Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.10.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 09.10.1964, Blaðsíða 3
Vetrarkvöld. í dag kom glæsileg sending af síðdegis- 05 hvöldhjólum Einnig ALSILKI í blússur og viðhafnarkjóla. KÁPUR og HATTAR í meira úrvali en nokkru sinni fyrr. VERZL. BERNHARÐS LAXDAL ¥ínberin eru komin. — Sérstaklega góð. KJÖRBÚÐIR SKRJÁF í SKRÆÐUM Að þessu sinni flettum við Borg- firzkum Ijóðum og dettum ofan ó vísur eftir Guðrúnu Arnadóttur frá Oddsstöðum í Lundarreykjadal. Þær eru ekki af verri endanum, því Guð- rún er einn vandfýsnasti bögusmið- ur sem getur, eins og lesendur munu sannfærast um. ViS. Bera urðum skin og skúr, skilningsþurrð og trega. Þó hefur snurðum okkar úr undizt furðanlega. Stökur. Hverfur engum alveg sól, er á strenginn kunni. Veita lengi Ijóðin skjól lífs í þrengingunni. Hima stróin hélu rennd, hretið sá um dóminn. Sveimar þráin klökkvakennd kringum dáin blómin. Dagar renna og æviár, okkar fenna sporin, bugar senn í sálu þrár, sem að brenna á vorin. Heima. Verði heiðar huldar ís, hreti meiður falinn, ein er leið, sem aldrei frýs upp í þreyða dalinn. Degi hallar, hafs að djúpi hökul falla lætur sinn. Fold í mjallar hvílir hjúpi, hrímar allan guggann minn. Kynja-móður kaldar loga, kvikur glóða-faldur ris. Sveipar hljóð um sund og voga silfurslóða mánadís. Þögnin seið í sálu kyndir, söngvaleiðir opnar finn. Yfir breiðir böl og syndir bláa heiðið faðminn sinn. Fyrir 100 árum. — Jarðeplatekja á Akureyri var um haustið 645 tunnur. — Mannfjöldi á Islandi við árs- lok 1 864 var 68 þús. — Tíðarfar var um allt land eitthvert hið bezta um haustið og allan veturinn, fram til jóla. Eng- inn hafís þetta ár, sást aðeins nokk- ur ís frá Grímsey fyrir páska, en hvarf strax aftur. SHYRTISTOFA Höfum opnað snyrti- stofu í Kaupvangs- stræti 3 fyrir konur og karla. Kynnist nútíma and- litssnyrtingu. Pantið tíma í síma 1820. SIGURÐUR JÓNSSON í vetur, frá 1. okt., verður Nátt- úrugripasafnið opið almenningi á fimmtudögum kl. 4—6 e. h. Eins og áður verður það einnig opið á sunnudögum kl. 2—4 e. h. — Ut- anbæjarmenn og hópar geta fengið að skoða safnið á öðrum tímum eftir samkomulagi við safnvörð. Sími 2983. Amtsbókasafnið er opið alla virka daga frá kl. 2—7 e. h. — Safn- vörður. Minningarspjöld Elliheimilis Ak- ureyrar fást í Skemmunni. Minningarspjöld Kvenfélagsins Hlífar fást í Bókabúð Jóhanns Valdimarssonar í Hafnarstræti. Kringsjá vikunnar Messað í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur (ath. breyttan messutíma) — Sálmar nr. 41 — 685 137 — 16 — 683. — P. S. Messað verður í Lögmannshlíðar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 515 — 338 — 137 — 384 — 678. Bílferð verður úr Gler- árhverfi. — B.S. Jólamerkin 1964, sem Kvenfé- lagið Framtíðin gefur út og selur til ágóða fyrir framkvæmdir við Elli- heimili Akureyrar, eru komin á markaðinn. — Þau eru seld á Póst- húsinu. Félagsvist. — Laugardaginn 10. okt. kl. 8.30 e. h. hefst að Bjargi hin vinsæla félagsvist Sjálfsbjargar, fyrir félaga og gesti þeirra. Munið, að mæta stundvíslega. — Undir- búningsnefnd. Brúðhjón. Nýlega voru gefin sam- an á Akureyri Rakel Jónsdóttir, frá Olafsfirði og Indriði Þorláksson, námsmaður. — Laugardaginn 3. október voru gefin saman f hjóna- band í Akureyrarkirkju brúðhjónin Guðrún Jóhannsdóttir og Árni Sig- urðsson sjómaður. Heimili þeirra verður að Fjólugötu 16, Akureyri. — Sama dag voru gefin saman f hjónaband í Akureyrarkirkju brúð- hjónin Gunnlaug Garíbaldadóttir og Sveinn Jónsson, húsasmiður. Heim- ili þeirra verður að Helgamagra- stræti 40, Akureyri. ALLT TIL HEOIILISINS! SÓFASETT í úrvali SÓFASETT, ný gerð, á kr. 11.300.00 SNYRTIKOMMÓÐURNAR, margeffirspurðu, eru komnar aftur INNSKOTSBORÐ, ný gerð — RÚM, 3 gerðir SKATTHOL væntanleg á næstunni RUGGUSTÓLAR kr. 3.490.00 HÆGINDASTÓLAR, 2 gerðir ELDHÚSHÚSGÖGN — Stórkostleg verðlækkun Komið og skoðið. Alltaf er eitthvað nýtt að koma á markaðinn. ALLT FYRIR GLUGGA FRÁ „GLUGGUM H.F." STENGUR fyrir amerfska uppsetningu. RÚLLUGARDÍNUR með plastdúk. SÓLTJÖLD. GARDÍNUR tilsniðnar og saumaðar. ÁXMINSTER GÓLFTEPPIN vinsælu. Mörg ný sýnishorn. HútaogiMvenlaniii Hafnarstræti 81 — Sími 1536 ftodum um allan bsinn allan daginn Föstudagur 9. október 1964 YerkamaSurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.