Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.12.1964, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 20.12.1964, Blaðsíða 7
Um fátt hefur skáldunum orðið tíö- ortara en jól, nema það væri þá sjálf ástin. Það er til mikill fjöldi jólakvæða frá öllum öldum, sem við má búast hjá þjóð, sem trúað hefur á Krist í 2000 ár, en áður haldið þessa hátíð ljóssins heilaga í tilefni þess, að sól er aftur snúin til mannheima eftir för sína lengst inn í veröld myrkursins. Við skulum athuga hvað nokkur skáld syngja að jólum: Hin gömlu jól Guðmundur Böðvarsson: Kyssti mig sól. Þó dragi ekkert barn sitt bros í hlé, þó brenni og lýsi upp staðinn gullin smáljós á grænu tré, og grein hver sé aldinhlaðin, þó glitri þar undir á galdramjöll, sem gneistar, tindrar og skín, þó kræst sé á borð, sem í konungshöll, og í krystalli glói vín. Þó stirni á flos og fægða eik, á fáséða muni og valda, og skuggarnir fari í feluleik í fellingum dýrra tjalda, þó hljómi þar söngur — um mann og mey, sé mildi í spurn og svar.i, þó kertin logi, en eyðist ei, þó eimi ekki af neinu skari. Þá ber þó gesturinn hnípinn hug, sem hvarfli honum þrátt í minni stundir löngu liðnar á bug, — því litast hann um þar inn.i og spyr: Hver á þessi æskuföng? hver á þessa jólarós? og spyr: hver á þennan yndissöng? hver á þessi kertaljós? Við munum og geymum með miklum yl þær menjar, án nokkurs skugga, um lítinn torfbæ með lágreist þil og ljós út í hverjum glugga, um baðstofu hlýjunnar blíðuseið sem bræddi af rúðunni klakann, um dýrðlega kvöldið, sem kom og leið, um kerti, sem brann on’í stjakann. Jólakvöld Davíð Stefónsson tró Fagraskógi: Svartar fjaðrir. Nú skal leika á langspilið veika og lífsins minnast í kveld, hjartanu orna við hljóma forna og heilagan jólaeld, meðan norðurljós kvika og blástjörnur blika og boganum mínum ég veld. Ég blundaði hljóður við brjóst þín, móðir sem blómið um lógnættið. þú söngst um mig kvæði; við sungum bæði um sakleysi, ástir og frið. Þú gafst mér þann eld, sem ég ennþá í kveld get ornað hjartanu við. Þú hófst mína sál yfir hégóma og tál og hug mínum lyftir mót sól. JOLABLAD 1964 Þú gafs mér þá þrá, sem ég göfgasta á, og gleði, sem aldrei kól. Ef ég hallaði mér að hjarta þér, var mér hlýtt; þar var alltaf skjól. En útþráin seiddi mig ungan og leiddi á ótroðinn skógarstig. Þrestirnir sungu’, þyrnarnir stungu og þorstinn kvaldi mig; þá græddi það sárin og sefaði tárin að syngja og hugsa um þig. Og nú vil ég syngja og sál mína yngja með söngvum um lágnættið hlj ótt og hvísla í norður ástarorðum, meðan allt er kyrrt og hljótt, og láta mig dreyma um Ijósin heima, sem loga hjá mömmu í nótt. Jól 1936 Jóhannes úr Kötlum: Hart er i heimi. Er jólin líða um breiða byggð með boðskap sinn um gleði og frið, ég hugsa um þessi blessuð börn, er brostu sínu ljósi við og sinni framtíð, fjarri sorg, í fyrra suður í Madridborg. Hve sigurglöð þau sungu þá, og sveinninn, Jesús var þar með, hve litlu hjörtun hlóu dátt, er hoppuðu þau kringum tréð í sakleysingj ans sælu trú; — Hvar syngja þau og hoppa núí I «*, •• •••*•*. a. ■ ■■ Æ, hefurðu ekki heyrt það enn? — Af himnum ofan sprengja féll í hópinn þann — ég heyrði glöggt hinn hræðilega, dimma hvell. Og öll þau hurfu úr lífsins leik: þau leystust upp -— þau urðu að reyk. Nú liggur aðeins rauðleitt ryk, sem reykelsi af Kristí skör, ein lítil, kaþólsk kirkjufórn, og klerkar flytja heilög svör: Ó, þökkum Drottins vísdómsvörn, — hans vilji rakst á þessi börn. Og enn vér höldum heilög jól, — ég horfi í spurn á barnið mitt: Nær rekst þá vísdómsvilji guðs á veslings glaða brjóstið þitt og tætir sundur ögn fyrir ögn? En. enginn svarar. Myrkur. Þögn. Aðfangadagskvöld jóla 1912 Stefón fró Hvífadal: Söngvar förumannsins. Gleð þig, særða sál, lífsins þrautum þyngd. Flutt er munamál. Inn er helgi hringd. Minnstu komu Krists, hér er skuggaskil. Fagna komu Krists, flýt þér tíða til. Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf. Þessi klukknaköll boða ljós og líf. II Heyrið málmsins mál. Lofið guð, sem gaf. Og mín sjúka sál verður hljómahaf. Flutt er orðsins orð, þagna hamarshögg. Yfir stormsins storð fellur drottins dögg. Lægir vonzku vind, slekkur beiskju bál. Teygar lífsins lind mannsins særða sál. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill framhjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf.. Ekkert kyrrt né kalt, öllum frelsi fætt. Kristur elskar allt, sem er hrjáð og hrætt. Gu að jólum Ég er smærri en smár, leita þjáður þín. Lífsins herra hár, græddu meinin mín. Ég er ungur enn, ég er þreyttur þó. Kveikt er bál, ég brenn, gef mér frið og fró. Vann mér tízkan tjón, rauf hinn æðsta eið. Glapti sálarsjón, bar mig langt af leið. Hvílík fingraför. Allt með spotti spillt. Tungan eiturör. Eg fór vegavillt. Innra brennur bál, lífsins dagur-dvín. Ég er syndug sál. Herra, minnstu mín. Jólaklukkur Orn Arnarson: Ur lllgresi. Jólaklukkur kalla hvellum hreim. Hljómar þessir gjalla um allan heim. Ómar þessir berast yfir stærstu höf, upp til jökulfrera, niður í dýpstu gröf. J ólaklukkur kalla, kalla enn, koma biðja alla, alla menn, boða jólafriðinn um flóð og láð: Friður sé með yður og drottins náð. Jólaklukkur kalla: Komið þér; Komið geta ei allir. Því er verr. Marga, marga trylla myrkra tröll. Margir fara villir um eyðifjöll. Jólaklukkur kalla klökkum hreim. Kallið gleður alla, sem rata heim, gremur þá, er trylla hin grimmu tröll, grætir þá, er villast um eyðifjöll. Þótturinn óskar öllum lesendum sínum gleðlegra jóla. VERKAMAÐURINN 7

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.