Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.12.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 16.12.1964, Blaðsíða 5
Punktur á skökkum stað, eftir Jakobínu Sigurðar- dóttur. Útgefandi: Heims kr.ingla. Um þær mundir, sem karikyns höfundar gáfust upp við að skapa raunhæf skáldverk og fóru að grafa upp gamlar tragedíur og glæpamál að velta sér í, eða skrifa æfisögur afa sinna, þá gengu konur fram á ritvöllinn og hófu aktaskrift mikla. Þar af er komið inn í málið: „hinar tíu kellingar." Konur skrifa nú mest an sagnaskáldskap á íslandi og hafa á aðra meðferð en karlkyn. Sögur þeirra fjalla um ástir og aðra rómantík, þar sem allt end- ar vel, en persónur allar af heldra standinu eins og menn v.ilja gjarna vera í lífi sínu. Sennilega hefur . kvenkyn aldrei verið á- nægt með sína raunsæju karl- skrifara, þar sem hinn virki dag- ur rennur svalur upp yfir skeggj- aða eiginmenn og svuntuklædd- ar skýlukellingar. Þær konur, sem nú ráða bókfræði okkar, skrifa um lífið eins og þær hafa gjarna viljað hafa það, og vita að allar konur v.ilja hafa það. Hvaða stúlka vill ekki vera sýslumannsdóttir í hjúkrunar- námi, með fallegan kandídat á hælunum? Hvort það er ekki munur eða þessi vinnulúni vana- þræll, sem þessar elskur þurfa að búa við í raun. En þeirri staðreynd þýðir ekki að neita, að konur hasla sér meir og meir rúm á ritvelli, móta hug nýrrar kynslóðar í gegnum bók, svo sem þær áður gerðu og gera enn í móðurhlutverki áranna. Það var góð mótun og v.issulega affarasælust. Ber okkur þá ekki að lesa bækur þeirra fordæming- arlaust, meta þær réttilega út frá gefnum forsendum og játa, ef svo tekst til, að við gáfumst upp við lítinn orðstý, en þær tóku við? Og samkvæmt sölu- og útlánaskýrslum eru bækur þeirra einmitt eins og lesendur vilja hafa bækur. Hvað eru menn svo að óskapast? Þetta er eins og það á að vera, og hafið þið það. Annars er þetta skrýtinn for- máli fyrir bók Jakobínu. Hún er skáld, sem hafið er yfir grun um lægri hvatir til ritstarfa, svo sem eins og að ætla að vinna sér fyrir þvottavél með róman. Við þekkjum hana sem afburða ljóð- skáld, ákvæðaskáld, valkyrju í ljóði. En þó. — Séu ljóð Jakob- ínu gaumgæfð í heild, ber meir á hinni gæflyndu móður kynslóð anna, ástvin barns og bióms og verndara gamalla og hrjáðra, elskanda heimabyggðar og fóst- urlands. En ekkert er slíkum eðli legra en hart viðbragð, sé ráðist að hinum helgu véum. Verndari lífs má stundum grípa til sverðs gegn lífi. Það verður að reita arfa úr blómabeðinu, nytjajurtin má ekki verða kæfð i illgresi. Og konan á dulvísa vitund um rétt og rangt. Hún þekkir illt frá góðu. Hvernig eru svo þessar smá- sögur skáldkonunnar í Garði, hinnar eilífu heimasætu Horn- stranda? — Góðar sögur, fullar af mildi, vernd, hógværð. Málið er hreint, stíllinn látlaus, boð- skapur.inn að þyrma lífi. Beztar þykja mér tvær fyrstu sögurnar: Þessi blessaða þjóð, þar sem stangast skemmtilega á náttúru- og draumhyggja eldri kynslóðar, gegn traktorsvitund yngri manna. Hún er smákýmin, Jakobína, og hún laumar sínum skoðunum, ádeilum, ofboðlítið lævíslega inn í sögurnar, þó ekki sé háværðin. Ætli við kallarnir fáum ekki grun þar um vissu konunnar um það, hvernig við erum, tilfinningalausir þumbar- ar, órakaðir með vinnuna nær hjarta en sjálfa ástina, nema rétt fyrstu dagana. Hún kann að segja sína meiningu sú stutta, án þess að verða tekin beint á orðinu. Sagan Stella er alvarlegt verk, listræn mynd af sorglegri stað- reynd. Þessum undarlega kalda jökli, sem svo oft leggst á tind eldfjalls ástarinnar í hjónabandi. Þreytan, baslið og hin vonlausa leit að orði, er fái þýtt klakann, sem ytri aðstæður mynda smátt og smátt. „Eru kaldsár örlög þín — eru að vísu líka mín, — að hljóta bæði heyrn og sýn — hjartarím, en vanta málið.“ Sagan Stella er um hyldjúpan,myrkan hyl. Sagan Móðir, kona, meyja, er skopsaga í raun. Kvenfélagskona, nokkurs konar „Rauðsmýrar-madama“, flytur ræðu um konu, eins og gengið aldarfar vildi hafa hana (og eiginmenn vilja enn). Þetta virkar hlálega á nútímamenn og vekur hug til mótmæla, en sag- an væri sterkari, ef það skini ekki í gegn, hvað höfundi þykir málstaður „madömunnar“ fjar- stæður. Annars notar Jakobína gjarna þá aðferð til að túlka sína skoðun, að láta persónur sínar andmæla henni. Þunktur á skökkum stað er á- litleg „byrjanda-bók“, smásaga og ljóð er skylt form. Eg vil ekki að Jakobína leggi ljóðagerð nið- ur. Mér þótti mikið til hennar koma sem ljóðskálds. En hún má sannarlega skrifa sögur með. Hún yrði þá „ellefta kellingin“, og ekki sú versta. k. * Þorsteinn frá Hamri: ■—- Lágnœtti á Kaldadal — (Ijóð). — Heimskringla 1964. Eg skal játa það strax, að ég nýt ekki nútímaljóða eins og hinna. A einhverju árabili, ungur, gerist hugur manns móttækileg- astur og mótanlegastur. Það sem maður drekkur í sig á þeim ár- um stendur þar síðan fast sem það bezta, hafið yfir kritik. Síð- an les maður og les, hrífst eða ekki, en það þarf undra frjálsan hug til að meta og tileinka sér alla samtíðina, ár frá ári, jafn opinn. Maður staðnar. Tíminn heldur áfram háður örum breyt- ingum. Gamalmennið man ljóst atburði æskunnar, þótt gærdag- urinn sé að fullu gleymdur. Ljóðgáfa Þorsteins frá Hamri er ótvíræð. Hann hef ég talið í allra fremstu röð yngri ljóð- skálda. Þessi bók gjörir hvorki að auka þar við eða draga úr. En Þorsteinn á að stuðla og jafnvel ríma, hann gjörir það vel, og ég sé ekki að hann sé stærri án hins „hefðbundna forms“. Þorsteinn er sterkur einstak- lingur. Þó nægir það honum ekki í órímuðu ljóðunum (sem ég vil varla kalla ljóð). Það er verra að segja ákveðið um, eftir hvern „atómljóð“ er en hin. Timi þeirra er víst ekki orðinn nógu langur, svo einstaklingar hafi fengið mótað sér ákveðinn blæ. Þau eru lík innbyrðis. Hér bregður því einnig fyrir, að höf- undur seilist til tízkufyrirbæra, sem enn minnka sérkenni hans, t. d. að brjóta línu (skipta um efni i miðri línu), leita langt eft- ir torræðum orðum og orðasam- böndum, vera dulinn, tvíráður, innhverfur og óhlutrænn. Eg held Þorsteini liggi mikið á hjarta, og mun honum ekki happadrýgst að segja það óhik- að í krafti stundarinnar, án þess að leita endilega eftir einhverj- um tízkubúningi og merkileg- heitum? Nú eru hér mörg ljóð góð, heilbrigð hugsun, fallegar myndir. En heildaráhrif eru ekki sterk. Kannske segði ég annað, ef ég væri 18 ára? Eg veit ekki? Ég leyfi mér að birta sýnishorn af því, sem mér verð- ur hugstæðast við fyrstu lestra: í Ari .(An efa um Ara ]ósefsson). Mikils er vant — en með í för munu augu þín dul og snör þar sem baráttan brýnust er; bera megi hún svip af þér — gustur sem ungur ör og hlýr inní þykknið að bragði snýr kliðar söngva í regnsins raust ryður brautina hlífðarlaust unz í myrkviðnum mannsins vé: moldin bakvið hin dauðu tré finnur í vexti frjómögn sín — félagi, slík er minning þín. Þetta er algerlega óaðfinnan- legur skáldskapur, enda talar hér hjartað, „skynsemin" fer ekkert að minna skáldið á að vera nú svolítið tízkulegri. Þetta fer Þor- steini bezt. Mansöngsvísa. Kynjalegur úr krapahríð kominn er ég að hjala við þig meðan ég næstu nætur bíð; en nú var á sveimi kringum mig mistuv af ösku mold og sjó og mannleg andvörp skulfu þar. Svo þegar skína sólirnar sýni ég þér minn vetrarskóg. Þetta þykja mér skemmtileg ljóð, og það er hægt að segja um mörg fleiri þótt formið sé mér ógeðfelldara. Það er sem sagt mestur hluti í nútímastíl. Ekki flýtir það fyrir skilningi að greinamerkjaskipan er mjög takmörkuð. Kann vera ákaflega fínt, en maður þarf að venjast því lengi. Bókinni er skipt í 7 kafla, án sýnilegra ástæðna. Hún er fallega út gefin og mun flokkast undir betri tegund Ijóðabóka eftir nútímamati. En ég geri aðrar og miklu meiri BÓK FRÁ LEIFTRI. Fullnuminn vestanhafs, eftir Cyril Scott, þýðandi Steinunn S. Briem. — Það hefur stundum þótt nóg um dulfræðibækur á markaði, en ekki þarf að fjarg- viðrast um það í vetur. Þessi tegund bóka er þó sízt á móti mínum hug. Ef til vill er óánægja manna með „dulfræðina“ sprott- in af hugsanaleti, því hún skír- skotar til hugans, og er oftar spök sálarfræði en hindurvitni. Þessi bók um fullnumann vestan- hafs er því kærkomin bók og vil ég ráða áhugamönnum um and- leg mál að eignast hana, en þó ekki síður fyrri hluta hennar, sem kom út sl. ár og hét Fiill- numinn, þýdd af Steinunni. Sú bók er ein af perlum meðal bóka. Hún hafði annars birzt hér áður und.ir nafninu Inn vígði. Þarf nú ekki að fjölyrða um þessa við þá, sem lásu Inn vígði. Betri bók á ég fáa. Annars er réttara að kalla þessar bækur heimspeki- og sið- gæðis-rit. I þeim er engin dul- fræði á algengasta mæli þess orðs. Hér talar maður, sem lengra er kominn til skilnings á mannlegu eðli og ætlan en við eigum að venjast. Öll okkar kreddubundna siðfræði verður að ryki í skoðan hans. Hann veit að maðurinn er í langskólanámi öll sín jarðlíf, hann er hvorki vondur né góður, heldur misjafn- lega þroskaður, misjafnlega langt kominn í skóla jarðvist- anna. Það væri gott fyrir þröng- sýna kredduklerka og fylgjend- ur þeirra að íhuga mótrök hins vitra höfundar. Fordómafyllstu sálir þjóðanna fá hér nöpur orð í eyru. Höfundi er einkar lagið að fletta grímu fáfræðinnar af lögmálum okkar, viðteknum en ekki áunnum, skilningi á lífi og sambúðarskyldum, mati á sönn- um verðmætum og fölskum. Það er ein af höfuð-fölsunum margra svokallaðra trúar- og siðgæðis-postula, að menn eigi að vera grafalvarlegir, jafnvel raunamæddir, þessir ganga gjarna svartklæddir með píslar- vættissvip og halda sig vera að þóknast Guði (gömlum, skeggj- uðum harðstjóra). Hér kemur fram dálítið önnur skoðun eins og á fleiri sviðum. Mönnum ber að ástunda glaðværð, breiða brosið út meðal manna, „guð- irnir“ eru engar grátkellingar, þeir eru einmitt holdguð gleði, annars væru þeir okkur ekki mikið meiri. Kímnin er dyggð, glaðværðin árangur réttrar lífs- skoðunar. En of langt væri að telja upp fleiri dæmi. Bókin er stórkostleg. k. kröfur til Þorsteins frá Hamri en hér er svarað. k. Niinið hoppdrstti fllþýðubandalagsms Verkamaðurinn (5 UM BÆKUR OG MENN Miðvikudagur 16. desember 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.