Voröld


Voröld - 16.04.1918, Blaðsíða 1

Voröld - 16.04.1918, Blaðsíða 1
j LJOMANDIFALLEGAR SILKIPJOTLUR j 2 til að búa til úr rúmábreiSur — j 2 “Crazy Patchwork.”—Stórt úr- 2 ! val af stórum silki-afklippum, ! I hentugar í ábreiöur, kodda, sess- ! ! ur og fl.—Stór “pakki” á 25c, ! fimm fyrir $1. ! PEOPLE’S SPECIALTIES CO. j Dept. 23. P.O. Box 1836 j WINNIPEG f Branston Violet-Ray j Generators í Skrifið eftií bæklingi “B” og j verðlista. Lush-Burke Electric Ltd. j 315 Donald St. Phone Main 5009 ! Winnipeg ! I. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 16. apríl, 1918. NÚMER 10 Séra Friðrik J. Bergmann. ■ Sú fregn barst skyndilega út á meöal fslendinga hér í bænum á fimtudaginn að séra Friðrik J. Bergmann væri látinn; hafði hann orðið bráðhvaddur síðari hluta dagsins. Kona hans var stödd hjá dóttur þeirra hjóna og' manni hennar Mr. og Mrs. Gordon Pálssyni, og var hann á leið þangað er hann lézt. Hafði hann talað við konu sína í síma og sagt henni frá því að hann væri að leggja af stað þangaðj én þegar hann var nýkominn úþp í strætisvagninn sagöi hann við mann er hjá honum sat: “Mcr er að verða ílt.” Voru það hans síðustu orð; hann stóð upp og ætlaði út en hneig niður í vagn- dyrunum. Var hann borinn inn í lyfjabúð og sent eftir lækni tafarlaust, en hann var látinn áður en lækn- irinn kom. Með séra Friðrik Bergmann er til moldar hniginn einn hinna allra fremstu manna vor Vestur-íslendinga í mörgu tilliti, og því er aö honum mikill mannskaði. Séra Friðrik var fæddur 15. apríl 1858 og því sex- tugur hefði honum enzt aldur til mánudags; þann sama dag áttu þau hjón einnig þrjátíu ára hjónabandsafmæli. Hingað vestur fluttist séra Friðrik áriö 1874— þjóðhátíðarárið—þá aðeins 16 ára. Tók hann brátt að stunda nám og útskrifaðist af lúterskum prestaskóla í Decorah í Iowa árið 1881. Að afloknu námi þar fór hann til Noregs og hélt þar áfram námi; síðar jók hann enn á mentun sína og lærdóm í Philadelphia. Árið 1886 var hann prestvígður til íslenzku safn- aðanna í Noröur Dakota. I>ar dvaldi hann þangaö til 1902 og ávann sér mikið álit sem prédikari og rithöf- undur. Þegar íslenzku kennaraembættið var stofnað við Wesleyskólann var hann kjörinn til þess að takast það á hendur. Er vafasamt hvort nokkur Vestur-íslend- ingur fyr eða síðar hefir haft eins mikil áhrif á unga menn og hann hafði þau árin sem flestir sóttu Wesley skólann. Séra Friðrik var prestur Tjaldbúðarsafnaðar um mörg ár að undanförnu og lét reisa einhverja vegleg- ustu kirkju sem íslendingar hafa átt. Sem prestur var hann atkvæðamaður, en sem rithöfundur mun hann þó lengst lifa. Séra Friðrik Bergniann var kvæntur og lætur eftir sig ekkju, fjögur börn og háaldraða móður. Kona hans er Guðrún Thorlacius, prests. Alls' áttu þau hjón sjö börn, eru þrjú dáin: Eiríkur, Erlingur Ingimar og stúlka er dó nýfædd. Börnin sem enn lifa eru: Magnea Guðrún, kona Gordons Pálssonar lögfræðings; Elizabet Valgerður, kona Matthiasar Andersonar málara; Jón Halldór og Ragnar Steingrímur, báðir ókvæntir. Jarðarförin fer fram á fimtudaginn kl. 2 e.h. frá heimilinu; frá Tjaldbúðarkirkjunni kl. 2.30. Séra Páll Sigurðsson frá Gardar jarðsyngur. Um æfistarf séra f’riðriks verður ítarlega ritað í næsta blaði. “Voröld” er beðin að geta þess að aðstandendur hins látna óska eftir að ekki séu send blóm. Úr JBænum Tvær nýjar bækur: “Vargur í Véum” saga úr nútíöar lífi Reykjavíkur, eftir G. Gunnars- son og “Drotningin í Algeirs- borg” kvæði eftir Sigfús Blónd- ahl. Bókin dregur nafn af löngu kvæði sem segir frá stúlku frá Vestmannaeyjum; hún var ein meðal þeirra sem Tyrkir ræntu og fluttu burt, og segir sagan að síðar hafi hún orðið drotning í Algeirsborg. Friðbjörn Steinsson á Akur- eyri lézt 10. þ.m. Var áttræður þann fimta, Nánar síðar. C. B. Julius er að leggja af stað til Nýja íslands í erindum fyrir “Voröld” Ritstjóri “Voraldar” er að leggja af stað út í Þingvalla ný- lendu að vinna fyrir blaSiö. Mrs. S. Stephens frá Keewat- in er stödd hér í bænum hjá Mrs. Bergmann tengdadóttur sinni. HólmfríSur Árnadóttir frá fs- landi er farin að kenna íslenzku við Columbia háskólann i New York. Hjálmar Árnason varð fyrir bifreið nýlega og meiddist ta*s- vcart. Guðjón Pétur .Vigfússon frá Oakview var í bænum fyrir helg- ina. Séra Rúnólfur Marteinsson hélt fyrirlestur í Fyrstu lútersku kirkjunni fimtudagskveldiS var. Veröur nánar getiS um hann síðar. Thorleifur Hallgrímsson frá Mikley var á ferð íbænum á laug- ardaginn og fór heim aftur í gær. Hann sagði þær fréttir að norðan meöal annars að verið væri aS vinna að ])VÍ aS fá talsíma lagðan út í eyjuna; væru það miklar umbætur ef þaS tækist sem ekki er ólíklegt að verði. Jónas Helgason frá Baldur var á ferð í bænum fyrir helgina aS leita sér lækninga; hann hefir veriS lasinn af gigt að undan- fornu. Jóhannes Sigurðsson frá Ar- gyle varS fyrir því slysi nýlega að lenda í sögunarvél. SagaSist annar handleggurinn allmikið x tveimur stöSum, bæði fyrir ofan og neðan olnboga. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Winnipeg og er þar undir umsjón Dr. Brandssonar. Þeir læknarnir Björnsson og Brandsson eru fluttir úr Lög- bergsbyggingunni og seztir aS með starfstofur sínar í Lindsay- byggingunni. Christján Olafs- son umboösmaSur New York Life er einnig aS flytja í þá bygg- mgu. C. B. Julius hefir skrifstofu i Union bankanum á horni Will- iam Ave og Main St. Hann er umboðsmaður fyrir Imperia. Life Assurance Co. of Canada. Benedikt Olafsson málari er á förum til Wynyard og ætlar aS dvelja þar sumarlangt viS iðn sína; Helga systir hans dvelur þar einnig. Tryggvi Athelstan sem um sjö ár aS undanförnu hefir unniS fyrir strætisvagnafélagið í Win- nipeg er nú aS hætta þeim starfa og hefir tekist á hendur umboSs- störf fyrir New York Life félag- ið hér í bænum. Ögmundur Sigurðsson skóla- stjóri er nýlega kominn vestan úr Saskatchewin frá íslenzku bygðunum þar og leizt honum mjög vel á þær. GuSjón Johnson lagSi af stað noröur til Le Pas í vikunni sem leiS og verður þar í sumar viS fiskiveiðar. Mrs. J. Olafsson frá Leslie kom til bæjarins á mánudaginn. Sonur þeirra hjóna Þorsteinn er hér á sjúkra húsinu; var hann skorinn upp af Dr. Jóni Stefáns- syni og líöur vel. Látinn. Stefán Johnson, kaupmaöur, andaðist á sjúkrahúsinu hér í Winnipeg eftir uppskurS fyrir helgina. Hann hafði verið heils- utæpur um margra ára skeið. Stefán var einn hinna elztu og ötulustu íslenzkra borgara hér í bæ og öllum fslendingum kunn- ur þegar hann verzlaSi á horni Ross og Isabel stræta. Hann var gróSamaður mikill og talinn meðal hinna eínásn isienctmga lér. Stefán lætur eftir sig ekkju og tvö fósturbörn, Thor- stein E. Thorsteinsson, banka- stjóra og Elínu Thorsteinsson, systur hans. Jaröarförin fór fram í gær. Ottawaþingió. Þar er alt í hálfgerSum handa- skolum. Stjórnin hefir sann- færst um það aS hún hefir ekki takmarkalaust fylgi allra þeirra sem henni fylgdu við síöustu kosningar; þannig varð það í toll málunum sem nú standa yfir til umræöu og þannig varð það í sambandi viS fjárveitingu sem stjórnin vildi leggja fram til handa járnbrautarfélögunum. Þar var svo að sjá sem stjórn- in hefði oröiö í minni hluta ef til atkvæða hefði komiö um frum- varpiö óbreytt. Allmiklar umræður hafa stað- ið yfir um atkvæðisrétt kvenna; hafa þingmennirnir frá Quebec sett sig eindregiö upp á móti því. KveSa þeir þátttöku kvenna í stjórnmálum hljóta að verða til þess að raska heimilisfriði og auk þess segja þeir aS atfarir þeirra kvenna sem greitt hafi atkvæöi 17. desember í haust tali hástöfum á móti kvennrétt- indum. Dómsmálastjóri Doherty hefir sagt af sér embætti og talið er víst aö Crothers verkamálaráS- herra muni gjöra þaö sama. Allmiklar umræður og heitar urðu í þinginu út af því aS O’- Connor hafði sagt af sér stöSu sinni sem umsjónarmaður vista í Canada. Þykir það víst að hann hafi hætt starfi sínu vegna þess aö hann hafi viljaS leysa þaS af hendi duglega og samvizk- usamlega, en ekki fengið þess ráSið. Eitt er víst, og þaS er þaö, aö hann hafði hvað eftir annaö sannaö glæpsamlegt atferli auö- félaganna og viljaS láta hegna þeim, en þaö fékst ekki. Strióíó. Þegar Voröld birtist síðast höfSu bandamenn stöðvað fram- sókn ÞjóSverja og leit alt út bærilega. SíSar sóttu óvinirnir í sig veörið og réðust á Englend- inga og Frakka meS ógrynni liðs og tókst þeim að hrekja þá aftnr um allmargar mílur á stóru svæði Hafa ÞjóSverjar auðsjáanlega í hyggju aS taka bæinn Amiens, sem er stórborg fræg frá fornöld og höfuðbærinn í Sommehéraö- inu. Þessi bær er 40 mílur frá mynni árinnar Somme og 71 míl- ur frá París. Luðvik XI kallaði bæinn litlu “Venice” vegna skip- gengra skurða sem um hann liggja. Þar er eitthvert feg- ursta bænahús í Evrópu, bygt á 13. öld. f Amiens voru gerðir hinir frægu samningar milli Bretlands, Frakklands, Spánar og Hollands árið 1802. í Amí- ens ’er afarmikil verzlun óg iðn- aður og þar koma saman flestar helztu járnbrautir í Norður- Frakklandi. Mun það aöallega vera þess vegna sem ÞjóSverjar láta sér ant um að ná bænum. Ekki er talið líklegt að þeim takist að ná Amiens; kveðast Bandamenn vera öruggir um það Aftur á móti hafa Þjóðverjar tekið bæinn Armentiers. Helzt litur út fyrir að þeir hafi í hyggju að brjótast gegn fyrir vestan París beina leiS til árinn- öomnití o^’ ötvcacv ptAAinig cv c Frakklandi stóra spildu sem liggur að enska sundinu, en eng- in hætta segja bandamenn að sé á því aS þeirn takist þaS. Mannfall hefir oröiS afar mik- ið á báSar hliöar í þessum síö- ustu árásum; mikið tekið af byssum og vistum og fjöldi fanga. Liðsafli óvinanna er svo mikill að undrun sætir, er sagt aö þeir hafi í þessum árásum á vesturstöðvunum ekki færri her- menn en 2,400,000. Japanar hafa lítiö látiö til sín taka upp á síSkastiS; Bandamenn virSast hika við að biðja þá aS koma í stríðiö beinlinis; telja sum blöðin á Englandi það hættu- legt og rangt aö láta gulu þjóö- irnar sogast inn í ófriSareldinn. Friðarskilmálar þeir sem Rúss ar urðu að ganga að viö ÞjóS- verja voru afarharSir og ósann- gjarnir. Rússland hefir sam- kvæmt þeim orðið aS láta af hendi viö Þýzkaland 78,000 kílo- metra af landi með 56,000,000 í- búa, eða 32 prósent af öllum íbú- um landsins. Auk þess hefir Rssland tapað einum þriðja hluta allra járn- brauta, eða 13,350 mílum; sjötíu og þremur prósentum af öllum járnnámum; áttatíu og níu pró- sent af öllum kolanámum; og hafa Þjóöverjar tekið af þeim 268 sykurverksmiðjur, 918 vefn- aðar verkstæSi, 574 ölgeröarhús, 133 tóbaksverksmiöjur, 1,685 brennivínsgerðarhús, 244 efna- fræöisstofnanir 615 pappírsmyln- ur; 1073 vélaverksmiSjur. Tekj- ur ríkisins af þeim héruöum sem ÞjóSverjar fengu voru árlega 845,838 rúflur og eru þar 1,800 sparisjóöir. Oánægjan á Rússlandi yfir þessnm friðarskilmálum er af- skapleg, en þjóöin er meö öliu lömuð og getur enga vörn sér veitt. Nýlega hefir veriS samþykt i enska þinginu aS lögleiða her- skyldu á írlandi, en Irar eru því fiesUr andstæðir og kveöast hvergi munu fara; lítur ískyggi- lega út í sambandi við það. Einmg er þegar samþykt tillaga i oxezka [inginu sem ákveður herskyldu C'iium sem ekki i.u yngri en 18 ára né eldri en 50. Eins og getið var um nýDga höfðu ÞjóSverjar fundiS upp byssu sem ílvtur 76 mílur, ev. nú segjaH Englendingar vera að smíða byssu sem eigi að flytja 80 mílur. Yfi- hófuð gerast stærri tíð- indi i striöinu nú en nokkru sinni fyr og er mikill undirbúningur i Bandaríkjunum til þess aS flytja ógrynni hers yfir til Frakklands sem fyrst; virðast Bandamenn nú byggja sinar sterkustu vonir á þeim. Lloyd George forsætis- ráðherra Breta hefir lýst því yf- ir að allra ráða þurfi viS til þess að forðast ósigur og BandaþjóS- irnar verSi aö leggja fram alla krafta til þess að mola Þjóðverja hvað sem þaö kosti og hversu langan tima sem til þess þurfi. f Quebec hefir uppþotiö hætt; varS það loksins að samningum milli yfirvaldanna að allir að- komnir hermenn skyldu teknir burt og Quebec menn látnir einir um að framfylgja herskyldulög- unum i fylki sínu. AS því er snertir herskylduna hér í landi var því lýst yfir á laugardaginn að hér eftir yrSi ekki tekin til greina nokkur ástæöa til undan- þágu nema heilsubilun. Ujariii njui ns»on skemti Winnipegbúum á fimtu- dagskveldið var með eftirherm- um og gamansöngvum. Var Goodtemplarahúsiö fult uppi og niöri, sem sannar betur en nokkuð annaö aS góSs var vænst, og munu engir hafa orð- ið fyrir vonbrigðum. Þeir sem þekktu Bjarna aS heiman vissu að þeir mundu fá aura sinna virði. Enda brást það heldur ekki. Bjarna tókst vel að vanda, svipbreytingar og hreyfingar mjög viðkunnanlegar og eðlilegar Hann barði ekki loftið í ósköpum eins og sumum skopleikurum er svo hætt viö að gera, og heldur ekki hafsi hann hendurnar ým- ist fyrir aftan bak eða í vösun- um. Hann rataði hið góða meðalhóf. Söngvarnir voru flestir góð- kunnir og mjög vel meö þá fariS. Eg vona að þetta verði í fyrsta en ekki síðasta skiftiS sem Bjarni kemur hér fram á sjónar- sviðiö, og vel væri ef hann drægi sumar af hinum stórlátu músum vestur-íslenzka þjóölífsins út úr holum þeirra og fram fyrir al- menning. Þunni þumall. Dýrir reiðhestar. Árið sem leiö voru þrír reið- hestar, sem kunnugt er um seld- ir og keyptir hér á 1000 kr. hver, og einn þeirra var aftur seldur í vetur fyrir 1400 kr. Sennilega hafa þessir hestar verið gæðing- ar miklir, og um suma þeirra er þaS kunnugt, að svo er eða var. Má af þessu sjá, aö góöir hest- ar hækka óöum í veröi. Fyrir ófriðinn kostuðu fallegir kynbótahestar 600 ,kr. Nú er verSið á þeim að hækka, og er þaö síst að undra, þar sem reiö- hestar eru komnir í þetta hátt verð. Ætti því engan aö furða á því, þótt að góSir kynbótahest- ar hækki í veröi.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.