Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.11.1964, Page 4

Verkamaðurinn - 13.11.1964, Page 4
Vínber lípli Appelsínur Bananar Hofnorbúðiii sími 1094 Vandlátir velja húsgögnin iráVALBJÖRK Glerárgötu 28 — Sími 2420 Kostahjör Mjög ódýr fjölskyldufargjöld innanlands. Jólagjöf til ættingja erlendis: Sérstök fjölskyldu- og jólafargjöld, sem gilda frá útlöndum til íslands. Sendið ættingjum yðar erlendis slíkan miða. Munið IT-ferðirnar hagkvæmu. TALIÐ VIÐ OKKUR FERÐASKRIFSTOFAN liMD i H AKUREYRI við Geislagötu SÍMI 2940 HúsjAgnAÚrvalið er hjá okkur SVEFNSTÓLARNIR margeftirspurðu komnir aftur. Nokkur GÓLFTEPPI með niðursettu verði. Athygli skal vakin á því að til áramóta getum við ekki tekið húsgögn til viðgerðar. BÓLSTRUÐ HÚSGÖGN AMAROHÚSINU AKUREYRI — SÍMI 1491 'lak'ó.vt iiviniia Tökum að okkur alls konar vinnu með stórvirkri jarðýtu, svo sem jarðvinnslu, vegalagnir og grunnagröft. BELTAVÉLAR S.F. Sími 1579. Frd Hásimeðraihólanum VEFNAÐARNÁMSKEIf) byrja um miðjan nóvember. Uppl. í síma 1199 milli 6 og 7 næstu daga. Er eitthvað hog'ið við „ielferðarríkið“? Alltaf ómar söngur „viðreisn- arstjórnarliðsins“ á háum nót- um um það, hversu dásamlegt „velferðarríki“ komið sé á ís- landi fyrir tilstilli hinnar alvitru ríkisstjórnar. Og margt er nefnt til sanninda um þetta, fólk hafi peninga til að kaupa bíla, hús- gögn og allskyns þægindi, tekj- urnar séu svo og svo háar og alveg svimandi hjá mörgum, sérstaklega sjómönnunum, — hættulega háar þar. Margt er rétt í þessu tali, — fólk hefur í tekjur allháar upp- hæðir hinnar verðlitlu krónu, það eyðir þessum upphæðum nokkuð jafnóðum, kaupir bíla, húsgögn, heimilistæki og reynir jafnvel að byggja sér íbúðir. En það gleymist jafnan að tilgreina hvað vinnutíminn er langur hjá fólki yfirleitt, hvað langur tími íór í að vinna fyrir hinum mörgu krónum. Flestir menn, sem fara til ann- arra landa kynnast því fljótt, að vinnutími fólks er þar styttri og þar af leiðandi tómstundir fleiri. Þegar talið berst að þessu og íslendingar fara að segja frá v.innutímanum hér á landi verð- ur fólk svo hissa og spyr hverju þetta sæti, hvort hér sé þrælaríki eða hvort hér sé svona ofsalegur skortur á vinnuafli og þá hljóti tekjurnar að vera svimandi háar. Þegar það fær að heyra sann- leikann verður undrun þess gífurleg. Það skilur ekki hvernig hægt sé að kalla þetta menningarríki hvað þá „vel- ferðarríki“ þar sem laun fólks eru svo lág að ekki er nokkur möguleiki til að lifa af þeim. Þar, eins og raunar í öllum menningarríkjum, teljast laun, það sem maðurinn fær fyrir að vinna dagvinnu, hvort sem hún er 8 stundir eða færri. Og yfir- vinna er víða algerlega bönnuð og víða er algerlega hætt að vinna á laugardögum. Hér á íslandi mun hver sá, sem reyndi að lifa af launum sínum (þ. e. fyrir dagvinnu eina) svelta og krókna í hel. Þess vegna er íslenzka ríkið í dag miklu líkara þrælaríki en velferðarríki, þrælarnir keppast um að vinna sem lengstan vinnu- dag til að geta lifað og eignast eitthvað meira en fssðið og fötin til að ganga í. Kannske er þetta skrípamynd af velferðarríkinu, á sama hátt og verið er að reyna að skapa skrípamynd af menningu þjóðar- innar, afskræma erfðir hennar og þjóðlegt uppeldi? iDiKMMsiliiji Fluafélagsins: Nýbreytni: Fjolshyldujaraiöld Vetraráætlun Innanlandsflugs hjá Flugfélag.i íslands tók gildi um síðustu mánaðamót. Sam- kvæmt henni verður ferðum til og frá Akureyri þannig háttað í vetur, þegar veður leyfir: Til Reykjavíkur verða 11 ferðir á viku, morgunferðir alla daga, en auk þeirra síðdegis- ferðir á þriðjudögum, miðviku- dögum, föstudögum og laugar- dögum. Til Egilsstaða verður flogið á þriðjudögum og föstudögum, til Kópaskers og Þórshafnar á miðvikudögum, en til Húsavíkur á fimmtudögum. LÆKKUÐ FARGJÖLD. Þá hefur verið tekin upp sú nýbreytni hjá Flugfélaginu, að sett hafa verið sérstök fjölskyldu- fargjöld á flugleiðum innan- lands. Fjölskyldufargjöldin eru þann ig, að forsvarsmaður fjölskyldu í ferðinni (eiginmaður eða eig- inkona) greiðir fullt gjald, en aðrir fjölskyldumeðlimir aðeins hálft gjald. Fjölskylda telst í þessu tilfelli foreldrar með börn sín að 21 árs aldri. Skilyrði fyrir fjölskyldufar- gjaldi er, að keyptir séu tvímið- ar og notaðir báðar leiðir og að fjölskyldan hefji ferðina saman. Miðarnir gilda í 14 daga frá því ferð er hafin, en hamli veikindi ferð til baka, framlengist gildis- tíminn. Einnig ef ferð sem við- komandi hefur ætlað með til baka er fullbókuð; þá framleng- ist gildistími farmiðanna til næstu áætlunarferðar. Fjölskyldufargjöldin g.ilda á öllum flugleiðum Flugfélags ís- lands innanlands. Sem dæmi um hve miklu af- slátturinn nemur, má taka fjög- urra manna fjölskyldu sem ferð- ast frá Akureyri til Reykjavíkur og aftur til baka. Samkvæmt hinum nýju fjölskyldufargjöld- um kostar ferðin aðeins kr. 3.395.00 í stað kr. 5.432.00 áður. AÐALFUNDUR Sósíalistafélags Akureyrar verður haldinn í Verkalýðshúsinu, Strandgötu 7, á morgun (laugardag) kl. 4 e. h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Önnur félagsmál. 4. Orkumál í Norðurlandi. (Framsögum. I ngólfur Arnason). Þeir félagar, sem enn hafa ekki tekið félags- skírteini 1964, þurfa að gera það í fundar- byrjun. Félagsstjórnin. 4) Verkamaðurinn Föstudagur 13. nóvember 1964

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.