Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.11.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 06.11.1964, Blaðsíða 3
Hvers vegna svaraði Bragi ekki? Það fór svo, eins og ég reyndar bjóst við, að Bragi Sigurjónsson hafði ekki kjark eða þor til að svara grein minni í Verkamann- inum, þar sem ég lagði fyrir hann að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi tekjuframtal hans fyrir sl. ár. Þetta er allt mjög eðlilegt. En hann hafði aðeins geð í sér til að gera tii- raun til að gera framtal mitt tor- tryggilegt í þeim tilgangi að skaða mig persónulega og þann flokk sem ég er fulitrúi fyrir. Það fór einnig þannig, eins og ég bjóst við, að almenningur myndi fylgjast með þessu, því að margir hafa óskað þess, að ég sleppti Braga ekki billega frá þessu, og það vil ég gjarnan gera, enda sé ég ekki ástæðu til annars. Sumir sögðu að vísu sem svo: Bragi hlýtur að biðj- ast afsökunar á þessu. Nei, það gerir Bragi aldrei. Þeir, sem fylgzt hafa með skrifum Braga á undanförnum árum, minnast þess ekki, að hann hafi nokkurn tíma leiðrétt eða beðist afsökun- ar á ósönnum fullyrðingum um einstaka menn eða málefni, eins og þó sæmilega heiðarlegum manni sæmdi. En úr því Bragi vill ekki sjálfur gera hreint fyr- ir sínum dyrum, er ég fús til að hjálpa honum til við það. Það vekur eðlilega athygii manna hið lága útsvar, sem Bragi greið- ir til bæjarsjóðs Akureyrar, og er varla hugsanlegt annað en hér sé um hin stórfelldustu fram- talssvik að ræða. Ekki verður annað séð, en árstekjur Braga árið 1963 hafi numið um 300 þúsund krónum, eða rúmlega fjórföld laun verkamanns, er þá meðtalið ríkisstyrkur og þókn un fyrir nefndastörf. Það er því auðséð, að Bragi hefur haft úr töluverðu að moða, og er honum það velkomið mín vegna. Nú er það hugsanlegt, að Bragi reyndi að verja sig á þann hátt, að segja, að hann hafi gefið Al- þýðumanninum öll sín laun, sem talin eru ca. 100 þús. kr., en slíkt stenzt ekki gagnvart skatta- og útsvarslögunum. Yrði hann að verja sig, á annan hátt, ef hann telur aðstoð mína og upp- lýsingar ekki vera sannleikanum samkvæmt. Þegar þetta tekj uhlutfall er haft í huga, er útsvar Braga að- eins 1/3 hluti þess, sem honum annars bæri að greiða og fyllir hann því ekki flokk hinna góðu skattborgara. Ekki sízt þegar þess er gætt, að Bragi er á rík- isstyrk (rithöfundalaunum) það háum, að hann dekkar svo til alveg það útsvar er hann þarf að greiða til bæjarins. Myndi margur verkamaðurinn vera þakklátur, að fá á hverjum tíma ríkisstyrk, sem næmi útsvars- greiðslum hans, og haft sínar vinnutekjur óskertar til heimilis- þarfa. Það er m. a. af þessum ástæðum, sem hátekjumenn eins og Bragi Sigurjónsson í bæj- arstjórn beita sér fyrir síhækk- andi fj árhagsáætlun bæjarins og öðrum sköttum, þeir vita, að þeir borga hiutfailslega minnst til almannaþarfa. Jón Ingimarsson. GLÆSILEGT ÚRVAL AF ALLS KONAR liá |» u I I Nylonpelsar Vetrarkópur, með og án loðkraga Terylenekápur, með skjólfóðri Perlonkápur Apaskinns-kápur og jakkar, með loðfóðri Einnig úrval af töskum, regnhlífum og kjóla- efnum. — Húfum og höttum. Verzlun Bernharðs Laxdal KÁPUEFNI svampfóðruð, létt og hlý. VEFNAÐARVÖRUDEILD ---- Á DAGSKRÁ --------------------------——------------------------ l \ r ? Kjördsmisliingið og efling Alþýðtibandolagsins ALÞÝÐUBANDALAGSMENN í Norðurlands Vandamál íslenzks þjóðjélags og íslenzkra kjördœmi eystra hafa verið athafnasamir síð- vinnustétta eins og ftau blasa við ejtir sex ustu vikurnar. Fundir haja verið haldnir í ára ajturhaldsstjórn, kjaraskerðmgar hennar, öllum Alþýðubandalagsfélögunum, sem þar drásir á samtakafrelsið, aðgerðir hennar til hafa starfað undanjarin ár. Tvö ný félög, Al- Þess að koma á þjóðski,pulagi óhefts peninga- þýðubandalag Norður-Þingeyinga vestan heið- valds og nú síðast tú þess að draga Lokur frá ar og Alþýðubandalag Eyfirðinga, hafa verið hurðum fyrir erLendum yfirráðum í ísLenzku stofnuð og er þá komið langleiðina að því atvinnuLíji — verða ekki Leyst með Laustengd- marki, að félagslegar grunneiningar Alþýðu- um kosningasamtökum. Þar eru sigurvonirn- bandalagsins nái til allra byggðarlaga í kjör- ar bundnar skipulagsLega sterkum verkalýðs- dceminu, en tvcer félagsstofnanir, sem eftir jLokki, sem byggja viU starf sitt og stefnu á eru til þess að ná því marki, eru nú í undir- bjargi árrœða Lýðsrœðislegs sósiaUsma og báningi. Loks hafa Alþýðubandalagsfélögin jjöldaþáutöku jyLgismanna sinna í mótun svo haldið myndarlegt kjördœmisþing um sl. stefnunnar og starfi forustu hans. En slik fjölda helgi, ráðið þar ráðum sínum um málefni kjör- þatttaka ein fœr tryggt þv'úíkum fLokki það dœmisins og framtíð samtakanna, kosið sér aðdráttarafL, þá reisn og þann eldmóð, sem sameiginlega yfirstjórn og undirbáið öflugt tiL þarf að vinna þingrœðisLega sigra, sem starf í nœstu framtíð. sköpum skipti um mótun íslenzks þjóðfélags. SÓKNARLOTA síðustu vikna fyrir eflingu STARFIÐ að því að gera ALþýðubandalagið Alþýðubandalagsins hér í kjördœminu hefur að slíkum jlokki er hafið. Kjördœmisþingið fœrt því hátt í 100 nýja flokksmenn með stofn- 1 Norðurlandskjördœmi eystra er einn greini- un hinna nýju félaga og fjölgun í þeim, sem Legur vottur þess, þótt mikLu víðar sé veL að fyrir voru og lœtur ná nœrri að fimmti hver unnið nú þegar. Og þessu starfi er aLLs staðar kjósandi Alþýðubandalagsins, miðað við síð- tekið fagnandi meðaL sósíaiista og vinstri ustu A Iþingiskosningar, hafi nú þegar skipað manna. sér í samtökin. Það er vissulega góð byrjun, þótt enn sé mikið starf óunnið og stefna beri ANDSTÆEINGARNIR eru auðvitað ekki að því að miklu stœrri hluti fylgismanna verði jafn glaðir, sem vœnta mátti, því þeir gera virkir þátttakendur í starfi, félaganna. sér glögga grein fyrir því, hver hœtta þeim er búin með eflingu Alþýðubandalagsins. Um HER HEFUR þó fleira gerzt, sem ástœða er sinn reyna þeir þó að hugga sig við þá von, til að fagna. Ber þar fyrst að nefna, að Al- að óhjákvœmileg skipulagsLeg uppbygging þýðubandalagsfélögin hafa nú innan sinna vé- þess muni valda klofningi og nýrri sundrung banda alla breidd þeirra afla, sem stóðu saman vegna þess að einstakir samstarfsaðilar í AL- undir merki Alþýðubandalagsins í síðustu Al- þýðubandalaginu vúji ekki leggja sín sérstöku þingiskosningum, og ekki síður hitt, að Al- fLokkssamtök niður. Þetta er vissulega of þýðubandalagsfélögin skipa nú í œ ríkari snemmborin von. Fyrst og fremst vegna þess, mæli ungir menn og vœnlegir til félagslegra að engin krafa frá neinum samstarfsaðíLan- afreka, menn sem engar benjar bera eftir fyrri um á hendur öðrum um að hann leggi niður átök þeirra, sem á síðustu tímum hafa sam- sín samtök, hefur verið uppi, eða er uppi. einast í Alþýðubandalaginu og eru því líkleg- Ætti það líka að vera flestum auðskilið mál, ir til að treysta enn betur þá einingu, sem að samtök samstarfsaðilanna hver um sig skapast hefur og varðveita hana á komandi hljóta að meta það sjálf og ein, hvort eða timum. hvenœr þau telja sínu hlutverki lokið og telja að ný samtök geti tekið við því að fullu og ÞAD SAMSTARF, áður sundurlyndra afla, öllu, eða hvort þau vilja enn um sinn, sem sem tekizt hefur síðustu 8 árin innan Al- líklegt má telja, halda starfi sínu áfram að þýðubandalagsins, hefur sannað fylgismönn- einhverju eða öllu leyti. Verður heldur ekki um þess, að þeir eiga saman, bœði skoðana- séð, að slíkt hindri á nokkurn hátt uppbygg- lega og hagsmunalega, í einum samtökum, ingu Alþýðubandalagsins eða stefni einingu einum flokki. Þetta langa og að flestu giftu- þess í neinn háska. samlega samstarf hefur líka sannfært þá um, að árangur þess hefði orðið enn meiri, áhrif SPÁR ANDSTÆÐINGANNA um sundrung þess á þróun íslenzkt þjóðfélags ríkari, mátt- Alþýðubandalagsins munu því verða Alþýðu- ur þess í stjórnmálabaráttunni öflugri, ef það bandalagsmönnum enn ein hvatning, ofan á hefði fyrr verið fest varanlega í vel skipulögð- allar aðrar, til þess að snúa bökum saman í um fjöldaflokki. því mikla uppbyggingarstarfi, sem þeir eiga nú framundan og munu vinna œðrulaust og EN ÞAÐ, sem áður hefur verið œskilegt í örugglega. þessum efnum, er nú orðið óhjákvœmilegt. Björn Jónsson. Föstudagur 6. nóvember 1964 Verkamaðurinm — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.