Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.09.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 25.09.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn BJETTIKTW ÞORSARA Kosningarnar friS ÁlþýSusambandsþings: Sjóllkjöríð í Einingu oo lðju 0 Akureyrí Einnig i V er ho lýðsfé Bagi Húsavíkor Hinn 19. þ. m. hófust kosn- ingar fulltrúa á 29. þing Alþýðu- sambands Islands. Þann sama dag rann út fram- boðsfrestur í tveimur stærstu verkalýðsfélögunum á Akureyri, Iðju og Einingu. Aðeins einn listi kom fram í hvoru félagi fyrir sig og urðu því sjálfkjörnir. Voru þeir listar í báðum tilfell- um bornir fram af stjórn og trún- aðarmannaráði viðkomandi fé- lags. Aðalfulltrúar Iðju eru þessir: Jón Ingimarsson, Hallgrímur Jónsson, Þorbjörg Brynjólfs- dóttir, Guðmundur Hjaltason, Sigurður Karlsson, Gestur Jó- hannesson, Kjartan Sumarliða- son og Hreiðar Pálsson. Varafulltrúar: Helgi Haralds- son, Páll Olafsson, Jósteinn Broddi Helgason, Friðþjófur Guðlaugsson, Hjörleifur Haf- liðason, Adam Ingólfsson, Skúli Sigurgeirsson og Árni Ingólfs- son Aðalfulltrúar Verkalýðsfélags- ins Einingar eru: Björn Jónsson, Þórhallur Einarsson, Vilborg Guðjónsdóttir, Björgvin Einars- son, Auður Sigurpálsdóttir, Har- aldur Þorvaldsson og Margrét Magnúsdóttir. Varafulltrúar: Björn Gunnars- son, Adolf Davíðsson, Jónína Jónsdóttir, Freyja Eiríksdóttir, Kristján Larsen, Eiður Aðal- steinsson og Margrét Vilmund- ardóttir. HÚSAVÍK. í Verkalýðsfélagi Húsavíkur varð einnig sjálfkjörið, þar sem aðeins kom fram listi frá stjórn og trúnaðarmannaráði. Aðalfulltrúar félagsins eru: Sveinn Júlíusson, Guðrún Sig- fúsdóttir, Gunnar Jónsson og Magnús Andrésson. SENDIMADUR BJARNA. Orðrómur er á kreiki um það, að í Sjómannafélagi Akureyrar hyggist íhaldið bera fram sér- stakan lista með tilstyrk þeirra krata, sem finnast kunna. Segja íhaldsmenn aðaltilganginn með framboðinu vera þann, að fella formann félagsins, Tryggva Helgason, frá kjöri. Er það í samrœmi við baráttu íhaldsins í verkalýðshreyfingunni yfirleitt, að gegn þeim, sem bezt hafa dugað í baráttunni fyrir sína stétt og hagsmuni hennar, snýr það geirum sínum. Það ber þó að segja sjómönn- um á Akureyri til verðugs hróss, að í þeirra röðum hefur enginn fundizt til að veita atlógu þessari forystu, heldur hefur Halldór nokkur Blöndal tekið það hlut- verk að sér. Halldór þessi er ná- frændi Bjarna Benediktssonar og sendur hingað norður af hon- um til að vera friðspillir í verka- lýðshreyfingunni og annarsstað- ar þar sem hann fær því við komið. Farandraðherrann Gylfi Þ. Gíslason hefur að undanförnu verið á ferðalagi um Kína. Myndin var tekin þar, þegar kínverski varaforsætisréðherrann Chen Yi tók ó móri íslenzku ráðherrahjónunum þann 18. þ. m. — Sem kunnugt er, hefur íslenzka ríkisstjórnin ekki viðurkennt tilveru kinverska alþýðulýðveldisins. Gaman verður að heyra, þegar Gylfi rekst næst heim til íslands, hvort hann telur ríki þetta til eða ekki. íþróttafélagið Þór hefur tekið á leigu rúmgóða stofu á 4. hæð Utvegsbankahússins við Hafnar- stræti og komið þar upp miðstöð fyrir starfsemi félagsins. Þarna verða haldnir stj órnarfundir og ýmsir aðrir smærri fundir innan félagsins, og tvö til þrjú kvöld í viku er ætlunin að þarna verði opið fyrir félagsmenn almennt og þá jafnan einhverjir forystu- manna félagsins á staðnum til að gefa upplýsingar og leiðbein- ingar varðandi félagsstarfið. Með þessu væri hugmyndin að ná betra og nánara samstarfi fé- laganna, auka kynningu þeirra og efla til aukinna átaka á sviði íþrótta og félagsmála. íþróttafélagið Þór er fjöl- mennasta íþróttafélag á Akur- eyri. Það verður 50 ára á næsta sumri, stofnað 6. júní 1915, og er þegar hafinn undirbúningur hátíðahalds í sambandi við af- mælið. Stjórn Þórs skipa nú: Haraldur Helgason, formaður, Jón P. Hallgrímsson, ritari, Her- bert Jónsson, gjaldkeri, Víking- ur Bj örnsson, spj aldskrárritari, Páll Stefánsson, varaformaður. Auk félagsstj órnar sitja stjórn arfundi formenn sérdeilda: Páll Magnússon, form. knatt- spyrnudeildar, Gunnar Jakobs- son, form. handknattleiksdeildar, Ævar Jónsson, formaður körfu- knattleiksdeildar, Þórarinn Jóns- son, formaður skíðadeildar, Reynir Hj artarson, f ormaður f r j álsíþróttadeildar. Akvæðisvinna tekin app 451 reynslu, í hraðfrysti- Utgerðarfélagrsins frystihúsinu nái nú þegar máls- afköstum og fái þar af leiðandi aukagreiðslur (bónus). Samkomulagið um reynslu- tímann gildir til næstu áramóta, en því miður munu horfur á að vinna verði mjög stopul í frysti- húsinu þennan tíma og að tog- urum félagsins, þeim sem ekki hefur þegar verið lagt verði stefnt í siglingar með aflann. Fyrir skömmu var gert sam- komulag milli Útgerðarfélags Akureyringa h/f og Verkalýðs- félagsins Einingar að tekin yrði upp til reynslu ákvæðisvinna (bónuskerfi) í frystihúsi félags- ins. Nær samkomulagið til vinnu við snyrtingu og pökkun og vinnu við flökun, en síðar er hugmyndin að ákvæðisvinna verði einnig tekin upp við fleiri störf, ef reynslan af tilraun þess- ari verður góð. Blaðið hefur fregnað að mjög verulegur hiuti verkakvenna, í Til Sirtseyjnr ligpr leíðín Gosið í Surtsey er nú orðið eitt hið mesta, er sögur fara af hér á landi hinar síðari aldir, og að því leyti sérstæðara og skemmtilegra en önnur, að nú hefur nýtt land myndast, ný eyja risið úr sæ og er að stækka og mótast dag frá degi. Þar er því alltaf eitthvað nýtt að sjá, jafnvel fyrir þá, sem tíðastir gestir hafa verið við eyna og á henni. Reyndar dálítið ótrúlegt, að menn skuli stöðugt vera að spígspora rétt á gígbörmunum eða synda í heitum sjónum við eyna, sem glóandi hraunstraum- ur hitar jafnharðan upp. En hvorttveggja mun þetta satt vera, hvort sem kjarkur eða fífl- dirfska býr á bak við. Nú hefur Slysavarnafélagið varað menn við frekari land- göngum þarna á þessu hausti, nema hóparnir séu tilbúnir að dvelja þar lengri tíma. Veður fara að gerast válynd og illt að lenda við sendna strönd. En flestir hafa líka látið sér nægja að skoða gosið og eyna úr lofti, enda tignarlegust sjón að sjá hana þannig, ekki sízt þegar tekið er að rökkva og gló- andi hraunstraumarnir lýsa í rökkrinu. Frá Reykjavík hafa verið stöðugar flugferðir að Surtsey, en aðeins fáar frá Akur- eyri. Á laugardaginn 3. okt. er þó boðuð flugferð á vegum ferða- skrifstofunnar Sögu. Farið verð- ur síðla dags, flogið að eynni en síðan til Reykjavíkur og dvalið þar nóttina af. Geta þátttakendur því notað tækifærið til að skemmta sér í höfuðborginni á laugardagskvöldið. Heim verð- ur haldið á sunnudag eftir hádeg- ið. Fargjald verður kr. 1.750.00, en þátttaka þarf að tilkynnast sem fyrst. H LUTAVELTA El N I NGAR til ágóða fyrir barnaheimilissjóð fé- lagsins verour 4. okt. Enn vantor verulega á að söfnun muna sé nægi- leg orðin og eru Einingarfélagar, karlar og konur, eindregið hvattir til að gera nú gott átok í söfnun- inni og koma framlögum sínum hið fyrsta til skrifstofu verkalýðsfélag- anna, Strandgötu 7. HLUTAVELTUNEFNDIN. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ ó kjördæmisþingi Fromsókn- armanna oð Laugum hafi Sigurður bóndi að Lóni við Heiðarfjoll austur mjög bor- izt fyrlr því, oð flokkur hans styddi áframhaldandi her- setu. AÐ Braga Sigurjónssyni þyki rit- stjórar sumra vikublað'anno illa launaðir samonborið við það, sem hann hefur sjölfur. AÐ Jóhannes Oli hafi hrakizt fró skólastjórn að Laugalandi vestur, en við hafi tekið svili Brago.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.