Voröld


Voröld - 22.10.1918, Side 4

Voröld - 22.10.1918, Side 4
I HCla. 4 YORÖLD. Winnipeg 22. október, 1918. kemur út á hverjum þriðjudegi. Ctgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd. Voröid kostá $2.00 um árið í Canada, Bandaríkjunum og á íslandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín. Skrifstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Parmers Advocate Bldg. (gengið inn frá Langside Street) Talsími Garry 42 52, Heimkomnir hermenn Eitt aðal atriðið í allri starfsemi þeirra manna og kvenna sem láta sér ant um framtíð þessa lands og þessarar þjóðar hlýtnr að verða það að vinna að vellíðan heimkominna hermanna. Leiðtogar þjóðarinnar hafa gengið rösklega fram í því að safna í herinn; þeir hafa haldið hvellar ræður og háværar nm hinar miklu hetjur þessa lands; þeir hafa kvatt mennina þegar þeir lögðu af stað til vígvall- anna—kvatt þá með allskonar fagurmælum og stórum loforðum; þeir hafa lofað þeim allri aðstoð og umhyggju, virðingu og vellíðan þegar þeir kæmu heim aftur eftir unninn sigur og drengilega framkomu. Nú líður að þeim tíma að þeir hafi lokið starfi sínu og hverfi heim aftur með glöðum hug og háum vonum. Menn sem héðan voru sendir af yfirvöldum þjóðarinnar og í nafni stjórnarinnar var sagt að ekkert skyldi of gott hinum frægu hetjum þegar stríðinu væri lokið; menn sem í þjónustu stjórnarinnar hafa lagt sig í alls konar lífshættu; menn sem heim hverfa með lamaða krafta; allavega ör- kumlaðir; handarvana, fótarvana, blindir og alla vega særðir vænta þess að hinir háu og auðugu menn sem sendu þá og hétu þeim allri aðstoð, sæmdum virðingu og ríflegum launum þegar þrautirnar væru á enda, komi hver um annan þveran með opna arma, bros á andliti og útréttum höndum til þess að bjóða þeim þægilega stöðu með lífvænlegu viðurværi, þar sem þeir geti eytt því sem eftir er æfinnar í minningum um það sem þeir hafa lagt í sölumar. Sá sem viljugur var að fórna lífi sínu á heimting á því þegar hann kemur aftur að ekki þurfi að hrekjast fyrir honum eða fjölskyldu hans. Yér búumst við því að enginn þurfi að efast um áhuga þeirra stóru manna sem gáfu hermönnum vorum flest loforðin og glæsilegust þegar þeir fóru. En ekki getum vér látið hjá líða að birta hér bréf frá heimkomnum hermanni sem særst hefir í stríðinu. Vonum vér að meðferð sú sem hann hefir átt að mæta sé undantekning en ekki regla, og gæta mega þeir sín hinir háu herrar ef nokkrir eru sem eins fara að ráði sípu og félagið sem hér er um að ræða. “Vorum vér að berjast fyrir frelsi eða dauða?” V. Spencer, hermaður, Nr. 51433, sem verið hefir á þriðja ár í skotgröfunum skrifar það sem hér fylgir: “Ég fór fyrst til Frakklands síðari hluta febrúarmánaðar, 1915, og fékk fyrsta frí til þess að fara til Englands eftir þriggja mánaða herþjónustu í skotgröfunum. Eg fór aftur til Frakklands og á víg- vifllinn og var þar þá í skotgröfunum 12 mánuði. pá fékk ég frí í annað sinn. 1 þriðja skifti fór ég til Frakklands og var þar einn mánuð, varð veikur og misti heilsuna fyrir fult og alt að nokkru leyti. Ég fékk mig lausan úr herþjónustu 31. janúar, 1918, og hvfldi mig eftir allar eldraunirnar þangað til 15. apríl, 1918, þá byrj- aði ég að vinna hjá Marshall-Wells félaginu fyrir $16.50 á viku. pegar ég hafði verið þar um tíma féll félaginu svo vel við mig að það hækkaði kaup mitt upp í $18.00 á viku þangað til að kveldi hins þrítugast^ september, 1918, að mér var sagt upp vinnu fyrirvara- laust. Félagið hafði þá heyrt að ég hefði gerst meðlimur í smásala og stórsala verzlunarþjóna félaginu. Eg hafði unnið þama alt sum- arið fyrir lágt kaup; hafði orðið að sjá heimili mínu borgið, sem ekki var stórt, aðeins kona mín, ég sjálfur og ungbam. Og nú er mér sagt upp vinnu rétt undir veturinn. Eg læt Wiimipegbúa dæma um það hversu sanngjarnlega þessu félagi hefir farist við mig. Nú horfist ég í augu við langan og kaldan vetur með veikburða konu og ungt barn. Kolaeinokunin heldur sitt strik, en mig brestur peninga til þess að kaupa eldivið. En auðmaður sá sem svifti mig vinnu hefir nægar kola byrgðir. Hann og aðrir hans líkar geta ver- ið hlýir, fullir og feitir í skrautlegum híbýlum; kuldagómar Mani- toba vetrarins má þeim ekki þótt þjónar þeirra séu berskjaldaðir fyrir öflum harðindanna. petta eru mennimir sem halda verkalýðnum í ánauð, og því lengui' sem þeim tekst að troða þá undir jámhælum þeini um meira fé græða þeir. Mig langar til að vekja Winnipegbúa til meðvitundar um það að stríðið teknr einhvem tíma enda. Svo er að sjá sem stóra menn- imir hugsi sér að þegar drengirnir komi heim þá geri þeir sér gott af dillu, en þar ætti þeim að skjátlast. Nú, einmitt nú á meðan stríðið stendur yfir er tíminn til þess að taka saman höndum og mynda fél- agsskap sér til varnar. pví má ekki gleyma að þetta verður að gerast áður en stríðið er úti. pað verður of seint sé það látið hólkast þangað til friður er saminn. Látum oss koma saman tafar- laust í sameiginlegu vamarfélagi—látum það ekki dragast; ekki einu- sinni til morguns. Hvernig haldið þér að sumir þeirra sem vinna hjá Marshall- Wells félaginu fari að því að komast af með $15.00 til $16.50 á viku •eins og nú er alt í háu verði ? petta félag borgar lægst kaup allra félaga í Winnipeg. petta er ekki kaup sem mögulegt sé að draga fram lífið á sómasamlega. Ög þetta kalla menn bezta land á guðs :grænni jörðinni! Verðlaunin sem ég fæ fyrir allar hörmungamar sem ég varð að þola og líða á Frakklandi era þessi: Heilsa mín er biluð æfilangt; ég fæ í eftirlaun frá stjóminni $5.00 á mánuði; ég er látinn vinna hjá auðfélagi fyrir sultarkaup, og rekinn frá því fyrir það að ég vildi hafa frelsi til þess að heyra til félagi stéttarbræðra minna. Eftir að ég hafði barist á þriðja ár erlendis fyrir frelsi, eftir því sem mér var sagt, og ég trúði; er mér í mínu eigin landi synjað um | það frelsi að tilheyra ærlegum félagsskap til þess að bæta kjör mín | og sjá borgið konu minni og bömum. Marshall-Wells félagið hótar því eins og fleiri hrokafull okurfélög, að loka dyram ef starfsmenn þess bindast samtökum til þess að bæta hag sinn; það hótar að hætta starfi í heilt ár. Auðvitað býst ég við að þeir geti framfylgt þeirri hótun og staðið eins uppréttir eftir sem áður; þeir standa á meðan á þeim gamla merg sem þeir hafa sogið úr beinum verkafólksins sem hjá þeim hafa unnið fyrir sultar kaup. pessar aðfarir auðfélaganna ættu að verða til þess að vrkja verkamenn og sameina þá í fjölmennan og öflugan félagsskap svo auðfélögin finni til. Menn sem stjóma félagsskap eins og þeim sem hér hefir verið lýst koma því til leiðar að ekki er líft í þessum heimi. Ég liefi reyrd að gera mitt bezta síðan ég kom heim úr stríðinu en þegar um annað eins ofurefli og annan eins órétt er að ræða og hér á sér stað er ekki mögulegt að ná rétti sínum. Vér verðum því að taka til þeirra ráða sem ein gagna—það eru almenn og sterk samtök í varnarskyni. Ég spurði herra Chandler formann félagsins, hver væri ástæðan fyrir því að ég væri rekinn. Hann svaraði því brosandi á þessa leið: ‘Ástæðan? Við verðum altaf að gera þetta öðru hvoru.’—Já, hann sagði þetta með kæruleysis brosi. Einn maður var þar sem unnið hafði í 15 ár hjá félaginu. Heyrst hafði hann tala um verkamannafélag og halda taum þess; einhver sagði félagsstjóranum frá því; var hann kallaður fyrir varaformann félagsins sem ávarpaði hann þessum kurteislegu orðum: ‘Farðu héðan til helvítis! Ég læt loka þessum stað fyr en ég samþykki að verkamannafélög hafi þar griðastað.’ ” Á það má'fólk reiða sig að verkamannafélag verður stofnað meðal þeirra sem vinna hjá Marshall-Wells félaginu. Til þess þarf talsverðan tíma, en baráttan er byrjuð. (Labor News 4. október, 1918). Verkíall og stjóraarákvæði Eins og frá var skýrt í síðasta blaði hefir stjómin í Ottaiva samþykt ákvæði sem leggur $1,000 sekt og sex mánaða fangelsi við því að gera verkfall (fyrir hvom einstakling). Um þetta ákvæði hefir verið farið mörgum orðum og misjöfnum af hálfu verkamanna og fleiri. pegar skipunin var ný útgefin gerðu mörg hundruð manns í Cal- gary verkfall og kváðust alls ekki skeyta banni stjómarinnar. peir kváðust hafa úrskurð Robertsons verkmálaráðherra fyrir því að verkfall væri með öllu löglegt samkvæmt brezkum reglum og rééttar- fari. pað sem hér fer á eftir birtist í Tribune á miðvikudaginn: “Moore mótmælir atferli stjómarinnar þar sem hún bannar verk- iöll. Hann lýsir því yfir aS verkamenn séu ákveðnir í því aS vinna stríðiS og áhugi þeirra í því efni sé lagður í stórkostlega hættu. Tom Moore, forseti hinna sameinuðu verkamannafélaga í Can- ada sagði í mótmælum sínum gegn ákvæði stjórnarinnar á móti verk- föllum: ‘Með klunnalegu yfirvarpi þess að stríð standi yfir sem þess krefjist ætti stjórnin að varast að eyðileggja áhuga verkamanna til þess að vinna stríðið með því að beita þá slíkri meðferð sem þeirri er hér er átt við og sá þannig sæði iðnaðarstríðs sem geri það að verkum að erfiðara verði að koma málefnum þjóðarinnar í samt lag aftur.’ 1 byrjun ávarp síns segir herra Moore að rétturinn til þess að gera verkfall sé grandvöllurinn undir brezku iðnaðarfrelsi og hann segir enn fremur að verkamennirnir yfir höfuð hafi notað þetta frelsi sanngjamlega. Hann bendir á að verkamáladeild sambandsstjórn- arinnar hafi birt yfirlýsingar sem sýni að í Canada hafi verið færri verkföll og séu enn færri en í nokkru öðru landi sem í stríðinu sé. pegnhollusta verkamanna sé sönnuð með þeirri dæmalausu þolin- mæði sem þeir sýni; en stjómin ætti að gæta hinna alvarlegu teikna iðnaðar óeirða sem yfir vofi og leggja niður eitthvað af hinu sýni- lega ranglæti, áður en það sé orðið um seinan. ” (Tribune, 10 bls. 16 okt. 1918). Verkamenn æfir yfir þeirri hótun að taka verkfallsmenn í her- inn. Staðhæfing Carvells veldur mörgum ámælum af munni verka- manna í Winnipeg. Verkamenn í Winnipeg hafa tekið staðhæfingu Frank Car- vells, ráðherra, um það að verkfallsmenn yrðu teknir með valdi og færðir í herföt sem beina áskoran til mótstöðu. Sumir leiðtogárnir tala um þetta með háði, aðrir skoða það sem blekking sem hafi engin áhrif. Einn þeirra, sem bitrasta mótstöðu veita þessari uppástungu er séra William Ivens, ritstjóri verkamanna blaðsins; honum farast orð þannig: “Stjórnarákvæðið frá Ottawa viðvíkjandi verkfallsmönnum og ofbeldi gegn þeim, er beint brot á brezkri stjómarskrá. peð er bein áskoran til verkamanna um mótstöðu, en verkamenn bíta ekki á öngulinn. Verkamannasamböndin ættu að kalla þing og skipa alment verkfall um alla Canada þangað til þessi stjómar á- kvörðun verður tekin aftur, og verkamanna þingið ætti að setja þrjá fulltrúa í stríðsstjómina, sem útnefndir væru af verkamönnum sjálf- um til þess að koma í veg fyrir að hagur Verkamanna væri fyrirlitinn framvegis. pá sem guðirnir ætla sér að eyðileggja gera þeir fyrst frávita. Á allar hliðar koma fram merki um andlega flogaveiki og hugsunar- lausar athafnir af hálfu þeirrar stjómar sem náði'meirihluta kjósenda með skríls aðferð og sem framkvæmir vilja sinn með því að beita bareflum.” Verkamenn hjá jámbrautarfélaginu lýsa því yfir að þeir séu ó- hræddir. pví var lýst yfir af verkamönnum í dag að verkfall það sem verkamannabræðrafélagið hefði hótað hefði ekki verið fullkom- lega afturkallað. peir sögðu að 8,000 manns eystra og vestra gerðu verkfall ef þeir fengju ekki kröfum sínum framgengt og víðsamlegir samningar fáist í Montreal í dag á fundi við stríðsnefndina. Verkfall það sem verkamannabræðrafélagið hótaði er alt annað en almenna verkfallið sem hótað er í Vestur-Canada til samhygðar við flutningsmennina sem verkfall gerðu. Verkamennirnir í Calgary frestuðu á þriðjudaginn hinn almenna verkfalli allra ver^kamanna- félaga þar og ákváðu að bíða í 24 klukkustundir aamkvæmt bciðni bæjarstjórnarinnar á meðan ágreiningsmálin eru rædd við Frank B. Carvell verkamálaráðherra og J. D. Reid, járnbrautaráðherra, (sern báðir eru staddir í Calgary í dag. pessir tveir ráðherrar lýstu því yfir í Calgary að þeir ætluðu sér að standa stöðugir með stjómarákvæðinu með það að beita valdi við verkfallsmennina. Skeyti frá Ottawa segir að undirbúningur sé í þá átt nú þegar að framfylgja stjórnarákvæðinu með valdi. (Tribune, 5. bls. 16. okt. 1918) Gott í eðli sínu Heimspekingar allra alda hafa deilt um það hvort fólkið yfir liöfuð væri gott eða.flt í eðli sínu-. Margar sannanir eða líkur hafa hvorirtveggja fært fram máli sínu til stuðnings. Flestum mun þó hafa fundist sem misskilningur, blandinn blekkingu væri aðal orsök þess þegar almennings álitið liallaðist á ranga sveif eða styrkti ilt mál, fremur en að það væri af meðfæddum vilja til þess áð styrkja hið illa og ranga. Vér höfum ávalt haft tröllatrú á fólkinú yfir höfuð. Oss hefir fundist það öruggari dómari ef það fengi að vera blekkingalaust, en þeir fáu inenn sem oft hafa náð áhrifavaldi hafa oft getað misbeitt því þannig að fólkið líti skakt á í svipinn og breytti þess vegna rangt óafvitandi, eða væri með hnefarétti hrætt og þvingað til þess að íylg.ja einhverju sem það í raun réttri hefði andstygð á. Aldrei höfum vér betur sannfærst um heilbrigði fólksins yfir höfuð en þennan stutta tíma sem Voröld hefir átt í vök að verjast. Aldrei hefir íslenzk alþýða tekið saman höndum eins alment og eins afdráttarlaust. Ef til vill er sú barátta sem blað vort á í algerlega einstæð í sinni röð. Fáeinir leiðandi menn og auðmenn í öllum flokkum beita öllum ráðum mögulegum á móti blaðinu, ep öll alþýða —fólkið yfir höfuð—í öllum flokkum hefir stutt það og styður með meiri samúð og alvöru en dæmi séu til. Voröld fylgir engri trúmálastefnu hér lijá oss, o£ lætur trúmál með öllu afskiftalaus, án þess að ritstjóri hennar fari í nokkrar felur með sínar eigin skoðanir í því máli. Einlægustu menn kirkjufél- agsins, ákveðnustu unitarar og heitustu nýguðfræðistrúarmenn styrkja blaðið jöfnum höndum. peir finna til þess að hér er aðc'ns um -stjórnarfarlslegt ofríki að ræða sem lífsnauðsyn er öllum aö berjast gegn ef kúgunin á ekki að setjast í hásæti. peir finna til þess og hafa sannfærst um það að Voröld hefir farið með rétt mál og vill tala máli alþýðunnar. Fólkið hefir alment sýnt það» í þessu að því má trúa og treysta þegar ekki er annaðhvort hægt að kúga það eð(t villa því sjónir. Fyrir alla þá aðstoð sem vestur-íslendingar hafa veitt þessu fyrirtæki; fyrir alla þá einlægni sem oss hefir verið sýnd; fyrir þau dæmafáu samtök og þá styrkjandi samhygð sem oss hefir verið veitt látum vér blað vort flytja öllum löndum vorum hugheitar þakkir Vér skulum ekki telja hér upp allar þær tilraunir sem til þess hafa verið gerðar að blekkja fólk og sverta oss; vér skulum einungis láta þess getið að þegar ársafmælissaga Yoraldar verður skráð þá verður margs að minnast og margt að þakka. Hefði það ekki verið fyrir frábært drenglyndi vestur-íslenzkrar alþýðu—og sérstaklega vestur-íslenzkra bænda—þá hefði, ef til vill, tekist að koma blaði voru fyrir kattamef, en sigurinn er þegar uimin að því leyti að ekkert getur heft né hindrað framtíð blaðsins. Fá orð í fullri meiningu i — Sir Thomas Whit.e kom til Saskatoon á fimtudaginn var í sérstök- um jámbrautarvagni, og um leið og hann byrjaði sigurlánsræðuna sagði hann fólkinu að kaupa sigurlánsbréf þangað til það meiddi— keisarann. petta var nú góð og blessuð athugasemd. En mættum vér í allri auðmýkt og undirgefni stinga upp á því að Sir Thomas slepti uglunni framan af nafninu sínu til þess að verða sjálfur nær fólkinu og seldi þenna sérstaka járnbrautarvagn sinn fyrir sigurlánið?— Wynyard Advanre. Kæri Dr. Sig. Jöl. Jóhannes.—Ég sá í Lögbergi sem út kom 26. september, 1918, spádóm um það livenær stríðið muni enda. Spádómurinn ^r bygður á tölum, sem sína fæðingar ár, aidur, hvenær komið til valda, hvað lengi verið við völö; á þeim töhim sem út koma byggir spámaðurinn endalok stríðsins, og af því það eru alt stór- höfðingjar sem þar eru til teknir datt mér í huga að sonda þér þennan við- auka sem fylgir: Lögberg fæddist ............... 1887 Giftist Heimskringlu........... 1917 Hefir lifað með henni, sem næst, eitt ár......................... 1 Er þrjátíu og eins árs gamalt.... 31 3836 Ef þessari tölu cr deilt með 2 verður útkoman............... 1918 og Lögberg komið í höfðingja töluna og að líkindum stríðið endi 1918. Gamall Spámaður í Grunnvatnsbygð. pað komst upp í réttinum á fimtu- daginn að Páll Reykdal var einn þeirra sem kært höfðu Hecla Press. Bréf kom fram við rannsóknina sem hann hafði skrifað stjórninni. Nán- ari fréítir síðar i Pessi vísa datt manni í hug í réttar- salnum á fimtudaginn: “Ritstjórinn um Reykháf blés, rógi að Júlíusi, hendur rétti Heródes honum Pllatusi.” Sagt er að Carl Thorson hafi dregið upp mynd af ritstjóra Lögbergs og Páli Reykdal—ágæta I sinni röð. Hjálpið drengjunum með því að styrkja sigur lánið. p Reiknaðu | Kostnaðin M ú fötum þínum um mánuðinn IJjj eða um arið ekki eftir verð- jjjj inu: Hobberlin fötin eru jjj þau sem hagkvæmast er að K kaupa. Gæði efnisins er það ! ■ sem lengi er haft í minni eft- B ir að verðið er gleymt. Búin til af skraddara eftir máli. $30 til $75 H THE HOUSE OF HOBBERLIN LTD. r 1 T ailors to the Canadian Gentleman 350 Portage Ave. BITAR i STYRKID SIGURLÁNID TIL þESS AD FRELSID MEGI LIFA!

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.