Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.12.1964, Side 1

Verkamaðurinn - 20.12.1964, Side 1
A myndunum hér á síð- unni sjáum, við tvo af feg- urstu fossum, sem finnanleg- ir eru á okkar ágœta landi. Báða er þá að sjá í Bárðar- dal. Þeir eiga það sameigin- legt með flestum öðrum foss- um, að enginn veit aldui þeirra. Menn vita aðeins, að þeir hafa verið til um þús- undir ára áður en mannfólk tók sér bústað á þessarri eyju. Fossarnir taka sér aldrei hvíld. Hverja stund rennur vatnið og fellur fram af stall- inum, alltaf nýtt og nýtt vatn og þó sama vatnið öld fram af öld. Víst er vatnsmagnið mismunandi mikið og kraft- ur fossanna misjafn frá degi til dags. En þeir eru aUtaf til staðar og alltaf á sínum stað, gegna sama hlutverki, veita vatninu áfram, hraða för þess til sjávar. En er ekki saga fossanna og vatnsins, sem fellur fram af hamrastöllum, spegil- mynd af sögu lífsins yfir- leitt, kannske ekki sízt lífi mannanna? Hvern dag kveðja marg- ir menn þetta líf. Það kvikna ný Líf í stað þeirra, sem slokkna. Börn fœðast í heim- inn, vaxa og verða fulLorð- ið fólk, hugsa, vinna, hryggj ast, gleðjast. Deyja síðan. Mennirnir vekja mismun- andi mikla eftirtekt meðan þeir lifa. Sumir láta mikið að sér kveða í félagsmálum, verða foringjar félaga, flokka og þjóða. Þykja ó- missandi hver á sínum stað. Aðrir hafa haigara um sig, lifa hljóðlátu lífi hins ó- breytta manns. En þegar Dauðinn hefur hrifið menn- ina burtu af vettvangi lífs- ins gleymast þeir fljótt, bœði þeir, sem ómissandi þóttu og hinir liljóðu og hógvœru. Nöjn örfárra geymast þó í sögunni vegna einhverra verka, sem þeim eru bund- in. En sagan endurtekur sig alltaf, og alltaf kemur mað- ur í manns stað. Það sann- ast fljótlega eftir brottjór hvers og eins, að liann var alls ekki svo ómissandi sem menn héldu. Fyrir aðeins rúmu ári síðan voru nöfn tveggja manna oftar nefnd og þekkt- ari en nöfn annarra jarðar- búa, og við þessi nöfn tengdu aðrir menn miklar vonir. Tilvera alls mannkyns og hamingja var jafnvel tal- in undir því komin, að þess- um tveimur mönnum tœkist um langa framtíð að hafa forystu fyr.ir. tveimur meslu. stórveldum jarðarinnar. — Stór hluti íbúa þessa hnatt- Verkamaðurinn ar setti allt sitt traust á K & K, Krustjoff og Kennedy. En á skömmum tíma hafa báðir þessir menn horfið af sjónarsviðinu. Annar var hreinlega drepinn af sam- borgurum sínum, samborgarar hins viku honum til hliðar og gerðu hann valdalausan. — Sarnt er eins og ekkert hafi gerzt. Jörðin heldur áfram að snúast. Nýir menn hafa tekið við forystu hinna valdamiklu þjóða. Nöfn þeirra eru öðrum ekki meira en svo töm í munni ennþá, en vonirnar um góða og friðsamlega sambúð biðu ekki skipbrot þrátt fyrir hvarf foringjanna miklu, sem allir töldu á miðju síðasta ári, að vœru ómissandi. Þeir, sem nejndir eru landnámsmenn íslands voru Asatrúar, og vafalaust liefur þeim þótt sú trú sjálf- sögð og ómissandi. Samt létum við þá trú róa sinn sjó og tókum aðra, trúna á Jesúm Krist. Sú trú hefur nú enzt okkur í 964 ár, en enginn veit enn hvaða ár við kotnum til með að kasta henni fyrir borð. Menn, trúarskoðanir, hagfrœðikenningar. AIU geng- ur sömu götuna. Kviknar, þroskast, lifir og deyr. - Tiiuirskoðanu. eru margar uppi í heiminum í dag. Flestir munu játendur Búddhatrúarinnar vera. En eins og önnur trúarbrögð munu þau líða undir lok. Jafnvel hin mikla kirkja Hallgríms á Skólavörðuhœð verður ekki eilíf sem kirkja Krists. Ekki heldur kirkjan í Skál- holti, Onnur trúarbrögð munu taka við af kirkjunni. Við vitum bara ekki enn hver. Hagfrœðikenningar og stjórnmálaskoðanir eru hverf- ul fyrirbœri kunna einhverjir að segja. Jú, rétt er það, þó kannske ekki hverfulli en trúarskoðanirnar. Höfuðstefnurnar í dag heita kommúnismi og kapi- talismi. Engir hugsandi menn efast lengur um yfir- burði kommúnismans yfir kapitalismann. Þess vegna er lcapitalisminn þegar dauðadœmdur, en við vitum ekki, hversu lengi kommúnisminn kann að lifa, aðeins að liann hverfur eins og aðrar kenningar. Oll trú, ölL hagfrœði, öll lífsspeki manna, er á far- aldsfœti. Ekkert af þessu er sígiU. Senn mun koma sá tími, að kristin trú hefur runnið sitt skeið. Hvað kemur? Það vitum við ekki. Kapitalisminn hefur brátt runnið sitt skeið á enda sem nothœf hagfrœðikenning. Við tekur kommúnism- inn. Hin stóra spurning dagsins er: Hve lengi end- ist hann? Við vitum, að hann varir ekki endalaust fremur en aðrar skoðanir, stefnur og kenningar. En að alltaf taki ný og betri stefna við. Og það vitum við, að vatnið heldur alltaf áfram að renna. Fossarnir hverfa ekki. Og minnumst þess, þú og ég og allir Akureyringar, allar Adams dcetur og syn- ir, að enda þótt foringjar hverfi, trúin gleymist og dauðinn nálgist, þá er ekki þörf og ekki tími fyrir á- hyggjur- Látum því hverjum degi nœgja sína þjáningu. Minn- umst þess, að trúin er ein í dag, önnur á morgun, hag- frœði dagsins hverfur og önnur tekur við. Allt er hverfult og þó hið sama. Karlar og konur kveðja, karlar og konur heiLsa. Gömul trú kveður, ný trú heilsar. Gömul stjórn- vizka verður úrelt og gleym- ist. Ný kenning heilsar og er fagnað af framfarafúsum lýð. Þótt Pétur kveðji og Páll, gengur lífið sinn gang. Þótt Kennedy sé skotinn og Krúst joff kastað burtu, stendur mannkynið eftir, óbrjálað eða svo til. En aðalatriðið vill gleym ast í nið tímans: Mennirnir eru til hver fyrir annan. Hið fyrsta og hið síðasta boð- orð skal vera: Vinn þú að hamingju náunga þíns. Kannske er kenningin í dag kristin trú og kommún- isrni. A morgun kannske önnur trú og annar ismi. Nöfnin skipta ekki öllu máli. Aðalatriðið er, að hver og einn muni, að hann er lítið hjól í stórrri vél. Vélin þarf að ganga til þess að öllum mönnum líði vel, til þess að hver og einn eigi ekki bara hamingjurík jól, held- ur hamingjuríkt líf. Eigum við ekki að taka höndum saman, byggja upp nýtt og betra þjóðfélag í okkar fagra og góða landi, minnug þess, að hvað sem allri trú líður og hvaða stjórnmálaskoðun sem við höfúm, þá er það ekki að- alatriðið, heldur hitt, að gleyma ekki náunganum, gleyma því ekki, að fyrst og síðast ber okkur að muna að gera brœðrum okkar og systrum gott, engum illt, að hamingja alls mannkyns ei undir því komin, að við kunnum og viljum virða hvers annars velferð, að þótt við gleymum Þór og Oðni, Jóhannesi og Kristi, þá munum við eftir þeim, sem lifa, og þeim, sem eiga eftir að lifa. GLEtí1LEG I Ó L ! H AMINGJU 1 965 !

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.