Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.12.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 04.12.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn DAVIÐSSTOFA Bæj arstj órn Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum á þriðju- daginn uppkast að kaupsamn- GLÆSIIEGT HAPPDRÆTTIALÞYDUBANDALAGSINS Sala miða er hafin. — Fyrsti útdráttnr vinninga 24. des. nk. Á kjördæmisþingi Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjör- dæmi eystra, sem haldið var á Akureyri hinn 1. nóvember sl., var stjórn kjördæmisráðsins og fjármálanefnd falið að gangast fyrir myndarlegu happdrætti með það fyrir augum að tryggja nægjanlegt fjármagn til starf- seminnar, bæði almennrar starf- semi kjördæmisráðsins og útgáfu Verkamannsins. Ef Alþýðu- bandalagið á að geta starfað af þeim þrótti, sem félagsmenn og stuðningsmenn þess óska eftir, er nauðsyn, að það hafi nokkur fjárráð til fundahalda og er.ind- rekstrar. Sömuleiðis er knýj- andi nauðsyn á fjáröflun fyrir Verkamanninn, svo að hægt sé að gefa blaðið út reglulega í fullri stærð og vanda til þess eftir föngum. Að undanförnu hefur Idaðið oftlega aðeins ver- ið fjórar eða sex síður og þá um leið lélegra málgagn en æski legt væri. Ástæðan til þessa er einungis sú, að ekki hefur verið unnt að koma út stærra blaði sökum fjárskorts, en úr þessu verður að bæta. Happdrættið Nú hefur áðurnefnt happ- drætti verið undirhúið, og dreif- Fjorhitun Ingólfur Arnason, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, flutti eftirfar- andi tillögu í bæjarstjórn Akureyrar 1. des. sl.: „Bæjarstjórn Akureyrar felur bæj arverkfræðingi og rafveitustjóra að athuga möguleika ó því, oð fjar- hitun verði sett i nýja ibúðarhverf- ið veston Mýravegar. Stefnt verði að því að nota af- gangs-raforku og svartolíu til hit- unar, þar til jarðvarmi verður til- tækur." Þessi tillaga var samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Hinn góði órongur, sem nóðst hef ur við borunina ó Laugalandi, lyftir undir þær vonir manna, að hita- veita verði innan skamms tima að raunveruleika hér ó Akureyri og því þurfum við strax oð hefja undir- búning og framkvæmdir í þeim íbúðahverfum, sem byggð verða ó næstunni. ing og sala miðanna er hafin. Hafa miðar nú í vikunni verið sendir til fjölmargra einstakl- inga víðsvegar um kjördæmið, og er það von kjördæmisstjórn- arinnar, að þeir bregðist vel við og vinni hver og einn eftir beztu getu að því, að árangur þessa happdrættis verði sem allra bezt- ur, og helzt það góður, að ekki þurfi strax aftur að fara af stað með nýja fjáröflun. Aðalvinningur í happdrættinu er Trabant-bifreið eða húsgögn að eig.in vali fyrir 80 þúsund kr. Auk þess eru 150 aukavinningar og verður dregið um þá í þrennu lagi meðan á sölutímabilinu stendur, en útdráttur aðalvinn- ings verður 1. ágúst næsta ár. Sömu miðarnir gilda við alla út- drættina og gefa því vinnings- möguleika í hvert skipti. Fyrsti útdráttur aukav.inninga verður 24. þessa mánaðar. Þá verða dregnir út 15 vinningsmið ar, sem gefa heimild til vöruút- tektar fyrir kr. 1.000.00 hver og 35 miðar, sem veita heimild til vöruúttektar fyrir kr. 500.00 hver. — Síðan verður aftur dreg ið um 50 aukavinninga hinn 1. apríl n.k. og loks 50 aukavinn- inga 1. júní. En aðalvinningur- inn verður, sem áður segir, dreg inn út 1. ágúst og þar með lýk- ur happdrættinu. Það gefur mesta mögu- leika að kaupa miða strax Augljóst er, að það gefur mesta vinningsmöguleika að kaupa miða í happdrættinu strax eða fyrir fyrsta útdrátt, þar sem sömu miðarnir gilda í öll skipt- Einnig vill kjördæmisstjórnin vekja athygli allra stuðnings- manna Alþýðubandalagsins á þeirri nauðsyn, að happdrættið skili nú þegar í fyrsta áfanga nokkrum arði, svo að hægt sé að halda nauðsynlegu starfi uppi í vetur. Alþýðubandalagið er vax- andi flokkur og ærin þörf fyrir vaxandi starf. Verum samtaka um að nó góðum órangri. — Þetta er stærsta happ- drætti, sem efnt hefur verið til í þessu kjör- dæmi. Árangur af því þarf að verða glæsileg- ur. Eflum og styrkjum Alþýðubandalagið og mólgagn þess, Verka- manninn. Iðja segir upp samningum Á félagsfundi í Iðju, félagi verksmiðjufólks, sl. laugardag, var samþykkt að segja upp nú- gildandi kaup- og kjarasamning- um, en eins og kunnugt er samdi Iðja í desember sl. til eins árs og rennur því samningstíminn út nú um áramótin. Iðja átti ekki að.ild að því samkomulagi, sem gert var á sl. sumri milli verkalýðssamtak- anna, vinnuveitenda og ríkis- stjórnarinnar. Hins vegar gerði Iðja bráða- birgða samkomulag við vinnu- veitendur iðnaðarins hér á Ak- ureyri um 5.4% launahækkun frá 1. júlí sl. Var það samkomu- lag gert, þrátt fyrir það, að það var skoðun Iðju, að umrædd hækkun svaraði engan veginn til þeirra launabreytinga, sem fól- ust í samningum hinna almennu verkalýðsfélaga, en gat þá ekki náð meiru fram. Nú mun félag- ið hafa í huga að ná fram ýms- um lagfæringum á samningun- um til hagsbóta fyrir iðnverka- fólk. Á fundinum voru eftirfarandi ályktanir gerðar: „Almennur fundur haldinn í Iðju, félagi verksmiðj ufólks á Akureyri, 28. nóvember 1964, lýsir yfir andstöðu sinni við nú- gildandi útsvars- og skattalög, og telur, að þau séu í mörgum efnum mjög ranglát. Skorar því fundurinn á Alþingi og ríkis- stjórn að breyta lögunum á þann veg að m. a. persónufrádráttur verði stórhækkaður, bæði varð- andi álag útsvars og skatta, og tekið verði að öðru leyti meira tillit til ástæðna og efnahags gjaldendanna en nú er gert.“ „Almennur fundur haldinn í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, laugardaginn 28. nóv. 1964, mótmælir fyrirhugaðri hækkun á fasteignaskatti. Sér- staklega bendir fundurin á rang læti þess að hækka fasteigna- skatt á íbúðarhúsnæði, sem not- að er til eigin þarfa. Ennfremur vill fundurinn benda á þá stað- reynd, að hækkun fasteigna- skatts fer út í verðlagið og lend- ir á herðum launþegans fyrr eða síðar. Ber að fara aðra leið ef stöðva skal dýrtíðina.“ Páll Zophoníasson, fyrrum al- þingismaður og búnaðarmála- stjóri, lézt 1. des. sl., 78 ára að aldri. Með honum er fallinn í val- inn sérstæður og heilsteyptur persónuleiki og áberandi maður í íslenzku þjóðlífi um áratugi. Hann gengdi fjölda trúnaðar- starfa um æfina og sinnti hverju og einu af einlægni og alúð. — Hann var maður sjálfstæður í skoðunum og lét ekki hlut sinn fyrir neinum, en var þó manna ingi, sem erfingjar þjóðskáldsins Davíðs Stefánssonar og bæjar- stjórn hafa gert sín á milli um kaup bæjarins á bókasafni skáldsins fyr.ir fullt markaðs- verð, kr. 2.824.000.00, sem grejð ist fyrir 10. janúar 1965, að hálfu í peningum en að hálfu með 10 jafnháum handhafa- skuldabréfum. Skuldabréf þessi greiðast að fullu á næstu 5 árum með jöfnum árlegum afborgun- um og bera hæstu gildandi út- lánsvexti banka á hverjum tíma. I kaupbæti fékk bærinn hús- muni hins látna þjóðskálds. Ákveðið er, að í nýju Amts- bókasafnsbyggingunni verði þess um munum komið fyrir til minn ingar um skáldið. — I. Á. Póstor ti sími tpn við Hofoorstrieti I morgun voru bréfapóststof- an og afgreiðsla landssímans opnuð á ný á sama stað og áður var í húsi Pósts og síma. Frá því í vor hafa staðið yfir gagngerðar breytingar á innrétt- ingu neðstu hæðar hússins, og áðurnefndar afgreiðslur verið á hrakhólum. En nú hafa þær feng ið hið vistlegasta húsnæði og mjög bætta aðstöðu. Þá eru komin ný pósthólf og til muna fleiri en áður voru. Eru þau staðsett, þar sem áður var bögglaafgreiðslan. Símanúmerin hækka Símastjórinn auglýsir hér í blaðinu í dag, að frá og með miðnætti aðfaranótt sunnudags verði tölustafnum einn bætt fram an við öll símanúmer á Akur- eyri. Verða þau þá fimm stafa. Þá verður t. d. símanúmer Verka mannsins eftir helgina ekki 1516 eins og verið hefur, heldur 11516. Páll Zophouíassion látinn vinsælastur. Enginn maður mun hafa haft aðra eins þekkingu á íslenzkum landbúnaði og hann. Páll var góður liðsmaður flokks síns, Framsóknarflokks- ins, en lét þó ekki flokksaga segja sér fyrir verkum, ef hann hafði sjálfur aðra skoðun. Þann ig hafði hann t. d. margsinnis sérstöðu í hernáms- og herstöðva málum, er þau komu fyrir Al- þingi, og var einlægur hernáms- andstæðingur. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ svo vel hafi fjérméloróðherr- onum gengið að drago fé út úr bönkum, að hann hafi ó- kveðið að draga 25 milljónir í viðbót. AÐ þetta sé gert vegna margra óskorano stórgróðamanna, er orðnir séu í vandræðum að fela peningana. AÐ Eyþóri i Lindu sé ekki rótt vegna óforma ríkisstjórnarinn- ar um óheftan innflutning sæl gætis. AÐ hann beiti sér mjög að þvi, oð fó vini sino til oð hætta við þessa fyrirætlan.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.