Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.12.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 04.12.1964, Blaðsíða 5
Hér ó eftir fer ræða, er Ingólf- ur Arnason, bæjarfulltrúi, flutti ó fundi bæjarstjórnar Akureyrar 10. nóv. sl., er rætt var þar um virkj- unarmól og staðsetningu hugsan- legror aiuminiumverksmiðju. Milli— fyrirsagnir eru blaðsins: „ÞaS er talið, að virkjanlegt vatnsafl hér á landi sé um 4000 MW og að það dugi okkur til aldamótaársins 2000. Þá er mið- að við eðlilega þróun, sem skap- ast af fólksfjölgun og aukinni orkuþörf þjóðarinnar, en ekki af neinum aðskotadýrum, eins og erlendri stóriðju. Aðeins byrjunin Þessi verksmiðja, sem hér er rætt um, er ekkert einstakt fyr- irbrigði, því okkur er lofað, að þetta sé einungis upphafið, sem sagt bara litli fingurinn, sem við réttum nú fram. Eg veit, að einhverjir ykkar, góðir bæjarfulltrúar, efast um rættmæti þessarra fullyrðinga. Þess vegna vil ég með leyfi for- seta vitna hér í orð Jóhannesar Nordals bankastjóra þar um. Hann segir: „Hins vegar megum við var- ast að líta á slíkt fyrirtæki, t. d. Búrfellsvirkjun, sem lokamarkið. Fyrir íslenzkan þjóðarbúskap hefur stóriðja því aðeins veru- lega þýðingu, að unnt verði að halda áfram að byggja nýjar virkjanir jafnt og þétt á kom- andi áratugum. Fyrstu virkjun- ina þarf því að skoða með upp- haf nýrrar þróunar fyrir aug- ___ (6 um. Einnig vil ég vitna í ræðu Jónasar Haralz hagfræðings, með leyfi forseta. Hann segir: „Sé hins vegar einu sinni farið inn á þessa braut, þá er senni- legt, að einnig verði haldið á- fram á henni. Hér verður því gert ráð fyrir, að um það leyti, sem bygging orkuversins og al- uminiumverksmiðjunnar væri lokið, hæfist bygging nýs orku- vers og nýrrar verksmiðju af sömu stærð og þeirrar fyrri.“ Þar höfum við það svart á hvítu, og ég spyr: Hafa bæjar- fulltrúar gert sér grein fyrir, hve þetta er mikið alvörumál? Allar samþykktir, sem gerðar verða á annan veg en þann að vara ráðamenn þjóðarinnar við þessu glæfraspili, verða okkur til minnkunar. Verður orkan ódýrari? Það er fyrirsjáanlegt, að það að binda saman þessar áætlan- ir um erlenda stóriðju og virkj- un til að mæta eðlilegri raf- orkuþörf landsmanna, hefur þeg ar skaðað okkur, og v.ið eigum þó eftir að verða áþreifanlegar varir við það. En okkur er samt Ingrólfur Arnason: STÓRIÐ sagt, að allt sé þetta gert til þess að við fáum ódýra raforku til iðnaðar og annarra nota. En ég sé ekki, þó að svo væri, ann- að en að það sé fyrirhugað, að það verði einungis Sunnlending- ar, sem eiga að njóta þeirra gæða. Og, með leyfi forseta, vil ég vitna í orð Jóhannesar Nor- dals til að sanna mitt mál. Hann segir: „I þessu sambandi get ég ekki stillt mig um að vara við þeirri hættu, að þessi fjármagns- myndun verði látin ganga til að greiða halla á öðrum hlutum raf- magnskerfisins eða til verðjöfn- unar.“ Þessi orð voru sögð fyrir tveimur árum, en það getur ver- ið, að nú telji ráðamennirnir rétt að hafa okkur Akureyringa góða og leyfa okkur að vera með, með nokkurs konar ómaga- stimpil. A. m. k. bendir frum- varpið um Landsvirkjun til þess. Eg vil sérstaklega benda Fram sóknarmönnum á þetta, ef þeir hafa verið svo saklausir í sinni að halda, að stóriðjuplönin væru fram komin til að auka jafnvægi í byggð landsins. Oft hefur það heyrzt að und- anförnu úr herbúðum stóriðju- sinna, að einungis með stórvirkj un, sem þeir kalla svo, og stór- iðju í sambandi við hana, væri hægt að virkja vatnsafl á viðun- andi verði. Við skulum aðeins íhuga þetta nánar. Það er reiknað með, að Búr- fellsvirkjun kosti um 1100 millj. króna og aflið verð.i um 100MW, sem á að skiptast jafnt á milli hins innlenda markaðar og hinn ar erlendu stóriðju. Ef við reikn- um með 10% sem árlegum kostn aði, sem venja er, þá er hann 110 millj. kr. Og ef við reiknum með 7000 klst. nýtingu, þá verð- ur framleiðslan um 700 millj. kWst, og ef við deilum þessum fjölda kWst upp í árlegan kostn- að, þá fáum við útkomu, sem er verð á framleiddri kWst. Og hér verður það 14,3 aurar/kWst. Við þetta er eftir að Ieggja kostn- að af varastöð og flutningsvirkj - um, sem áreiðanlega hækkar raf- orkuverðið um 1.5—2 aura hverja kWst. Þannig að verð hverrar kWst verður um 16 aura. — Það má víst enginn efast um, að þessar áætlanir séu réttar, því þær eru gerðar af amerískum verkfræðingum og hafa kostað stórfé. En ég fullyrði, að þegar liggja fyrir virkj anaáætlanir, sem eru sambærilegar við Búrfellsvirkj - un. En þó við jafnvel reiknuðum með, að Þjórsárv.irkjunin við Búrfell gæfi okkur ódýrari raf- Ingólfur Árnason orku en aðrir möguleikar, t. d. 2 aurum ódýrari, þá skulum við til gamans reikna út, hvaða strik það gerði í þjóðarbúskapinn. Þessi 50 MW, sem koma eiga í hlut landsmanna, gefa 310 millj. kWst á ári með 6300 klst. nýtingu. Og 310 millj. sinnum 0.02 gera 6.2 millj. kr. Þetta eru sem sagt heilar 6,2 milljónir eða eins og eitt meðal síldveiðiskip fiskar að verðmæti til á einni síldarvertíð. Og þess- ar krónur eiga að réttlæta það, að við fjárfestum 500 milljónir við Búrfell í þágu erlends auð- hrings og ráðstöfum umtals- verðum hluta þess vatnsafls, sem við ráðum yfir. Ef þessar 500 milljónir liggja á lausu erlendis og innanlands, þá efast víst fáir um, að auðvelt væri að ráðstafa þeim á skyn- samlegri máta en þennan og það til þeirra atvinnugreina, sem við þekkjum og ráðum yfir. En það eru ekki einungis þessir útreikningar mínir, sem valda því, að maður er furðu lostinn yfir því, hvað hagfræð- ingarnir hafa látið heillast af þessum stóriðjuplönum, því þeir hafa sjálfir reiknað, og komizt að þeirri niðurstöðu, að virkj- unin væri nú ekki glæsilegt fyrir- tæki. Því eftir útreikningum Jó- hannesar Nordals á hún ekki að gefa nema 7,9% af stofnkostn- aði í arð á ári, og það eru varla útlánsvextir. Ég vil, með leyfi forseta, vitna orðrétt í ræðu bankastjórans, sem inni'heldur þetta: „Niðurstaðan á 10. töflu er, að heildararðgjöf virkjunar- J A innar sé 7,9%. Þetta eru ekki að vísu mjög háir vextir, en með til- liti til þess, að gert er ráð fyrir stöðugu verðlagi í dæminu og að hér er um að ræða sérstak- lega áhættulitlar framkvæmdir, sem eru þar að auki undirstaða þróunar annars atvinnuvegar, verður þessi arðgjöf að teljast viðunandi. Þó er vafasamt, að hægt sé að telja hana nógu góða, ef eingöngu væri um'eigið fé Islendinga að ræða.“ Við erum alltaf að reikna með 10% í árlegan óumflýjanlegan kostnað, en eftir þessu virðast það óþarfa „flottheit“, en það eiga sjálfsagt að gilda aðrar reglur sunnan fjalla. Og það er talin sveitamennska og ábyrgð- arleysi að reikna með hækkandi verðlagi, en samt freistaðist bankastj órinn til þess. Nei, það er öruggt, að kan- inn myndi kalla þetta monkí- bisness. Gjaldeyristekjur verða litlar En hvað um aluminiumverk- smiðjuna? Verður hún ekki lyftistöng fyrir útflutning okkar, og höfum við ekki nóg vinnuafl, sem við getum látið erlendum auðhring í té? Því hefur nú í rauninni aldrei verið haldið fram af fylgismönn- um stór.iðjunnar, að við hefðum nokkurn efnahagslegan ávinn- ing af þessari fyrstu verksmiðju, því gjaldeyristekjur verða ó- verulegar, miðað við tilkostnað og tilburði, 120 millj. kr. á ári. Þessa tölu hef ég eftir þeim upp- lýsingum, sem fram komu í við- ræðuþætti í útvarpinu nýlega. Fyrir 500 milljónir getum við byggt eða látið byggja 30 fúll- komin 300—400 tonna fiskiskip, og það er algengt, að þessi skip fiski fyrir 10—15 millj. á ári eða samtals fyrir 300—450 milljónir, og þessa tölu megum við margfalda með a. m. k. fjór- um til að fá verðmæti afurðanna til útflutnings, og gerir það þá 1200—1800 milljónir í hálfunn- um útflutningsvörum. Og þetta er hægt að gera án þess að fjár- festa svo nokkru nemi í vinnslu- stöðvum í landi, því þær eru fyrir hendi, lítið nýttar, en að sjálfsögðu yrði að skipuleggja hráefnisflutninga af miðunum til þeirra vinnslustöðva, sem fjær þeim liggja. En þetta tek ég með aðeins til að sýna ykkur, að sem gj aldeyrislind yrði þessi verk- smiðja lítils virði og stenst eng- an veginn sj ávarútvegi snúning. Búrfellsvirkjun verður ekki samkeppnisfær En ef við snúum okkur aftur að Búrfellsvirkjuninni, og athug- um nú hvort hún er ekki sam- " keppnisfær á heimsmarkaði, og þá ætla ég að taka Noreg til samanburðar, því ég hef tölur yfir raforkuverð þar í landi til aluminiumvinnslu. Þar er verðið frá 0.84—-1.8 aurar norskir hver kWst, og ef við umreiknum þetta í íslenzka aura verður það 6— 12,5 aurar. Sem sagt: Búrfells- virkjun getur ekki keppt við norskar virkjanir. En sjálfsagt er hægt að selja auðhringum orkuna undir kostnaðarverði og láta landsbúa greiða þeim mun hærra orkuverð. Og ef v.ið förum til annarra þeirra landa, sem bjóða orku fala til aluminiumvinnslu, verð- ur samanburðurinn enn óhag- stæðari, því nú eru virkjanir í byggingu og undirbúningi bæði í Kongo og víðar í Afríku, sem munu framleiða orku á 3—5 aura kWst, eða jafnvel á enn lægra verði. Nú skulum við ræða, hvort æskilegt sé að fá þessa verk- smiðju hingað í baainn eða næsta nágrenni hans, sem ég í rauninni tel að sé tómt mál að tala um. En við skulum láta svo. að tekið yrði tillit til óska okkar í því efni. Hver yrði ávinningurinn ? Verksmiðjan skapar vinnu og aðstreymi vinnuafls. Jú, það er rétt. En við getum á annan hátt mætt þeirri atvinnuþörf, sem vöxtur bæjarins útheimtir. Og ég er þess fullviss, að staðsetn- ing aluminiumverksmiðju hér í bænum eða næsta nágrenni hans væri glapræði, bæði vegna eitr- unarhættu og glundroða, sem bygging hennar mundi valda, því bygging slíkrar verksmiðju er geysilega mannfrek, en eftir að hún er byggð krefst hún ekki nema 2—300 manna starfsliðs. Ekki þurfum við að búast við miklum útsvarstekjum úr hendi eigenda hennar, því reynsla Norðmanna er sú, að skatta- og útsvarstekjur eru rýrar af slík- um verksmiðjum, og það þó að erlendir auðhringar eigi ekki nema hluta í þeim, þvi auðvelt er að hagræða veiði báxítsins og fullunnins aluminiums, því sami aðilinn er seljandi og kaupandi í báðum tilfellum. Virkjum Laxá En fáum við þá ekki fyrir- hafnarlítið raforku á vægu verði, ef verksmiðjan verður staðsett Framh. á bls. 6. Föstudogur 4. desember 1964. Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.