Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.10.1964, Page 3

Verkamaðurinn - 16.10.1964, Page 3
Orlofsheimilahverfi Alþýðusambandsins Svo stór orð viðhefur Jónas Jónsson frá Hriflu nýlega í blaSagrein um byggingu orlofs- heimilis þess, sem AlþýSusam- bandiS er nú aS byggja undir Reykjafjalli í Ölfsi. Og þó aS hinn aldni hugsjóna- maSur og hugkvæmi stjórnmála- garpur taki hér, ef t.il vill full djúpt í árinni, þá er þaS samt víst, aS þarna er óvenjuleg og r.’arkverð framkvæmd á ferð- inni. Það, sem gerzt hefur, er þetta: Alþýðusamband Islands hef- ur fengið á leigu hjá ríkinu 12 hektara lands austur undir Reykjafjalli í Ölfusi. Land þetta er í landareign hinnar svoköll- uðu Reykjatorfu og fylgja jarð- hitaréttindi. Fyrir rúmu ári síðan var landið mosaþembur og mýrafen. Við því hafð.i ekki verið hreyft frá landnámstíð. Nú hefur land þetta verið ræst fram og þurrkað vandlega. Um það hafa verið lagðir vegir. Brú hefur verið byggð niðri við þjóðveginn austur, og myndar- legur vegur lagður upp til lands- ins. Byggð hafa verið 22 vönduð hús, hvert um sig 40 fermetrar, og er lítið anddyri, setustofa, eldhúskrókur og þrír svefnklef- ar í hverju húsi. — Skápar eru í eldhúsi og anddyri. Annar hliðarveggur húsanna nær nokkra metra út fyrir gafl- veggi, og eru þau horn, sem þannig myndast við báða gafla, hugsuð sem sólbyrgi. Munu þau síðar varða talin góður húsauki. Vinnuskáli verkamanna er 7 herbergi, eldhús og borðstofa. Þetta er bráðabirgðahús, en þó betur vandað en venjulegt er um slík hús, sem aðeins er ætlað að standa skamman tíma. Tré- smíSaverkstæði hefur verið byggt á staðnum. AuSvitað hefur rafmagn ver- ið leitt til staðarins, og húsin öll tengd sameiginlegu rafveitu- kerfi. Vatnsveita hefur verið lögð um hverfið frá tærri berg- lind, sem fannst efst í landinu. Skólpveita er einnig fullgerð, og vönduð rotþró hefur verið byggð að fyrirsögn sérfræðinga. Þá hefur hitaveitukerfi verið lagt um orlofslandið og öll hús- in tengd við það. Borað var eftir jarðhita í landinu, en það mis- heppnaðist. En önnur borhola nær Hveragerði skilaði gnægð vatns og ofsahita. Þarf allt or- lofsheimilið aðeins lítinn brot- hluta þeirrar firnaorku, sem þarna fékkst. Samkvæmt skipulagi því, sem gert hefur verið á svæðinu, er „Alþýðusambandið hefur nú í Ölfusdal forystu um eitthvert glæsilegasta menningarfyrirtaeki, sem íslenzkir menn hafa unnið að á síðustu árum.,/ eftir að byggja 9 hús, af sömu gerð og þau 22, sem þegar hafa verið byggð. Þá er einnig óreist hótelbygging, sem verða skal miðstöð allrar stofnunarinnar. Sundlaug verður byggð á svæðinu, svo og sérstök barna- sundlaug. Loks er áformað að gera leikvelli, svo að dvalargest- ir geti iðkað ýmis konar íþróttir auk sundsins (tennis, blak, hand- knattleik o. s. frv.) NauSsynlegt hefur þótt að fá skrúðgarðaarkitekt til að gera heildarskipulagsuppdrátt af ræktun orlofssvæðisins, þó að ræktunin sjálf verði framkvæmd af hinum ýmsu verkalýðsfélög- um. — Að sjálfsögðu verða gróðurhús reist á orlofslandinu, þegar sameiginlegur rekstur er hafinn. Frá upphafi hefur það verið ætlunin að koma upp orlofs- heimilum í öllum landshlutum, og verður hafizt handa um þá framkvæmd strax er þetta hverfi er fullgert. Þó að þessi framkvæmd ætti ekki almennum skilningi að mæta, á undirbúningsstigi, er nú svo komið, að verkalýðs- hreyfingin öll væntir sér mikils af þeirri lausn orlofsmálsins, sem unnið er að með byggingu or- lofsheimilanna. Allmörg verka- lýðsfélög hafa þegar lagt fram sinn fjárhagslega skerf til fram- kvæmdanna. Þegar bíða nokkur félög eftir því, að bætt verði við fleiri húsum, er þau geti fengiS. En merkir menn utan verka- lýðssamtakanna hafa líka fylgzt af áhuga með þessum fram- kvæmdum. Þeirra á meðal er Jónas Jóns- son frá Hriflu. — Raunar er ekki með öllu rétt að telja Jónas verkalýSshreyfingunni óviðkom- andi. Hann var nefnilega jyrsti ritari Alþýðusambands Islands og einn þeirra manna, sem mót- uðu lög þess og skipulag í önd- verðu. — Hann var einn af feðr- um þess og forgöngumönnum. Með vissum hætti á Jónas líka góða forsögu í sambandi við sj álft orlofsheimilamálið, sem hanrt hefur sýnt brennandi áhuga frá því fyrsti undirbúningur þess hófst. Sem umsvifamikill ráðherra knúði hann það fram, að ríkið keypti eitt mesta jarðhitasvæði landsins — Reykjatorfuna, þ. e. 5 bújarðir í Ölfusi, fyrir einar 100 þúsund lcrónur. Fyrir þetta fékk Jónas mikið Hannibal Valdimarsson. aðkast á sínum tíma: „Öþarft“ — alll of dýrt — sóun á ríkis- fé“, sögSu klókir fjármálamenn þess tíma. Nú fyrir skemmstu rifjar Jón- as það upp í blaðagrein, hvað gerzt hefur á landi Reykjatorf- unnar. Hann minnir þar á hinar miklu jarðboranir, sem undir- búning að fyrstu gufuaflstöö á íslandi — á stórbýli Guðjóns í Gufudal, Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum, sem aliö hefur upp lieila stétt Hann Síðar verður í þessu sumar- landi reist sundlaug fyrir full- orðna og önnur grynnri fyrir börn og eldra fólk. Þá koma gufuböð, leirböð og rafmagns- böð í heimilisstíl. Ennfremur leikvellir fyrir æskumenn og fullorðna. garðy rkj umanna. minnir á, að Skógrækt ríkisins er að hefja þarna land- nám. — í landi Reykja byggði Lárus Rist eina fullkomnustu sundlaug landsins — í mynni Ölfusdals er Náttúrulækninga- hæli Jónasar Krist j ánssonar reist, þar hefur Gísli Sigur- björnsson reist myndarlegt elli- heimili og undirbýr nú enn stórbrotnari framkvæmdir, og þar eru risin upp ýmiskonar iðn- fyrirtæki, nú síðast ullarþvotta- stöð Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga. En í sömu grein segir Jónas líka hug sinn til orlofsheimilis- málsins. Um það segir hann m. a. þetta: „Nú síðast er komið að ein- hverjum stórfelldasta þætti landnáms á Reykjum, hinu fræga býli Gissurar jarls, áður en hann tók við æðstu stjórn lands- ins. Ingólfur Jónsson ráðherra hefur látið í hendur Alþýðusam- bandsins mikið land og gott syðst í Ölfusdal austan Varmár. Þar er nú unniö að myndarleg- ustu sumarhúsagerð íslenzkra verkamanna. Þar verða fyrst reist 30 sumarhús, öll af sömu gerð. Munu flest þeirra eða öll, verða fullgerð í sumár.........“ Hvergi eru betri skilyrði til að rækta blóm og suðræn aldin undir glerhimni. Verkamenn hafa nú brátt mánaðar sumar- leyfi. Munu þeir og fjölskyldur þeirra nota sumarhúsabyggðina á öllum árstímum. Innan tíðar munu verkamenn á íslandi, kon- ur öreiga og börn geta notið í Ölfusdalnum jafn breytilegra og hressandi sumarleyfa og starfs- bræður þeirra austan tjalds, sem er boðið að stöðum við Svarta- haf, þar sem ríkismenn voru áður einir um hituna. AlþýðusambandiS hefur nú í Olfusdal forystu um eitthvert glœsilegasta menningarfyrirtœki, sem íslenzkir menn hafa unnið að á síðustu árum. Furöuleg eru þau náttúru- gæði í verkamannalandinu á Reykjum, að þar sprettur fram í þeirra landi lind í hlíðinni meS Reykjavíkurvatni. Og þegar leit- að var eftir jarðhita í þessari landareign, spratt skjótt upp bæði gufa og sjóðandi vatn, meira en landnemar munu þurfa til sinna þarfa fyrst um sinn. Reyna þeir í Ölfusdal hið forna spakmæli, að allt er fag- urt í Baldri. Fulltrúar bænda og verka- manna stóðu á Alþingi að kaup- mála um Olfusdal. Þótti fésýslu- mönnum þau kaup bera vott um grunnhyggni og vanþekkingu. Nú er litið öðrum augum á þetta mál. Ölfusdalur er dýrmœt- asta jarðeign ríkisins. Engin landsstjórn mund.i vilja selja dalinn, þó að milljaröar væru í boði. Mikið hefur nú þegar veriö unnið við að nota geymdar gull- lindir þessa staðar, þó er hér aöeins um byrjunarverk að ræða. Ein kynslóð hefur starfað með atorku og fyrirhyggju að því að gera þennan töfradal að virkum þætti í atvinnu- og menn- ingarbaráttu þjóðarinnar, en stærri verkefni bíða komandi kynslóða.“ Hér lýkur umsögn og hugleiö- ingum Jónasar Jónssonar um hvíldar- og sumardvalarheimili verkalýðssamtakanna, sem nú er að rísa í Ölfusdal undir Reykja- fjalli. — Hafi hann þökk fyrir spjalliö. Mega slíkar undirtektir hins mikla hugsj ónamanns og þjóð- málaskörungs orka nokkuð í þá átt að magna þrótt verkalýðs- samtakanna og sannfæra þau um, að hér er AlþýðusambandiÖ þau verk að vinna, sem til fram- tíðarheilla horfa. Faðir okkar, Lárus J. Rist, andaðist 9. þ. m. að Hrafnistu. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. þ. m. kl. 2 e. h. Börn og tengdabörn. Appeliínnr Epli Sítrónnr Bananar Vínber Kjörbúðir Föstudagur 16. október 1964 VerkomaSurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.