Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.10.1964, Qupperneq 6

Verkamaðurinn - 16.10.1964, Qupperneq 6
Gildoskflli Hinn gamli Gildaskáli Hótel KEA hefur lítið verið notaður undanfarin ár. En þriðjudaginn 13. október, opnaði Ilótel KEA hann aftur fyrir viðskiptavini sína. Miklar endurbætur hafa farið þarna fram og er salurinn nú bjartur og vel og smekklega búinn nýtízku húsgögnum. Hann getur rúmað um 80 manns við borð. í sambandi við Gildaskál- ann er lítil en vistleg vínstúka. Sérstakt eldhús er í nánu sam- bandi við salinn, þannig að gestir geta auðveldlega fylgst með matreiðslunni. Eldhúsið er búið fullkomnustu tækjum til glóðarsteikingar (,,grill“), sem mun vera nýlunda í veitingahús- um á Norðurlandi. Teikningar af þessum breyt- ingum gerði Teiknistofa SÍS, Reykjavík (Hákon Hertervig, arkitekt). Dofri h/f, Akureyri annaðist framkvæmdir allar nema raflagnir, er Raflagnadeild KEA sá um, og málningu, sem Jón A. Jónsson, málarameistari og menn hans önnuðust. Val- björk h/f smíðaði alla .innan- stokksmuni í Gildaskálann og anddyri hótelsins, en gólfin eru lögð nylon-teppum. Þá var í sumar skipt um stóla í aðalveit- ingasal hótelsins, en þá smíðuðu húsgagnaverkstæðin Valbjörk og Einir. Hótelstjóri KEA er Ragnar Ragnarsson. Sú frétt barst, þegar blaðið var að fara í prent- un, að Krústjoff, for- sætisróðh. Sovétríkjanna hafi látið af störfum. KYLFI NGAR Bændaglíma á Golfvellinum á laugardag kl. 13.30. — Kepp- endur mæti eigi síðar en kl. 13.15. — Kaffi á eftir. K.E.A. endurvflhinn Verkamaðurinn Gildaskólinn á Hótel KEA hefur verið opnaður í breyttum og glæsilegum húsakynnum. — (Ljósm.: GPK). Vinningar í Happdrætti Þjóðviljans Dregið var hjá borgarfógeta þann 5. október í 3. flokki Happ- drættis Þjóðviljans og komu eftirfarandi vinningsnúmer upp: 1. Trabant-station fólksbifreið nr. 9930. 2. —21. Vöruvinningar að verðmæti kr. 2.000.00 hver: nr. 399, 466, 499, 781, 2015, 3645, 5229, 8491, 9180, 12328, 14640, 15147, 15728, 15948, 15969, 17102, 18351, 21433, 23174, 24278. 22.—52. Vöruvinningar að upphæð kr. 1.000.00 hver, nr. 61, 163, 1125, 1188, 2007, 2057, 3304, 3907, 4005, 7309, 8252, 9157, 10133, 12361, 15855, 16573, 17848, 18347, 18352, 18353, 18354, 18355, 18413, 20324, 21114, 21431, 21464, 22969, 23841, 24606, 24607. Vinninga má vitja í skrifstofu happdrættisins Týsgötu 3 sími 17514. Opin daglega frá kl. 9— 12 f. h. og 1—6 e. h. nema laug- ardaga frá kl. 9—12 f. h. Happdrætti Þjóðviljans.“ Mflrtin luthcr King Framhald af 1. síðu. lyndi hatursglósum og skömm- um sem hreytt væri í þá. Sjálfur hefur hann fengið að finna fyrir kynþáttahatri, 23. desember í fyrra var skotið af haglabyssu að húsi hans, en íbú- arnir sluppu ómeiddir. Bæði í janúar og febrúar í ár var sprengjum varpað að heim- ili hans, en þrátt fyrir það hefur hann stöðugt haldið fast við stefnuna um andspyrnu án vald- beitingar. 35 ára gamall er Martin Luther King löngu orðinn þekkt- ur fyrir baráttu sína fyrir mann- réttindum blökkumanna í Banda- ríkjunum, og er hann einhver virtasti leiðtogi þeirra. í baráttunni hefur hann stað- ið fyrir kröfugöngum, mótmæla- göngum og öðrum aðgerðum, stærst er tvímælalaust kröfu- gangan mikla til Washington 28. ágúst 1963. P Ó L S K U Kuldastígvélin ó börn og unglinga komin aftur. Ný gerð af VAÐSTÍGVÉLUM ó börn og unglinga. Leðurvörur h.f Strandg. 5, sími 2794. Kjördœmisþing Alþýðubflnddlngsins í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Akureyri 1. nóvember 1964. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar fulltrúaráðs og reikningar. 2. Stjórnmálaviðhorfið — skipulag og hlutverk Alþýðubandalagsins. 3. Málefni kjördæmisins: a) Málefni útvegsins b) Landbúnaðarmál c) Raforku- og iðnaðarmál d) Sveitastjórnarmál 4. Starfsemi fulltrúaráðsins næsta kjörtímabil. 5. Ýms mál. 6. Kosning stjórnar, blaðstjórnar og aðrar kosningar. Kjördæmisþingið hefst kl. 13 í Alþýðuhúsinu. STJÓRN FULLTRÚARÁÐSINS. Verzlið þar sem úrvalið er mest Þar er varan bezt VÍSA VIKUNNAR ! I Kosninganna kalt var él ' krapaði stefni, skutur. Er því Blöndal eins og vel illa gerður hlutur. r' -d [ PERUTZ ] litfifmur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Sími 1524 Hinir margeftirspurðu Brgee 30 den með sléttri lykkju, eru komnir aftur. ALLT j STOFUNA ALLT í SVEFNHERBERGIÐ ALLT í ELDHÚSIÐ Á TEPPI og DREGLAR ágólfogganga Komið og sjáið sjálf. ÚTIBÚ Á NORÐFIRÐI

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.