Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.10.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 02.10.1964, Blaðsíða 4
„AÐ STRITA MEÐ VITI“ Háttvirtu erlendu gestir. Heiðraða samkoma. Eg vil strax í upphafi máls míns þakka Stjómunarfélagi íslands fyrir að hafa efnt til þessarar ráðstefnu um hagrœð- ingu í íslenzku atvinnulífi. Það gefur ráðstefnu þessari að mínu áliti stóraukið gildi, að „Landsorganisasjonen i Norge“ og „Norges Arbeidsgiverfor- bund“ brugðust vel við þeim til- mælum, að verkfræðingarnir Egil Ahlsen og Jon Andrésen tækju sér ferð á hendur til ís- lands og gerðust aðalfyrirlesar- ar ráðstefnunnar um hagrœðing- armál, þróun þeirra mála hjá frændum vorum, Norðmönnum, og um starfsemi heildarsamtak- anna á norskum vinnumarkaði til eflingar á v.innurannsóknum og hagræðingu í atvinnulífinu. Fyrir hönd Alþýðusambands Islands fagna ég komu þessara góðu gesta og býð þá hjartan- lega velkomna til íslands og hingað á ráðstefnuna. Markmið ráðstefnunnar er að kanna, hvar við íslendingar sé- um á vegi staddir í hagræðingar- málum almennt í samanburði við grannþj óðimar, einkum Norðmenn. — Raunar vitum við fullvel fyrirfram, að á þessu sviði erum við sorglega langt á eftir grannþjóðunum. En við höfum áreiðanlega gott af því, að þessi mynd sé gerð sem skýr- ust. Það gæti é. t. v. orðið til þess að ýta við okkur — orðið til þess að við tækjum okkur saman og ásettum okkur að vinna upp hið vanrækta. Að vísu á það, að við stöndum á algeru byrjunarstigi í þessum málum, sér að mörgu leyti eðli- legar orsakir: Þróunarsaga ís- lenzkra atvinnuvega er ekki löng. Það eru ekki nema ein 90 ár, síðan Islendingar urðu fjárráða með stjómarskránni 1874, og okki nema 46 ár síðan ísland varð frjálst og fullvalda ríki með sambandslögunum 1918. Og á þessum vordögum fögnum við og höldum hátíðlegt 20 ára afmæli lýðveldis á íslandi. íslenzkt atvinnulíf við frelsi og fullnægjandi þroskaskilyrði er því enn ham í reifum, van- burða og valt á fótum á mörg- um sviðum, þó að nokkrir þætt- ir þess standist nokkurn veginn samanburð við sams konar at- vinnugreinar með öðrum þjóð- um. En samt er það að verulegu leyti sjálfskaparvíti, að við erum slíkir eftirbátar annarra þjóða í hagræðingarmálum, vinnurann- sóknum og verkvísindum hvers konar, sem raun ber vitni, hvert sem litið er. Fyrir um það bil 50 árum starfað.i hér á landi ungur, gáf- aður vísindamaður með eldleg- um áhuga fyrir því að kynna löndum sínum og fræða þá um niðurstöður og árangur annarra þjóða í vinnurannsóknum, sál- arfræði og þjónustu atvinnulífs- ins og almennum verkvísindum. Þetta var dr. Guðmundur Finn- bogason. Hann reit hverja grein- ina á fætur annarri, hélt fyrir- lestra fyrir alþýðufræðslu stú- dentafélagsins, Háskólann, Verka mannafélagið Dagsbrún, Verk- fræðingafélag íslands og yfir- leitt hvern þann, sem heyra vildi hinar nýstárlegu kenningar verk vísindanna, og hann gaf út bæk- ur um þessi efni. Viðfangsefnin, sem hann fjall aði um voru m. a. þessi: Erfiði — Þreyta — Vinnuhugur — Eft- irlíking — Kapp — Vinnulaun — Tímabrigði — Vinnugleði — Vinnunám — Andleg vinna — Sálarfræðin og vinnan — Orkunýting og menning — Verkamaðurinn — Vinnuvísindi o. m. fl. Enginn var snjallari en Guð- mundur Finnbogason í að setja fram kenningar sínar á Ijósu og lifandi máli, jafnvel er hann fjallaði um vísindaleg efni, sem lítt eða ekki hafði verið ritað um á íslenzku fyrir hans dag. En þessi fræði hans um verk- vísindi gengu illa í landa hans. Guðmundur hélt því fram að tœpast vœri til svo einfalt verk, að unnt sé að fullyrða, hvernig bezt sé að vinna það, fyrr en eftir meir eða minna flóknar rannsóknir, sem fjarri færi, að hver maður gæti gert. Þannig taldi hann að rann- saka þyrfti, hvemig náð yrði beztum árangri á teignum við sláttinn, við fiskþurrkun, við að moka með skóflu o. s. frv. Og hann greindi nákvæmlega frá, hvernig slíkum rannsóknum skyldi hagað. Ymsir sáu, að þetta var rétt. En hinir hygg ég að hafi þó verið miklu fleiri, sem töldu sig kunna að slá, breiða fisk, og taka saman, moka o. s. frv. og töldu sig ekki þurfa að læra þetta vísindalega hjá Guðmundi Finrtbogasyni. A. m. k. skellti allur þorri þjóðarinnar skolla- eyrum við kenningum hans. Guð mundur Finnbogason studdi mál sitt fjölmörgiun dæmum um er- lendar vinnurannsóknir, er sýndu undraverðan árangur, þeg ar vísindalegum aðferðum var beitt við störfin. Vitnaði hann t. d. oft í niðurstöður ameríska verkfræðingsins WirisLow Tayl- or. Sá maður hafði t. d. gert vísindalegar tilraunir með jafn mWKKMWMt'KUn einfalt verk sem mokstur. Góðir verkmenn voru valdir til tilrauna mokstursins. Þunganum á rekunni var smám saman breytt og allar að- stæður við starfið athugaðar ná- kvæmlega á hverju stigi vikum sarnan. Sú varð reyndin, að góð- ur mokari afkastaði mestu dags- verki með því að hafa 9þ^ kg. á rekunni. Hafðar voru misstór- ar rekur til skipta eftir því, hvaða efni mokað var, svo að þunginn yrði æ hinn sami. Tilrauninni var haldið áfram í þrjú ár við alls konar aðstæð- ur. Og þegar henni var lokið og búið að ákveða hvíldirnar eftir vinnuþolinu, voru hinar nýju aðferðir reyndar í stórri verksmiðju. Eftir þrjú ár voru niðurstöður þessar: Það, sem 500 menn mokuðu að meðaltali með gamla iaginu, mokuðu 140 með því nýja. Áður mokaði hver maður að meðal- tali 16 smálestir á dag, nú 59. Meðaldagkaup manns var áður 1.15 dollari, nú 1.88. Moksturs- kostnaður við hverja smálest var áður 0.072 dollari, nú 0.033 dollari, og var þó í þessum lága kostnaði við moksturinn á hverri smálest einnig innifalinn allur aukakostnaður við verkfæri, um sjón, tilraunir o. s. frv., sem þetta nýja fyrirkomulag hafði í för með sér. Verksmiðjan græddi, og verkamenn báru meira úr býtum en áður og töldu sig þó ekki erfiða meira en áður. Guðmundur skýrði frá fjölda slíkra tilrauna, er leiddu í Ijós glæsilegan árangur við breytt vinnubrögð, breytt verkfæri, breytta aðstöðu við framkvæmd o. s. frv. En Islendingar hófu ekki vinnurannsóknir. Þeir töldu sig kunna að moka. í einum fyr.irlestri sínum sagði Guðmundur, er hann hafði lýst mörgum dæmum vinnurann- sókna við margvísleg störf og ágætum árangri þeirra: „Þetta hafast Ameríkumenn að. Getum vér ekkert af því lært? Kemur þessi hreyfing oss ekkert við? Mundi oss vera minni þörf á vinnuvísindum en Ameríkumönnum? Þurfa þeir, sem eru fámennir og fátækir síður hagvirkninnar með en hin- ir, sem eru fjölmennir og auð- ugir? Eða mundu vinnubrögð vera betri hjá oss en Ameríku- mönnum? Eða mundum vér vera svo heimskir, ólagnir eða þverlyndir, að vér tækjum engri tamningu, þó að reynt væri?“ „Ég held,“ sagði hann, „að engu af þessu verði játað í al- vöru“. Og svo bætti hann við: „Hvað eigum vér þá að gera í þessu máli?“ Ég skal segja, hvað ég mundi gera, ef ég væri svo efnum búinn, að ég gæti það. Eg mundi strax fara að gera vinnurannsóknir. Ég mundi byrja þœr á þeim störfum, sem mest munaði um á landi hér, ef vinnubrögðin breyttust til batn- aðar.“ Þetta voru orð Guðmundar Finnbogasonar. Og þau standa í fullu gildi enn í dag. Guðmundur Finnbogason trúði því, að hinir ötulu útgerðar- menn okkar mundu fljótt sjá sér hag í því að taka upp á sínu sviði þœr vinnuaðferðir, sem rannsóknir sýndu, að væru bezt- ar. En um það varð honum ekki að trú sinni. Þeir voru í flest- um tilfellum bundnir fjötrum rótgróins vana. Og svo er því miður enn um margan atvinnu- rekandann. í fyrirlestr.i, sem Guðmundur Finnbogason hélt í Verkfræð- ingafélagi Islands um áramótin 1914 og 1915 um vinnuvísindi, sagði hann m. a.: „Ráðin til að finna beztu að- ferðina við líkamlegt starf eru talin þessi: 1. Að finna nokkra menn, t. d. 10—15, helzt sinn úr hverri áttinni, sem eru sérstaklega leikirnir í því starfi, sem rannsaka á. 2. Athuga nákvæmlega allar hreyfingar og tilburði hvers þessara manna við verkið, sem rannsaka á, svo og verk- færin, sem hann notar. 3. Athuga með markúri tímann, sem hver þessara hreyfinga tekur, og velja svo úr fljót- ustu aðferðina við hvert at- riði verksins. 4. Fella niður allar rangar hreyfingar, seinar hreyfingar og gagnslausar hreyfingar. 5. Þegar öllum óþörfum hreyf- ingum hefur verið sleppt, þá er að safna í eina heild fljót- ustu og hagkvœmustu hreyf- ingunum og beztu verkfœr- unum. Þessi nýja aðferð, sem hefur í sér fólgnar fljótustu og hag- kvæmustu hreyfingarnar, kemur svo í stað þeirra aðferða, sem áður voru notaðar. Hún verður fyrirmynd, unz önnur betri er fundin. Aðalnýjungin í öllu þessu er tímamælingin. Sé hún nákvæm, má reikna út, hve lang- an tíma ákveðið verk muni taka. Með athugunum og tilraunum er fundið, hve miklar hvíldir þarf við verkið og hvernig því verður bezt hagað að öllu leyti. Þegar þessi þekking er fengin, er hægt að ákveða það, sem ég vil kalla ,;málsverk“ á íslenzku. Málsverk er starf af tilteknum vöxtum og gæðum, sem rann- sókn hefur sýnt, að vinna má með tiltekinni aðferð á tilsettum tíma. Málsverk er hnitmiðað þannig, að verkamaðurinn geti unnið það dag eftir dag, án þess að verða eftir sig, og ár eftir ár, án þess að spilla heilsu sinni.“ Þannig kynnti dr. Guðmundur Ávarp forseta AlþýSusambands íslands, Hannibals Valdimarssonar, flutt á róðstefnu Stjórnunarfélags íslands um hagræðingarmól, er haldin var í Bifröst í Borgarfirði 7.—9. júní í vor. 4) Verkamaðurinn Föstudagur 2. október 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.