Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.10.1964, Síða 1

Verkamaðurinn - 02.10.1964, Síða 1
Verkamadurinn Verðtir símstððvunum lohuð? ALÞYÐ USAHBANDSROSNIHG ARH AR Alleinkennileg og athyglisverð deila er risin milli yfirstjórnar pósts og síma og stöðvarstjóra á 2. flokks símstöðvum. Svo ótrúlegt sem það annars kann að virðast munu stöðvar- stjórar þessir ekki taldir til op- inberra starfsmanna og taka ekki laun eftir launalögum eða kjara- dómi, heldur ákveður Póst- og símamálastjórnin þeim laun (og ekki rífleg). Sumarleyfi fá þeir ekkert, og þegar þeir hafa reikn- að sér orlof á launin, fá þeir að- eins það svar, að orlofið sé inni- falið í laununum. Mun það ein- stakt fyrirbæri og í algerri mót- sögn við landslög, að orlofsfé sé ekki greitt sérstaklega, þar sem ekki er um launað sumar- leyfi að ræða. Þá hefur símstjórum þessum, sem yfirleitt hafa einnig með póstafgreiðslu að gera, verið neit að um greiðslur fyrir yfirvinnu, og þau rök ein færð, að heimild vanti til að ynna slíkar greiðsl- ur af höndum. Verkfallsréttur Nú hafa símstjórarnir á 2. flokks stöðvunum komizt að þeirri niðurstöðu, að þar sem þeir teljist ekki „opinberir starfsmenn“ hljóti þeir að hafa I ÞROTTAHUS A síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt svofelld tillaga frá Gísla Jónssyni, Braga Sigurjóns- syni, Sigurði Ola Brynjólfssyni og Jóni Ingimarssyni: „Með hliðsjón af bókun skipulagsnefndar frá 24. þ. m. ákveður bæjarstjórn að reist skuli íþrótta- og æskulýðshús á óráðstafaðri lóð vestan Þórunn- arstrætis, sunnan Byggðavegar, gegnt lögreglustöðinni, svo fljótt sem tæknilegur undirbúningur og fjárhagsástæður leyfa.“ verkfallsrétt, og eru því teknir að hugleiða að beita því vopni til að reyna að fá fram einhverja leiðréttingu sinna mála. Annars flokks stöðvarnar eru margar hringinn í kringum land- .ið, og það myndi verða eitthvað skrítinn svipur á símaþjónust- unni daginn þann, sem þær lok- uðu allar. í undirbúningi eru sérstök samtök þeirra stöðvarstjóra pósts og síma, sem þarna eiga hlut að máli. Hefur þegar verið sett á laggirnar undirbúnings- nefnd eða bráðabirgðastjórn, og eiga sæti í henni Bjarni Pét- ursson stöðvarstj óri á Fosshóli, Halldóra Magnúsdóttir stöðvar- stjóri á Staðarhóli og Magnús Jónsson stöðvarstj óri á Greni- vík. Þess skal að lokum getið, að mjög hefur stöðvarstj órum hér nyrðra gengið illa að fá svör frá Póst- og símamálastjórninni varðandi fyrirspurnir og óskir í sambandi við greind hagsmuna- mál þeirra, og hafa bréf þeirra leg.ið syðra mánuðum saman án þess, að þeim væri sinnt. Væntanlega mun blaðið síðar geta sagt frekar frá gangi þessa óvenjulega máls. Kosningarnar til 29. þings Alþýðusambands íslands standa nú sem hæst, og líður vart sá dagur, að ekki sé kosið í fleiri eða færri félögum. Heildarsvipurinn af kosning- unum það sem af er, er sá, að mjög litlar breytingar hafa orðið með fulltrúaval frá því, sem var fyrir þingið 1962, og munu hlutföllin milli vinstri og hægri manna því lítið sem ekk- ert hafa breytzt frá því sem þá var. Nokkuð hefur það verið áber- andi í þessum kosningum, að BORINN AD KOMA Norðurlandsborinn er nú að koma til Norðurlandsins aftur eftir Vestmannaeyjaförina, og verður nú hafizt handa um hita- vatnsleit vegna væntanlegrar hitaveitu á Akureyri. Fyrst verður borað að Lauga- landi á Þelamörk, en þar eru taldar mestar líkur á, að veru- legt magn af heitu vatni fáist. Verður sennilega byrjað að vinna við uppsetningu borsins þar strax eftir helgina, og er ráðgert að bora allt að 1500 metra djúpa holu. Fáist ekki við- unandi árangur verður næst reynt í Glerárgili. Minni vonir eru taldar til að þar fáist nægi- legt vatnsmagn, en hinsvegar er þá fjarlægðin frá bænum lítil og hitanýtingin yrði góð. Heita vatnið er ódýrasta ork- an, sem völ er á í þessu landi, og því ber að stefna að því, að hver kaupstaður og hvert kaup- tún, þar sem heitt vatn er að finna í nálægð, verði hitað upp með þessum ódýra hitagjafa. Aflamet d síldveiðum Aldrei fyrri í sögu síldveiða á íslandi hefur borizt jafnmikil síld á land á vertíðinúi fyrir Norður- og Austurlandi og orðið hefur á þessu sumri. Hið eldra met var frá 1962, 2 millj. og 400 þúsund mál og tunnur, en á laugardagskvöldið er var hafði veiðzt 13 þúsund málum betur á þessu sumri, og síðan hafa bor- izt a. m. k. 60 þúsund mál. Síldveiðiskýrsla Fiskifélags- ins var þannig um síðustu helgi: Sæmileg síldveiði var sl. viku, þó veður hafi hamlað veiðum mikinn hluta vikunnar. Flotinn hélt sig aðallega S.A. af Seley. Um 50 skip stunda ennþá síld- veiðar fyrir austan. Vikuaflinn var 71.642 m. og tn. og var þá heildarafli á mið- nætti s.l. laugardag orðinn 2.413.737 mál og tn. en var í lok sömu viku í fyrra 1.646.225 mál og tunnur. \ Aflinn hefur verið hagnýttur þannig (tölur frá í fyrra í svig- um): í salt (uppm. tn.) 335.795 (463.235). í frystingu (uppm. tn.) 35.848 (33.424). í bræðslu (mál) 2.042.458 (1.149.566). H elztu, löndunarhafnir eru þessar: Siglufjörður .......... 282.829 Raufarhöfn ............ 421.159 Vopnafjörður .......... 221.494 Seyðisfjörður ......... 408.071 Neskaupstaður .... 345.625 ?! Eskifj örður ........ 183.249 Reyðarfjörður........ 137.601 Sex skip með yfir 30 þús. mól og tn. S.l. laugardagskvöld voru sex síldveiðiskip komin með meira en 30 þús. mál og tunnur í afla hvert á þessu sumri. Síðan hefur a. m. k. eitt skipanna, Jón Kjart- ansson, bætt við sig það miklu, að aflinn er orðinn nokkuð yfir 40 þús. mál og tn. Þessi sex skip voru: Jón Kjartansson, Eskif. 38487 Jörundur III, Rvík 37278 Snæfell, Akureyri 34153 Sigurpáll, Garði 31871 Helga Guðm.d. Patr.f. 31646 Sigurður Bjarnas., Ak. 30253 þar sem annaðhvort vinstri eða hægri menn hafa verið vissir með að fá fulltrúana kosna úr sínum hópi, þá hefur hin fylk- ingin ekki boðið fram. Hefur því orðið rólegri blær yfir kosning- unum að þessu sinni, en oft áður og þær ekki einkennzt eins áber- andi af þeirri pólitísku orrahríð, sem viðgengizt hefur innan verkalýðssamtakanna og náð hefur hámarki á Alþýðusam- bandsþingum, þegar margir dag- ar hafa stundum farið í að ríf- ast um einstök kjörbréf. Kann- ske þeir dagar verði færri nú og þá meira hægt að sinna hin- um raunverulegu viðfangsefn- um. Þar sem þegar virðist séð, að hin pólitísku hlutföll á komandi þingi Alþýðusambandsins breyt- ist ekki teljandi, virðist einnig mega gera ráð fyrir því, að sam- bandsstjórnin verði áfram skip- uð á svipaðan hátt og verið hef- ur, þ. e. fulltrúum vinstri manna, andstæðingum núverandi ríkis- stj órnar. KOSNINGAR A AKUREYRI. Frá því síðasta blað Verka- mannsins kom út hefur aðeins verið kosið í einu félagi á Akur- eyri, þ. e. Sveinafélagi járniðn- aðarmanna. Þar var Björn Krist- insson kosinn aðalfulltrúi og Bjarki Arngrímsson varamaður hans. — Sveinafélagið átti engan fulltrúa á þinginu 1962. Á laugardag og sunnudag fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla í Bílstjórafélagi Akureyrar um fulltrúakj örið, og eru tveir listar í kjöri. Á lista vinstri manna eru Baldur Svanlaugsson og Friðrik Blöndal, en á lista hægri manna Magnús Snæbjörnsson og Jó- hann Böðvarsson. Auglýst hefur verið eftir fram- boðslistum í Sjómannafélagi Akureyrar, og rennur framboðs- frestur þar út um hádegi á mið- vikudag. Bílstjórar! A-listinn er iisti vinstri manna i Bflstjórafélagi Akureyrar HEYRT A GðTUNNI AÐ samkvæmt upplýsingum Gylto farandráðherra sé kommúnismi kominn á í Kína. AÐ samkvæmt sömu upplýsing- um leggi menn austur þar „áherzlu á", að þeir „leggi ekki áherzlu á", að farand- ráðherrann viðurkenni Al- þýðulýðveldið. AÐ Baldur á Ofcigsstöðum æfi um þessar mundir handhlaup undir skriðum norður við haf. AÐ bandariskur atvinnuhermað- ur á eftirlaunum hafi verið ráðinn kennari við Mennta- skólann á Akureyri.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.