Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.10.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 02.10.1964, Blaðsíða 2
A sjónskífunni Qull í tá Unndór Jónsson frá Hallgils- stöðum er víða kunnur, ekki sízt vegna afburða eftirhermugáfu og áhuga á listum. Sjálfur hefur Unndór ort, bæði í gamni og alvöru. Hér eru fáein sýnishom: Um kunningja: Eftir langan glasaglaum, grárri eUi sleginn, læðist hann sem lús með saum að landinu hinum megin. Sagt við Kristján Eldjám, er hann hóf fomleifafræðinám sitt: r Dekrar hluti dauða við, dofnar skutur andans. Lítill kuti, lífs um svið, leikur í puta fjandans. I stíl Sigurðar skólameistara: Er skipstjórinn lítur skeiðsins logg, sér skrið þess á mararleiðum, þar ráðhyggja og athygli rísa við dogg, mörg raun steðjar hafsins meiðum. — Þar rymur aldan róminn nauða. í raumefli Kfs og dauða. Og þá er bezt að grafa upp úr gömlum blöðum í eigin skúffu: Þegar við hugsjónir leita ég lags og langar að punkta þær hjá mér, þá byrjar helvítis hringhendan strax að hrönglast í kjaftinum á mér. Kreppti oft að kaunum skó, kvöl um síðir endar. Upp ég reis úr öskustó eig.in smæðar-kenndar. Þó að andi Kári kalt, krýni landið fönnmn, þér mun standa þúsunfalt þyngri vandi af mönnum. æsku bjarta vorið. Þegar hallar austur af andinn greikkar sporið. Aldrei get ég grátið svo, að guði líki. Hæpið, að ég hljóti vist í himnaríki. Ýmsum fatast æviskeið, auðnu glata tíðast, hlaupa hvatir lasta-leið, liggja flatir síðast. Óreiða í Degi laugard. 26. þ. m. birt- ist grein eftir Jónas Jónsson, kennara frá Brekknakoti: Ungl- ingarnir og áfengismálin. Grein þessi hefur vakið nokkuð mikið umtal, enda er Jónas ekki lin- mæltur um ófremdarástand það, sem ríkir hér í áfengismálum m. a. unglinga. Jónas er hug- sjónamaður og ann hinni ungu kynslóð annars betra hlutskiptis en nú horfir víða. Grein þessi er þung ádeila á forráðamenn þjóðfélagsins, full- orðna fólkið og lögregluyfir- völd þessa bæjar, því brjóst Jón- asar er heitt og hann lýsir á- stan^inu í áfengismálum frá sínum dyrum. Því miður senni- lega alveg rétt. Greinarhöf. gefur í skyn, að vegna kunningsskapar taki lög- gæzlan oft of vægt á sökudólg- um og leggur til að fá aðkomu- menn til löggæzlu, sem ekki létu réttlætið fyrir róða af kunnings- skap, „svo þeir gengu að því skýlduverki lögreglunnar með oddi og egg að koma upp um leynivínsölu, hindra dvöl ungl- inga á vínsölustöðum og í dans- sölum, löngu fyrr en aldur þeirra heimilar! Koma í veg fyrir akst- ur leigubílstj óra um götur bæj- arins, þegar farþegar eru drekk- andi og ölfunaræpandi ungling- ar og börn.“ Hann ræðir líka um vínsölustaðina og að þjónar hafi því meiri tekjur, sem þeir selji meira vín, en vegabréf vanti alveg svo hægt sé að fylgjast með aldri unglinga. Allt eru þetta mikil vandamál og erfitt um að ræða. En margir hafa sagt okkur dæmi um ófrið mikinn, ærsl og hávaða um næt- ur, þegar vinnandi fólk þarf hvíldar við og á tvímælalaust rétt til. Þegar vín- og dansstöð- um er lokað fer fólk, ekki sízt unglingar, með ærslum um göt- Þegar sárust þörfin er þrýtur vina-forðann. Nú man enginn eftir mér austan lands og norðan. Sem gestur heilsar gleðin þér og gist þú hana aldrei fær. En sorgin aðeins er hið auða hús þá gleðin fer. Blóðsins elfur áfram niðar órótt, þung og móð. Það er orðið fátt, sem friðar, flýi hugann ljóð. k. ur, bílar flauta, inenn syngja, arga og slást. Sá, er þetta ritar hefur ekki mikinn kunnugleika af þessum málum, en kvartanir heyrast víða. Hins vegar álykt- um vér svo, að það sé meir skort- ur á löggæzlumönnum en hlífni þeirra, sem fyr.ir eru, við lög- brjóta, sem að er. Má úr því bæta. Um leynivínsala heyrist mjög lítið rætt og bifreiðastjór- ar stunda alls ekki leynivínsölu, það er klárt mál. Hins vegar er sjálfsagt að rannsaka orðróm um slíkt, ef uppi er. Aftur á móti er bartilveran staðreynd og hefur sett neikvæð- an blæ á allt bæjarlífið. Þeim ætti að loka báðum. Hins vegar verður ekki mikið vart v.ið árangur af starfi áfeng- isvarnarnefnda og stúkurnar virðast ekki hafa það aðdráttar- afl, sem til þarf að laða að sér þá er veikir eru fyrir. Einnig skortir hér mjög vínveitinga- lausa dansstaði og tvímælalaust sterkaða aðhald á hinum. Þarf þá að koma í framkvæmd vega- bréfsskyldu unglinga, yrði þó nógu erfitt um vik. Komið hafa fram tillögur um bann um stuttan tíma til reynslu og einstaklingar hafa nefnt skömmtun áfengis. Hvort tveggja hefur sína vankanta O'g illu fylgi- fiska. Það, sem þarf er algjör viðhorfsbreyting fólks gegn á- fengi og sköpun menningarlegra tómstunda fyrir æskuna. Hug- sjónaleysið, fjárráðin og nautna þorstinn annars vegar, óstöðv- andi framboð opinberra aðila á víni hins vegar, hlýtur að leiða á þá vegu, sem Jónas er að lýsa og á þakkir skilið fyrir að setja svo skorinort fram. Ótvírætt er sökina að finna hjá okkur, fullorðna fólkinu, með ábyrgðarleysi okkar og eft- irdæmi. Þjóðfélagsmál koma hér mjög við sögu. Herseta, fjár- málabrask, leppmennska og þverrandi ættjarðarást. Hver og einn vill gleypa öll hin ímynd- uðu gæði, því öryggisleysi okk- ar er svo algjört á öllum svið- um, að við þorum ekki lengur neinu að treysta. Ætli að í þessum málum yrði ekki happadrýgst og færi bezt saman við alhliða þörf okkar til endurfæðingar nú, að reyna að endurskapa þjóðfélagið í heild, áður en allt hrynur? Senda herinn burt, segja okk- ur úr hernaðarbandalögum, hætta stórveldadekri, skapa gj ald miðli það traust, að menn geti byggt á honum framtíð sína, en ekki aðeins notað sem eyðslu- eyri í dag, byggja upp fjölbreytt ari atvinnuvegi, rækta landið og efla forna þjóðmenningu. Yrði æskan vör hreyfinga í þessa átt, myndi hún láta af ae|rslum og áfengisnautn. Við hefðum einnig gott af slíku sjálf. Og hér gildir sjálfa tilveru okk ar. * Handritin heim Nú er komið að því að þessi orð ættu að vera meir á dagskrá. Tímabil það, er hálfdanir sömdu um við heildani að liggj a á mál- inu, er senn á enda. Nýafstaðn- ar kosningar í Danmörku benda í jákvæða átt í þessu mikla metnaðarmáli okkar. En var kröfufrestur okkar notaður til að byggja á verðugan hátt yfir þessa dýru arfleyfð okkar? íslenzk handrit af fornum sögum okkar eru auður, sem aldrei verður metinn til fjár, fremur en menningararfurinn allur, arfur, sem okkur hefur þó verið fremur ósárt um nú síðan við urðum „sjálfstæð þjóð.“ Er von að allt leiki í lyndi hjá jafn gleymnu og gleypigjörnu fólki sem okkur? En það þarf meir en fá hand- ritin heim og koma þeim fyrir í væntanlegum höllum. Það þarf marga fjölmenntaða menn til að vinna úr þeim enn og sjá um út- gáf þeirra. En eitt má ekki henda meir, — Það má ekki gefa lengur út forn- sögur okkar á hrognamáli því, sem notað hefur verið og kennt er við Vimmer. Það á að gefa sögurnar út á nútímamáli fyrir almenning og orðtéttar tfyjár fræðimenn um allan heim. Þær íslenzkar fornsögur, sem gefnar hafa verið út í nútímabúningi, svo sem: Njála, Laxdæla, Hrafn- katla, Grettisaga, eru snöggtum aðgengilegri sögur fyrir okkur en í stafsetningu Vimmers, enda er hún fölsun. Bókaþjóðin, sögu- og Ijóða- þjóðin, á að vera kröfuhörð í menningarlegu tilliti. Við höfum of lengi haft þynnkuna í háveg- um. Einstaklingar mega ekki fá útgáfurétt á þessum bókum, þeirra sjónarmið er hagnaður. Hann skiptir ekki máli í þessu sambandi, heldur menningin sj álf. * Blómin í ónni Það er undarlegt, að bókin Blómin í ánni, ein fegursta skáld saga okkar tíma, skuli um leið og hún er fögur, afhjúpa mestu skelfingu og glæp allra tíma. Bókin er um afleiðingar atóm- sprengj unnar, sem varpað var á borgina Hírósíma í Japan. — Höfundur þessarrar bókar er frú Edit Morris, sænsk-ættaður Ameríkumaður. Aðeins kona hefði getað skrifað þessa bók. Blómin í ánni kom út sl. ár hjá Máli og menningu, í snilldarþýð- ingu Þórarins Guðnasonar lækn- is. Við eigum honum þökk að gjalda fyrir að gefa okkur þetta verk og einnig er það brjóst- bætandi að vita hið ágæta for- ystufélag í útgáfu ódýrra, góðra bóka, halda vöku sinni. I þessarri bók kemur enn skýrt fram, að maðurinn, hinn óbreytti maður, er allls staðar eins innst inni, hvað sem líður lit og þjóðerni. Hættir Japana og umgengnismenning er ólík okkar, en sálin, mannleikinn, hinn sami. Og þetta er bókin um mikilleik konunnar, hina allt elskandi, umberandi, fyrirgef- andi konu jarðarinnar, sem ber harminn undir brosi sínu, svo hann skyggi ekki á gleði um- hverfisins. Og hversu undarlegt að varpa eldhnettinum fyrst á það fólk, sem við kynnumst í þessarri bók. Myrða mannleikann, fegurðina. Og þó, pólitíkusar óttast kann- ski ekkert meir en hið jafna mannlíf, einfaldleikan, þrána. Goldwater hótar atómsprengju á Asíufólk. Ameríka sendi Híró- símu fyrstu kveðju hinnar nýju aldar brjálaðra pólitíkusa. Menn ættu að ganga á vit „Blómanna í ánni,“ ef þeim of- býður skriðdýrsháttur íslenzkra pólitíkusa fyrir steinhjörtum er lendra hjáguða. AUGLÝSIÐ í VERKAMANNINUM PRENTUH BÆKUR BLÖÐ TÍMARIT Hvers konar SMÁPRENT UTPRENTUN 0 PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. SlMI 1024 2) Verkamaðurinn Föstudagur 2. október 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.