Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.11.1964, Side 5

Verkamaðurinn - 13.11.1964, Side 5
Mml 09 Isknoipti Læknaval hefst mánudaginn 16. nóv. n.k. kl. 10 árdegis á skrifstofu Sjúkrasamlags Akureyrar. Þeir, sem áður voru skráðir hjá burtfluttum læknum, Hrafnkeli Helgasyni og Olafi Olafssyni, þurfa að mæta eða láta mæta fyr.ir sína hönd með skírteini sín, til innfærslu á nöfnum þeirra lækna, er þeir vilja velja og völ er á, en þeir eru: Erlendur Konráðsson, Halldór Halldórsson, Inga Björnsdóttir, Pétur Jótisson og Sigurður Ólason (örfá númer). Athugið að Magnús Asmundsson starfar ekki sem heimilis- læknir, frá næstu áramótum að telja. Læknaskipti hefjast á sama tíma, en þarf að vera lokið fyrir áramót. Sjúkrasamlagsstjórinn. AÐVÖRUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna vangreidds söluskatts Samkvæmt heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem skulda söluskatt fyrir þriðja ársfjórðung 1964 eða eldri stöðvaður verði eigi gerð skil á skattinum fyrir 15. þessa mánaðar. Frá og með 16. þessa mánaðar falla á dráttarvextir. Bæjarfógetinn á Akureyri og sýslumaður Eyjafjarðarsýslu, 9. nóvember 1964. Friðjón Skarphéðinsson. STARF INNHEIMTUMANNS og álesara hjá Rafveitu Akureyrar er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Umsóknar- frestur til 20. þ. m. Rafveitustjórinn. LÖGTAK Eftir kröfu sveitarstjórans í Dalvíkurhreppi og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram, á kostnað gjaldenda en ábyrgð sveitársjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir ógreiddum útsvörum og aðstöðugjöldum, fasteignaskatti, kirkjugarðsgjaldi og vega- gjaldi. Skr.ifstofu Eyjafjarðarsýslu, 6. nóvember 1964. Friðjón Skarphéðinsson. Bskur Kfoldvokuútgdfunnar I9<4 Islenzkar Ijósmœður 111. bindi. (Æviþættir cg enlur- minningar). Ritsafnið íslenzkar ljósmæður er nú orðið þrjú bindi, þar sem greint er frá ævialriðum og endurminningum yfir hundrað ljósmæðra hvaðanæfa að af landinu. Bækur þessar eru sannkall- aðar hetjusögur íslenzkra kvenna og lifandi þjóðlífsmynd- ir. I þessu bindi, sem sennilega verður það síðasta, er getið milli 40 og 50 Ijósmæðra. Allir eru þættir þessir vel skrifaðir og sumir með ágætum. Því gleymi ég aldrei, III. bindi. (Frásagnir af eftirminni- legum atburðum). í þessa bók rita 20 þjóðkunnir menn frásagnir af ógleymanleg- um atburðum, þ. á. m. skáldin Guðmundur Daníelsson, Sig- urður Grímsson, Gunnar Dal og Ragnar Jóhannesson o. fl. En það, sem vekja mun mesta eftirtekt við útkomu þessarar bókar er það, að sr. Bjarni Jóns- son ritar þar endurminningar frá bernskudögum og allt fram til þess hann verður dómkirkju prestur í Reykjavík. Sr. Bjarni hefur ekki áður birt endurminn- ingar sínar. Nú hafa komið út 3 bækur í þessu ritsafni og hlotið miklar vinsældir. Endurminningar Bernharðs Stefánssonar, II. bindi. Þegar I. bindi Endurminninga Bernharðs kom út, vakti bókin geysi mikla athygli og var af rit- dómendum talin ein merkasta ævisaga síðari tíma. Síðara bindið nær frá 1944 Áfengissalan 1. júlí til 30. sept. 1964 Selt í og frá: Reykjavík . . kr. 67.826.796.00 Akureyri ... — 10.152.075.00 ísafirði .... — 2.206.580.00 Siglufirði ... — 2.374.660.00 Seyðisfirði .. — 4.852.405.00 kr. 87.412.516.00 A sama tíma 1963 var salan eins og hér segir: Selt í og frá: Reykjavík .. kr. 58.055.280.00 Akureyri ... — 10.256.403.00 ísafirði .... — 2.040.521.00 Siglufirði .. — 2.599.402.00 Seyðisfirði .. — 3.776.640.00 kr. 76.728.246.00 Fyrstu níu mánuði þessa árs nam sala áfengis frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins samtals kr. 229.625.429.00 en var á sarna tíma 1963 kr. 200.425.080.00. þar til Bernharð verður sjötug- ur og er því samtíðarlýsing höf- undar á mönnum og málefnum. Bókin er skrifuð af hreinskilni og hispursleysi. Þar dæmir Bernharð menn og málefni af drengskap og rökvísi, líkt og í fyrra bindinu. Bókin leiftrar af fjöri, sums staðar jafnvel gáska, og víða skjóta upp kollinum hinir lands- fleygu brandarar Bernharðs. Auk þess að vera skemmtileg er bókin fróðleg og ómissandi öllum þeim, sem vilja kunna skil á stjórnmálasögu síðustu tíma. Kringsjó vikunnar Messað verSur í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag ki. 2 e. h. (Æsku- lýðsmessa). Hinn nýkjörni æsku- lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, séra Hjalti Guðmundsson, predikar. — Sólmar: 372, 201, 647, 420 og 424. — Þess er fastlega vænzt, að foreldrar fjölmenni með börnum sín um og ungmennum. — Sóknarprest ar. Gullbrúðkaup eiga ó morgun, laugardag 14. nóvember, hjónin Aðalbjörg Helgadóttir og Jóhann Jónsson, Krabbastíg 1A, A. Brúðhjón. — Þann 7. þ. m. voru gefin saman í hjóncband ungfrú Lilja Karla Helgadóttir fró Skólpa- gerði, og Anton Friðþjófsson, sjó- maður og skóld. — Verkamaðurinn cskar þeim sannrar hamingju. Kvikmyndavika MR. — í kvöld verður Engisprettan sýnd. Ein ógæt- asta Tjekof-mynd, er Rússar hafa gert. — Á iaugardaginn kl. 2 e. h. verður sýning myndarinnar Þrett- óndakvöld endurtekin vegna óskor- an°- — Sýnt er í Alþýðuhúsinu. Austfirðingafélagið ó A k u reyri heldur kvöldvöku að Bjargi föstu- daginn 13. nóv. kl. 8.30 e. h. — Til skemmtunar: Upplestur, Aust- flrzk kvikmynd (nýr þóttur fró sl. sumri), félagsvist (góð verðlaun). — Félagsmenn fjölmennið og tak- ið með ykkur gesti. — Skemmtin. Hjúskopur: — Laugardaginn 7. nóvemþer voru gefin saman í Ak- ureyrarkirkju ungfrú Erla Oddsdótt- ir og Sveinn Heiðar Jónsson húsa- smiður. Heimili þeirra verður að Fjólugötu 1 1, Akureyri. — Sunnu- daginn 8. nóv. voru gefin saman í hjónabond á Akureyri ungfrú Sól- ey Rannveig Friðfinnsdóttir og Berg ur Ingólfsson, verkamaður. Heimili þeirra verður að Klapparstíg 5. A. IOGT. — Þingstúkufundur að Bjargi sunnudaginn 15. þ. m. kl. 8.30. — Stigveiting, erindi. — Fjölmennið. Þeim fer smáfjöigandi ríkjunum, sem koma sér upp gjöreyðingarvopnum Flinn 16. október kl. 15 eftir Peking-tima, bættist Alþýðuiýðveldið Kina í tölu kjarnorkuvelda. Þó var sprengd fyrsta kjarnorkusprengja þar í landi og þá var þessi mynd tekin. — Enginn veit, hvort mannkynið á eftir að sprengja sjálft sig í loft upp eða ekki. En eigum við ekki að vona, að það dragizt eitthvað? Föstudagur 13. nóvember 1964 Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.