Vínland - 01.01.1908, Blaðsíða 2

Vínland - 01.01.1908, Blaðsíða 2
82 V í N L A N D. Engieíhds Bankinn. 'rJ —----- ' ; , Hin 'frœcrasta og voldugasta þeninga- etofnun, sém til er 1 Keimi, ai Englands bank- inn. Sá banki gegnir öllum vanalegum banka- dtörfum, en hefir auk þess sérstakt umboð á hendi af hálfu stjórnarinnar, Qann er ekki etjórnareign eða stjórnarstofnun, en hefir sör- etök réttindi og oinokunarvald í fjárhagsmíil- um Bretastjórnar, og er í raun og veru fjár- hirzla Bretaveldis að öllu nema nafninu. Hann geymir alla peninga stj(5rnarinnar, til hans ganga allar tekjur ríkisins og hann borg- ar öll útgjöld þess. Hann annast allar skuld- ir Bretaveldis, og borgar alla vöxtu af ekuldabröfum stjórnarinnar. Ding Breta hefir veitt honum umboðsvald til alls þessa, og í Ómakslaun fær hann árlega hjá stjórninni um eina miljón dollara. Saga banka þessa og öll starfræksla hans er merkileg mjög, eins og geta má nærri þar sem er helzta peningastofnun Breta, og mestu fjárhagsfræðingárþeirrahafa flestirátt þarein- Tivern hlut að máli. Flestar aðrar þjóðir hafa Öfundað Breta af banka þeirra, því að engin önnur þjöð' á eins öruggan banka í eigu sinni, og oft hefir það átt sér stað hér í landi þegar bankar hafa orðið gjaldþrota, að menn hafa spurt sjálfa sig hvað því muni valda, að Bandaríkin geti ekki átt einti oínasta banka eins áreiðanlegan og Bretar. Banki þessi var stofnaður ári? ÍQ94, og maður sá, sem mest átti í hugmynríinni uin fyrirkomulag hans og var aðal hvatamaður þess, að fá stjórnina til að veita bankanum þau einkaréttinni, erhann befir síðan haft, hét William Patorson. Hann var skotskur að ætt, dugnaðarmaðiir hinn mesti og stóð oftast í stórræðum um dagana, En á honum sann- aðist hið fornkveðna, að það ersitthvað gæfa og gjörvileiki. Hann var allra manna ráð- • vandastur, en var þó tortrygður af þjóð sinni og grunaður um svik ogpretti; hann varflest- um öðrum skarpskygnari og framsynni í öll- um fyrirtækjum, en mishopnaðist þó svo hrapallega f yrirætlanir sínar, að slysfarir þær ■ hafa mest lialdið nafni lians á lofti. I>ess er sjaldan getið að hann kom á fót einni helztu þjóðstofnun Englendinga, bankanum þeirra, en hitt muna flestir Bretar, að hann var sá, sem stofnaði nylenduna illræmdu við Darien- flóa í Mið-Amoríku. IJann var í stjórnar- nefnd bankans fyrsta árið eftir að hann var stofnaður, en lagði svo niður það embætti og var aldrei neitt yið bankann riðinn eftir það, og hafði af honum ekkert gagn sjálfur upp frá því. J>egar hann lagði niður bankastörf- in, hafði liann allan hugann á öðru nyju fyr- irtæki, er hann vildi fyrir hvern mun fram- kvæma þá þegar. Hann ætlaði að stofna mikla nýlendu á Panama-eiði. J>ar átti að * *•( 'm verða frjála-og þlómleg.iyðlenda undir.vernd Breta, og það var ætlun hans, að þegar Bretar hefðu náð þar-fótfestu og vel um sig búið,. þá roundn þeir méð tímanum ná yfirráðu’m'yfir aljri Amerlku; honum virtist þessistaðuftvera lykillað v’éldi þjóðar sinnar I hinni nyjuhéims- álfu, og almfent uyðu Bretar m^ög hugfangnir áf ráða^erð hans. Svo fór hann vestúí um haf með • mikinu flokk manna, árið l(>9ö_, og , skömmu síðar fóru aðrir á eftir, svo að alls fór um hálft þriðja þúsund frá Bretlandseyjum vestur þangað, alt ungt fólk og efnilegt. En fólk þetta var ekki fyr þangað komið í ny- lenduna en allar hinar glæsilegu vonir tóku að bregðast. Alt skorti sem á þurfti að halda til lífsviðurværis, af því að þeir menn brugð- ustalgcrlega,sem I’aterson hafði til þess feng- ið, að annast alla útvegu. Gulu-pestin og aðrar banvænar sóttir gusu upp í nylendunni svo að fólkið stráféll á fáum mánuðum, og >að,sem eftirtórði,drápu Indíánarog spænsk- ir sjóræningjar, en að eins fáar hræður kom- ust lífs af heim aftur til Englands hræðilega útleiknar eftir mikla hrakninga, og þær sög- ur, er þeir menn höfðu að segja, voru svo hryllilegar að Bretum hraus hugur við. Og >6 allar þessar ófarir stöfuðu reyndar mest af >vi að ekki var farið að ráðum Patersons, þá var honum sanat einum um alt kentogþjóðin sneri alveg við honum bakinu. Sjálfurkomst hann með naumindum lífs af, og var næstum vitstola um hríð út af óhappi þessu, en náði sér þó aftur og starfaði mikið I þarfir ættjarð- ar siunar, þau tuttugu ár, or hann átti enn eft- ir ólifað. Um það leyti er bankinn var stofnaður vaf Bretastjórn í skuldakröggum og upphaf hans var það, að nokkrir auðmenn hétu að lána stjórninni sex miljónir dollara (1,200,000 pd sterling) gegn hárri réritu (8 prósent) og ö00,000 dollara afborgun á ári. Auðmenn ]>essir mynduðu félag, og þing Breta samdi sérstök bankalög fyrir félag þetta og veitti því einkarétt til að gefa út seðla, fyrir jafn- mikla peninga upphæð og það hafði Jánað stjórninni, og hún ábyrgðist atla þá seðla. Löguin bankans hefir þingið breytt síðan í ymsum greinum, eftir því sem nauðsyn liefir krafið, en altaf hefir fyrirkomulag hans og stjórn verið svipað því, sem það var í fyrstu, og aldrei liafa I stjórn hans verið neinir menn sem afskifti líafa af stjórnmálum ríkisins, og Bretar hafa algerlega reist, skorður við þvl, að nokkur pólitísk áhrif ráði því hverjir fái æðstu embættin í stjórn bankans. Upphafiega var höfuðstóll bankans 1,200- 000 pd. sterling, en síðan hefir oft verið við hann aukið og nú er hann orðinn rúml. hálf fimtánda miljón punda. Allir seðlar bankans eru prentaðir og gefnir út i bankahúsinu. Um tuttugu og fimm þúsund seðlar eru prent- aðir þar á hverjum virkum degi. Öll seðla- upphæð bankans, sem nú er útistandandi,nem- ur alt að 48 milj. pd. sterling eða 240. milj. dollara. I.ægsta ákvæðisverð seðla, sem nú eru gefnir út, er 5 pd. sterling, en áður var bankinn v.anur að gefa >út eins punds seðla. Hæsta ákvæðisverk seðla, sem nú eru>göfnir út, er 5,000 og_l0(000 pund, en i sérstökum tilfellum; hefir bankinn gefið út 100,000 punda seðla, og.Jil er þar einn gamall seðill,sem gilti Pina miljón. puncía Sterling, og hann hangir tiú í umgjíífð á vegg I skrifstofu útgáfudeild- arinnar I bankanum. Bankinn verður að gjalda skatt af allri seðlaútgáfunni og sá skattur er nú um 400,000 dollarar á ári. Engan seðil lætur bankinn frá sér fara bftar en einu sinni. Hver seðill er gerður ógildur jafnskjótt og hann kemár' þan gað aft- ur, hvort'í sem hann er nyr eða gamall. Á hverju kveldi, þegar bankanum ef lokað, eru allir seð.lar, sem komið hafa inn þann dag sendir inn I „gömlu seðla“ skrifstofuna, og þar.eru vélar, sem kiippa livern seðil í tvo jafna hluti og svo eru allir þeir seðlahelming. ar vafðir í umbúðir; á umbúðirnar er skrifað ártal og mánaðardagur, og roeð þeim um- merkjum eru seðlar þessir geymdir í tíu ár í einni hvelfingu bankans neðanjarðar, til þess þeir séu til taks ef á þarf að halda til sönnun- ar í málaferlum. Síðasta laugardag I hverj- um mánuði eru allir þeir seðlar teknir og brendir, sem koinið hafa inn í bankann sama mánuðinn, tíu árum áður. Áður on bankinn var stofnaður höfðu gullsmiðir í I.undúnum mest alla peninga- verzlun þjóðarinnar í höndum sér, en meðferð þeirra á peningum var að mörgu leyti viðsjár- verð, og eitt var það meðal annars, að þeir voru vanir að taka úr gullpeningum eins- mikið af gulli og þeir gátu svo að ekki bæri á, og jyrðu þannig gildi þeirra,en urðu sjálfir stórríkir af stuldinum, I>ess vegna var svo ákvuðið I lögum bankans, að hann skyldi taka peninga eftir vigt en ekki myntargildi, og hver einasti gullpeningur, sem bankinn tekur ámóti, er veginn og eigandinn fær ákveðið verð fyrir hverja únzu af gulli, án nokkurs til- lits til þess hvaða ákvæðisverð peningarnir hafa. Sórstakar vogir og margbiotnar mjög, eru þar til þess hafðar að vega peningana, og jafnframt því sem þær vega gullið vinza þær úralla falsaða peninga,svo að bankaþjónarn- ir finna þá fyrirhafnarlaust, og eigandinn fær ekkert fyrir þá. ef þeir eru algerlega svikn- ir. Sex vogir eru til þess hafðar að vigta gull- jieningana, og hver þeirra vegur til jafnaðar þrjátíu og fimm þúsund gullpeninga á dag. Öll peningaverzlun bankans er til jafnaðar um tíu miljónir dollara á hverjum degi. 1 stjórnarnefnd bankans eru menn kosnir árlega, og við þær kosningrar hafa allir at- kvæðisrétt, sem hluti oiga í höfuðstól bank- ans. Kvekara og Gyðinga má ekki kjósa í þá stjórnarnefnd og hver, sem 1 henni situr, verður að eiga t!u þúsund dollara að roinsta kosti í bankanum, og hver þeirra fær 2,500 dollara í árslauri, Stjórnarnefndin kys árlega bankastjóra og liann verður . að eiga í bank- anum 20,000 dollara í minsta lagi. Banka- stjórinn er að nafninu æðsti. embættismaður bankan3, en.hann -fær ekki að sitja í tigninni lenguren eitt ár, og þó hann megi endurkjósa og það hafi oft komið fy.rir að sami maður hafi

x

Vínland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.