Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.09.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 25.09.1964, Blaðsíða 5
------------------------- SKRJÁF í SKRÆÐUM BASL ER BÚSKAPUR. SVO segist Ludv. R. Kemp fró i Sögnum um slysforir í Skefilsstaða- hreppi: „Haust eitt hafði Sveinn (á Þangskála) fiskað óvanalega vel. Atti hann þó nokkuð af harðfiski, sem hann hugðist ekki þurfa að nota handa heimilinu, og sömuleiðis tals- vert af hákarli. Vildi hann nú, eftir hátiðarnar, koma þessum búsafurð- um fram í Skagafjörð og selja þar, en kaupa kaupstaðarvörur fyrir and- virðið, þvi hann skorti þær til bús- ins. Hrossaeign þeirra hjóna var þá þessi: Tveir áburðarhestar á góðum aldri og stólpagripir, skjóttur reið- hestur, viljaskepna, og svo átti nú Lilja, eða eignaði sér, stóðmeri uppi í Skagafirði, og var litið um hana skeytt, enda þurfti hún þess ekki með. Upp úr hátiðum þennan vetur var bezta færi og svellalög, en góð tíð, lagði þá Sveinn að heiman, riðandi á þeim skjótta með báða áburðar- hestana i taumi, klyfjaða skreið og hákarli. Með þessa lest hélt hann fram í Blönduhlíð og farnaðist ágæt- lega. Honum gekk vel að selja skreiðina og hákarlinn og fékk pen- inga fyrir, eins og hann hafði ætlað sér. Honum dvaldist þar í gleðskap með vinum sínum. Að erindum lokn- um heldur hann heimleiðis með báða áburðarhestana í taumi, rið- andi á þeim skjótta. Ekki hafði hann annan flutning á hestunum en skinnskjóðu, bundna um klyfbera- bogann á öðrum þeirra. Voru þar í aurar þeir sem hann hafði fengið fyrir skreiðina og hákarlinn, og var hugmyndin, eins og áður er sagt að kaupa fyrir þá seinna kaupstaðar- vöru á Skagaströnd. Segir nú ekki af ferðum Sveins fyrr en hann kom heim að Þangskála með skjótta klár- inn haltan og helmeiddan, svo skjóta varð hann nokkrum dögum seinna. Áburðarhestana báða hafði hann drepið af sér ofan í Héraðsvötnin. Þar fór og líka andvirðið fyrir skreið- ina og hákarlinn, og sást aldrei neitt af þessu. Sama dag og Sveinn kom heim, fannst stóðmeri Lilju dauð uppi í Skagaheiði, hafði lent þar i dýi. Tryppi hryssunnar lá þar stutt frá á svelli. Það var fótbrotið, og varð að skjóta það þar." Minjascifnið! Safnið er aðeins opið á sunnudögum frá kl. 2—5 e. h. — Á öðrum tímum fyrir ferðafólk eftir samkomulagi við safnvörð. Símar 1162 og 1272. Náttúrugripasafnið er opið al- menningi á sunnudögum kl. 2—4 e. h. Sími safnvarðar er 2983. Eitt lítið kvæðiskorn um vestnrför B. Ben. Maður er nefndur Bjarni ben, ber hann af okkur hinum, sagður hjá Könum manna mest metinn og hernámsvinum. — Innleiddi bingá okkar lands einnig sjónvarpið Kana. Natóhollusta hefðarmanns hefur orðið að vana. Vatt hann sér nýlega í Westurheim, víil og í ýmsu grúska. Móti honum höndum tók þar tveim tiknahirðirinn Púska. Dándis-maður af Downstreet stétt Johnson kom þar að bragði. I hramminn á Bjarna iagði létt litla fingur og sagði: „Hér máttu líta tíkur tvær i tjóðurbandi stússa. Vel mundu þessar kjaft og klær kunna að brúka við Rússa. — Augum döggvotum á mig sjá, ákafar skotti dilla. Vist af þeim læia mannkind má meistara sinn að hilla." Svaraði Bjarni og seiminn dró: „Sízt mun ég þessu neita, og hafi ég ekki numið nóg nú, skal ég hundur heita. Hingað gerði ég frægðarför, freklega var ég dáður. . En listirnar þeirra Him and Her, hélt ég mig kunna áður." (Aðsent.) Krsngsiá vikunnar Messað í Akureyrarkirkju kl." 10.30 árd. á sunnudaginn kemur. Sálmar: Nr. 571 — 687 — 366 — 207 — 684. — Séra Hugh Martin frá Glasgow predikar á íslenku. P. S. Hjónaband. Þann 22. sept. voru gefin saman í hjónaband brúðhjónin ungfrú Rannveig Erna Rögnvalds- dóttir og Ivar Baldvin Baldursson, sjómaður. Heimili þeirra er að Vana- byggð 15. Bæjarskrifstofan verður opin milli kl. 5 og 7. á föstudögum til móttöku opinberra gjalda frá 1. okt. til ára- móta. Heilsuverndarstöð Akureyrar: — Eftirlit með þunguðum konum fimmtudaga kl. 4—5 e. h. — Ung- barnaeftirlit miðvikudaga og annan hvern mánudag kl. 1—2 e. h. Þarf að pantast í síma 1977 og 1773. — Hvorttveggja þetta fer fram í Hafnarstræti 81, neðstu hæð. — Berklavarnir: Þriðjudaga og föstu- daga kl. 2—3.30 e. h. og bólu- setningar fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 1—2 e. h. — Hvort- tveggja í húsnæði Berklavarnar- stöðvarinnar við Spítalastíg. Matthíasarsafnið opið kl. 2—4 e. h. alla virka daga, nema laugar- daga. Frí BmsMlii JUiureyror Skólasetning fyrir 4., 5. og 6. bekk fer fram í Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 1. okt. kl. 2 e. h. Nemendur mæti við skólann kl. 1.45 e.h. Skólaskyld börn, sem flutt hafa í skólahverfið í sumar, og ekki hafa þegar veriS innrituS, eru beðin að mæta til skrán- ingar í skólanum mánudaginn 28. sept. kl. 10 árdegis og hafa með sér einkunnir frá síðasta vorprófi. Skólast-jórinn. Uppboð Opinbert uppboð verður háð föstudaginn 25. þ. m. kl. 2 síðdegis við lögreglustöðina á Akureyri. Seld verður VolkswagenbifreiSin A-2355. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógeti. Verkamaðurinn Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð AlþýSu- bandalagsins í Norðurlandskjördnmi eystra. Skrifstofa blaðsins er f Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. •— Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f., Akureyri. Hjálparbeiðni GÓÐIR Akureyringar og aSrir lesendur þessara orða, til ykkar er leitað eftir hjálp. AS Einholti 6 E Akureyri búa ung hjón, GuSmundur Ingvi Gestsson og Júlíana Tryggvadóttir. Þau eiga tvö lítil böm, Tryggva fæddan 4. febrúar 1963 og Ragnheiði fædda 2. febrúar 1964. Bæði börnin urðu alblind nokkrum mánuðum eftir fæðingu. Þrisvar hefur verið farið með Tryggva til skurSaðgerðar og einu sinni meS Ragnheiði, og sem betur fer vlrðast þessar aSgerðir hafa borið nokkum árangur. En þó er sýnt að börnin þarfnast miklu meiri læknisaðgerðar, og vegna örra framfara læknavísindanna standa vonir til þess, að þau fái fullan bata. En það verður áreiðanlega mjög kostn- aðarsamt. Foreldrarnir vilja öllu fórna, en hafa ekki annað en hluta í liúseign, sem þau hafa komiS sér upp með miklum dugnaði. En það athvarf mega börnin ekki missa. Þess vegna leitum við eftir hjálp. ítalskur munkur, sem fórnaði starfskröftum sínum fyrir ungmenni, er fengið höfðu örkuml í síðustu heimsstyrj öld, gaf tveimur blindum unglingum augu sín við lát sitt. Læknar gátu grætt heilar himnur úr þeim í hin blindu augu og ungmennin urðu sjáandi. Nú gefst þér, sem lest þessar línur, tækifæri til þess að leggj a því lið, að tvö systkin fái sj ónina og þurfi eigi að ganga um í ytra myrkri. ViS treystum því, að þú bregðist vel viS eins og svo oft áður þegar eftir hjálp var leitað. Blöðin á Akureyri munu fúslega taka á móti samskotum og einnig undirritaðir. Guð biðjum við svo að blessa glaðan gjafara. Sóknarprestarnir ó Akureyri. Föstudagur 25. september 1964 Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.