Verkamaðurinn - 22.10.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn
Laxárvirkjunin varð 25 ára 14. þ. m.
Erlend stóríðja ó nsstu grösum
ISiirtVIIsvie'BiJBiii ákveðin — en
Norður- ©g1 Austnrland fta ekk-
ert nema díisilstöðwar í brað
Hljóðbært er nú orðið að
langþráður draumur stjórnar-
flokkanna um erlenda stóriðju
sem einn stærsta þátt í íslenzku
atvinnulífi og utanríkisverzlun
muni senn rætast. Þótt lágt fari
þykir nú fullvíst að íslenzk
stjórnarvöld hafi þegar í öllum
aðalatriðum gengið frá samn-
ingum við erlendan aluminium-
hring um aluminiumverksmiðju
v.ið Hafnarfjörð og um virkjun
við Búrfell í því sambandi. Munu
næstu vikur leiða í ljós sannleik-
ann í þessum efnum, þótt enn sé
pukrað með málið á bak við
þing og þjóð.
„Lausn" raforku-
þarfarinnar
Helzta og raunar eina „rök-
semd" ríkisstjórnarinnar fyrir
því að heimila erlendum auð-
hring þannig innrás í íslenzkt
atvinnulíf er sú, að með Búr-
fellsvirkjun séu leyst vandkvæði
raforkuöflunar fyrir Islendinga,
en þeim er ætlað að nýta af-
gangsorku virkjunarinnar, þá,
sem aluminiumverksmiðjan
þarfnast ekki.
Ekki mun þó betur um hnút-
ana búið en svo, að allar trufl-
anir á virkjuninni og þær eru
taldar verða miklar, eiga Is-
lendingar að taka á sig og jafn-
vel er rætt um, að ef virkjunin
stöðvast að mestu, þá eigi alum-
iniumverksmiðjan að fá orku
frá eldri virkjunum, sem þegar
eru okkur algerlega ónógar. En
allar áætlanir um Búrfellsvirkj -
un gera ráð fyrir mjög litlu
rekstraröryggi og er allt lagt
upp úr því að virkja sem ódýr-
ast, án tillits til öryggis.
Gasrúrbínur fyrir
Norðurland — engin
Laxórvirkjun næstu
20 árin
Fyrir Norðurland er ekki fyr-
irhuguð nein virkjun a. m. k.
næstu 20 árin. Eru uppi áætl-
anir um, að gastúrbínustöð
verði reist á Akureyri og á hún
að duga Laxársvæðinu til 1974,
en þá er ráðgert að leggja línu
yfir öræfin frá Búrfelli til Lax-
ársvæðisins og á hún að duga
a. m. k. í önnur 10 ár. Ollum
framkvæmdum við virkjun Lax-
á, sem þó er af beztu kunnáttu-
mönnum talin hagstæðust allra
íslenzkra fallvatna til virkjunar,
á að slá á frest næsta hálfa manns
aldurinn!
Öll ráð Norðlendinga
yfir orkumálum
hrifsuð af þeim
Enn er í deiglunni stjórnar-
frumvarp þess efnis, að Laxár-
virkjun verði lögð niður sem
sjálfstæð stofnun og sameinuð
Búrfells- og Sogsvirkj unum und
ir einni stjórn. Eignaraðild Ak-
ureyrar að Laxárvirkjun yrði
þá úr sögunni og Norðlendingar
yrðu einskis ráðandi um orku-
mál sín í framtíðinni.
Srórvirkjun til
innlendra þarfa
Gegn þessum vanhugsuðu og
hættulegu áf ormum stj órnar-
flokkanna ber öllum íslending-
um að snúast með þeim ein-
dregnu kröfum, að ráðizt verði
í hagkvæma virkjun eins og t.
d. Laxár, til innlendra þarfa ein-
vörðungu, og með eðlilegum er-
lendum lántökum í því sambandi.
Með samtengingu orkuveitu-
svæða og aukinni notkun raf-
orku til hýbýlahitunar má auð-
veldlega skapa þau skilyrði, sem
til þarf að stórvirkjun í eigu Is-
lendinga og sem ætluð er til
þeirra þarfa eingöngu reynist
fjárhagslega tryggt fyrirtæki.
Er venlooarfrebið oð drepi iöooöloo!
Nýlega var öllu starfsliði kexverksmiðjunnar Lorelei hér
í bænum sagt upp störfum, en þar hafa unnið 25—30 manns.
Ástæðan er vafalaust sú óvissa sem er um frambúðarrekstur
fyrirtækisins eftir nýjustu „frelsisaðgerð" viðreisnarstjórnar-
innar, þá að gefa allan innflutning hvers konar „bakkelsis"
frjálsan.
Næst er talið að sælgætisinnflutningurinn verði gefinn frjáls
og munu þá vafalítið bíða almennar uppsagnir þess fjölda
fólks, sem í þeim iðnaði vinnur.
Iðnrekendur og iðnverkafólk mega sannarlega blessa
„verzlunarfrelsið".
Flóro lslmiris er ebki stór
Jón Rögnvaldsson kailaði á
biaðamenn s.l. mánudag að sýna
okkur ofurlítið gróðurhús, sem
þeir hafa komið sér upp í Lysti-
garðinum tii að ala upp í sumar-
bióm, sem síðar veröur plantað
í garðinn og aðra reiti, er bær-
inn hefur skyldur við. Þeir hafa
orðið að kaupa plöntur fyrir 30
þús. kr. á ári í þessum íilgangi,
nú má spara það með tilkomu
þessa litla húss, 50 ferm., en í
því taldi Jón að mætti aia upp
um 10—12 þús. plöntur. Yrði
þá byrjað að hita upp húsið um
miðjan marz og fram í maílok,
þegar má fara að planta út. Raf-
magnshitun á að vera í húsinu.
Lystigarðurinn okkar er fag-
ur friðsæll reitur og er gaman að
sjá hann nú í haustsólinni. Ein-
kennilegt að ísl. jurtir hafa löngu
tekið á sig vetrarbúning og lokað
sér fyrir vetrarveðrum, en út-
lendu jurtirnar eru enn í blóma,
þær eru alveg tímavilltar hér
norðurfrá. Garðurinn er ailur
um 3 ha. og stækkunarmögu-
leikar þrotnir. I garðinum eru
um 2000 teg. plantna, en það
merkasta er íslenzka flóran,
grasgarðurinn okkar. En hér eru
um 400 ísl. tegundir og þykir
Reynslan af erlendri
fjárfestingu hræðir
Reynsla annarra smárra og
fátækra þjóða af erlendri fjár-
festingu auðhringa er í fæstum
orðum sú, að hún hlýtur að
hræða hvern þann, sem horft
getur sæmilega skyggnum aug-
um í kring um sig og ekki læt-
ur annarleg sjónarmið ráða gerð
um sínum. Allar slíkar þjóðir
eiga sér nú það áhugamál mest
að geta losað sig sem fyrst úr
þeim fjötrum, sem þær hafa
verið bundnar. Ávinningurinn
hefur enginn reynzt, en ófrelsi
og arðrán hefur hvarvetna orðið
óhj ákvæmileg afleiðing.
Islendingar geta um ófyrirsjá-
anlega framtíð haft ærinn starfa
við sína eigin atvinnuvegi, sem
þeir sjálfir eru án nokkurrar er-
lendrar íhlutunar fullfærir um
að byggja upp. Enginn nauður
getur því rekið þá til þess að
afhenda erlendum auðfélögum
yfirráð yfir atvinnulífi sínu.
gott, það vantar ekki nema um
20 plöntur, svo allt sé á einum
stað, allar jurtir, sem á landi
okkar hafa vaxið. Svona fá-
breyttur er sá gróður, en hve
margir þekkja þó nema brot af
honum?
Jón og Kristján Rögnvaldssyn-
ir eru að vinna merkilegt menn-
ingarstarf þarna uppfrá, en það
er eins og oft áður, fáir vita það
og meta fyrr en brautryðjend-
urnir eru sjálfir komnir undir
hina svörtu mold. Jón sagði
okkur margt um gróður.
Hann m. a. skýrði fyrir okkur
þá einkennilegu staðreynd, að
þau birkitré hér nyrðra, sem
ættuð eru úr t. d. Bægistaða-
skógi fyrir sunnan. þau fella lauf
hálfum mánuði síðar en hin al-
norðlenzku. Þetta er í samræmi
við „haustkomu" hér og þar.
Það er erfðafesta í jurtum eins
og mönnum, eða vanafesta.
Það er sorglegt, hve lítið er
hægt að kenna grasafræðina úti
meðal grasanna, þau eru lögst í
dá, er skólar hefjast og vart ris-
in á fætur, þegar þeim er slitið.
En þar og aðeins þar verður lif-
andi árangri náð í fræði grasa.
Og þó ísl. Flóra sé ekki stór, er
hún fögur, er hún undirstaða
lífs okkar.
Fró Sjólfsbjörg. — Föndurvinna
hefst mánudaginn 26. þ. m. kl. 8
e. h. — Reynt verður að hafa bazar
fyrir jól. Föndurnefndin.
HEYRT
Á GÖTUNNI
AÐ þegar áfengi hækki í verði,
megi fljotlego búast viS
verkfalli prentara.
AÐ ritstjóri Islendings sé reiður
yfir „undirboðum" a ouglýs-
ingum. Þyki aðferðin hug-
myndalega séð, of skyld sið-
fræði ihaldsins um frjólsa
samkeppni.
AD rangt hafi verið i síðasta
blaði, að Varðbergspiltar
væru i Herbertstrasse. Þeir
voru ó „varðbergi" fyrir
Angóla.