Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.12.1964, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 04.12.1964, Blaðsíða 6
STÓ RIÐJ A Framh. af 5. síðu. hér? Jú, fyrirhafnarlítið fengj- um við raforkuna, en það er ekki öruggt, að hún yrði á lágu verði, eða á lægra verði en við getum fengið frá virkjun við Laxá. Núna þessa dagana eru Sig- urður Thoroddsen og Knútur Otterstedt að vinna að áætlun um 11 MW virkjun, sem duga mundi okkur í 8—10 ár. Þeir áætla, að það mannvirki mundi kosta um 155 millj. króna, og orkuverðið hér á Akureyri yrði 17,2 aurar miðað við 90 millj. kWst framleiðslu, og ég held að Sunnlendingar bjóði ekki betur. Eg tel sjálfsagt, að við látum vinna að þessum virkjunarmál- um okkar á þessum grundvelli, og hefjumst síðan handa, þegar undirbúningi er lokið og virkj- um Laxá til okkar þarfa. Hér að framan hef ég gert grein fyrir minni skoðun og ástæðum fyrir því, að ég hef myndað mér hana. Ég mun því greiða atkvæði gegn þeirri til- lögu, sem hér liggur fyrir.“ Til að fyrirbyggja misskilning og til að reyna að fyrirbyggja rangfærslur, hef ég kosið, að þessi ræða mín væri birt hér orðrétt. Ingólfur Árnason. Verkamaðurinn telur rétt að rifja hér upp, hver var tillaga sú, er fyrir bæjarstjórn lá, þegar Ingólfur flutti framanskráða ræðu. Hún var svohljóðandi: „Bæjarstjórn Akureyrar lætur í ljós eindreginn áhuga sinn á því, að næsta stórvirkjun fall- vatns hér á landi verði staðsett á Norðurlandi og bendir í því sambandi á áætlanir þær, sem nú nýlega eru framkomnar um virkjun Laxár. Einnig verði síóriðja, sem stofnað kann að verða til í sam- bandi við orku frá vatnsvirkj un staðsett við Eyjafjörð. Telur bæjarstjórnin, að með slíkri staðsetningu stórvirkjunar og stóriðju væri unnið að jafn- vægi í byggð landsins.“ Bæjarstjórn samþykkti þessa tillögu með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum fulltrúa Alþýðu- bandalagsins, Ingólfur Arnason lét hóka svofellda greinargerð fyrir atkvæði sínu gegn tillög- unni: „Ég er andvígur því, að er- lendum auðhringum sé leyft að stofnsetja hér á landi risa-stór fyrirtœki á íslenzkan mœli- kvarða, og að þeim sé seldur af- notaréttur af stórum hluta þess vatnsafls, sem verður virkjað, og það á lœgra verði en innlendum aðilum stendur til boða. Ég tel, að með slíkri ráðstöf- un séu íslenzk stjórnarvold að 6) Verkamaðurinn skjóta sér undan þeim vanda að byggja upp atvinnulífið á grund- velli þeirra atvinnugreina, sem eru og hafa verið hornsteinar þjóðarbúskaparins. Um staðsetningu aluminium- versins óska ég að taka fram eftirfarandi: Ekki liggur fyrir óyggjandi vissa fyrir því, að hœgt sé að stemma stigu við eitrunaráhrif- um af fluorgasi, sem stafar frá aluminiumverum, og því tel ég óréttlœtanlegt að mœla með stað- setningu slíkrar verksmiðju í miðju eins blómlegasta landbún- aðarhéraðs landsins. Af þeim ástæðum og fleirum er ég andvígur tillögu meirihluta bæjarráðs. En í virkjunarmálum okkar Norðlendinga vísa ég til tillögu, sem ég flutti og var samþykkt í bæjarstjórn fyrir skömmu.“ Tillaga sú, er Ingólfur vísar til í niðurlagi greinargerðar sinn ar og samþykkt var með 9 sam- hljóða atkvæðum í bæjarstjórn í sumar, var svohijóðandi: „Bæjarstjórn Akureyrar vill hér með vekja athygli hæstvirtrar rik- isstjórnar og Alþingis á eftirfar- andi: Bæjarstjórnin telur aðkallandi, að þegar sé gerð heildaróætlun um vatnsaflsvirkjanir landsins og dreif- ingu orkunnar til þeirra staða, sem þörf er ó. Jafnframt bendir bæjar- stjórnin ó, að kostnaðaróætlanir, sem gerðar hafa verið í sambandi við fyrirhugaðar stórvirkjanir, eru ekki að öilu leyti sambærilegar, hvað fullnaðarvirkjun Laxór við- kemur, þar sem kostnaðaróætlanir yfir stórvirkjanir í jökulsónum (við Búrfell og Dettifoss) annars veg- ar og í Laxó hins vegar, hafa ekki verið gerðar af sama aðila. Núverandi Lxórvirkjun er full- nýtt, og verður því öll aukin afl- þörf ó orkuveitusvæði Laxór að byggjast ó diesil-afli, þar til úr verður bætt. Bendir bæjarstjórn því ó, að brýn nauðsyn er ó, að fullnaðar- samanburður verði gerður ó virkj- unarkostnaði Laxór í Þingeyjar- sýslu og jökulsórvirkjananna beggja óður en til endanlegra ókvarðana kemur." Brunatryggingar Vöru Heimilis Innbús Afla Veiðarfæra Glertryggingar Umboðsmaður: Cústaf Jonasson Geislagala 12 (Raf hf.) - Sími 1258 Slrandgala 9 - Sími 1518 TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS .UNDARGATA 9 REYKJAViK SlMI 21260 SÍMNEFNI:SURETY Ný, glæsileg sending af hollenzkum VETRARKÁPUM Verðið mjög hagstætt. Einnig LOÐHÚFUR í mörgum litum. Glæsileg sending af SAMKVÆMISKJÓLUM væntanleg um helgi. VERZLUN B. LAXDAL JÓLATRÉ og GREINAR Sala fer fram eins og áður milli Amaro og Drífu. Hefst hún mánudaginri 14. þ. m. og verður eftir það daglega frá kl. 13 til lokunar sölubúða. — Pöntunum veitt móttaka í síma 1464 daglega eftir kl. 13. Skógræktarfélag Eyfirðinga. Auglýsið í Verkamanninum BÆKUR K V ÖLD V ÖKUÚTGÁFUNN AR 1964 eru valdar jóla- og tækifærisgjafir Endurminningar Bernharðs Stefánssonar, II. bindi. ■— Fyrra bindið kom út fyrir þrem árum og hlaut hina beztu dóma les- enda og gagnrýnenda. í hinu síðara segir frá ævi höfundar- ins frá lýðveldisstofnuninni 1944 og þar til hann verður sjö- tugur að aldri. íslenzkar Ijósmœður, III. bindi. •— í bókinni er minnzt milli 40 og 50 ljósmæðra, og skrifa þær margar þættina sjálfar. Þetta eru sannkallaðar hetjusögur íslenzkra kvenna. Þættirn- ir eru hver öðrum betur skrifaðir. Ovíst er, að fleiri bindi komi í þessu safnriti. Því gleymi ég aldrei, III. hindi. — Frásagnir af eftirminni- legum atburðum eftir 20 höfunda, flesta þjóðkurma, þ. á. m. Bjarna Jónsson vígslubiskup, rithöfunda og skáld (Guðmund Daníelsson, Gunnar Dal, Ragnar Jóhannesson og Sigurð Grímsson) og ýmsa fleiri, sem of langt yrði upp að telja. Vinsældir hinna fyrri hinda í þessu ritsafni urðu miklar, og telja þeir, er lesið hafa hið þriðja, að það standi hinum fyrri sízt að baki. Spyrjið eftir bókum Kvöldvökuútgáfunnar í næstu bókabúð. KVÖLDVÖKUÚTGÁFAN TILKYNNING Nr. 38/1964. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á seida vinnu hjá rafvirkjum: Sveinar Dagv. Kr. 69.30 Kr. Eftirv. 100.15 Næturv. Kr. 120.75 Sveinar m. framh.pr. — 76.25 — 110.15 — 132.85 Fiokksstjórar — 79.70 — 115.15 — 138.85 Flokksstj. m. fr.h.pr. — 86.65 — 125.20 — 150.95 Eftir 2ja ára starf: Sveinar — 72.75 — 104.25 — 126.00 Sveinar m. framhpr. — 80.05 — 114.70 — 138.60 Flokksstjórar — 83.65 — 119.90 — 144.90 Flokksstj. m. fr.h.pr. — 90.95 — 130.30 — 157.50 Eftir 3ja ára starf: Sveinar — 74.50 _ 106.50 — 128.60 Sveinar m. framh.pr. — 81.95 — 117.15 — 141.45 Flokksstjórar — 85.65 — 122.50 — 147.90 Flokksstj. m. fr.h.pr. — 93.10 — 133.15 — 160.75 Söluskattur er ekki innifalinn í verðinu. Reykjavík, 24. nóvember 1964. Verðlagsstjórinn. Föstudagur 4. dcscmber 1964.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.