Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.11.1964, Side 3

Verkamaðurinn - 13.11.1964, Side 3
IIH BIKUR OG HEKH Því gleymi ég aldrei, III. bintii. Kvöldvökuútgáfan, Akur- eyri. Gísli Jónsson bjó til prent- unar. Frásöguþættir af eftirminni- legum atburðum úr lífi fjölda einstaklinga. Skal það ekki merkilegt viðfang? Jú, og vissu- lega hefur margt ágætt komið í dagsljósið í þeim þrem binduin, sem þegar eru komin af þessu sérstæða verki. Tildrög þess, að Kvöldvöku- útgáfan fór að safna liði tif að skrifa um eftirrninnilegar stund- ir úr lífsgöngunni, eru þau, að útvarpið efndi til samkeppni um slíkar frásagnir. Kristján Jóns- son borgardómari, framkvæmda- stjóri Kvöldvökuútgáfunnar var einn af þeim, sem hlaut þarna verðfaun fyrir ritgerð og fór þá að hugsa um frekari athafnir. Ber vissulega að þakka Kristjáni þessa forgöngu. Margt gott hefur okkur bætzt í söfnum þessum og nokkrar greinar ágætar, sem munu lifa. Skoðun mín er sú, að þetta muni jafnbezta bindið og þar með engin ástæða tif að það sé það síðasta. Þar sem höfundum er hér rað- að eftir stafrófsröð er fyrstur á blað.i Arnór Hannibalsson. Gegn- um Járntjaldið heitir greinin og vekur forvitni. En það fer hér sem oftar, er menn taka sig til og stinga niður penna um Sovét, þá verða flestir gripnir einhverju ólæknandi sótthitaæði og hlindu, svo að þeir sjá annað tveggja austur þar, svartasta helvíti eða hina engilbjörtustu paradís. Meðalvegur hefur ekki enn fund- izt. Arnór sér aðeins hið svarta ríki og hefur að auki hálfgerð vettlingatök á pennaskaftinu, enda eru margir hitasjúklingar skj álfhentir. Bergsveinn Skúlason fer hér iítið erindi: Oft eru kröggur í vetrarferðum. En Bjarni Bene- diktsson frá Hofteigi skapar listaverk: Drengurinn og fljótið. Það er mikið skúraskin eftir hinar. Séra Bjarni fer á kostum ein- lægni og Jífstrúar: Frá liðnum tíma, og ég held Bjartmar frá Sandi hafi fyilt sæti sitt með miklum ágæturn: Hungrar hiust eftir hlákunið, þetta er ágætur kafli í þjóðarsögu á þingeysku kjarnamáli. Ekki fæ ég betur séð en Björn Bjarman skapi hér listaverk: Með brotna kinn og sprungna kúpu, það gera ekki aðrir betur grein fyrir sinni sturlan. Edith Guðmundsson, Guð- mundur Daníelsson, Gunnar Dal, Halldór Jónsson, Haraldur Halls- son, Helga Weisshappel, Jón Gíslason: Þetta eru allt forsvar- anlegar tjáningar, iitríkar mynd- ir, án íyrirferðar, en allar betur gerðar en ógerðar. Þá kernur Kristján Jónsson rneð: Ba'ístapi á Þorskafirði. Þessi grein er góð vegna sam- leiks sáirænnar tilfinningar og ytri atburða. Lára Kolbeins, llagnar Jóhannesson, Sigmund- ur Guðmundsson, Sigurður Grímsson, Sigurður Olason, Steinþór Þórðarson. Athugum þessa betur: Ragnar fer á kost- um léttleika, söngs og ásta í skólaferðalagi til Blönduóss með kærum skólabræðrum og kennurum. Sigurður Ólason segir sögu siyss, kringum það raðast draumar, sýnir og teikn, eins og var svo algengt með þessari dulvísu þjóð með sín undarlegu auka-skilningarvit. Sagan gerist á Snæfellsnesi og er þá ekki að sökum að spyrja. Þetta er betur skráð en hitt. Steinþór er ágætur með sína Buslubæn. En ég held að Sig- urður Guðmundsson hafi svikið okkur um eitthvað með því að segja aðems hina ytri atburði í kappsundinu við dauðann. K. Ný Ijóðabók eftir jóhannes úr Kötlum. Bókaútgáían Heimskringla hefur gefið út ljóðabók eftir Jó- hannes skáld úr Kötlum. Þetta er vönduð bók um 150 bls. í stóru broti. Bókin heitir Trega- slagur, hún er í þrem höfuð- köflum, sem bera sérheitin: A mörkum tveggja heima, Talað við sjálfan sig og Stef úr glataðri bók. Káputeikningu gerði Gísli B. Björnsson. Hólar prentaði. Mál og menning hefur sent frá sér bækurnar Forseti lýð- veldisins, eftir M. A. Asturias. Hannes Sigfússon íslenzkaði. Bókin er 408 bls. Asturias er álitinn mestur núlifandi rithöf- unda í Suður-Ameríku og þetta frægasta verk hans. Þá hefur mál og menning gef- ið út aðra útgáfu af Ofvitanum eftir Þórberg snillinginn Þórðar- son og þarf ekki um að ræða, því að flestir muna fyrri útgáfu, en þessi er endurskoðuð og má vænta bóta ef hægt var. Hér eru bæði bindin saman 368 bis. Greincrgerð Svo sem alþjóð er kunnugt, hafa allar tiiraunir til þess að koma festu og reiðu á íslenzk peningamál og íslenzkar fjár- reiður misheppnast hin síðustu ár. Eftir síðustu styrjöld var í fyrstu gert ráð fyrir, að mál þessi mundu komast í horf eins og af sjálfu sér, og þvi að- eins leitað bráðabirgðaúrræða. Fyrstu úrræðin til allsherjar úr- lausnar til iangs tíma, gengisfell- ingin 1950, entist aðeins eitt ár, gengisfellingin var meiri, en nú hafa þau algerlega gengið sér til húðarinnar. Er nú þegar farið að taka upp enn að nýju ýmis þau úrræði í verðlags-, þar með kaupgjalds- og peningamálum, sem til var gripið 1945—1949 og 1951—1958, og er öllum ljóst orðið, hvert stefnir, þó að eigi vilji allir viðurkenna, að þeir séu sjáandi. óhjákvæmilegt er þó að leita nýrra úrræða, enda er slíkt þegar byrjað, þó að enn sé fálm eitt. úrræðunum í verðlagsmálúm, kaupgjaldsmálum og fjármáium okkar yfirleitt, er aftur byrjað að taka upp þetta vísitölukerfi í kaupgjaldsmálum, og einnig er gert ráð fyrir að taka það upp við sumar lánveitingar. Sá er helzti eðlismunurinn á þessum tveimur verðstuðulskerf- um, að forna landaurakerfið er aðallega miðað við framleiðslu, en vísitölukerfi það, sem við könnumst við frá síðari tímum, aðallega við lífsnauðsynjar. Gamla landaurakerfið í nýtízkubúningi? Arnór Sigurjónsson, sem um f-íma hefur setið ó þingi, hefur fluít eftirfarandi tillögu ósamt greinargerð: Alþingi ólyktar að kjóso 7 manna milliþinganefnd til athugurear ó því, hvort ekki sé réft að taka upp hér ó íslandi verðstuðlunarkerfi í öllum verðlags- og peningamólum. Skal sú nefnd leggja tillögur stnar fyrir næsta reglulegt Alþingi. þar til farið var að leita nýrra bráðabirgðaúrræða með upp- bótum og undanþágum, og var svo um nokkur ár leitað svip- aðra úrræða og fyrstu árin eftir stríðið. Arið 1958 var svo aftur leitað lausna til langs tíma með verðlagstilflutningum, sem a,l- mennt voru kallaðir „bjargráð- in“, en þau voru afnumin eftir tæp tvö ár, enda augljóst orðið, að þau gátu alls ekki enzt nema í mesta lagi þriðja árið. Árið 1960 komu svo „viðreisnar“- úrræðin, sem voru i aðalatrið- um hin sömu og úrræðin 1950, nema hvað gengisfellingin var miklu stórkostlegri. Örlög þeirra hafa orðið þau, að þau hafa enzt því lengur en úrræðin 1950 sem 420 ÞÚSUND ÚR HAPP- DRÆTTINU 1 síðasta útdrælti Happdrættis Háskólans kom upp á miða nr. 37043, sem seldur er í Akur- eyrarumboði, hæsti vinningur- inn, 200 þús. krónur. Nú vildi svo til, að sami maður átti heil- miða af þessu númeri bæði í A- og B-flokki og auk þess næstu miða við annað númerið, er gefur samtals 20 þús. kr. í auka- vinning. Bækurnar eru til afgreiðslu hjá Rögnvaldi Rögnvaldssyni. —0— Þá er kornið út 3. hefti 1964 af tímaritinu Rétti. Fæst á skrif- stofu Verkam. Brekkug. 5. Þetta er því eftirtektarverð- ara, að fram til síðasta fjórðungs síðustu aldar bjó þjóðin við verðlagskerfi, er reynzt hafði henni fulltraust öldum saman á þann veg, að festa og reiða var á fjármálum hennar og fjárreið- um. Hér er átt við landaura- kerfið svonefnda, er enn lifði að nokkru fram á þessa öld og eigi fékk að fullu dánarvottorð fyrr en á síðasta Alþingi. Þetta var eins konar verðstuðulskerfi, að mestu leyti framleiðsluvísi- tala hvers tíma, en verð fram- leiðslustofnanna var þó að of litlu leyti inn í vísitöiuna tekið. Það varð þessu kerfi að falli meðal annars, að hætt var að gera það tímaborið, þannig að það lagðaðist eftir breyttum við- horfum. Á síðari thnum, í báðum heimsstyrjöldunum og á þeim breytingartímum verðlagsins, er á eftir styrjöldunum fóru, varð helzt til bjargar festu og reiðu fjármála okkar svokölluð verð- lagsvísitala (og sú kaupgjalds- vísitala, sem við hana hefur ver- ,ið miðuð). Verðvísitalan var fyrst og fremst notuð sem verð- mælir, og var henni í þeim efn- um helzt að treysta, þó að sumar ríkisstjórnir okkar, er þótti al- mennt kaupgjald vilja verða helzti hátt, reyndu með ýmsum smábrellum að falsa hana. Þessi verðvísitala er af erlendum upp- runa og er talsvert notuð sem alþjóðlegur mælikvarði á verð- lag. Nú, þegar sýnt var orðið, að ekki er hald „í viðreisnar“- Flutningsmaður þessarar þings- ályktunartillögu hefur litið svo á að hið forna íslenzka kerfi sé raunverulega réttar hugsað og hagkvæmara, þegar til kemur að skipta tekjum þjóðarinnar, og geri einnig ljósara sambandið milli þess að afla tekna fyrir þjóðarheildina og fá þær í hend- ur hvers einstaks vinnandi manns. Einnig sé minni hætta á, ef það er í giidi, að meiri tekj- um sé skipt en til eru eða meira dregið undan við skiptin. Þetta getur þó að ýmsu leyti verið álitamál og er því rannsóknar- efni. Það er og viss kostur við vísitölukerfið síðari tíma, að það er alþjóðlegt og það er að vissu marki unnt að nota óbreytt, en hið gamla kerfi þarf að taka til gagngerðra breytinga, svo mikilla breytinga, að telja má, að það sé aðeins hugsunin, sem að baki býr, sem eftir mundi standa. Það er skoðun flutnings- manns, að við íslendingar þurf- um og eigum að taka upp vísi- tölukerfi á öllum sviðum fjár- mála okkar og skilja ekkert svið eftir. Tvenns konar eða margs konar verðlagning og tvenns konar eða margs konar verð- mælir mundi alltaf leiða til óheil- inda í fjármálum. Hins vegar verðum við að leggja alla alúð okkar við að koma fjármálum okkar á heilbrigðan grundvöll, því að líf okkar liggur þar við. En Alþingi og ríkisstjórn verða að taka upp forustu í því máli. Frá byrjun þessa þings hafa sézt nokkur tákn þess, að ráð- andi flokkar Alþingis vilji meiri samvinnu en fyrr við minni hluta þingsins. Því er hér lagt til, að Alþingi kjósi svo fjölmenna nefnd til að athuga mál þetta, að allir þingflokkar geti átt full- trúa í henni, og stefnt sé að því að finna þá lausn, er allir flokk- ar eigi hlut í og beri ábyrgð á. Föstudagur 13. nóvember 1964 Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.