir verði að vinna þau störf, sem til falla í landi. Þau störf eru bæði mikil og margvísleg eins og hlýtur að verða í svo miklum iðnaðar- og verzlunarbæ. En miklum hluta þessa fólks er sjómannslífið algjörlega fram- andi, og finnst okkur sjómönn- um spurningar þess oft spaugi- legar. En vitanlega er þetta fyrirgefið, því spyrjandinn er bara venjulegur „landkrabbi“. Krabbar yfirleitt hafa aldrei verið í neinu sérstöku uppá- haldi hjá sjómönnum, en „land- krabbar“, eru náttúrlega allra krabba verstir. Ekki hef ég hugsað mér að stofna neinn bréfaskóla í sjó- mennsku með þessu greinar- korni, en mér finnst ekki úr vegi að bregða upp svipmynd af sjó- mannslífinu og þó sérstaklega togarasj ómennskunni: Togarar eru á rnargan hátt sérstæð skip. Þeir eru stærstu f.iskiskipin, sækja á fjarlægustu miðin, koma sjaldnast að landi og eru illræmdastir. Ekki skal ég dæma um hve mikið er hæft í þeirri ádeilu, sem iðulega kemur fram á fram- komu togarasjómanna, en álit mitt er, að umhverfið eigi sinn ríka þátt í því hvernig menn koma fram, og ég hef aldrei orð- ið þess var, að það hefði haft hin minnstu áhrif á brotsjó, þó að maður hneigði sig hæversk- lega og bæði hann að bíða augnablik, rétt á meðan maður væri að koma sér í skjól. Um drykkjuskap sjómanna hefur svo mikið verið rætt og ritað, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að minnast á það hér .... Við togarabrottför er vana- lega mikill ys og þys og margt um manninn niðri á olíu- bryggju. Þar eru fyrst og fremst samankomnir skipverjar og ýms- ir aðstandendur þeirra. Þar eru þeir menn, sem vinna að frá- gangi skipsins, afgreiðslu á olíu, kosti og fleiru. Sé gott veður eru líka yfirleitt þó nokkur aðskota- dýr, en æðsti prestur safnaðar- ins er annar forstjóri Ú. A. Stundum eru þeir báðir, og þá er mikið um dýrðir á olíu- bryggjunni. Mannskapurinn er misjafn- lega fyrirkallaður. Menn voru yfirleitt að skemmta sér kvöldið áður, og sumir eru ósköp þunnir á vangann. Á öðrum má sjá, að þeir hafa gripið til þess meðals, sem fljótvirkast er og öruggast, og sumir hafa kannske ekki tek- ið notkunarreglurnar of bókstaf- lega. Það er komið fram yfir ákveð- inn brottfarartíma, og menn eru farnir að spyrja hver annan: Á ekki að fara að fara? Eftir hverju er beðið? Það kemur í ljós, að tvo menn vantar. Og enn er beðið um stund. Djöfuls hangs er þetta, segir einn. Eg fer upp í bæ aftur, segir annar. En of seint, því nú rennir bíll niður á bryggjuna og er með vanskilagemlingana inn- anborðs. Allir kveðja og stökkva um borð. Landfestum er sleppt, og togarinn siglir hægt (og tignar- lega) frá bryggju. Fólk veifar framhjá á 11 mílna hraða, og brátt eru Gjögrunmn gerð sömu skil. Gamall og reyndur togara- jaxl segir mér, að nú ætli „kall- inn“ á Vesturkantinn. Vesturkanturinn liggur austan Eyjafjarðaráls, allt norður fyrir Grímsey, en þar beygir hann til austurs, og er þar nefndur Nafir. Á Vesturkantinum er góður botn og oft gott fiskirí yfir sumarið. Klukkan er orðin sex, og frí- vaktin er „ræst út“. Þeir eiga að fara á vakt klukkan hálf sjö og standa til hálf eitt tun nóttina. lausum kili, nema bátsmaður. Hann stendur uppá „grind“ og stjórnar mannskapnum og „kvörninni“, þ. e. a. s. spillínu. Á hinni vaktinni gegnir 2. stýri- maður samskonar hlutverki. — Grindin er upphækkunin aftan við spilið. Trollið kemur upp, og allt er stráheilt. Enda þarf snilling til þess að rífa á Vesturkantinum. Það er steittur (fullur) poki í, en það eru um 2 tonn í poka. Það er mikil sómableiða Vestur- kanturinn. Þarna erum v.ið í ið kemur upp, er „allt í hengl- um“. En það er „slöttungur" í (ca. IV2 tonn), svo „hann er við.“ Stjórnborðstrollið var úti, en nú er „skipt yfir“ og bakborðs- trollið látið fara. Það er togað í rúman klukkutíma og 3 pokar í af þessum fína þorski. Þá hefst aðgerð. Aðgerðar- borðið er sett upp, menn rífast um stund um það, hver eigi að rista, hver að slíta. Allir vilja slíta. Einn er sendur aftur í vél með hnífana til þess að láta véla- liðið draga þá. Það er eitt af því fáa, sem hægt er að nota vélaliðið til. Og svo er „híf upp“, fiskur, aftur „híf upp“, og meiri fiskur. En líf er eftir þetta líf. Ein- hverntíma verður komið að landi. ARALIF uppi á bryggjunni, og við veif- um um borð. Sumir syngja líka, því það tilheyrir. Loks er stefni snúið til norðurs, flautað þrisv- ar sinnum, full ferð, og ný veiði- ferð er hafin. Þegar komið er út fyrir Hjalt- eyri, er oftast búið að skipta nið ur á vaktir, sem eru tvær: stýri- mannsvakt og bátsmannsvakt. Þeir, sem vakt eiga, fara þá út á dekk (eða eiga að fara) til þess að gera klárt fyrir veiðar. Og það er mikið að gera á stóru heimili. Menn stilla upp dekkkössiun, þ. e. a. s. hólfa dekk ið sundur, hífa bómurnar út og gera gilsana klára. Gils! Vel á minnzt. Það er vír, sem þræddur er í gegnum blökk uppi í mastri, liggur annar endinn aftur að spili, og er nefndur hlaupari, en í hinn endann er lásað krók, sem eðlilega er notaður til þess að krækja í það, sem hífa þarf. Hlauparanum er aftur á móti brugðið á spilkoppinn, og svo er hífað fúll spítt! Þeir, sem þann starfa hafa að hífa í þessa víra- flækju eru vitaskuld nefndir gils arar. Stundum koma líka nýir tog- vírar um borð, og þá er víraslag- ur. Það er ákaflega hollt að svitna, og þeir, sem lenda í víra- slag, njóta þeirrar hollustu í rík- um mæli. Menn berjast um með melspírur, meitla og hamra þang að til nýju vírarnir hafa verið splæstir við endana á gömlu tog- vírunum. Læknum til leiðbeiningar læt ég þess getið, að víraslagur mun vera áhrifaríkasta timburmanna meðal til sjós. Aftur í borðsal situr frívaktin, og sé til lögg er hún drukkin, en svo tínast menn í koju einn af öðrum. Hrísey og Hrólfssker hverfa Það eru pylsur á borðum, því kokkurinn var víst líka að skemmta sér í landi. Og það er fátt sagt yfir borðum, en þó koma einstaka óprenthæfar at- hugasemdir við pylsurnar, kall- inn, eða það, sem hendi er næst. Kallinn er auðvitað skipstjórinn. Það er sama þótt hann sé um þrítugt, kall er hann samt. Nú kemur sá, sem var við stýr ið, og kallar yfir mannskapinn: Láta það fara! — Það „læðist kurr um kappaskarann,“ en þó fara menn að tínast út, fara í sjóstakka o. s. frv. Það er hringt á stopp, og hlerarnir eru hífað- ir útfyrir. Síðan fara bobbingarnir sömu leið. Hlerunum er lásað í og byrjað að „skvera“, þ. e. a. s. beygt er að trollinu og keyrt í hring, þar til trollið er klárt frá skipssíðunni. Þegar búið er að skvera og komið á togstefnuna, er sett á fulla ferð, og togvírarnir hverfa af trommunum, faðmur eftir faðm. Þegar 350 faðmar eru úti, er slegið af og tekið í blökkina, en það gerir pokamaðurinn. Bátsmaðurinn gengur aftur að blökk og tekur hendi um vírana. Þegar titringurinn á vírimum sýnir, að trollið sé komið til botns, snýr hann sér við, þenur út brjóstið og æpir: Olræt! Því íslenzkan dugar skammt, þegar svona mikið er í húfi. Þessi athöfn minnir dálítið óþægilega á Tarzanmyndirnar og siguröskur karlapanna. Allt er nú tíðindalaust í einn og hálfan tíma. Þá er hífað. All- ir fara á sinn stað: Forhleramað ur og aðstoðarmaður hans, for- gilsari, rónagilsari, fram- og aft- urleysismenn og pokamaður með sína aðstoðarmenn. Hinir eru á rúman sólarhring, en þá tekur undan. Kallinn prófar á Nöfunum og á Vesturgrunninu við Kolbeins- ey, en á hvorugum staðnum er neitt að hafa. Þá er farið vestur á Sléttugrunn. Menn bölva kann- ski pínulítið, því þar má búast við „rifrildi“, en þar er þó líka von á fiski. Trollið er látið fara, og þegar búið er að toga í ca. korter, ískr ar í bremsunum og víramir þj óta út af trommunum. Hann er kol- fastur. Það er slegið á fulla ferð aftur á bak og hífað. Þegar troll- Og dagarnir líða. Við erum komnir með yfir 100 tonn, svo að þetta sýnist ætla að verða sæmilegur túr. En menn eru líka farnir að spyrja kokkinn, hvort hann hafi nokkuð heyrt á kall- inum, hvenær eigi að vera inni, öruggt merki þess, að þá er far- ið að langa í land. En hann má ekki vera inni á miðvikudaginn, segir einn, það er þurr dagur. Menn hugsa málið. Nei, á mið vikudaginn má hann alls ekki vera inni. Það sér hver heilvita maður. Og loks kemur hin langþráða skipun: Taka það innfyrir. Það er keyrt af stað heimleið- is með 150—160 tonn eftir 10 daga útivist. Á dekkinu er troll- ið bætt og bundið upp á síðuna, gengið frá gilsum, og allt gert klárt fyrir löndun. Klukkan hálf sex að morgni er springnum kastað í land á togarabryggjuna á Akureyri. — Menn fara frá borði, hver til síns heima. Þeir eru léttir upp á fótinn og ánægðir. Þetta á að verða skemmtileg innivera. En á morgun geta bæjarbúar farið niður á olíubryggju og séð togarann snúa stefni til norðurs, setja á fulla ferð og flauta þrisv- 1/9 1964 Á næstunni kemur til Akur- eyrar Valgarð Runólfsson og sýnir kvikmyndir: 1. Jökulheimar ó Græn- landi. 2. Ulú-heillandi heimur. eftir danska rithöfundinn og landkönnuðinn Jörgen Bitsch. Myndin fjallar um frum- skógaför um f I jótaleiðir Borneo og dvöl hjó dverg- þjóð, sem aldræmd er fyrir eiturörvar sinor. Sérstaklega follegar og fróðlegar litkvikmyndir eftir ánton Friðþjófsson Föstudagur 4. september 1964 Yerkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.