Þjóðhvellur - 22.09.1906, Side 1

Þjóðhvellur - 22.09.1906, Side 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 2 REYKJATÍK, 22. SEPTEMBER 1906 I C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Reykjavík. Pósthólf A. 31. Telefón 10. DÓMARNIH. Þeir eru alls ekki samhljóða, dóm- arnir, sem »ÞjóðhYelhii'« fær hjá fjöldanum. Það er heldur ekki aðalatriðið. Fáir lifa á því til lengdar, að þeim sé hrósað og að þeir séu hafnir upp til skýjanna. Hitt er meira vert, að menn séu ekki um of rangeygir, er þeir líta á hlutina. Að dæma þá eins og vera ber, án misskilnings, það er listin. En öllum lýð er ekki sú list léð. Reynslan sýnir jafnan, að dóm- arnir verða eins misjafnir og þeir eru margir, um hvað sem verið er að ræða. Það vita allir þeir, er við eitthvað það fást, er fjöldinn á kost á að dæma um. Það veit blaðamaður- inn, skáldið og smiðurinn. »Þjóðhvellur« veit það líka. Einn hefur þau orð, að sér líki »Þjóðhvellur« vel, á því stigi sem hann sé. Annar segir, að í honum sé eitt- hvert hið mesta »bull«, er hann hafi lesið. Þriðji, að hann hafi lesið hann aftur og aftur og haft því meira gaman af honum, því oftar sem hann hafi lesið hann. Fjórði segir, að »Þjóðhvellur« sé fyrsta blaðið, sem hann haíi lesið frá upphafi til enda með jafnaðar- geði; hann sé svo greiður aðgöngu til lesturs, að hvar sem maður beri niður, sé stutt og liðleg smágrein, sem maður hafi skemtun af að lesa; engir þurrir landsmálabálkar, eins og í hinum blöðunum. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. Hann sé gagnólíkur þeim, og það sé stór kostur. Góður gæfi að hann kæmi út sem oftast, bætir hann við. Nokkrir, sem hafa örþunnan þankagang — og þyngri syndadrösul að draga en svona vanalega gerist — bera kvíðboga fyrir því, að frétta- spæjarar blaðsins — sem útlit séfyrir að með tímanum verði óteljandi — verði sífelt á hælum sér til þess að þefa upp og vega hvert atvik, ilt og gott, er fram við þá komi, til þess að geta svo margfaldað það með hundraði og birt það svo í blaðinu á eftir, þeim til skammar. Blaðið verði því tungu- og tæki- færishaft fyrir þá; þess vegna verði að drepa það með því að kaupa það ekki. Þarna er viskan(!) og hræðslan að sverjast í fóstbræðralag. — Hvernig líst ykkur á? Kvenfólkið — nokkur hluti þess að minsta kosti, eins og' sjá má á bréfi hér aftar í blaðinu — heldur, að »Þjóðhvellur« eigi að verða til þess, að gera »grín« og háð að því; — þess vegna sé sjálfsagt að spilla fyrir honum og kaupa hann ekki. Ekki vantar vitið þar og aðrar andans gáfur! Ekkert lieí'ur þó birst enn í blað- inu, sem kvenþjóðinni getur verið til miska. Síður en svo. Ymsir garpar — sem »mentunin« hefur þokað upp í metorða og mann- virðingastiga þjóðfjelagsins — eru andstæðir »Þjóðhvelli« vegna þess, að þeir, sem að honum standa, muni vera ómentaðir drenghnokkar, er enginn sómi sé að á þeim andans Jónatan Porsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. svæðum, er þeim, görpunnm, til- heyri. Svona liljóða dómarnir aftur og fram um allan bæ. — Ekkert blað hefur fengið eins mikið hrós og »Þjóðhvellur« — og fá víst eins mikla »skömm í liattinn«. »Þjóðhvellur« er harðánægður ineð þetta alt saman — og klappar lófum af gleði. Það er sönnun fyrir því, að hann hefir verið lesinn. Enda var sá tilgangur hans. Auðvitað 1 i f i r »Þjóðhvellur« því að eins, að hann verði keyptur. Verði þurð á því, deyr liann drotni s í n u m. Reykjavík om dag og oótt. Sundurlausar athuganir eftir Ber<*þór. Það er gaman í Reykjavík á haustin, þegar fólkið, sem sótti vinnu sina austur, vestur og norður, hefir safnast þar saman aftur eftir erfiði sumarsins, hita og þunga þess, — þegar sjómannaflokkurinn hefir haldið í höfn lieilu oghöldnu, komið skipum sínum fyrir á vetrarstöðv- arnar og falið veðri og vindi að gæta þeirra og líta til þeirra í náð og miskunn. Þá koma hópar pilta og stúlkna víðsvegar af landinu til þess að dvelja þar vetrarlangt og afla sér þekkingar úr þessu völundarhúsi visku og vísinda, — og flytja hana svo heim aftur með vorfuglunum til útbýtingar meðal annara lands- ins barna, sem hamingjunni þókn-

x

Þjóðhvellur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.