Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.10.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 16.10.1964, Blaðsíða 2
CJíiU í tfl Kemur góður þá getið er. Við vorum að hugsa um, að langt væri síðan hinn aldurhnigni snillingur okkar Karl Sigtryggs- son hefði látið sitt rauða höfuð inn fyrir þessa dyrastafi. Stend- ur hann þá ekki allt í einu mitt á meðal vor. Og við byrjum að skrifa nýjar vísur: Um auðugan piparsvein. Ævi þinnar auraskrap utan á þér berðu. Að þinn gróði er allur tap einhvern tíma sérðu. Kveðið á samkomu á Sauðárkróki. Á Sauðárkrók er söngur beztur, sálum veitir yl. Þar er enginn minni en mestur, minnstur ekki til. Um ísl. verðlagsmál. Almenningur ekkert veit, allt er á sandi kvikum, af því fögur fyrirheit fara á undan svikum. Staka. Satan gamli gekk á lagið, guðs þó væri höndin sterk, og læddi ýmsu, annað slagið, inn í drottins handaverk. Lifið um öxl. Ég hef minni ævi eytt allri í slysahröpin, enda hef ég aldrei neitt eignast nema töpin. Loksins er ég alveg frá, illum klafa bundinn. Búinn að tapa trúnni á tíkina og hundinn. Áf tilefni. Þjóðviljanum þætti bratt það, sem reyndist göfugt. Ef Morgunblaðið segði satt sólin snerist öfugt. Sléttubönd. Argir knýja vindar vog, velta skýjaborgir. Margir flýja undan og elta nýjar sorgir. Lesið um ferðalög róðherra. Ríkisstjórnar ferðafjör freyðir í línu hverri. 111. var hennar utanför, afturkoman verri. Hugleirr. Fæðingin er fyrsta spor, frelsisleitin annað, þriðja dauða-vissa vor. — Að vita meira er bannað. Nú vildi Karl ekki leyfa birt- ingu á meiru, en við tökum þó 2) Verkamaðurinn r ------------------------------------------ A sjónskífunni Verzlunarrúm Miklar breytingar hafa orðið á húsakynnum manna og ekki síður verzlunar og iðnaðar. Það er í sjálfu sér mjög fallegt hús, gamla kaupfélagshúsið hér við Hafnarstræti, en innréttingar allar mjög á eftir tímanum, sem vonlegt er. En þetta hefur verið traust hús og vel byggt, enda mun Sveinbjörn Jónsson hafa ráðið þar miklu um. Miklar breytingar hafa verið gerðar innanhúss nú upp á síð- kastið, t. d. er hin nýja vefn- aðarvörudeild smekklegt verk. Þó gefur nú að líta enn róttækari breytingu, sem er hinn nýi verzl- unarsalur, þar sem áður voru 3 deildir: Járn- og gler-, Vefnaðar- og Skódeild. Þetta er bæði stórt og fallegt verzlunarrúm, og er v.iðbót frá öðrum, hvað sem hann segir. Þeir snillingarnir: Egill, Karl, Baldur og Steingrímur ferðast um og skemmta fólki með vísum og þykja fyndnir karlar og eftir- sóttir. Heyrt höfum vér, að er þeir voru í Dölum vestur, hafi Egill haft orð um hversu miklu þeirra Laxá fyrir norðan væri fegurri en Laxá þar og væri hart að kalla þessa sama nafni. Þá sagði Karl. Víst er hún ekki bylgju-blá, né björt á litinn. Og gæti heitið Egilsá, hún er svo skitin. Þegar snillingarnir höfðu lok- ið dagskrá sinni í Skagafirði og hlotið mikið lof, heimtuðu Skag- firðingar meira. Brugðu þeir Karl og Egill sér þá afsíðis í 2 mínútur og komu aftur fram á sviðið með umbeðna viðbót. Egill kvað: Skuldir vaxa Skagfirðinga, skáld frá Bólu að austan var. Og þurftu enn til Þingeyinga, þegar vanda að höndum bar. En Karl kvað: Þegar flón sér hreykir hátt, heyrist Þingeyingur spyrja eins og ósjálfrátt: Er það Skagfirðingur? Þökk sé Karli. — Og þið sem hafið sent okkur efni í Tána, verið róleg, — þetta kemur allt einhvern tíma. furðulegt hvað smekkvísir menn geta gert upp úr gömlu. Olafur Ágústsson mun hafa séð um flestar innréttingar fyrir K.E.A. allt frá byrjun hinna meiri bygginga. Eitthvað hefur hann orðið að læra á þeim ár- um og fylgjast vel með hagræð- ingu og stíl í slíku, því þetta síð- asta er mjög gott og nýtízku- legt. Það er við hæfi að K.E.A. dragist ekki aftur úr, sú var að verða raunin með verzlunarsali. Nú hefur félagið tekið sig á og mun ekki láta upp á sig standa. En samkeppnin er hörð. Ný verzlun Klæðaverzlun J.M.J. hefur einnig opnað nýja og ágæta verzlun við Ráðhústorg, þar sem áður voru rakarastofur. Þetta er eins og allt hjá Jóni í fyllsta máta nútímalegt, enda mun ekki ann- að þýða í viðskiptum. Gildoskáli Þá má ekki gleyma, að Hótel K.E.A. hefur nú endurskapað hinn fyrrverandi Gildaskála á fyrstu hæð og látið innrétta þar vínstúku. Þetta mun eiga að verða aðal veitingasalur hótels- ins en stærri salirnir uppi frek- ar til samkomuhalds. Gildaskál- inn er vistlegt hús og miklu þægi- legri fyrir gest og gangandi, heldur en rýmið uppi. Hótelið hefur nú fengið ungan og efni- legan forstöðumann, Ragnar Ragnarsson og má góðs af hon- um vænta. Barmenning okkar er enn ekki mjög þroskuð og er því vafamál hvort fagna á tilkomu eins þarna. Snyrtistofa Við fáum meiri og meiri þæg- indi. Snyrtistofan sem nýlega tók til starfa í Kaupvangsstræti 3, er ágæt viðbót við þá margs konar þjónustu, sem hér má fá. Sérfræðingur í meðferð hreins- unar og fegrunarlyfja, Iærður í Bandaríkjunum, ger.ir andlit fólks hvítt og mjúkt. Nú þurfa gæjar ekki lengur að kreista út fílapenslana og ganga skrámaðir eftir, ný aðferð sér fyrir þeim. Það er ekkert snobb að fara á þannig stað ef andlit manns er ekki eins og það á að vera. Sig- urður Jónsson, sem stofuna rek- ur hefur undirbúið flestar feg- urðardrottningar okkar undir hina hörðu raun, keppnirnar. Því skyldi hann ekki geta dittað að venjulegu fólki, sem aðeins kýs að líta hreinlega út? Hækkun á áfengi Mjög þægileg fjáröflunarleið fyrir ríkiskassa vorn, er að hækka nautnavörur, tóbak og vín. Það er viss regla, að eftir hækkanir dregur ávallt úr sölu, en það stendur aldrei lengi. Nautnasýkin er harður húsbóndi og það veit ríkisstjórnin. Nýlega hækkuðu sterkari drykkir um 20 kr. flaskan og hin léttari um 15 kr. Við megum víst eiga von á hækkun tóbaks líka, ef að vanda lætur. Oftast fara nokkrir í tóbaks- bindindi við hverja hækkun þess, þó oft standi það stutt. Það er einnig hægt að fara í vínbind- indi. Hver ríkisstjórn ætti að hafa það jafnan í huga, að hún er verndari þegnanna, ekki böð- ull. Kennum þessari það. Lisr — fegurð I gær varð mér gengið fram- hjá Blómabúð K.E.A. hér í Hafn- arstræti og rak þá augun í und- arlega fallega keramíkhluti. Þetta eru diskar og vasar af óvenjulegri gerð. Þetta er grísk listvinna og mjög fögur, enginn hlutur eins skreyttur og annar, handunnið og goðafræði Grikkja uppistaða mynda. Mikið ef Od- ysseifur og hans elskulega frú skipa þar ekki veglegt sæti. Ann- ars er alltaf gaman að staldra við hjá glugga blómabúðarinnar. Þar er einnig kostulega fallegur kristall frá Tékkum og svo eftir- prentanir málverka okkar mestu snillinga, einnig íslenzk kera- mik. Svo eru þar hin geðþekku málverk Magnúsar Á. Árna- sonar. Það er skoðun mín að sá einn hlutur færi manni gleði, sem er persónuleg list, glys og fjölda- framleiðsla verður að líki við lengri kynni. En þessir grísku listmunir tóku augu mín fangin, aldrei séð slíkt áður hér á landi. Það er langt til jóla, en grísk- an vasa má geyma og ef gefa á vini gjöf, þá gefa honum listmun. Ég gat ekki stillt mig um að spyrja um verð á þessum ný- stárlegu munum: Þetta kostar eins og tveir eða þrír sénever- brúsar. Þá sá ég þarna haustlaukana og minntist Hveragerðis. Lauk- ar, settir í jörð nú, rísa upp að liðnum vetri og þakka guði og mönnum fyrir sig með litaglöðu brosi vorsins. íslendingar Okkur gleymist oft hið stóra þjóðarbrot frónskra frænda í Vesturheimi, sambönd eru stop- ul, en gætu þó tvímælalaust orð- ið báðum aðilum að gagni. Um nokkuð langt skeið hafa Islendingar að heiman mætt á Islendingadegi vestanmanna að Gimli og flutt þar ávörp, hafa þeir allir lokið upp einum munni um hinar vinsamlegu móttökur og brennandi áhuga landanna vestra að frétta að heiman. I sumar var íslendingadagur- inn að Gimli 75 ára og fór for- sætisráðherra vestur og flutti ræðu og ferðaðist um meðal landa okkar. Ræða dr. Bjarna var birt í málgagni Vestur- íslendinga, Lögberg-Heims- kringla, og er mjög athyglisverð. Það skemmtilegasta er umsögn Bjarna um skyldleika okkar. Fer það saman við athuganir ann- arra og mundu þó fáir trúa í fyrstu, hve ákaflega við erum náskyldir allir. Þessar niður- stöður benda okkur á, að fátt er hlægilegra en ættardramb á ís- landi, það bendir líka á að Vestur-Islendingar eru meira en landar, þeir eru einnig ná- frændur heimamanna, allir. Dr. Bjarni segir svo: „Fróð.ir menn segja, að allír núlifandi Islendingar séu komn- ir af séra Einari í Eydölum, sem dó fyrir tæplega 3 og % öld. Meðaltalsskyldleiki þeirra, sem nú búa á Islandi er talinn slíkur, að þeir séu sexmenningar. Skipt- ir þá ekki öllu mali hvot þeir, sem hittast, eru þremenningar- eða tímenningar. Mestar líkur eru til, að skyldleikinn sé þar nokk- urn veginn mitt á milli. Oftast getur góður ættfræðingur á dagsstund fundið að minnsta kosti einn lið innan þessara marka og stundum fleiri, er tengja saman gerókunnuga menn. Okkur er því í raun og sannleika nóg að ættfræða okk- ur með því, að við séum Islend- Framhald á bls. 7. Jhííflhóteli, Hlitirfjilli Hótelið verður fyrst um sinn opið um. helgar. — Tökum ávalli á móti stœrri og minni hópum. — Tekið á móti pöntunum í síma 02 og 1774. Hórelstjóri. Föstudagur 16. október 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.