Voröld - 22.10.1918, Síða 8
Bls. 8.
VORÖLD
Winnipeg 22. október, 1918.
GIGTVEIKI
Vér læknum öll tilfelli, þar sem
li«irnir eru ekki allareiöu eydd
ir, með vorum sameinuðu að-
ferðum.
Taugaveiklun.
Vér höfum verið sérlega hepn-
ir að lækna ýmsa taugaveikl-
un; mörg tilfelli voru álitin
vonlaus, sem oss hepnaðist að
bæta og þar með bæta iriörg-
um árum við æfi þeirra sem
þjáðust af gigtinni.
Gylliniæð
Vér ábyrgjumst að lækna til
fullnustu öll tilfelli af Gyllini-
æð, án hnífs eða svæfingar.
Vér bjóðum öllum gestum,
sem til bæjarins koma, að
heimsækja oss.
Miner al Spr ings
Sanitarium
Winnipeg, Man.
Ef þú getur ekki komið, þá
skrifa eftir myndabæklingi og
öllum upplýsingum.
Nefnið “Voröld” þegar þér farið
eftir þessari auglýsingu.
Úv SBænum
Lítið þægilegt hús í St. James t>I
leigu. Góðir skilmálar. Fyllri upp-
lýsingar, Sími West 573.
Herra F. U. tr-ykjalín bi'lur Vor-
öld að gjöra svo vel og bnta utaná-
skrift sía-i sem er: F. H. Reykjalín,
Blaine, Wash., R. No. 2.
Jakob Helgason frá Kandahar var á
ferð í bænum í vikunni sem leið.
Wynyard Advance getur þess að
séra Jakob Kristinsson hafi gefið sam-
an í hjónaband 12. október, þau
Einar Thorgrímsson og Hönnu Odds-
son bæði í Wynyard.
Hósfreyja P. Anderson kom á fimtu-
daginn útan úr Grunnavatnsbygð
ásamt bömum sínum; hafði hún dval-
ið þar í nokkra daga að heimsægja
vini sina og vandafólk. J>au Ander-
sons hjónin eru sezt að hér í bænum
og verða hér vetrarlangt.
Síðastliðinn laugardag var úthlutað
verðlaunum til þeirra meðlima barna-
stúkunnar Æskan, sem bezt höfðu
sókt fundi síðastliðið starfs-tímabil
og hlutu þessir meðlimir verðlaunin:
Fyrstu verðlaun—Albert Goodman,
Emil Lúðvikson og Sigurveig David-
son, sem öll höfðu sókt alla fundina.
önnur verðlaun—Arnbjörn Jóhann-
esson og Ragnar Jóhannesson, er
mist höfðu fundarsókn aðeins einn
fund.
priðju verðlaun—Jónína Thorberg-
son og Salome Thorbergson er mist
höfðu fundarsókn tvo fundi.
Húsfrú G. Pálsson,
Húsfrú G. Búason.
Gæslukonur.
Guðmundur Davíðson frá Gimli kom
til bæjarins á föstudaginn. Kvað
hann líðan manna góða og engar merk-
ar fréttir.
Thorleifur Hallgrimsson frá Mikley
kom upp til Selkirk i vikunni fyrir
helgina í verzlunar erindum.
Skúli þingmaður Sigfússon frá
X.undar var á ferð í bænum fyrir helg-
ina Keypti hann hcr bifreið og ök
nonni alla leið heim.
Halldór J. Austman kom utan frá
Lundar á föstudaginn og fór heim til
síji norður til Riverton. Hann hefir
70 ið hjá Skúla Sigfússyni að undan-
fiíi nu.
ögmundur Sigurðsson lagði af stið
vestur til Argyle í vikunni sem leið.
Ætlar hann að ferðast um þá bygð til
þess að selja bókina, “Deilan Mikla,”
sem getið var í síðasta blaði.
Sigtryggur Arason, prentari fór
vestur til Vatnabygða nýlega og verð-
ur þar nokkurra viku tíma.
C. B. Julius er nýkominn utan frá
Brownbygðinni þar sem hann hefir
verið í lífsábyrgðar erindum.
Klemens Jónasson frá Selkirlc var á
ferð í bænum fyrir helgina. Hann er
að smiða vöruhús í Riverton og fór
þangað aftur í gær.
G. P. Thordarson hefir verið að
ferðast að undanförnu um Nýja Is-
land í erindum fyr'ir Voröld og Sól-
öld og gengið ágætlega.
Thordur Bjarnason frá Selkirk kom
til bæjarins í vikunni sem leið og fór
heim samdægurs.
1.
2.
3.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
ÍSLENDINGAR FALLNIR OG
SÆRÐIR.
óskar Melsted, Wynyard, særður.
A. Grandy, Wynyard, fallinn.
S. Austfjörð, Mozart, dáinn af sár-
um.
G. F. Guðmundsson, Mozart, særð-
ur.
C. Swanson, Glenboro, fallinn.
F. Helgason, North Star, týndur.
S. Stéfánsson, Portage la Prairie,
særður.
S. J. Eiríksson, Otto, fallinn.
G. G. Eiríksson, Reykjavík, dáinn
af sárum.
T. V. B. Abraliarmson, Sinc : ir,
særður.
B. Sigurðsson, Wincipeg Beach,
særður.
H. Jónasson, Cypress River, særð-
ur.
A. Björnsson, Baldur, særður.
Helgi Jóhannesson sem verið hefir
vestur í Vatnabygðum að undanförnu
kom þaðan aftur fyrir helgina. XJpp-
skeru segir hann allmisjafna þar.
Réttið hjálpar hönd.
lánið!
Styrkið sigur
Vér viljum draga athygli lesenda
vorra að auglýsingu Chevrier’s hér í
blaðinu. Jacob Johnston, af flestum
löndum vel kunnur, vinnur þar og mun
veita. hinar beztu viðtökur. Versl.
unin er íslendingum of vel kunn til
þess að um hana þurfi nokkuð að
segja.
Rakari í Riverton sem heitir Har-
aldur Jenkinson.
ManitobaStores
346 Cumberland Ave,
(60 faðma fyrir austan Central
Park).
GUNNL. JÓHANNSON, Verzlun-
arstjóri.
2 pk. Corn Starch ... 25c.
7 lbs. Beans ........ 50c.
25 lbs. Cabbage ..... 50c.
7 lbs. Mola Sykur....$1.00
5 lbs. Baking Powder ..$1.00
3 lbs. Coffee, ekta gott,
brent og malað.....$1.00
Kaupið Kartöflur áður en illviðrin
koma.
MANITOBA STORES
2 Talsímar: Garry 3063 og 3062
■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiininiii
Hjálpið drengjunum með
styrkja sigur lánið.
því að
Hversvegna sigurlánsbréf eru gefin út; og hvers
vegna menn œttu að kaupa þau.
Síðan stríðið hófst hefir það verið nauðsynlegt fyrir fólkið í
öllum löndum að styrkja mennina sem eru að berjast eins og vér
verðum nú að styrkja Canada herinn.
Áður en nokkrar þjóðir voru til, voru til flokkar, og þegar einn
flokkur réðist á nábúa sína þá urðu gamlir menn, drengir og stúlkur
að vinna þeim mun harðara og borða minna til þess að sjá hermönn-
unum fyrir vopnum, vistum og fatnaði.
Sama máli er að gegna í Canada þann dag í dag. Alt fólkið
sem ekki er komið í burt til þess að berjast verður að gera eitthvað
til þess að styrkja hermennina sem eru að vemda heimili vor og
fielsi vort.
En stríðið nú á dögum er háð í stærra stíl en hinar fornu flokka-
orustur. Stríð það, sem vér nú heyjum fyrir frelsi er háð með afar-
miklum tilkostnaði og dýram vopnum og þess vegna þurfum vér
bæði verkamenn og margar verksmiðjur.
En eitt það sem allra undrunarverðast er við þetta stríð er sigur-
lánið, sem gefur öllum tækifæri til þess að lána peninga sína til þess
að hjálpa til að borga fyrir þær aðdáunarverðu byssur og loftbáta
og kúlur sem notuð eru í stríðinu.
Sigurlánsbréfin eru blátt' áfram loforð um endurborgun, gefin af
canadisku stjórninni til fólksins fyrir lánið sem það veitir.
Og vegna þess að stjórnin verður að fá þessa peninga til þess að
halda áfram stríðinu til fullnaðar sigurs eru vextir þeir sem greiddir
eru hærri en nokkur stjóm nokkru sinni borgar fyrir lán á friðar-
tímum.
þannig er það að sigurlánsbréf árig 1918 gera þér mögulegt að
skrifa þig fyrir þínum hluta—ekki sem gjöf—heldur blátt áfram sem
lán—og Canadastjórnin skuldbindur sig til að borga þér vöxtu á
lánið á hverju misseri.
pað er heilög skylda þín að kaupa sigurlánsbréf. það er enn
fremur hagkvæmlegt—því þú gætir ekki fundið nokkurn stað þar sem
peningar þínir væru samtímis bæði eins öruggir og eins vissir með
það að vinna þér inn góða vöxtu eins og þeir eru í sigurlánsbréfum
1918.
Gefið út af sigurlánsnefnd Canada I
samvinnu við fjármálaráðherrarnn
í Canada.
Pte. Swani Johnston, frá Amesi,
særðist 3. október, af stórbyssuskoti í
hægri hendina.
ólafur ólafsson, héðan úr Winnipeg
varð fyrir gasi október 3.
O. A. Eggertson kom til bæjarins
fyrir helgina frá Mortlach í Saskatche-
wan. Hann ferðaðist um islenzku
bygðirnar á Kyrrahafsströndinni og
Alberta í sumar og hélt þar allvíða
samkomur til ágóða fyrir gamalmenna
heimilið Betel. Um það birtist
skýrsla I næsta blaði og fréttir með.
Styrkið Sigurlánið!
Húsfreyja S. K. Hall leggur af stað
núna í vikunni vestur í Vatnabygðir
til þess að halda þar söngsamkonur
Verður samkoma haldin í Wynyard 29
þ.m. og á Elfros 31. Húsfreyja B
Hjálmarsson á Wynyard verður til
aðstoðar við samkomurnar.
Styrkið Sigurlánið!
Jðn Norðdal frá Arboig var á ferð í
bænum á miðvikudaginn. Hann var
að kaupa áhöld til útgerðar og búast
til fiskivere. Hajm sagði þreskingu
um garð gengna þar nyrðra og upp-
skeru fremur góða.
John Johnson frá Arnesi var hér á
ferð á miðvikudaginn, var hann koma
hingað með konu sína sem dvelur I
bænum á meðan hann er úti á vatni,
en þangað er hann að leggja af stað.
Johnson er einn hinna öruggustu
styrktai manna Voraldar og er ekki
myrkur í máli sínu í þvi sambandi.
Styrkið Sigurlánið!
Húsfreyja P. Dalman og móðir
hennar húsfroyja G. Sölvason, fóru ný-
lega norður í Nesbygð og komu þaðan
aftur á miðvikudaginn. Með þeim
kom ungfrú Guðrún Thorkelsson frá
Nesi, hún fór heim aftur næsta dag.
Húsfreyja A. Sigurðsson lagði af
stað í vikunni sem leið vestur til
Stillwater í Saskatcliewan þar sem
maður hennar hefir verið um tíma.
Pau hjón setjast þar að. Mikill skaði
er að því í félagslífi íslendinga hér að
tapa þeim og verður þeirra saknað af
mörgum.
Styrkið Sigurlánið!
Sumarliði Sveinsson, málari, meiddi
sig í handlegg nýlega og hefir verið
frá vinnu þess vegna.
Stefán Eymundsson hér í bænum
hefir opnað vinnustofu til þess að
gera við bifreiðar og fleira að 647
Sargent avenue. Hentugt er það og
getur verið ábati fyrir landa sem
kaupa notaðar bifreiðar að ráðfæra sig
við hann; því hann hefir vit á því
hvort þær eru nýtar eða ónýtar og það
mikils virði.
Eiríkur Sigurðsson smiður er ný-
kominn fráD’Assey, Sask., þar sem
hann hefir dvalið um nokkrar vikur
hjá systur sinni og tengdabróður, hús-
frú Barney Hallgrímssyni og manni
hennar. par eru engir aðrir fslend-
ingar nema tveir bræður er heita
Björn og Magnús Gunnlaugssynir.
I kvæðinu "Græ^u,- pu Stjarna,” sen
birtist f Voröid 8. október, stendur
í annari línu annarap visu “lekja,” á
að vera “lykja.” Eru lesendur vin-
samlegast beðnir að athuga þetta.
Styrkið Sigurlánið!
Mál Voraldar komu fyrir á fimtudag.
inn og var frestað til næsta fimtu-
dags. pað er kurteisisskylda sem rit.
stjórar venjulega fylgja að tala lítið
um mál á meðan þau eru f höndum
dómarans, þeirri reglu fylgir Voröld.
En líklega verður leyst frá skjóðunni
á eftir.
Hjálpið drengjunum
styrkja sigur lánið.
með því að
Halldor
Methusalems.
Er eini íslendingur í Winnipeg
sem selur Columbia hljómvél-
ar og hljómplötur (records),
hefur nú til sölu íslenska,
Enska, Danska, Norska og
Svenska söngva. Skrifið eftir
verðlistum.
Swan Mfg. Co.
676 Sargent Ave.
Sími Sh. 971. Winnipeg.
Páll Guðmundsson, frá Gipsumville,
sem hér hefir verið um tíma er ný far.
fnn heim aftur. Hann fór norður tii
Gimli þar sem kona hans var um tima
og dvaldi þar nokkra daga. Páll er
nú að Berents River.
Næsti fundur stúkunnar Framþrá
verður þann 3. nóv. kl. 2 e. h. í I.O.G.T.
hall, Lundar. Meðlimir ámintir um
að koma því áríðandi störf liggja fyrir
fundinum.
Nfels E. Hallson,
Ritari.
fíaiNTS &■ Varnishes,
Heimilis fegurð
sem þýðir heim-
ilis fagnaður
Gamlir húsmunir eru
eins og gámlir vinir að
því leyti að þeir eiga
sælar endurminningar.
Ef því þú átt gamalt
borð, kommóðu, bókaskáp eða-
stóla sem þii hefir fengið frá
ömmu þinni, há haltu trygð við
það, verndaðu það og dubbaðu það upp þangað til það
verður sem nýir munir; skreyttu það með
SHERWIN-WILLIAMS
Varnish Stain
Sem gerir munina þannig að þeir verða einkennilega
fagrir og breyta gömlu svo að segja í nýtt. Gamlir
húsmunir þurfa oft ekki annað en að vera þannifr
smurðir til þess að fá aftur sína frumlegu fegurð. Litir
fást af svo mörgum tegundum og með svo margskonar
blæ að þeir breyta öllum viðartegundum.
MAR-NOT á gólf, húið til á gólf sem má ganga á
og dansa á ef þess þarf. Skemmist ekki þó vatn hell-
ist á það eða húsgögn séu dregin eftir því. MAR-NOT
er seigt, varanlegt og alveg vatnshelt, þornar á 8
klukkustundum, verður dauft þegar það mætir núning,
liturinn er ekki áberandi, mjög góður á harðviðar-
gólf.
SCAR-NOT á húsgögn og viðarverk; hefir orðið
til þess að snúa þúsundum kvenna til þess að líta eftir
heimilum sínum. þær nota SCAR-NOT til þess að
gera húsgögn sín ný og falleg. Jafnvel sjóðandi
vatn vinnur ekki á því.
REXPAR, til utanhúss notkunar á
hurðir og fleira—það er alveg vatns-
helt og verður aldrei hvítt hvað sem
á gengur.
Vér höfum fullar byrgðir af Sher-
wyn-Williams mál og áhurði. Spyrj-
ið eftir litaspjöidum, verði eða
hverju sem þér viljiö og þurfið.
■XOVER
THE
EARTH
Sveinn Björnsson, Gimli
Baraa- kvenna og karlmanna fatnaður áv>alt með sanngjörnu
verði. Skór,stígvél og flest annað sem að klæðnaði lýtur mun reyn-
ast endingarbezt, ódýrast og smekklegast ef keypt er hjá
S. BJÖRNSSYNI, Gimli, Man.
Kaupið “White Rose” Gasoline fyrir bifreiðar ykkar, það
bezt og ódýrast að fillmgarstöðinni á horninu á Central stræti
3rd ave., Gimli, Man.
S. BJÖRNSSON.
er
og
KOL! KOL!
Vér getum afgreitt fljótt og vel bæði HÖRÐ og LIN kol.
Beztu tegundir. Ef þér hafið ekki byrgt yður upp nú þegar,
þá komið og sjáið oss. Vér getum gert yðnr ánægða.
Talsími Garry 2620
D.D.Wood & Sons Ltd.
Office og Yards: Ross Ave., homi Arlington Str.
Vér mótmælum allir
—Jón Sigurðsson.
Afl í þjóðlífi Vestur-íslendinga, er Voröld
óneitanlega orðin—heilnæmt afl, sem reynir að
beita sér fyrir öllu því bezta og drengilegasta sem
til er í þjóðlífmu.
Undiröldur sálarlífsins, hinn forni, norræni
hugsunarháttur blossar þar upp. Tilfinningin
sem knúði forsetann til að segja “Vér mótmælum
allir.”—Senl knýr oss til að endurtaka það hárri
raustu, “Vér mótmælum allir!” þegar reynt er að
svifta Vestur-lslendinga rétti þeirra og frelsi.
Særifa þig fyrir Voröld,—ger svo í dag. Kostar
aðeins $2.00 um árið. Fæst enn þá frá byrjun.
I