Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.11.1964, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 06.11.1964, Blaðsíða 6
Rdðinn útibússtjóri íltvegsbankans Verkamaðurinn All sögulegt mál er nú efst á dagskrá bæði í höfuðborginni og hér nyrðra, en það er ráðning Braga Sigurj ónssonar sem úti- bússtjóra við útibú Útvegsbank- ans á Akureyri. Meirihluti banka ráðs Útvegsbankans greiddi hon- um atkvæði sitt og hefði mátt gera ráð fyrir, að það mál væri þá klappað og klárt. En starfs- menn bankans vildu ekki una því mótaðgerðalaust, að maður, er aldrei hefur í banka unnið, væri tekinn fram yfir þá umsækjend- ur, sem starfað höfðu árum sam- an í bönkum. Hófu starfsmenn Útvegsbank- ans og útibúa hans mótaðgerðir sínar strax sl. mánudag og mætti enginn þeirra til vinnu þann dag. Þessar aðgerðir telja yfirmenn bankanna ólöglegar og munu hafa hótað starfsmönnum klár- ínum nokkrum vegna verkfalls- ins á mánudag. Þriðjudaginn 3. nóv. hélt svo Samband íslenzkra bankastarfs- manna aukaþing og var fundar- efni ráðning útibússtjóra við úti bú Útvegsbankans á Akureyri, og viðbrögð starfsmanna bank- ans gagnvart henni. Fundarstjóri var Bjarni S. Magnússon. Mikill einhugur ríkti á fundinum um að fylkj a sér fast saman um hags munamál bankastarfsmanna. Þarna tók til máls mikill f j öldi manna, m. a. formenn starfs- mannafélaga bankanna í Reykja vík, og var eftirfarandi sam- þykkt einróma gerð á fundinum: „Aukaþing Sambands íslenzkra bankamanna, haldið þriðjudag- inn 3. nóvember 1964, lýsir á- nægju sinni yfir hinni ákveðnu afstöðu starfsmanna Útvegs- banka Islands vegna ráðningar útibússtjóra utan raða banka- starfsmanna við útibú bankans á Akureyri. Þingið fordæmir þessa ráðn- ingu bankaráðsins, þar sem hún einkennist af mjög annarlegum sjónarmiðum og er beinlínis til að lítilsvirða bankamenn al- mennt og þá sérstaklega er um starfið sóttu og gefur til kynna, að bankaráðið álíti, að innan raða bankamanna séu ekki hæf- -------------— VlSA VIKUNNAR Þylur gjóla þungri raust, þuklar brim um dranga. Meðan frostið fölva um haust festir ó hlíðarvanga. H. H. __________ ir menn til að gegna mikilsverð- um stöðum í bönkum. Þingið bendir á hversu óheilla vænleg þróun þessarar mála hef- ur verið, þar sem bankaráðin virðast ekki bera hag bankanna fyr.ir brjósti, þegar þau ganga fram hjá þaulreyndum, hæfum og traustum starfsmönnum bank anna við ráðningu í ábyrgðar- stöður. Þar sem bankaráðin hafa mis- notað vald sitt með stöðuveit- ir.gum að undanförnu, skorar þingið á alla bankastarfsmenn að standa fast saman þegar að þeim er vegið.“ Það bar til á þriðjudaginn, að mikill fjöldi blómvanda fór að berast í Útvegsbankann í Reykja vík, ber án efa að skilja það sem samúðarvott fólks með starfsmönnum bankans, enda munu þeir hafa samúð fjöldans með sér. Það er talið fordæma- laust, að maður, sem ekki hefur verið bankastarfsmaður, sé ráð- inn í slíkt embætti eins og hér var gert, sýna viðbrögð bankastarfsmanna, að þeim þyk ir mjög á rétt sinn gengið. Enn má búast við tíðindum nokkrum í þessu máli og bíða menn í of- væni eftir frekari fréttum. K O N U R ! K O N U R ! Hinir margeftirspurðu, mjúku. ensku KVENSKÓR komnir oftur. Ennfremur nýjar gerðir af SERVAS KVENSKÓM. Leðurvörur h.f. Strandg. 5, sími 2794. Gi Goiunta sot lijii við rdðoioQo Brogo Eins og kunnugt er, sóttu 5 virtir og reyndir bankastarfs- menn um útibússtjórastöðu þá, sem laus var hér á Akureyri, og nú hefur verið veitt Bragá Sigurjónssyni, sem aldrei hefur inn í banka komið nema sem viðskiptamaður. Hefur þetta að vonum vakið þjóðarathygli og vaklið mótmælaaðgerðum sem dæmin sanna. Einn hinna hneyksluðu er vikublaðið Dag- ur, sem varla á nógu sterk fordæmingarorð. Blaðinu sést þó yfir þá athyglisverðu staðreynd, að fulltrúi Framsóknar í bankaráði Útvegsbankans, Gísli Guðmundsson, alþingismað- ur, sat hjá við ráðningu Braga. Mun Gísli ekki hafa fundið nægilega sterka framsóknarlykt af neinum hinna 5 banka- manna og tók því þann kostinn að gerast meðsekur i þessu mesta hneykslismáli aldarinnar í embættaveitingu. AðalfundurAlþýðu bandal. á Akureyri Jón B. Rögnvaldsson Alvktun um atvinnumúl Kjördæmisþing Alþýðubanda lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra, haldið á Akureyri 1. nóv- ember 1964, telur mjög brýnt að unnið verði ötullega að því að efla og treysta atvinnuvegi í- búanna í kjördæminu og að at- vinna verði svo mikil og sam- felld, að hún fullnægi þörfum almennings svo vel, sem nútíma- samfélag hlýtur að krefjast. Hins mikla góðæris, sem geng ið hefur yfir landið síðustu ár — vegna óvenjulega mikils fisk- afla og hækkandi verðs sjávar- afurðanna —• hefur ekki gætt í Norðurlandi, þar sem afli hef- ur farið minnkandi undanfarin ár úti fyrir öllu Norðurlandi, á það við bæði um síldveiðar og aðrar fiskveiðar. Flest hinna stóru fiskiskipa frá Norðurlandi hafa því stundað veiðar v.ið Suð- urland yfir vetrartímann og lagt þar upp afla sinn, og ennfremur lagt upp mikinn hluta síldaiafl- ans að sumrinu á Austíjörðum. Af framangreindum ástæðum hafa vinnslustöðvarnar, bæði fyrir síldarvinnslu og aðra fisk- vinnslu, flestar búið við stöð- ugan skort á hráefni til starfsemi sinnar, og því samfara verið stopul og ófullnægjandi atvinna verkafólks á þessu svæði. Á hinni miklu síldarvertíð sl. sumar, sem stóð nærri 5 mánuði, fengu þær 5 síldarverksmiðjur, sem starf- ræktar eru í kjördæminu, að- eins síldarafla, sem svarar til 22ja til 23ja sólarhringa vinnslu miðað við full vinnsluafköst þeirra samanlagt. Hinar 20 síld- arsöltunarstöðvar á svæðinu fengu þó hlutfallslega mikið minni verkefni á sumrinu, og sumar fengu enga síld til verk- unar. Þetta úrræðaleysi, að mögu leikarnir til að salta meira af síld á Norðurlandi, voru látnir ónotaðir, leiddi til þess, að skorta mun 80 til 90 þúsund tunnur saltsíldar til að staðið verði við fyrirfram gerða sölusamninga um saltsíldarafla sumarsins. Þorskveiðiútvegurinn, sem stundaður er á um það bil 50 þilfarsbátum, (flestum litum), auk fjölda opinna vélbáta á í stöðugt vaxandi erfiðleikum og lig'gur nú við stöðvun vegna minnkandi afla, sérstaklega tvö sl. ár. Á afla þessa bátaflota hef- ur nær öll fiskvinnsla í kjördæm- inu byggzt, og er því einn mik- ilvægasti þáttur atvinnulífsins í sjóplássunum í mikilli hættu staddur, ef ekki verða gerðar nú þegar sérstakar ráðstafanir til stuðnings bátaútveginum, sem fiskveiðar stundar við Norður- land. Hvað snertir verksmiðj uiðn- aðinn, sem vaxið hefur upp -— sérstaklega á Akureyri — á síð- ari árum, hefur nú gert vart við sig verulegur samdráttur í ein- stökum greinum hans, sem er af- leiðing hins alfrjálsa innflutn- ings á þeim vörum, sem þessar verksmiðjur hafa verið byggðar upp til að framleiða. Er hér ó- hyggilega og í flestu tilliti ómak- lega vegið að hinum unga iðn- aði. Þingið telur eftirgreindar að- Framh. á 4. síðu. var haldinn 27. okt. sl. og var hann fjölsóttur. Á fundinum var félaginu kosin stjórn fyrir næsta starfsár og skipa hana: Jón B. Rögnvaldsson, formaður Hörður Adólfsson, varaform. Rósberg G. Snædal, ritari Haraldur Bogason, gjaldkeri Tryggvi Helgason Baldur Svanlaugsson og Jón Ingimarsson. Þá voru kjörnir 8 fulltrúar í kjördæmisráð og ennfremur 12 manna fulltrúaráð. Á fundinum ríkti mikill áhugi fyrir aukinni starfsemi félagsins og eflingu Alþýðubandalagsins. Rætt var um vetrarstarfið og kjörin nefnd til að standa fyrir fræðslu- og skemmtistarfi. Að lokum flutti Björn Jóns- son ræðu um stjórnmálaviðhorf- ið og hlutverk Alþýðubandalags- ins. 4 nýir félagsmenn bættust fé- laginu á fundinum. SKT SKT Unglingadansleikur í Alþýðuhúsinu laugardagskvöld 7. þ. m. kl. 8.30—11.30. Aldur 1 3 til 18 dra. Rubin hljómsveitin leikur. Aðgangur kr. 35.00. Veitingar innifaldar SKT [ PERUTZ ) litfifmur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Sími 1524

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.