Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.09.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 25.09.1964, Blaðsíða 3
ALÞYÐIIBAN DALAGIÐ Þann 4. apríl 1956 var formlega stofnaður kosningaflokkur vinstri manna á Islandi og honum vaiið nafnið Alþýðubandalagið. Það var stjórn Alþýðusambands lslands undir for- ystu Hannibals Valdimarssonar, sem ákvað að beita sér fyrir stofnun þessa flokks með það fyrir augum, að innan hans gœtu allir frjáls- huga vinstri menn sameinast til baráttu fyrir þeim málum, sem íslenzkar alþýðustéttir varð- aði mestu hvern framgang hefðu. Orsökin til þess, að ALþýðusarnbandið lagði út á þá braut að beita sér fyrir stofnun kosningaflokks var fyrst og fremst sú bitra reynsla verkalýðssam- takanna, að ríkisvaldið tók jajnharðan til baka með stjórnmáLaaðgerðum þœr kjarabœtur, sem samtökin fengu fram með samningum við at- vinnurekerulur. 1 upphafi samþykktar sambandsstjórnar ASI frá 13. marz 1956 sagði orðrétt: „A undanförnum árum hefur þróun dýr- tíðar- og efnahagsmála þjóðarinnar verið sú, að verkalýðssamtökin hafa orðið að verja hagsmuni félaga sinna með sí-endurteknum verkföUum. Sjaldan hefur nema skammur tími Liðið frá lokum verkfalLs, þar til gerðar hafa verið nýjar, stjórnmálalegar ráðstafanir, sem tekið hafa aftur þann ávinning, sem verkfölLin höfðu fært vinnandi fólki. Þessi staðreynd hefur opnað augu aLLs vinn- andi fólks fyrir því, að nauðsynlegt er, að verkaLýðssamtökin eigi sterkari aðstöðu á stjórnmálasviðinu, en verið hefur.“ Sú þróun, sem þarna er getið varðandi stjórnmálalegar aðgerðir hefur síðan þetta var samþykkt gert vart við sig í ennþá ríkari mæli, og alLra mest nú síðustu árin. Þörfin fyrir sam- stöðu alþýðufólks, ekki aðeins innan verka- lýðssamtakanna heldur einnig á stjórnmála- sviðinu, hefur því enn vaxið. Stórsigur Alþýðubandalagsins við þingkosn- ingarnar sumarið 1956 sannaði, að samþykkt ALþýðusambandsins var ekki út í hött. Alþýðu- bandalagið varð við þœr kosningar næststœrsti stjórnmálaflokkurinn að atkvœðamagni enda þótt þingmannatala hans yrði ekki í samræmi við það vegna ranglátrar kjördœmaskipunar. Eðlilegt hefði verið, að síðan hefði styrkur AlþýðubandaLagsins enn aukizt tiL stórra muna. En sú hefur, því miður, ekki orðið raun- m á. Orsök þess mun nú orðið flestum auð- skilin. Alþýðubandalagið var í upphafi aðeins byggt upp sem kosningaflokkur, en ekki sem mótaður stjórnmálaflokkur, þar sem stuðn- ingsmenn hans mynduðu félög í hverju byggð- arlagi og héldu uppi stöðugu starfi. Afleiðing- in hefur orðið sú, að aðeins í kringum kosn- ingar hefur starfsemi ALþýðubandalagsins ver- ið nokkur á landsmœlikvarða, en þess í milli hefur starfsemi þess legið niðri að undanskild- um störfum þingflokksins og sveitarstjórnar- manna á hinum ýmsu stöðum. Um stöðuga félagslega uppbyggingu hefur ekki verið að rœða, eins og venjulegir stjórn- málaflokkar leitast jafnan við að halda gang- andi. A nokkrum stöðum hafa þó verið stofnuð A Lþýðubandalagsfélög og í sumum kjördæm- um lausleg kjördœmissamtök. En fjarri fer, að unnið hafi verið að stofnun slíkra félaga og samtaka svo sem þörf hefði verið á, og ekkert landssarnband Alþýðubandalagsmanna hefur verið stofnað. En það segir sig sjálft, að stjórnmálaflokkur, sem ekki skipuleggur nein heildarsamtök, er velja forystu fLokksins og móta stefnu hans á hverjum tíma, verður alltaf nokkuð Laus í reipum og hlýtur, þegar til lengdar lætur, að skorta þann þrótt, sem þarf tiL viðhalds og uppbyggingar. En ástæður eru til aíls: Þegar ALþýðubanda- lagið var stofnað voru hugmyndir þeirra, er að stofnun þess stóðu aLLs ekki samrœmdar um það, hversu haga skyldi uppbyggingu banda- Lagsins eða hve langir Líjdagar því skyldu ætl- aðir. Sumir voru frá upphafi sannfærðir um, að sjálfsagt vœri, að með stofnun þess skyldi hafin uppbygging nýs stjórnmáLaflokks í land- inu, þar sem sameinuðust í einum stjórnmála- fLokki þeir, sem áður hefðu verið í Sósíalista- fLokknum eða ÞjóðvarnarfLokknum og þeir, sem þá hurfu úr ALþýðuflokknum, ýmist af sjálfsdáðum eða voru reknir, og til viðbótar mátti búast við, að í hópinn bœttust ýmsir, sem áður hefðu verið kjósendur Eramsóknar- flokksins. Aðrir voru þeirrar skoðunar, að ALþýðubandalagið œtti aðeins að standa yfir þessar einu kosningar. Og í þriðja lagi má teLja þá, sem hugsuðu Alþýðubandalagið sem varanleg kosningasamtök, en aðeins sem sam- eiginlegt tœki flokka, ekki sem lýðrœðislega uppbyggðan stjórnmálafLokk. í framkvœmd hefur ekkert af þessu raun- veruLega orðið, en Alþýðubandalagið þó starf- að í samrœmi við hugmyndir þeirra, sem síð- ast voru taldir. Jafnhliða hefur það svo gerzt, að mjög hefur dregið kraft úr þeim stjórn- málaflokkum, sem hlutdeild hafa átt að banda- laginu, vegna þess að þetta skipulag hefur í reynd orðið nœr óframkvœmanLegt. Stœrsti aðilinn, Sósíalistaflokkurinn, hefur ekki starfað af þeim þrótti, sem hann áður gerði, og mörg sósíalistafélögin hafa að mestu lognast út af. Vinstri mennirnir úr Alþýðu- flokknum hafa aðeins í Reykjavík félagsLeg samtök, Málfundafélag jafnaðarmanna, og starf þess félags hefur ekki verið mikið. Þjóð- varnarflokkurinn er naumast til lengur sem flokkur, þótt einstakir áhugamenn úr flokkn- um hahdi áfram útgáfu á málgagni flokksins. En frá öllum þessum aðilum heyrast stöð- ugt hávœrar raddir um nauðsyn einingar og samvinnu vinstri manna, og þær raddir heyr- ast jafnvel víðar, frá vinstri mönnum í Fram- sóknarflokknum og nokkrum hópi manna, sem enn er flokksbundinn í Alþýðuflokknum. Ur öLLum áttum heyrast þannig óskir og vonir um uppbyggingu eins öflugs stjórnmála- flokks vinstri manna, alþýðufólks á Islandi. Þessum óskum er aðeins hœgt að svara á einn hátt, ef vonirnar eiga að rœtast: Með félagslegri uppbyggingu Alþýðubandalagsins sem lýðræðislegs stjórnmálaflokks, þar sem allir þeir vinstri menn, sem sammála eru um, hver vera eigi aðalatriði íslenzkrar stjórnmála- baráltu geti sameinast. Það hefur þegar verið dregið of lengi að hefjast handa um þá uppbyggingu. En ennþá er tœkifærið þó fyrir hendi. Því má ekki draga lengur að hrinda þessu nauðsynjamáli í fram- kvœmd. Nœstu vikur og mánuði ber íslenzkum vinstri mönnum að nota til að byggja upp sín stjórnmálasamtök, traust og öflug, svo að þau megi á ókomnum tímum verða vinnandi fólki á Islandi að sem mestu gagni. Alþýðubanda- lagið er og verður flokkur íslenzkrar alþýðu. Þ. Johanncs Jónasson, verkstjóri Hann varð bráðkvaddur eins og fleiri á þessum árum. Það mun ekki fjarri slíkri skapgerð að hverfa snögglega, hafa litinn heimanbúnað. Hann gekk rösk- lega að hverju því starfi, hverju því vandamáli, sem honum bar að leysa, hin hinzta skylda varð innt af hendi á þann hátt er sæmdi. Jóhannes þroskaðist á þeim tíma, sem einna rismestur hefur gengið yfir þjóð vora. A árum sjálístæðisbaráttu, ungmenna- íélagshreyfingar, á öid hinna beztu skálda. Hann ólst upp i Wí KVGÐJA _ þjóðféiagi, sem var að vakna eftir langa nótt og hann var morgunmaður í öllum skilningi eins og kynslóð hans. Hann var hamingj umaður, vegna eðlis síns og umhverfis, vegna þess að hann fæddist með þessari þjóð, á þessum tíma. Hann var þátttakandi í löngu og ánægjulegu dagsverki og lifði það að sjá glæstan árangur þess. En nú er hann var 78 ára og leit yfir ailt, var hann ánægður? Fór allt að óskmn. Ég veit það ekki. Þá dreymdi stóra og glæsta drauma, aidamótamennina. Stóra drauma um sjálfstætt Island, um menntaða og starfsama þjóð, um heiðarleik, bindindi og ham- ingju aiira, um gróandi þjóðlíf í öllum skilningi. En —- jú, það rættist margt, en ekki alveg á sama hátt og þeir beztu kusu. J á, frændi sæll, þú ert genginn á vit feðra vorra, ég viidi mega kveðja og þakka fyrir mig. Þú varst lengi verkstjóri hjá K.E.A. Það mun á alian hátt hafa verið við þitt hæfi. Þú kunnir manna bezt að umgangast fólk og samvinnuhreyfingin var einn fegursti sprotinn á hinum mikla hugsjóna-hlyni aldamótakyn- slóðarinnar. Eg kom í flokk þinn „Setuliðið", 1943, linur maður og iatur, þar að auki ákaflega kiaufvirkur. En ég var ekki mj ög leiðinlegur þá, stundum orti ég kannske gamanmál. Varla flýtti það alltaf vinnu hinna. En þú lézt mig aldrei gj alda neinna þessara ávirðinga. Þú varst mér góður. Ég held að það sé eitt bezta dæmið um ágætan verk- stjóra, að menn stökkva ekki á fætur, er þeir eru að svíkjast xrm, þó verkstjórinn komi, og þeir nota heldur ekki tækifærið þeg- ar hann fer, til að slappa af. Þannig var það í þessum vinnu- flokki það eina ár, sem ég var þar. Enda fannst þar ekki þræls- ótti, heldur virðing og vinátta, og þarna voru sömu mennimir árum saman, samhentir og harð- skarpir karlar, sem gátu afkast- að undramiklu ef á lá. Verkstjór- inn þurfti ekki að hvetja, það fannst hvað hann vildi. Brosandi með gamanmál á vör gekkst þú á milli, örfandi, gleðjandi, svo að verkið vannst léttar. Það segja vitrir menn, að sá sé einn haldbeztur arður af lífi manns að haga svo háttum sin- um daglegum, að menn eignist hlýhug sem flestra samferða- manna sinna. Þetta hygg ég að þú hafir gert, verður mér þá fyrst hugsað til móður þinnar er átti hjá þér öruggt skjól fram í háa elli, mér verður hugsað tii eiginkonu þinnar, stjúpbarna, fóstursonar og sonar, frændliðs þíns og allra, sem unnu undir þinni stjórn. Ágætara veganesú en þitt bera fáir úr hlaði hinzta. En nú glottir þú og segir: Þú komst ekki að jarðarför minni. Nei, satt er það. Mér býr í grun, að það sem þar var moidu selt hafi ekki verið þú allur. Eg kaus heldur að fylgjast með hinum hlutanum upp i brekkurnar. K. f. D. SKOZKUR PRESTUR Um þessar mundir dvelst hér á landi skozkur prestur, er mælir á íslenzka tungu. Sá heitir Hugh Martin og þannig stendur á dvöl hans hér, að þeir sr. Robert Jack, prestur að Tjörn á Vatnsnesi (íslenzkur Skoti) höfðu presta- kallaskipti um þriggja mánaða skeið, en sr. Martin er þjónandi prestur í heimalandi sínu. Sr. Martin er ungur maður en vel menntaður. M. a. hefur hann með sjálfsnámi lært íslenzku og er sagður tala hana vel. — Hann er nú á ferð hér á Akureyri og predikar í Akureyrarkirkju á sunnudaginn kemur kl. 10.30, og mælir þá á íslenzka tungu. VarkamaðHriiin — (3 Föstudagur 25. september 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.