Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.12.1964, Blaðsíða 19

Verkamaðurinn - 20.12.1964, Blaðsíða 19
SKRJÁF í SKRÆÐUM „SVO þurfti nú, að fara að búast við jólunum. Þá var allt þvegið og sópað hátt og lágt, öll nœrföt þvegin og stundum úr rúmunum líka, og jafnvel mestu sóðarnir brutu venjuna og voru hreinir og þokkalegir. Það var gömul trú hér á landi og er til enn í dag að guð láti koma þýðvindi og þurrk rétt fyrir jólin, til þess að fólk geti þvegið af sér fötin og fengið þau sem fyrst þurr. Þennan þurrk er vant að kalla fátœkraþerri. Þá var og siður víða, og er því fremur nú að fara í kaupstað fyrir jólin. Sumir fengu sér þá á jólakútinn, sem kallað var, til þess að hressa sig um hátíðirnar. (En til hafa verið þeir drykkjumenn, sem ekki hafa smakkað vín á jólanóttina eða jóladaginn). Var þá stundum lagt út í meira en tvísýnt til þess að ná í jóla- hressinguna, og gerðust þá oft í meira lagi kröggur í vetrarferð, ekki sízt ef langt var að fara og ekki fékkst á kútinn fyrr en í annarri sýslu, en tíð var slœm. Gömul venja mun það hafa verið á landi hér, að slátra kind rétt fyrir jólin, til þess að hafa nýtt ket á hátíðinni, kind þessi var kölluð jólaœrin, hvaða kind sem það var. Norðanlands er nú jólaœrin löngu horfin úr tízku og minni manna; á Vestfjörðum var hún að minnsta kosti algeng á 18. öld. Á Rangárvöllum og í efri hluta Árnessýslu var hún enn algeng eflir 1880. Þá var komið að jólunum. Þau voru helgust og mest allra hátíðanna, enda voru þau elzt, og svo gömul, að þau má rekja fram til hinnar elztu og römmustu lieiðni hér á Norðurlöndum og meðal germanskra þjóða. Um Ibað leyli eru allar ófreskjur og illþýði á ferð og gera það illt af sér, sem þœr geta. Tröll og óvœttir gengu þá um, og var það einkum Grýla garnla, sem margir kannast við að fornu fari. Hún er þá á ferð til þess að taka börn, sem eru óþekk og œpa og hrína; hirðir hún þau og hefur til bíslags á jólunum handa sér og karli sínum. Henni kippir þar í kynið við önnur tröll, að þykja mikið til korna að hafa nýtt mannaket á jólunum. Eru margar sagnir um það og sumar framan úr forneskju. Nœgir þar að minna á söguna urn Grelti og kerlinguna í fossinum, sem þurfti að fá sér mann í soðið um hver jól. Hafa svipaðar sagnir haldist við alla þá tíð sem tróllatrúin var viðloða á landi hér. Var því vissara í þá daga að vera ekki úti við eftir dagsetur eða þegar rökkva tók á jólanóttina. Jólin hafa verið og eru enn einhver dýrlegasta hátíð- in á árinu, og er því ekki að undra, þó að margt sé þá á hreyfingu. Einna merkilegastir eru jólasveinarnir. Flestir segja þeir séu 13; byrji þeir að koma 13 dögum fyrir jól, og bœtist svo einn við þangað til 13 eru komnir á sjálfa jólanóttina. Svo fara þeir að tínast burt, þangað til þeir eru horfnir, einn á dag og sá síðasti á þrettánda. Fram að 1770 var þríheilagt á öllum stárhátíðum, en þá var það numið úr lögum. Þegar fjórheilagt varð, ef aðfangadaginn eða fjórða í jólum bar upp á sunnu- dag, hétu það brandajól, ef þríheilagt verður, en branda- jól hin stóru nefndu menn þá hina fornu fjórhelgi, og eins jafnvel, ef Þorláksmessu bar upp á sunnudag.“ Islenzkir Þjóðhættir. Jólin í ár, ’64, verða stóru-brandajól. SVARTKLÆDDA KONAN (Framhald af bls. 17.) Allt hafði þetta gerzt á örskotsstund. — Var það eitthvað fyrir yður? spurði afgreiðslustúlkan mig. — Mig, ha? Nei, þökk fyrir, ég aðeins leit inn svona hinsveginn. Mér varð litið í gluggann. Þeir lágu þarna aliir, steinarnir fögru, einnig rúbíninn pýramídalagaði. Hvað kostar hann þessi rauði? spurði ég, til að segja eitthvað. Hann, já, hann er víst nokkuð dýr, ég skal athuga það. Meðan stúlkan fór inn fyrir til að fá upp verðið á steininum góða, gekk ég út í vorsólina. Eiginlega var erindum mínum lokið í þessum gamaldags bæ. Ég gat strax í dag tekið saman dót mitt og farið. Það yrði þá tveim persónum færra hér á götunni milli skóbúðar Companísins og torgsins. Tveim persónum færra um alla framtíð. OH BÆKUR OG HEHH Liðnir dagar, minningar Jóns St. Melstað. Útgef- andi Siglufjarðarprent- smiðja h.f. Kunnugir menn Jóni Melstað bónda á Hallgilsstöðum hefðu vissulega mátt hlakka til að lesa minningar hans, svo hress sem hann ætíð var í anda og málreif- ur, enda lifað athafnasömu lífi frá æsku. Það er einnig rétt að taka það fram, að þetta er mjög læsileg bók, svo langt sem hún nær. En satt að segja er þetta ekki ævisaga í venjulegum skiln- ingi, öllu fremur minnispunktar að hinni virkilegu sögu. Hér er farið mjög hratt yfir og stiklað á stóru, en það er alveg prýði- legt, það sem það er. Ævintýri Jóns hefjast snemma. Gaman er að kaflanum um veru hans á Klömbrum hjá Júlíusi lækni og uppeldi þar. Einnig er það tilbreytilegra en venjuleg ís- lenzk ævisaga, að þessi sigldi ut- an sér til uppfræðslu og kynntist mörgu skemmtilegu þar. Þátturinn um dvöl höfundar á Akureyr.i er sérkennilegur, vegna þeirrar atvinnu, sem hann valdi sér þar, þ. e. akstur með hestvagni. Bygging Fnjóskárbrú- ar og vetrarferðir á landi til Reykjavíkur, allt er þetta ágætt. Búskaparsagan er ekki nógu full fremur en annað, en hún hefði þó verið skemmtilegt viðfangs- efni og þar hefði Jón getað talað framarlega úr flokki. Jón hefur fylgst vel með sam- tíðarsókn og sigrum. Hann hef- ur t. d. setið flesta aðalfundi K.E.A. frá 1910, en það er ekki sagt frá neinum þeirra. Sama er því miður að segja um samferða mennina og raunar eins hið innra líf, þó á sé drepið. Góðar fjölskyldumyndir eru í bókinni, en Jón átti barna- og hjúskapar- láni að fagna. Og því skildu ekki svo ágætir menn, glaðir og reifir, eiga láni að fagna. Bókar- auki eru ræður og kvæði, sem Jóni hafa verið flutt á merkis- tímamótum. Eg sé mjög eftir að þessi á- gæti maður skyldi ekki leggja fyrr upp á rithöfundarbraut, áð- ur en elli kelling tók að beygja hann, því að hann hafði efni til góðrar lífssögu. Ekki hefði kunn ugum þótt ólíklegt, að Jón skrif- aði góðan stíl og hraðan, og þessi bók er mjög vel skrifuð. En það höfum vér sannspurt, að hér hafði lagt hendi að Rósberg rithöfundur Snædal. Er þá ekki að undra þótt málfarið sé gott og sagan lifandi. En Jón gat sagt vel frá í sínum hópi og því þá ekki skrifað líka? Þótt ég hafi kvartað um, hve mörgu er hér sleppt og stiklað á stóru, er ekki ástæðulaust að þakka hitt, sem gert er. En gam- an hefði verið að Jón.i öllum í bók. k. Útfall heitir nýútkomin bók eftir Þórarin frá Steintúni. Þetta er fremur lítil bók, en snotur og hið sama má segja um ljóð- in. Höfundur er fullorðinn mað- ur og mun lítt hafa sinnt ljóða- smíð, enda gætir þess nokkuð, því hér er fleira tínt til en rétt hefði verið, ef um úrval væri að ræða, þeirra ljóða, sem ort voru á langri ævi. En höfundur þessi kann allvel til ljóðagerðar og víða bregður fyrir skáldskap, sem er meira en hægt er að ■ segja um þau mörgu ljóðasöfn, sem út koma um þessar mundir. Hér er skemmtilegur flokkur um Skerflóðs-Móra, og gott kvæði um Sölva Helgason. Annars eru ljóðin túlkun hinna margslungnu tilfinninga mannanna, minning- ar þeirra, náttúruást, sorgir og vonir. Gott er ljóðið Ennþá man ég, og ýmis smákvæði mætti nefna, snotur og allt upp í prýði- leg. Höfundur er smekkmaður á mál og kann allvel með rím að fara, þó þar geti skeikað, en hann hefur gaman af að leika sér að margs konar háttum og þeim sumum vandasömum, en sleppur vel. Ljóð samnefnt bókinni er á- gætt sýnishorn af betri hluta þess arra ljóða: Útfall: Húmslæðu vefur um haf og láð helköld örlaganótt. V.indar gnauða við gættir og lj óra — til griða fær enginn sótt. Leiðin, vinur, er lokuð til baka, láttu útfallið við þér taka. 1 ævilokin fæst engu breytt. Haustblaðið fellur í haf tímans, — hljótt og eitt. Það er víst um það, að Þór- arinn gæti ort ljóð, ef hann vildi eyða í það þeim langa tíma, sem ljóðagerð krefst, og gæfi sjálf- um sér aldrei eftir. En vill nokk- ur lesa ljóð nú? Það væri einnig verðugt viðfangsefni höfundi þessum, eða öðrum snjöllum úr voru byggðarlagi að rita sögu þess. Stóra sögu. k. FLUGMÓDEL! 20 t-egundir Góð jólagjöf fyrir drengi. Jórn & glervörudeild Kuldoskér barna Pólskir kuldaskór barna í rauðum lit. Stærðir 23—26. Verð kr. 267.00. KVENSKÓR, nýjasta tízka. — Kr. 598.00. Margt fallegt og nytsamlegt til jólagjafa. Leðurvðrur h.f. Strandgötu 5 — Sími 12794 Verkamaðurinn Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- (élag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördssmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Lausasöluverð kr. 3.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Bjöms Jónssonar b.f., Akureyri. — 1 9 JÓLABLAD 1964 VERKAMAÐURINN

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.