Voröld - 11.02.1919, Blaðsíða 4
Bls. 4
VORÖLD.
Winnipeg, 11. febrúar, 1919
kemur öt á hverjum >rl3judegl.
Ctgefendur og eigendur: The Voröld Publiahing Co., Ltd.
Voröld kosta $2.00 um áriö í Canada, Bandaríkjunum
og á fslandi. (Borgist fyrirfram.)
Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson
Ráðsmaður: J. G. HJaltalín.
Skrifstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Farmers Advocate
Bldg. (gengið inn frá Langside Street)
Talsími Garry 42 52,
Verkamannamál
Alþjóðaþing verkamanna stendur yfir í Beme á Svisslandi, eins
og getið hefir verið urn í Voröld. Fulltrúi verkamanna frá Canada
sem Gustav Franz heitir lýsti því yfir að verkamenn mundu krefjast
þess að vinnutími í öllum heimi yrði ákveðinn 6 klukkustundir á dag,
og aðeins 5 daga vinna í viku. J>að hefir verið marg sýnt og sannað
að ef allir ynnu þyrfti enginn að vinna lengur en 3 klukkustundir á
dag. Miljónir manna eru á öllum tímum atvinnulausar í veröldinni,
en aðrar miljónir vinna baki brotnu svo að segja dag og nótt, og enn
aðrar miljónir liggja í svalli eyðslu og iðjuleysi. Verkamenn hafa
tekið svo höndum saman að innan skamms verður leidd í framkvæmd
kenning Páls postula sem segir: “ Sá sem ekki vill vinna, hann á að
svelta” og August Bebel sagði á þingi 1911 að stjórn sem léti það
viðgangast að menn sem vildu vinna væru atvinnulausir, hún væri
skipuð annaðhvort glæpamönnum eða flónum. þetta alþjóða verka-
mannaþing er haldið samliliða friðarþinginu; fyrst ætluðu sumar
þjóðir að neita þátttöku í verkamanna þinginu, og þar á meðal Bret-
land, en nú hefir Brunting, verkamanna fulltrúi frá Englandi lýst
því yfir að fullkomin þátttaka verði þar af hálfu Breta.
Alvarlegt verkfall hefir staðið yfir á Englandi, írlandi og Skot-
landi; kröfðust skipasmiðir og fleiri hærri launa og betri kjara og
fjöldi annara félaga gerði með þeim samhygðar verkfall. Allar sam-
göngur og flutningar töfðust og til stórra vandræða horfði. þess
var krafist að stjómin og herveldið skærust í leikinn, en ekki varð
af því, og endaði þannig að verkveitendur urðu að láta undan.
Blöðin segja þetta vera stórkostlegasta verkfall sem skeð hafi í berzka
ríkinu, og Winnipeg blöðin hafa það eftir verkamanna foringjum í
vikunni sem leið að þetta sé aðeins undirbúningur undir stjómar-
byltingu. Yerkamenn á Bretlandi hafa komið á alveg nýju fyrir-
komulagi þannig að þeir hafa kosið miðstjómir og stofnað deildir með
fullum ráðum um alt land. Til þess að gefa hugmynd um hvað um er
að vera þykir rétt að þýða hér nokkrar línur sem birtust í Tribune á
laugardaginn með stóru letri: “Gjörbreytendur (radicals) á Bret-
landi kalla verkfallið aðeins fyrirboða stórkostlegrar stjórnarbylting-
ar. Verkamenn í Clyde og Suður Wales héruðunum eru keppinautar
um það hverir þeirra verði fyrri til þess að hefja stjómarbyltinguna.
Opinber samkepni er milli verkamanna í Clyde og námumanna í Suður
Wales um það hvorir þeirra verði fyrri til þess að hefja stjómarbylt-
inguna. Gjörbreytendur lýsa því yfir að þessi síðustu verkföll á
Bretlandi sem 200,000 manns hafi tekið þátt í sé aðeins ákverðinn
fyrirboði þess að frá stjórn verði rekinn auðmanna flokkurinn og nð
verkamenn taki stjórn landsins í eigin heudur. Núverandi verka-
manua samtök sem hinir áköfustu hafa komið til leiðar eru eklci ólík
Bolsheviki fyrirkomulaginu á Rússlandi. Svo langt er þessum hreif-
ingum komið að \ erkamenn hafa stofnað hvern skólann á fætur öðr-
um þar sem kend eru fræði Karl Marx og annara jafnaðarmanna.
Til dæmis rná nefna stórt hús í Suður Wales sem verkamenn kalla
“Hvíta liúsið” þeir keyptu það fyrir $7,500 og kostuðu síðan upp
á það $2,000. parna hafa þeir stofnað skóla og eru eftirfarandi orð
höfð eftir forstöðumanninum: “Yið höfum hér allskonar jafnaðarblöð
og bækur. Við gerum ekkert til þess að fara leynt með starfsemi
okkar eða fyrírætlanir. Við kennum sálarfræði, félagsfræði, stjóm-
fræði og hvað sem er. Ekkert er til sem menn vilja læra að það sé
ekki kent héma. Hér eru menn alfrjálsir að ræða hvað sem þeir
vilja; engar takmarkanir á málfrelsi. Hér var hafin öflug mótstaða
gegn stríðinu og unnið að því að hætt væri að berjast sem fyrst.
Stríðið orsakaðist af fjárglæfraöflum. Ef eg mætti ráða þá skyldi
vinnutíminn vera aðeins 2 klukkustundir og allir verða að vinna. j á
væri enginn óþarfa auður; þá yrðu engin stríð; því þá yrði ekkert til
þess að berjast fyrir. Menn era að biðja um 8 klukkustunda vinnu-
tíma; eg vildi færa það niður í tveggja tíma vinnu, þá kæmust yfir-
ráðin í hendur framleiðendanna. Stjórnarbyltingin er okkur eins
viss eins og himin eða helvíti er trúuðum manni. Verkamennirnir
björguðu auðvaldinu við síðustu kosningar en þetta breytist. Við
ættum ekki að líða þetta fyrirkomulag lengur. Við höfum bara tórt
eins og þrælar í landinu. Við höfum ákveðið að uppræta auðvaldið.
Auðvaldið verður að fara alveg eins og allir aðrir valdaflokkar hafa
fallið úr sögunni. Nýir tímar verða að koma og þetta er byrjun
þeirra.”
þetta er aðeins lítið brot af þeirri grein sem Tribune flutti á laug-
ardaginn, og því er bætt við að stjórnin á Englandi þekki menn sem
séu að vinna í þá átt að koma á sama stjómarfyrirkomulagi. með
stjómarbyltingu og komið sé á í Rússlandi.
Eitthvert alvarlegasta verkfall í sögu Bandaríkjanna var gert í
Seattle í vikunni sem leið. Málmsmiðir höfðu fyrst gert verkfall og
krafist kauphækkunar, en þegar það fékkst ekki foru um 70 önnur
verkamannafélög út með þeim. Svo varð þetta alvarlegt að komið
var með fallbyssur á laugardaginn og því hótað að skjóta fólkið nið-
ur ef nokkrar óspektir yrðu—verkfallsmennirnir fylktu sér frammi
fyrir byssukjöftunum og hlógu.
Einn Jóninn enn!
, (Niðurlag)
5.—Canada reið líifið á innbyrðis samtökum og friði segir Jón.
þetta er hverju orði sannara. En var það þess vegna að menn og
blöð sviku frjálslyndu stefnuna til þess að ala hatur og flokkadrátt
milli trúarbragða deilda og þjóðarbrota hér í landi? Var það örugg-
asta ráðið til innbyrðis friðar? Mundi ékki hin sanngjarna jafn-
réttis- og þjóðstjórnarstefna Laurier’s hafa verið vænlegri til friðar?
6. —Með þessari eindrægnis- og samvinnu hugsjón að vinna stríð-
ið, komst samsteypustjórnin að með afarmiklum atkvæðamun, segir
“Ný-lslendingur” Hafi samvinna og eindrægni verið hugsjón sam-
steypustjórnarinnar, þá hefir Jón Bildfell felt rangan dóm yfir henni,
því hann hefir lýst því yfir að hugsjón hennar hafi verið sú að koma
sjálfri sér til valda—með öðrum orðum að vinna kosningarstríðið—
ekki hitt stríðið. Hvað segir nafni hans um það?
7. —Herskyldan var sjálfsögð segir Jón. Er nú Lögberg sannfært
um að svo hafi verið ? Sé svo, hvernig stóð þá á því að núvarandi
ritstjóri þess sá það ekki fyr en eftir 17. desember 1917? Var liann
þá blindur landráðamaður frá því 1914 til ársloka 1917 ? Með öðrum
orðum, haniT sá ekki nauðsyn herskyldunnar fyr en herskyldustjórn-
in var komin að—Að fylgja valdi og meirihluta er sumum fyrir öllu
hvað sem vesalings samvizkunni líður.
8. —Sir Wilfred Laurier hefir skjátlast stórvægilega segit' Jón;
og hann bætir því við að hann ætti að hætta flokksforustu. Eðlilegt
að Lögberg vildi það. Sé enn þá nokkur ærlegur blóðdropi í æðum
þess þá hlýtur ltann að renna til kinnanna þegar það hugsar um land-
ráðavitnisburðinn sem það gaf þeim mikla og góða manni einmitt þá
þegar hann barðist fyrir því sem allir töldu hjartapunkt frjálslyndu
stefnunnar í Manitoba—barðist fyrir fólksræðinu. Blaðið heldur lík-
lega að auðveldara mætti verða að skríða inn í frjálslynda flokkinn
aftur og hafa fatarskifti á ný svo lítið bæri á ef hinn hreini maður
Laurier væri farinn og annar tekinn við, sem ekki amaðist við úlf-
unum í lamba hjörðinni.
9. —Tilfinnanlegt segir Jón það vera að Sig. Júl. Jóhannessyni
skuli líðast að ösla um þverar og endlangar bygðir “vorar” Kanske
hann vilji fá blessaða samsteypustjórnina sína til þess að semja nefnd-
arsamþykt er banni öllum öðrum en jábræðrum Lögbergs að ferðast
um bygðir “vorar”? Annað eins hefir hún gert með fundarsam-
þykt, blessuð.
10. —“það þarf að drepa Lögberg” segir Jón að sé hróp og orð-
tak Voraldar og ritstjóra hennar. Vill hann benda á hvar það stend'
ur í Voröld? Annars er tæplega hægt að verjast því að láta sér detta
í hug maðui’inn sem átti svo vonda samvizku að hann heyrði bölbænir
allra alt í kring um sig, þó þeir þegðu. Nei, vér sannarlega biðjum
engan liðs í því skyni að drepa Lögberg. pað er sama gríllan sem
Heimskringla hafði um Lögberg þegar það var stofnað; það gat þá
ekkert erindi haft annað en að drepa Heimskringlu.eftir því sem frá
er sagt í næstsíðasta Jólablaði Lögbergs. Vér þomm sannarlega að
horfa opnum augum og standa óhöllum fæti frammi fyrir Lögbergi
án þess að skæla framan í lögregluna, stjórnina eða hervaldið, þótt
það mæli orð í vorn garð. Voröld er alls ekki hrædd að mæta Lög-
bergi og rökræða mál við það, ef slíkt væri mögulegt, en þar sem
svo miklar æsingar ráða að starfsmenn blaðsins vilja láta skjóta and-
stæðinga sína til þess að þurfa ekki að svara þeim, þar er ekki um
rökræðslu að tala. Slíkir æsingamenn hafa sannarlega ekki mikla
trú á réttmæti þess máls er þeir sjálfir flytja. Að því er Voröld
snertir krefst hún málfrelsis ekki einungis fyrir sjálfa sig heldur telur
hún sjálfsagt að önnur blöð hafi það líka; jafnvel önnur eins æsinga-
blöð og Lögberg og Heimskringla. Voröld trúir ekki á neinar prúss-
neskar byssur né fornþýzkan hnefarétt.
11. —Tilraunir Jóns til þess að rægja Voröld við bændur mis-
hepnast með öllu. þeir vita vel hvemig fjársöfnun til Hecla Press
var varið—þekkja allar ofsóknirnar—En það þykir oss eðlilegt að
vesalings Lögbergi sárni hvernig málið fór.—það var svo óvænt. Alt
var reiknað, en útkoman varð röng.
12. —Jón Rúnólfsson talar um Minto herbúðaferðir ritstjóra Vor-
aldar. Já, hann kom þar nokkrum sinnum, og var aldrei rekinn út—
það er meira en sumir aðrir geta sagt, og blessunarorð margra mæðra
era honum miklu meira virði í sambandi við þær ferðir, en þótt hann
hefði hlotið nokkur smjaðursyrði af vörum Jóns Runólfssonar. þó
mætti geta þess hér að hann Jón með hjartað í brókunum varð feginn
að leita aðstoðar vorrar í svipuðum erindum fyrir mann sem hann
vildi losa undan dýrðarlögum stjórnarinnar sinnar, en gat ekki, þótt
hann eignaði sér það seinna og væri stoltur af.
13. —Jón Runólfsson skorar á mæðurnar að muna eftir þeim mönn
um við næstu kosningar, sem líkt hafi verið við níðinga með rýtinginn
uppi í erminni. Já, vér vitum að þær muna eftir þeim.
14. —Jón Runólfsson biður íslenzkar konur að muna eftir honum
Norris við næstu kosningar. Vér teljum þetta vel til fallið. þær
a:ttu að muna eftir manninum sem vissi að hann gat ekki komist til
valda nema með því að lofa konum atkvæði, gerði það þess vegna, var
leosinn, veitti atkvæðin, en tók síðan höndum saman við erkióvini
kvennréttindamálsins til þess að svifta konur atkvæðisrétti í fyrsta
skifti .cem þær áttu að neyta hans.—Já, þær ættu að rnuna eftir hon-
um Norrís.
15. —Jón Runólfsson fræðir oss á því að Lögberg muni ljá Thos.
H. Johnssyní fylgi sitt við næstu kosningar. Sú tilkynning var álíka
þörf eins og ef hann hefði lýst því yfir að Jón þriðji í röðinni mundi
fylgja Jóni öðmm í röðinni og Jóni fyrsta í röðinni.—Sumar skepnur
eru svo þaígar og svo matelskar að þær fylgja herri sínum út í alt.
16. —Jón Riinólfsson, sem er innheimtumaður þeirra gömlu lijón-
anna, notar tækifærið til auglýsinga og biður menu að halda trygð
við Sameining’uj? og Lögberg—en gleymir Kringlu— -J4, hví skyldu
íslendingar ekki halda trygð við Lögberg? Blaðið sem kallar allan
þorra Islendinga landráðamenn. Samkvæmt dómi þess eru þeir allir
iandráðamenn í em atkvæði greiddu með stefnu fijálslvnda flokksins
í fyrra, og það sýna órækar skýrslur að allur þorri íslendinga gerði.
Vér höfum drepið á fáein atriði þessarar löngu rítsmíðar. Vér
höfum gert það með þeirri hugsun að Jón Runólfsson væri höfundur
hennar; sé tilgáta vor röng, þá gerir ritstjórinn svo vel að leiðrétta
það og munum vér biðja afsökunar á misskilningum, þegar einhver
annar gefur sig fram sem höfundur. En oss þótti eðlilegt að nafn
Jóns birtist ekki; bæði er maðurinn ekki hraustur og svo hefir rit-
stjórinn ef til vill álitið að það litla gildi sem greinin kynni að hafa
tapaðist ef menn vissu að hún væri eftir hann Jón Runólfsson.
Friðarþingið.
Friðarþingið hefir í einu hljóði viðurkent nauðsynina á því að
sinna alvarlega verkamanna málum. Fimm stórþjóðirnar sem þar
ráða öllu hafa þegar skipað nefnd til athugunar því máli og er talið
víst að ákvarðanir friðarþingsins þar aðlútandi verði fyrst og fremst
þær sem hér segir:
1. —Átta klukkustunda vinnutími.
2. —Fult frelsi til fundarlialda, fult málfrelsi og ritfrelsi um all-
an lieim.
3. —Fult frelsi til félaga myndana.
4. —ViðuL'kcnning fyrir því að störf lifandi manna séu ekki sama
sem hver önnur verzlunarvara.
5. —Réttur sjómanna til þess að yfirgefa skip.
6. —Bann gegn vínnu barna.
Talið er víst að verði kallað alþjóðaþing innan fárra mánaða þar
sem mæti fulltrúar verkamanna, vergefenda og stjórn; á þar að
ræða alþjóða verkamál og vinna í sambandi við alþjóða verkamanna
þingið í Berne. Stungið ei' upp á alþjóða verkamanna nefnd innan
alþjóðasambandsins fyrirhugða.
Bæði verkamenn frá Bretlandi og pýzkalandi leggja mikla á-
lierzlu á það að verkamálum sé ráðið til lykta á friðarþinginu; sömu-
leiðis fulltrúar verkamanna frá Bandaríkjunum. Hinar miklu og
almennu verkamanna óeirðir sem eiga sér stað í öllum löndum liafa
vakið friðarþingsfulltrúana til meðvitundar um það að eitthvað verði
að gjöra. Talsvert, óánrcgja á sér stað, og vex fremur en minkar, út
af því að hlutlausu þjóðunum er neitað um fulltrúa á friðarþing sem
hefir með höndum alþjóða löggjafarsmíði. Sömuleiðis þykir það
óréttlátt að fimm stór þjóðirnar er ráða svo að segja öllum lögum og
lofum í hinu fyrirhugða þjóðarsambandi—fimm þjóðir ráða öllu, þar
sem um 24 þjóðir er að ræða.
Bolsheviki stjórnin á Rússlandi hefir tekið tilboðinu um það að
mæta fulltrúum Bandamanna í Marmarahafinu. Hún setti það þó að
skilyrðum að Bandamenn kölluðu fyrst her sinn burt af Rússlandi og
var það gert. Eftir síðustu fregnum að ráða er líklegt að gott sam'
komulag takist milli Bandamanna á friðarþinginu og Rússastjórnar-
innar.
BÆNDUR OG BÚNAÐUR
EFTIR BÓNDA
I
1
þegar Voröld var stofnuð var því lýst yfir að hún yrði blað al-
þýðunnar; blað bænda og verkamanna. Lengi höfðu menn fundið
til þess að þörf væri á slíku blaði; þörf væri á blaði sem óhikað og
afdráttariaust byði auðvaldi og hnefarétti byrginn eftir því sem þor-
andi væri að gera. Og fólkið trúði því að ritstjóri þessa nýja blaðs
mundi ekki bregðast í þeim efnum. Islenzk alþýða mundi eftir því
að hann hafði haldið sama stryki og sömu stefnu allan þann tíma sem
hann hafði dvalið hér í landi. Islenzk alþýða mundi eftir litla blað-
inu lians “Dagskrá” sem hann gaf út í tvö ár í Winnipeg fyrir nálega
tuttugu árum; fólkið mundi eftir þeirri stefnu sem það blað fylgdi
þá, hversu óvinsæl hún var og hötuð á öllum háum stöðum; hversu
hann var ofsóttur fyrir þá stefnu og hversu ósveigjanlegur hann var
í alla staði til þess að víkja frá sannfæring sinni. Fólkið mundi eftir
því þegar hann vann við tjaldasaum og skrifaði blaðið sitt í hjáverk-
um og varði kaupi sínu til þess að kosta útgáfu þess þegar áskrifenda
gjöldin hrukku ekki til. Fólkið mundi eftir því þegar Lögberg og
Heimsk. fylgdu bæði þeirri stefnu að ofsækja það blað og það svo
langt að þau neituðu að prenta það þótt fyrirfram borgun væri boðin.
Fólkið mundi eftir því þegar hóað var saman hópum ungra drengja
á Ross stræti, þeir æstir upp á móti ritstjóra “Dagskrár” þegar hann
var að fara í vinnu sína og látnir kasta að honum mold, leir og grjóti
með þeim ummælum að hann ætti að vera sendur til helvítis. Fólkið
vissi fyrir hvað þessar ofsóknir voru og það mundi líka hver þessi
síefna var sem skapaði lionum alt þetta hatur og þessar ofsóknir.
Eg hefi fyrir framan mig eintak af litla blaðinu Dagskrá og er
stefnuskrá hennar þessi: 1.—Bein löggjöf í öllum liðum; 2. Algert
áfengisbann, 3. Fullkomið jafnrétti kvenna og karla; 4. þjóðeign opin-
berra nytja;
Nútíðarfólk sem ekki hefir fylgst með fortíðarstefnum getur
tæplega trúað því að þetta liafi verið kölluð uppreistarstefna fyrir
tuggugu árum og þeir ofsóttir sem vargar í véum sem henni fylgdu—
en sá er þó sannleikurinn. Fólkið mundi eftir því þegar Th. H. John-
son kom fram á North West Ilall til þess að halda uppi vörn fyrir
brennivínsliðið og herja á vínbannsmenn. Var þar bannmönnum
boðið að nota 10 mínútur af 3 klukkustundum til þess að halda fram
sinni hlið og Sig. Júl. Jóhannesson valinn til þess að nota þær 10 mín-
útur. Eg var staddur á þeim fundi og man enn í dag hversu. vel
þær mínútur voru notaðar. Fólkið hafði fylgst með stefnu Sigurðar
og starfi;; liann hafði aldrei hikað né vikið til hliðar um hársbreidd;
altaf haldið sömu stefnuunni; beina íöggjöfin, kvennréttindin og
vínbannið voru ávalt eflstir íánar á stöng hjá honum.
Og fólkið mundi það líka að þrátt fyrir mótstöðuna og ofsókn-
irnar og hatrið þá unnu þessi þrjú mál fylgi almennings ár frá ári.
pangað til jafnvel Lögberg félst á það sem siðbóta og menningar
málefni er það fyr hafði talið landráð, uppreist og stjórnleysi.
Frjálslyndi flokkurinn tók síðan upp nákvæmlega sömu stefnu
sem Dagskrá litla hélt fram áður, og að þeim sinniskiftum skeðum
tók fyrverandi ritstjóri Dagskrár við ritstjórn Lögbergs. Hefði það
þótt fyrirsögn 1902, og enginn trúað hefði einhver spáð. Fólkið
gladdist yfir því að sjá stefnu litla blaðsins Dagskrár vera orðna
stefnu stóra blaðsins Lögbergs með Sigurð Júlíus sem ritstjóra. það
þóttu miklar breytingar og góðar. Og fólkið tók eftir því og gladd-
ist af hversu eindregið fyrverandi stefnu Dagskrár var fylgt í Lög-
bergi þau þrjú ár sem það blað bar gæfu til að vera í liöndum Dr. Sig.
Júl. Jóhannessonar. En mesta gleðiefnið var það fólki og mesta
traustið og tiltrúna fékk ritstjóri Lögbergs þegar hann neitaði með
öllu að svíkja stefnu sína eða víkja frá henni þegar Lögberg var látið
hverfa frá frjálslyndu stefnunni og gerast málgagn afturhaldsins; þá
sá fólkið það svo enginn efi gat á leikið að hér var um mann að ræða
sem enginn öfl hræddu né kúguðu, og engir erfiðleikar né ofsóknir
gátu snúið frá því að halda fram þeim málum sem hann ávalt hafði
verið talsmaður fyrir. það var því ekki að undra þótt nýja blaðið
Voröld hlyti í byrjun mikið fylgi og fullkomið traust, einkum þar
sem menn vissu hversu mikið hugrekki þurfti til þess að stofna blað
með þeirri stefnu sem ritstjórinn fylgdi á þeim tímum.