Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 22.12.1964, Blaðsíða 1
JÓN SIGFÚSSSON: Lauf eru iallin Lauf eru fallin og fokin. Fækkar litum á jörðu. A heiðinni norðannepja, næðir um hrunda vörðu. Hríðarkólga í hafi, hangir með gömlum þráa. Leggur þaðan um landið loppuna hélugráa. Svo gengur vetur að garði; garpur af vopnum ríkur. Atför er ennþá hafin sem enginn veit hvernig lýkur. (.11 hNK. JOL HöppdíŒííi ms tilkynnir: 24. DES. VERÐA DREGNIR ÚT 50 VINNINGAR Afgreiðsla happdrættisins í Brekkugötu 5 verð- ur opin til kl. 22 þann 23. des. Muníð HiPPDMTTI AIÞÝÐUBANDAIA6SINS Tveir þingmenn Alþýðubanda- lagsins, Björn Jónsson og Ragnar Arnalds, hafa flutt tillögu á Al- þingi um stofnun samtaka til að annast rekstur síldarflutninga- skipa og að komið verði á fót miðstöð til að stjórna allri lönd- un síldveiðiskipanna. Tillaga þessi hefur vakið mikla athygli og má sem dæmi nefna, að þingsályktunin hafði ekki fyrr komið fram á Alþingi en bæði aðalblöð ríkisstjórnar- innar, Morgunblaðið og Alþýðu- blaðið, birtu forystugreinar um málið og var rökstuðningur þeirra nánast unninn upp úr greinargerð tillögunnar. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir stofnun samtaka með síldarverk- smiðjum og söltunarstöðvum um rekstur flutningaskipa, er ann- ast gætu flutninga síldar til verk- smiðju og söltunarstöðva, þegar þeir henta betur en flutningar veiðiskipanna á eigin afla. Jafn- framt verði athugað, hvort ekki sé nauðsynlegt, að ríkisstjórnin hafi fofgöngu um samstarf eig- Shípulagðir síldflrflutníngar 09 míðstöð Jyrir síldarlöndun Tillaga Björns Jónssonar og Rognors Arnalds þroun sí|dariðnaðarins enda söltunarstöðva og síldar- verksmiðja og útvegsmanna um, að komið verði á fót miðstöð, sem stjórni allri löndun síldveiði- skipanna með tilliti til sem fyllstrar nýtingar á afkastagetu vinnslustöðvanna og á veiði- möguleikum síldveiðiflotans." Greinargerðin Þáttur síldveiða og síldariðn- aðar í atvinnulífi þjóðarinnar hefur mjög farið vaxandi á síð- ustu árum, og bendir margt til þess, að sú þróun haldi áfram um fyrirsjáanlega framtíð. Ný tækni í veiðiaðferðum, gerð fiskiskipanna, flutningum og vinnslu ailans hefur stóraukið líkur fyrir því, að þessi atvinnu- grein verði árvissari og arðvæn- legri en áður. Skilyrði fyrir því eru þó vafalaust þau m. a., að fullrar hagsýni sé gætt varðandi nýtingu þeirrar miklu fjárfest- ingar, sem nú þegar liggur í þess- um atvinnurekstri, og einnig varðandi framkvæmdir í fram- tíðinni, sem líklegt er að verði miklar. En í þessum efnum er við meiri vanda að etja en í flestum öðrum atvinnugreinum, annars vegar vegna breytileika og óvissu um veiðisvæði, en hins vegar þarfar á staðbundinni fjár- festingu í verksmiðjum og vinnslustöðvum. Til nokkurrar glöggvunar á þessu máli er rétt að rekja í aðalatriðum, hvernig þróun síld- . veiða og síldariðnaðar hefur verið hér á iandi. Á síðari hluta 19. aldar var veidd allmikil síld á Austfjörðum og söltuð til út- flutnings. Ur þessum veiðum dró mjög undir aldamótin, og færðust þær nú til Norðurlands- ins og mest til Eyjafjarðar. Um líkt leyti hófust síldveiðar úti á rúmsjó, og hélzt svo um hríð, að síldveiðar voru mestar út af Norðurlandi. 1 kjölfar þessa voru síldarverksmiðjur reistar á Siglufirði og við Eyjafjörð, sem þá lágu bezt við síldarmið- unum. Um skeið var þó veiði mikil á Húnaflóa, út af Horn- ströndum og jafnvel aílt vestur að Isafjarðardjúpi. Síldarverk- smiðjur voru þá reistar á On- undarfirði og á Hesteyri við Jökulfirði, og fengu verksmiðjur þessar mikið magn síldar um árabil. Þá var og byggð verk- smiðja við Reykjarfjörð á Ströndum. Samhliða miklum skipakaup- um til síldveiða eftir heimsstyrj- öldina síðari voru byggðar 4 stórar síldarverksmiðjur á Norð- urlandi, þar af 2 á Siglufirði, 1 á Skagaströnd og 1 á Ingólfs- firði. Verksmiðjurnar í Krossa- nesi og á Raufarhöfn voru þá einnig stækkaðar mikið. Nú mun afkastageta hinna 11 síldarverksmiðja á Norðurlandi vera a. m. k. 50 þús. mál síldar á sólarhring og 2 verksmiðja á Ströndum um 7 þús. mál. Sölt- unarstöðvar eru rúmlega 40 á Norðurlandi. Undanfarin sumur hefur síld- veiði mjög tregast út af Norður- lándi, en jafnframt aukizt út af Austfjörðum, mest djúpt út af landinu. Þessi breyting á veið- Framhald á bls. 8.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.