Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.11.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 20.11.1964, Blaðsíða 2
Á sjónskífunni Vor kynslóð Stolt má það fólk vera, sem fæddist eftir aldamótin síðustu, fólkið, sem tók við landi sínu í höndum nýlenduherra, landi ó- uppbyggðu, óræktuðu, landi harðinda og vonleysis, þegar fjöldi bræðra og systra hafði flúið vestur, gefizt upp. Það fólk getur litið til baka með nokkru stolti, því það hef- ur unnið einstakt stórvirki. Hér var varla byggilegt hús, engir skólar, enginn vegur, ekkert nema órækt og kargaþýfðir tún- kragar. Ef við lítum á ísland í dag má segja að hér hafi orðið al- ger bylting í atvinnu- og bún- aðarháttum. Það hafa verið lagðir vegir, ræktað, byggt. Það er komin vélvæðing til lands og sjávar, sími, útvarp, bráðum myndvarp og hver veit hvað. Unga kynslóðin, sem erfir þetta allt mun vissulega ham- ingjusöm og þakklát, skiljist henni hvað faðir og móðir unnu hörðum höndum svo landið yrði jafngóður arfur eftir því sem maðurinn fær gert það gott. En landið var vissulega alltaf hið sama, átti sína möguleika, ann- ars var ekkert hægt. Þó er það grunur minn, að erfingjarnir vanþakki margt. Ég veit þeir muni eiga eftir að út- hella mörgum blótsyrðum yfir steinhúskumböldum þeim, sem við skiljum eftir. Við höfum eyðilagt fegurstu bæjarstæðin með þessum gervi klettaborgum, sem við köllum hús, jafnvel hallir. En var von að fólk torf- kofanna (sem gátu verið góðir, og fólkið gæddi sál), var von það kynni að reisa ný hús af nýju efni? Smekkurinn, hið lif- andi samband við landið og efni- viðinn sem það lagði til, rofn- aði. Úr varð fimbulfamb, ill- nothæft klúður. Hugsið bara til fyrstu steinhúsanna í sveitum. Hin svokölluðu Byggingar- og landnámssjóðshús eru vand- ræða hús, óeinangraður sements- og malarklettur, sem vont er að afmá, en verður að fara. Víða ná þessi vandræði í bygginga- málum inn í bæina. Skipulags- leysið, handahófið og þó kann- ske ekki sízt varanleiki óskapn- aðarins, verður erfingjunum þungt hlass að velta. Nú mun runnin upp öld nýrra byggingar- efna, létt og þæg efni, sem von- andi verða sniðin að hæfi tíma síns og tilgangs. En við eigum þá afsökun, að vera byrjendur, brautryðjendur. Við áttum ekki annað að byggja úr. En við hefðum án efa getað gert það af meiri hagsýni og smekk. En við megum muna foreldr- unum þeirra ofurmannlegu átök til uppbyggingar. Við megum hlessa landið, sem gerði það mögulegt að byggja hér upp fagurt mannlíf. Okkur ber að halda svo fram sem horfir í framkvæmdum, en það er heilög skylda að vernda þetta allt fyrir innlendum og erlendum ráns- höndum. Landið er fyrir okkur öll. Það, sem hefur verið gert og það sem verður gert er eign okkar allra. En heiðurskransinn skal lagð- ur um háls þeirrar kynslóðar, sem leysti landið úr fjötrum ný- lenduvalds, sem byggði það upp af þvílíkri bjartsýni og lífsorku, og gaf okkur það allt án ann- arrar endurkröfu en halda því verki áfram og varðveita það. Traðkað ó hugsjón Þegar feður okkar lifðu þá sigurstund 1918, að sambands- lögin gengu í gildi, stóðu þeir á sjónarhól, er af sá bæði til for- tíðar og framtíðar. En bar okkur afkomendum ekki að heiðra af- rek þessara manna og virða þau höfuðatriði, er þeir bundu í þennan samning? Ein merkasta grein sambandslaganna er 19. gr. undir VII. kafla: Danmörk tilkynnir erlendum ríkjum, að hún samkvæmt efni þessara sam- bandslaga hafi viðurkennt Íst land fullvalda ríki, og tilkynnir jajnjramt, að lsland lýsi yfir ÆVARANDI HLUTLEYSI sínu og að j)að hafi engan gunnfána. Þessa mikilvægu grein höfum við forsmáð og eiga þar hinir ólíklegustu nútímamenn hlut í. Hér höfum við traðkað á göf- ugri hugsjón þeirra feðra, er leiddu til sigurs frelsisbaráttu þjóðar sinnar. Þeir áttu þó ann- að skilið og hugsjónir þeirra, en við gerðum þær að fánýtu papp- írsgagni. Enda mun okkur hefn- ast grimmilega og er dagur hefndarinnar þegar á lofti. Það vildi ég, að ný pólitísk samtök vildu taka sér fyrir hend- ur að endurvekja þessa hugsjón og berjast fyrir framgang.i henn- ar. Þá yrði þveginn Ijótur kokk- húslykill af ásjónu föðurverr- unga. Þjóðmenningin Annað verkefni heiðarlegra, leiðandi þjóðfélagssamtaka er að gera sér grein fyrir, að ís- lendingar hafa skapað í landi sínu rótgróna, þjóðlega menn- ingu. Þessi menning er sérþróuð og sjálfstæð fyrir okkur og hana ber að varðveita og efla. Bak- hjall hennar eru bókmenntir þjóðarinnar fornar og nýjar. Á því eina sv.iði megum við og eig- um að vera íhaldssamir, því þjóðmenning okkar fornhelg er sá grunnur, sem við hljótum að byggja á ef við eigum skilið að vera sjálfstæð þjóð. Til varðveizlu þjóðmenningar heyrir, að varðveita fornar hefð- ir, forna muni, sagnir og siði. Einnig að varast og v.inna á móti innflæði erlendra áhrifa, sem geta haft afmennandi áhrif og sækja á hin fornu vígi þjóðmenn- ingarinnar. Er þá fyrst að nefna: erlenda hersetu og áhrifavald hennar t. d. sjónvarp hersins, erlenda fjárfestingu og vinnuafl, erlend sorprit, kvikmyndir af lægri gráðum og alls konar áróðursrit erlendra velda, sem mjög er þrengt upp á okkur. Þessar.i þjóð ber að vera hún sjálf fyrst og fremst en ekki eitt- hvað alþjóðlegt viðundur. Haldi hún vöku sinni mun hún einhvers virt af öðrum, annars ekki. Við eigum að læra af öðrum hið bezta, en ekki gerast apar alls. Þegar neyðin er stærsf Islendingar eru viðbragðs- fljótir til hjálpar ef til þeirra er leitað í neyð og það er ótalið fjármagn, sem við fórnum í alls konar safnanir og styrktarstarf, misjafnlega þarflegt. En það, sem ég vildi þakka nú, er hinar góðu viðtökur, sem hjálparbeiðnin vegna blindu barnanna fékk. Fjárhagshlið þess máls mun nú tryggð, hvað sem læknavísindin geta svo gert. Þess má geta, að hingað hafa borizt hvorki meira né minna en rúmar 12 þúsund krónur frá hinu fámenna eyríki Hrísey, til blindu barnanna, er það einstakt framtak og velvild. En nú er hafin önnur fjársöfn- un. Vestfirðingar vilja reyna að hlaupa undir bagga með því fólki, sem missti sína í hinum hörmulegu sjóslysum á Flateyri vestur. Það er að vísu aldrei hægt að bæta slík svöðusár, sem einstaklingar og hreppsfélag Qull í tá Okkar ágæti eldhugi og bar- áttumaður, Jón Rafnsson í Tjarnargötu 20, Rvík, sendi blaðinu árgjaldið og lét fylgja þessar bráðskemmtilegu vísur. Skilja má fyrr en skellur í tönn- um. Um leið og ég þakka Jóni vís- urnar skora ég á hann að láta hér ekki staðar numið. Það kemst mikið gull í þessa tá og það rennur ekki í vasa einka- auðvaldsins, það gull, heldur er því dreift milli hinnar elskulegu alþýðu íslands. Koma hér vísur Jóns: Legg ég þetta umslag í aura fyrir gamalt blað, einkanlega þó af því: það er rautt á einum stað. Enrifremur: Þinggjold Innheimta þinggjalda stendur nú yfir og eru gjaldendur minntir á að greiða þau skilvíslega. Skr.ifstofan verður opin á mánudögum fyrst um sinn til kl. 7 að kvöldi, til þess að auðvelda mönnum skil þeirra. Bæjarfógetinn Akureyri, sýslumaður Eyjafjarðarsýslu. Hjartanlega þökkum við öllum nœr og f jœr, sem glöddu okkur á gullbrúðkaupsdaginn. AÐALBJÖRG HELGADÓTTIR, JÓHANN JÓNSSON, Krabbastíg 1, Akureyri. hlutu þar, en samhjálp lands- manna á sviði fjármála til hinna eftirlifandi, er meir en fé til nauðþurfta. Það er samúðarvott- ur, Iilýtt handtak. Enginn veit hverjir verða dæmdir til að standa í sporum syrgjendanna á Flateyri. Við höfum nálæga minningu hér við Eyjafjörð frá páskaveðrinu mikla í hittiðfyrra. Svo er það annað mál, hvort sameignarsjóður landsmanna, Ríkissjóðurinn, á ekki að taka algildari og sjálfsagðari hjálpar- hlut í öllum slíkum neyðartilfell- um. En nóg um það nú. Heyra vil ég „Skrjáf í skræðum“, skoða vil ég „Gull í tá“, annað vil ég ekki ræða’ um utan það, sem veit að fræðum og vísukornið aftan á. En sem ég skrifa þetta, les af vélinni Rögnvaldur Rögnvalds- son og biður mig að senda Jóni þessar þakkir: Rafnsson glósur ritar nú, rímar hrós um náinn: Rann að ósi Rússatrú, rauðu ljósin dáin. Þá hafa okkur borizt tvær stökur frá „Bæjarbúa“. — Eftir lestur Verkamannsins 13. þ. m.: Þekkar listir þróast hér, þær er sízt má glata. Húmoristi Emtil er allra fyrstur krata. Eftir lestur „Laust og fast“ í Alþýðumanninum 12. þ. m.: Um starfið sóttu tveir merkir menn, mæddir af hvers kyns ati. Bakveikir voru báðir, en barasta annar krati. H. H. sendir gangnavísu: Eins og krakki ég hef hlakk- að til flakks í göngum. Fyrst ég hnakkinn hef og Blakk held ég smakki á föngum. Nafnagáta ennþá. í þessari leynast 12 kvennanöfn: Ein er kennd við Unnarslóð, önnur jafnan leynist, þriðja er dísin dýr og góð, dugleg fjórða reynist, fimmta er kennd við styrk og stríð, stormur sjöttu hreykir, sjöunda er björt og blíð beztu ljósin kveikir, áttunda á grundu grær, grasasafnið prýðir, níunda við heimi hlær henni unna Iýðir, tíunda er björt á brá, blessun líka hlýtur, ellefta er grimm og grá, geisla tólfta lítur. Ráðningar á bls. 4. 2) Verkamaðurinn Föstudagur 20. nóvember 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.