Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.11.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 06.11.1964, Blaðsíða 2
A sjónskífunni Eftir hálfsmánaðar hvíld kemur blaðið aftur. Prentarar hafa unnið þá sigra, sem þeir sætta sig við. Kannske hafa allir orðið fegnir að hvíla sig frá lestri blaðanna, sýnilega er hægt að komast af án þeirra, þó ég persónulega vorkenni þeim, sem þurfa nauðsynlega að auglýsa, því varla selst vara mikið ef ekki er hægt að auglýsa hana í blöðum. Margt hefur gerst í málum heims og einnig þessarar þjóð- ar þetta tímabil, en blöð hafa ekki getað matreitt atburðina fyrir fólk, en útvarpið hefur komið því til eyrna okkar. Þegar útvarp orðs og mynda er komið á hvert heimili, hlýtur verkefni a. m. k. fréttablaða að minnka stórlega. Ymislegt af því for- vitnilegasta hefur einmitt á þess- um dögum komið fram við hljóðnema Ríkisútvarpsins okk- ar: Blaðamannafundur með Hanníbai. Blaðamannafundur í útvarps- sal, þar sem Hanníbal Valdi- marsson forseti Alþýðusam- bandsins og formaður Alþýðu- bandalagsins, vakti meiri at- hygli og umræður, en títt er um útvarpsmenn. Allir dáðust að frammistöðu hans og viður- kenndu, að nokkuð væri nær- göngult spurt og ekki af mikilli hæversku. En sá, er fyrir svör- um varð er enginn viðvaningur á vettvangi stjórn- og verkalýðs- mála og sneri vörn í sókn, var hreinskilinn, opinskár og djarf- mæltur. Nokkru nær ættu hlust- endur að vera um framtíðar- leiðir alþýðufólks, bæði í hinni beinu hagsmunabaráttu og póli- tízku. Eftir að þessi klausa var skrifuð, skaut einhver merktur q, þessari stöku til okkar: sókn má sjá! Hanníbal í Sómi vorra þinga ekki virðist óttast þrjá íhaldsnashyrninga. Umræður um sróriðju. Síðastliðið mánudagskvöld var svo spurt og spjalláð um stóriðju í útvarpssal og þótti gæta meir tilfirmingasemi en rökhyggju hjá forsvarsmönnum erlendrar fjárfestingar á Islandi. 2) Verkamaðurinn Hugsjón þeirra virðist vera: Er- lent fjármagn til landsins án nokkurrar tryggingar um nyt- semi, eða að það skerði hvorki innlenda atvinnuuppbyggingu eða verði áhrifavaldur um ís- lenzk fjármál og sjálfstæði. And- mælendur færðu fram gild rök gegn aluminíum-æfintýrinu, en þau voru ekki heyrð. En ekki varð öllum rökum að komið. Gjarna hefði mátt benda á þann háska, sem atvinnulífi okkar er búinn, þau árin, sem verið er að byggja upp orkuverið við Þjórsá og fabrikkuna sjálfa. Það kynni að taka nokkur þúsund verka- manna frá öflun útflutnings- verðmæta þau árin, en gæti svo orðið annað vandamál að skapa þeim vinnu á ný, þegar alómínið veitti aðeins 300 manns vinnu. Skipin yrðu kennski ekki alveg reiðubúin að leysa landfestar og vinnslustöðvar að hefja starf, ef allt hefði staðið óhreyft þann tíma, sem tekur að byggja fyrir erlendu fjárfestinguna. Ekki víst að atv.innuveitendur, svo sem útgerðarmenn, yrðu tiikippilegir að hefja rekstur, yrði hann stöðvaður vegna manneklu nokk ur ár. En réttilega var bent á þá nauðsyn að byggja á íslenzkum hráefnum, gera fisk og síld að matvöru í stað góanós. Að vera hráefnaframleiðendur fyrir aðr- ar þjóðir um aldur og æfi, er ekki virðulegt hlutskipti sjálf- stæðrar þjóðar. En ákveðinn hópur Islendinga er haldinn slíkri vantrú á gæð.i lands síns og getu þjóðarinnar, að þeim er erlend forysta á öllum sviðum ein í huga. Það eru hin nýju ríkisstjórnar trúarbrögð. En gegn trú duga engin skynsamleg rök. Þessa menn verður að svifta valdi yfir íslenzkum stjórnar- tækjum, áður en þeir fremja meiri heimskupör, en orðið er. Góðar fréttir. Þegar þetta er ritað, eru frétt- ir sem óðast að berast um stór- sigra Johnsons í forsetakosning- unum í Bandaríkjunum. Ber vissulega að fagna þessum úrslit- um, því heimurinn hefur satt að segja meiri möguleika á lífsvon næsta kjörtímabil fyrir vikið. Goldvotirisminn er ekki beint líklegur til að spara eldinn, fengi hann aðstöðu til að fíra upp. Þá mættu brezku stjórnarskiptin einnig vekja vonir um friðsam- legri þróun heimsmála. Aftur á móti má þakka fyrir, ef Sovét- menn eignast með sínum nýju mönnum, jafn skynsamlega for- ystu í alþjóðamálum eins og þeir áður höfðu. Þó hyggja margir, sem til þykjast þekkja, að allar þessar fréttir megi vekja bjart- sýni og lífstrú í okkar annars ráðvillta heimi. Kannski verðum við ekki sprengdir upp viljandi fyrr en undir næstu aldamót. „Utvegsbankinn lánar". Þó að lífs míns lekahrip liggi á botni Ránar, „alltaf má fá annað skip" — Útvegsbankinn lánar. z. Þessi skemmtilega vísa rifjast upp fyrir manni nú, vegna mik- illar umræðu um stofnun þessa. Skáld það, sem vísuna orkti, hef- ur án efa verið forspár hér sem oftar. Svo hefur nú skipast mál- um, að kollega vor Bragi skáld Sigurjónsson, hefur verið skip- aður bankastjóri við útibú Út- vegsbankans hér á Akureyri. Hlýtur það að vera fagnaðarefni skáida, því sú stétt hefur átt fátt fulltrúa í f j ármálastof nunum þjóðarinnar. Hafa nú bankayfir- völd viljað bæta úr þessu, svo vér orðsins menn æltum okkur forsvar í peningastofnunum. Þá ætti þetta að vera gieðiefni ritstjóra ekki síður, því nefndur útibússtjóri hefur einnig verið vaskur ritstjóri um margra ára skeið hér í bænum, einnig for- stjóri fyrir Tyggingarstofnun ríkisins. Þannig er sá, sem þetta ritar tvöfaldur kollega hans, — átján- þúsundkrónu skáld með rit- stjóratitil á prenti. Má því gleði vor enn einlægari. Hljótum vér því að taka það, sem móðgun við skáld og ritstjóra almennt, er starfslið Útvegsbankans iegg- ur niður vinnu vegna þessarar ráðningar. Mætir ekki heilan dag og gjörir oss þannig sigur- inn ósætar.i og lífið einmana- legra í stofnuninni. En með skírskotan til vísu þeirrar, er vér gjörðum að texta dagsins, má nefna, að sennilega hefur fyrrverandi útbústjóra einmitt orðið það til falls, „að lána". Annars hefur almenningi aldrei verið kunngjört hvers vegna hann „sagði upp starfi". Verðum vér því að hallast að áður framkominni skoðun, að hér sé beinlínis verið að bæta úr vanrækslusynd og fá oss görpum orðsins forsvarsmenn í banka. Nú þykir oss sýnt að halda beri áfram á þessari braut, svo hver grein lista geti eignast sinn íuiltrúa i lánastofnunum. Bank- ar eru nú fleiri á Islandi en í nokkru öðru landí hlutfallslega, en þó ber enn að fjölga þeim sem þörf krefur, svo að sem allra flestir starfshópar eignist sinn banka og helzt, að allir gætu fengið þar starf! Laun eru þar v.iðunandi og vinnudagur skap- legur. Hugsið ykkur: Blaða- mannabanka, Prentarabanka, Vinnukvennabanka, Þingmanna- banka og svo væri vitanlega nauð synlegt að stofna Bankamanna- banka úr því sem komið væri. Við sækjum fram til bættra lífs- kjara. Þarna er lausnin, plús ofurlítið af erlendu fjármagni. Vissulega er bjart framundan og hlær oss nú mjög hugur í brjósti. Hverjir eru erfingjar embærJanna? Við þá ráðstöfun, sem hér hefur verið getið, losnar a. m. k. forstjórastaðan hjá Trygginga- stofnuninni hér á Akureyri, höf- um vér listamenn þar misst spón úr aski. Vitanlega ber að vinna að því, að það sæti verði skipað eigi miður en áður var. En þá yrði viðkomandi að ganga í Al- þýðuflokkinn, væri hann ekki þegar flokksbundinn. Eigi væri forsvaranlegt að brjóta þá hefð, sem myndast hefur hjá Trygg- Framhald á bls. 5. Qull í tá Enn bætist okkur í búið. — Grímur frá Jökulsá hefur verið svo vinsamlegur að láta okkur í té nokkrar afbragðs stökur. Grímur Sigurðsson, sem kenndur er við Jökulsá á Flat- eyjardal, fæddist í Flatey á Skjálfanda 26. júní 1896. Flutt- ist að Jökulsá 3 ára með foreldr- um sínum og ólst þar upp. Hann tók við búi þar 1921 og stundaði þar búskapinn, þar til hann flutti til Akureyrar 1946. Hér hefur Grímur unnið við smíðar o. fl. Eftir Grím hafa birzt stökur og kvæði í tímaritum og hann á góðan þátt í Þingeyskum Ijóð- um. Einhver barátta hefur átt sér stað í brjósti hans, Ijóðadís- in heimtar sitt, en starfsönnin er ströng. I Þingeyskum Ijóðum er þessi staka: Eg er bergmál, æ til taks, ástadís og ljóða. Kallirðu á mig, kem ég strax! Kallaðu ekki, góða. Einnig segir hann sjálfum sér þennan sannleik: Vert' ekki að grufla gátur, graut þinn éttu og slátur. Leiðin liggur um höf, lendingin heitir, gröf. Svo koma nýrri stökur: Haust. Váleg gerast veður öll, vindur norðan élin. Svanir fljúga suður um fjöll, sýna oss undir stélin. Hafátt. Ilafátt tekið hefur völd, heyri ég nið frá sænum. Þokan grúfir þétt og köid, það er haust í bænum. Sengja. Grautinn lengi Gunna sauð, — gekk ég um og þagði. Síðan hún mér borða bauð, bragðið eftir sagði. Staka. Stjórn úr hendi stormur dró, sturlun þó ei veldur. Þar sem aldrei ýfir sjó ekki lygnir heldur. A heimleið. Heim ég senn til húsa næ, heimti raunabætur. Loga þar í litlum bæ ljósin allar nætur. Eyjajjörður. Innst við bjartan Eyjafjörð uni ég högum mínum. Þar er ylmur enn úr jörð upp af sporum þínum. Til eiginkonu. Að hér vaxi yndæl blóm upp með húsi mínu, ímyndun er ekki tóm! Og öll í skjóli þínu. Handtak. Ár og daga alltaf nýtt, — aldrei fyrnt né búið! handtak þitt svo þétt og hlýtt, það er ekki fúið. Draumur. Atti ég draum, sem enn ég mæri, úti hann varð á hjarninu, þá var eins og annað færi allt með „dauða barninu." Viðleitni manns. 011 viðleitni manns að ausa af eilífðar vizkulindum, er fálmandi strik að fyrsta staf í furðulegustu myndum. Að lokum ein staka úr Þing- eyskum ljóðum: Eg hef kynnst til þraular því, þeim mun logar minna, sem menn skara oftar í elda vona sinna. Fösrudagur 6. nóvember 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.