Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.10.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 02.10.1964, Blaðsíða 5
NEHRU Blekking hans unga lífs kynborins Hindúa aldahvarfanna átti sér tvær meginrætur Brahmadóm fornan átrúnað ótal kynslóða kyrrstæðra búenda á bökkum stórelfa sunnan jökulheima Asíu Bretadýrkun nýja aðdáun á háttum og stjórnvísi herraþjóðarinnar í vestri sjóveldi gráu fyrir jámum sjálfskipuðum drottnara Indlands Úr óvizkusora hlekkjum aldinnar trúar málmklóm nýlendukúgunar bræddi hann og mótaði gull vitsmunaþroskans hið siðfágaða trúleysi Innilokuðum mörgu sinni og árum saman í fangelsi framandi valdhafa hans eigin ættjarðar Teikning eftir höfund Ijóðsins. opnaðist honrnn útsýn æ víðari veittust honum lausnir hins fjötraða andlegt frelsi sjáandans Nákominn Tagore skáldi kærleikshörpunnar við hlið Gandhis mahatma frelsisbaráttunnar í samfylgd enn annarra fyrirmenna mikils málstaðar óx hann til forystu í sókn til mannbóta og framfara þjóðar örbirgrar og þjáðrar þjóðar hinna óhreinu Paría útskúfunarlýðsins ósnertanlega þjóðar með tað á arni og tréplóg á akri þjóðar hinna helgu nautgripa hinna vanhelgu manna þjóðar ofurölva af áfengi aldagamalla trúarbragða óx hann í hlutverki leiðtogans fyrir þjóð særða klóaförum Brezka Ljónsins fyrir þjóð sundraða til grunna í andstæður stéttaskiptingar hinna fáu ríku og hinna mörgu snauðu fyrir þjóð deilda af ofstæki rétttrúnaðarins Brahm og Allah til dýrðar óx hann vopnlaus stjómvitringur til stærðar friðflytjandans milli vopnaðra óvitringa samtímans Heim vorn auðgaði hann af göfgi og hreinleika í minningunni um hann vakir draumur djúprar skynjunar vakir fágætur þokki fagur og hljóður eins og geislabrot í tári júní 1964 D. Á. Daníelsson. Finnbogason þjóð sinni þessi mál fyrir 50 árum. Guðmundur Finnbogason ræddi margt og ritaði um þreytu og hvíld. Hann segir t. d. á einum stað frá þeirri kenningu Seniors, ensks hagfræðings á fyrri hluta 19. aldar, „að það vœru síðustu vinnustundir verkamannsins, sem gcefu ágóðann fyrir vinnu- veitendur, og mundu þeir því fara á höfuðið, ef vinnutíminn vœri styttur.“ Þessi kenning er löngu afsönn- uð úti í hinum stóra heimi, en hér á landi virðist hún enn eiga marga fylgjendur. Um það ber hinn óhæfilegi vinnutími vott- inn. Guðmundur Finnbogason skýr ir frá margvíslegum tilraunum frumkvöðuls vinnuvísindanna, Winslow Taylors, sem afsönn- uðu gersamlega þessa kenningu, og sýndu, að hóflegur vinnu- tími og hvíldir á réttum tímum eru forsenda þess, að verk gangi vel og eðlilegum afköstum verði náð. Auk þess tók hann tvö dæmi úr íslenzku atvinnulífi. — Hið fyrra var frá togaraútgerðinni, þannig: „Orð hefur verið á því haft, að mönnum hafi stundum verið misboðið með hóflausum vökum á botnvörpungunum, einkum framan af, en mér er sagt, að reynslan sé nú búin að kenna skipstj órunum það, sem vísind- in hefðu getað sagt þeim fyrir fram, að slíkt svarar ekki kostn- aði.“ Samt þurfti nú að setja lög- gjöf um að banna hinn óskyn- samlega þrældóm á togurunum. Hitt dæmið: Um aldir þræluðu íslenzkir bændur myrkranna milli og héldu þetta búhyggindi. — En um styttan vinnutíma og árang- ur hvíldarstunda á réttum tím- um segir Guðmundur þessa skemmtilegu sögu af íslenzkum bónda. „Það var fyrsta heyskapar- daginn í búskap hans: Rétt eftir að piltar hans voru komnir á teiginn og farnir að bera niður, fóru þeir að masa við aðra hverja brýnu og híma fram á orfið. Svona gekk það allan dag- inn. Bóndi horfði á þetta og var gramur, en vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka til að venja þá af þessu, og sagði því ekkert. En næsta dag hafði hann hugs- að ráð sitt, og þegar piltar hans fóru að híma fram á orfið eins og fyrri daginn, segir hann: „Við skulum setja okkur niður, piltar mínir, og hvíla okkur dá- litla stund. Svo skulum við taka skorpu.“ Þeir litu hver á annan. „Við erum nýkomnir að verki,“ segja þeir. — „Þ.ið gerið eins og ég segi,“ svarar bóndi. Og nú sezt hann niður og þeir líka og skrafa nú saman í bróðerni um stund. Svo stendur bóndi upp, og nú keppast allir við. Þegar fer að síga í sama horfið, fer hann eins að og áður, og þetta lætur hann ganga um daginn. Klukkan 7 var stórt horn eftir óslegið. „Við skulum ljúka horn- inu því arna, piltar mínir, og hætta svo,“ segir hann. „Ekki ljúkum v.ið því x kvöld,“ svara þeir. „Við skulum sjá til,“ seg- ir hann. Og þeir voru búnir með það klukkan átta. — „Nú förum við heim. Við höfum unnið gott dagsverk í dag,“ segir bóndi. „Heim! Það fer enginn heim fyrr en kl. hálf ellefu um þetta leyti sumars,“ segja þeir. „Ég er nú húsbóndinn hérna, og komið þið nú, piltar mínir,“ segir hann, og svo var haldið heim. Svona sagði bóndinn, að það hefði gengið allt sumarið. Eng- ir hefðu komið eins seint í teig- inn og þeir, engir sett sig oftar niður, engir farið eins snemma heim á kvöldin og — engir heyj- að eins vel að tiltölu í sveitinni og þeir þetta sumar. Þetta var ríkasti bóndinn á Jökuldal á sínum tíma. Hann var hagsýnn maður og kunni á því réttu tökin að nota vinnuafl- ið án þess að misbjóða fólki sínu með óskynsamlegum vinnu- tíma,“ sagði dr. Guðmundur. Hverfum nú frá brautryðjand anum í hagræðingarmálum og vinnuvísindum, dr. Guðmundi Finnbogasyni. Hann mætti mik- illi tregðu og varð minna ágengt en skyldi. Nú hefur merki hans verið hafið á loft á félagslegum grund- velli. Nú eru komin til sögu Iðn- aðarmálastofnun íslands og Stjórnunarfélag íslands og helga sig þessum málum. Og nú á ís- Framhald á bls. 7. Föstudagur 2. október 1964 VerkamaSurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.