Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.11.1964, Qupperneq 2

Verkamaðurinn - 13.11.1964, Qupperneq 2
í sjónskífunni Næionbörn og kvenkuldi. Það er afskaplega gaman að heyra, hvernig hugvitsmenn leika á strengi tungunnar. Hafið þið heyrt auglýst „nælonbarna-föt“, „telpnastretch-buxur,“ og „kven- kulda-skó?“ Nælonbörn eru án efa börn, sem gerð eru úr hin- um harðsterku nælonefnum nú- tímans og munu hraustleikafólk. Kvenkulda kannast ég ekki við persónulega, veit ekki heldur, hvort meint er, að konunni sé kalt, eða hún sé köld sjálf t. d. í viðmóti, gilti þó einu þótt slíkt heks væri á sokkum. Stretch- stelpur munu af sama toga og nælonkrakkamir, en hvað kem- ur útaf þeim og t. d. bítilstrák- um, sbr. bítildrengja-jakkar? — Það eru kannski þessi „útburðar börn“, sem Vísir var að auglýsa eftir í fyrra. Að hugsa. Eitt af einkennum nútíma fólks er flóttinn frá að hugsa. Það óttast ekkert meir en það, að vera eitt og ótruflað. Þá get- ur kannski kviknað á einhverju smákerti í huganum, sem vekur sj álfstæða hugsanaglóru, en það ar mikill óttavaki. Ein höfuðsönnun þessa er frá- hvarf fólks frá vitrænum bók- um. Fólk vill lesa „eitthvað létt“, eitthvað, sem svæfir og slæfir, það má ekki vekja til hugsunar eða krefja skilnings. Utvarpið okkar, sem átti að vera mennta- og þroskatæki, hefur alveg geng- ið að kröfum þessa flóttafólks frá hugsun. Útvarpið þrumar skrallmúsik allan daginn, svo að fólk þurfi ekki að óttast eigin þanka. Hávaðinn, hin átakalausa síbylja skrallmúsikur, losar fólk alveg undan fargi heilabrota. Vinnan skal vera þannig, að hún krefjist engra heilabrota, kv.ikmyndir undanrenna, músik- in létt. Hin pólitísku dagblöð taka einnig undir kröfuna: Stórar fyrirsagnir, myndir, glamur, og pólitískur vélheili, sem hugsar fyrir kjósendur, hugsanir, sem ekki þarf að kryfja til mergjar, aðeins kyngja, trúa. Við vorum einnig óheppin með nýlúthersk- una okkar, þessa langdregnu moð suðu orða. Einhvers staðar segir Jónas Árnason rith. frá því, að þeir Þórbergur voru í Bretlandi á ferð til friðarþings. Þeir þóttu tortryggilegir fuglar. Aðspurður kvaðst Þórbergur hafa dvalið áður í London. Hvað varstu að gera þar? spurði Bretinn. — Hugsa, svaraði vitringurinn Þór- bergur. Þá kom á Bretann, hér hlaut að vera annað hvort fant- ur eða fífl, nema hvort tveggja værí. Bretar höfðu ekki vanist því, að einstaklingar stæðu í slíku. Því miður virðist þjóð okkar á undanhaldi frá mannlegri skyldu sinni sem sjálfstætt hugs- andi vera, hjálpast þar margt að: Einhver andlegur doði, sem virðist smitandi vesturálfu-sj úk- dómur, ólm áróðurstækni póli- tíkusa, þrældómur fyrir nauð- synjum vegna versnandi lífs- kjara, og svo virðist sem minni- máttarkenndin gagnvart hinum „fáu stóru“ heilum vísinda og svokallaðra sérfræðinga, sé að drepa alla, menn þora ekki að segja sitt álit, þó eitthvað sé, þeir gætu verið kallaðir ómennt- aðir bjálfar. Þó er staðreynd, að margir þessara blessaðra „spekinga“ eru aðeins úttroðnir af utanaðlærðum fræðum. -— Reynzluvizka almennings er oft miklu haldbetri. Menn fara gjarna hjá sér ef minnzt er á hugsun, halda það sé sama og andatrú eða Ijóðmæli. Ef menn fara á mannamót vilja þeir fá Omar Ragnars, bítlana, eða framsóknarvist. Ekkert fræð andi, ekkert, sem þarf að beita hugsun við. Eg veit ekki, hvort menn vilja skilja, að það hvílir þung ábyrgð á þeim, hverjum og einum. Svo aðeins sé tekið tillit til hins ytra, er voði á ferðum. Ef einstakling- ar taka að jórtra annarra kenn- ingar viljalaust, eða gerast „hlut lausir“ um öll málefni. Fasism- inn er minnsverð aðvörun. En hitt er ekki minna um vert, að stöðva ekki sína eigin þróun í átt til lokamarks mannsins, að verða sönn vitvera. Umburðarlyndi. Það er vissulega dyggð að vera umburðarlyndur, en allar dyggðir geta ofræktast yfir í ó- dyggð. Umburðarlyndi er ekki að láta sér standa á sama um allt, vera áhrifalaus áhorfandi, yppta öxlum, hvað sem fram fer. Það er aumingjaskapur, hugsana doði. Við göngum ekki á hólm við hið illa, rotna, siðspillta, segjum bara JÆJA! Brennivínsberserkurinn getur stigið sinn darraðardans og fram ið óhæfur. „Hann var fullur, greyið,“ segjum við, OJÆJA. Skattsvikarinn og stórþj ófurinn leikur sér í kringum okkur og við fitjum letilega upp á trýn- ið. Við sýnum neikvætt umburð- arlyndi gagnvart ökuníðingi. — „Mannslífin dýr. OJÆJA!“ Allt of margir okkar erum svefn- göngumenn. Hvar eru hugsjónir aldamótanna? Erum við of feit- ir? Nei, aðeins of latir andlega, of þreyttir líkamlega! Hersetan sjónvarp kananna. Jamm, ojæja. Það stendur til að skjóta eld- flaugum landa á milli, heimsálfa milli, til að vernda „frelsið“. Almenningur geispar. Helming- Qull í tn Á Kjördæmsisþingi Alþýðu- bandalagsins hér á Akureyri um daginn var allmikið ort, eins og við ber á slíkum mannfundum. Rétt þykir að birta nokkur sýn- ishorn. Ritari þingsins, Rósberg G. Snædal, gat ekki orða bund- ist, er bóndinn Starri í Garði tók að ræða útvegsmál: Fellur barr til foldar lágt, frost og marr í snjónum. Nú er garri og austanátt, enda Starri á sjónum. Starri svaraði: Úr þeim dregur allan mátt, er í landi dúsa. Ræ ég því í austurátt, ætla að hitta Krúsa. Rósberg lagði þetta inn í um- rœður um kísilgúrvinnslu: Allar lindir á að virkja uppbætur þó verði að sníkja. Mér finnst ríkið mætti styrkja Mývatnsútgerðina líka. Starri lét ekki á sér standa: Það er ekki þörf á meiri þjóðnýtingu landið kringum, kaupi þeir á Akureyri alla reyð af Mývetningum. K.f.D. blandar sér í málið: ur mannkynsins er á hungurstigi, pólitískir fangar eru píndir til örkumla og dauða, Við ypptum öxlum. OJÆJA. Kaup okkar hér heima er lækk að í verði með óðri dýrtíð, við vinnum meirihluta sólarhrings- ins fyrir sköttum og útsvörum. Þeir, sem mata krókinn á striti hinna, hlæja, og enn er OJÆ-ið svar okkar. Umburðarlyndið get ur gengið of langt. Hugsanadoð- inn er verri hverri víruspest. Mcnningart’ilraun MÍR Mitt í hafi hugsanadoðans og svelg hrímþokunnar, eru smá- hópar manna að reyna að varpa geislabrotum menningar inn á sviðið dökka. MÍR-félagsskapur inn hefur fært okkur margt gott á sviði lista, og nú stendur yfir mönnum í von um krassandi svör, hugsaði til þessa þáttar. Þetta fékk Páll í Veisuseli: Þykir mjög í hendi háll heili Fnjóskdælinga, Páll, mjór og sleipur eins og áll, er á honum skrítinn gáll. Þetta svar barst: Þó að heili og hugurinn hyggist ráða galdurinn, ekki skil ég óðinn þinn, elskulegi Stjáni minn. K. taldi svarið frá Páli og svaraði. Þó fatist víða Fnjóskdælingum sýningarvika á úrvals kvikmynd- um hjá félaginu. Myndirnar eru sýndar við frekar erfiðar aðstæð ur í Alþýðuhúsinu. Bíóin virðast ekki hafa áhuga á austantjalds- list. Má það vera eitt dæmið um þá andlegu kvotsótt, sem herjar á bæði já- og nei-bræður þess- ara forusturíkja í hlut- og hug- lægum menningartilraunum. En nú í kvöld verður sem sagt sýnt í Alþýðuhúsinu myndin Engisprettan eftir samnefndri skáldsögu A. P. Tjekofs og á laugardag kl. 2 verður endurtek- in sýning á Þrettándakvöldi eftir samnefndu leikriti Shakespeare, en hún er leikin og tekin í Sov- ét. Myndin Ivan grimmi vakti óspillta athygli, en hún var sýnd tvö kvöld. Þetta skyldu kvikmyndaunn- endur athuga. finnst mér ekki lengur skrítið, fyrst að heila þeirra á þingum þrýtur afl við svona lítið. Stakan, sem þetta svar fékk, reyndist þó síðar eftir Starra, en Páll lagði þetta til mála: Stjáni er nú glær og grár, gisnar skeggið, eyðist hár. Andi hans er ofur smár, er hann bráðum kaldur nár. Illt er skáldsins feigð að fagna, frændi, vara þig. Dugar ekki draug að magna deigu hjarta á sig. K. Ávnrp um h/álpnrbeiðni Eins og alþjóð er kunnugt, fórust tveir vélbátar frá Flat- eyri í Onundarfirði þann 9. og 11. okt. s.l. og með þeim sjö menn. — I tilefni af því heíur verið ákveðið að hefja fjársöfnun til styrktar aðstandendum þeirra, sem fórust. ■—- Biskupsskrif- stofan hefur lofað að aðstoða við söfnun þessa og einnig eru blöð beðin að styðja söfnun þessa og veita viðtöku framlög- um til þeirra. — Söfnunarnefndin Flateyri: Séra Lárus Þ. Guðmurulsson, prestur Holti Séra ]ón Olafsson, fyrrv. prófastur Hjörtur Hjálmarsson, skólastjóri Jón Guðmundsson, skrifstofumaður Kristján Guðmundsson, bakari F. h. Vestfirðingafélagsins, Akureyri: Arfinnur Arnfinnsson F. h. Vestfirðingafélagsins, Reykjavík: Sigríður Valdimarsdóttir F. h. Önfirðingafélagsins, Reykjavík: Gunnar Asgeirsson Vilj.i ríkið styrkjum styrkja styrkþurfendur landið kringum, loksins tekst þann leir að virkja, sem lekur út úr Mývetningum. K.f.D. skaut örjum að fundar- Vcrkamaðurinn götu 5, Akureyri, sími 1516. — Kristján Einarsson Irá Djúpalæk. Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagstns í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- Kitsijórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudðgum. — Prentað í Prentsmiðju Biörns Jónssonar h.f., Akureyri. 2) Verkamaðurinn Föstudagur 13. nóvember 1964

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.