Þjóðhvellur - 22.09.1906, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 22.09.1906, Blaðsíða 4
8 IM Ó Ð H V E L L U R Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77. ÞJÓÐH VELLUR kostar 10 a. nr., borgast út í hönd; kemur út að morgni annan hvorn laugard., oftar ef vel gengur. Menn geta orðið fastir áskrifendur ef þeir borga hvern ársfj. með 50 au. —Augl.-þuml. kost- ar 1 kr. Hlunnindi veitt auglýsendum, og er þeirra getið þá er samið er um augl. Afgreiðsla blaðsins er til 1. okt. hjá Karl Bjarna- syni, Hverfisgötu 5, þar geta menn fengið blaðið keypt, og þangað leita drengir, er selja vilja blaðið í bænum. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg- staðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd.; veitir hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð- um og kemur þeim til ritstj. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn líka fengið blaðið keypt alla tíma dags. Eigi Þjóðhvellur nokkurt líf fyrir höndum, mun hann sýna áreiðanleik í öllum viðskiptum. Kaupið því Þjóðhvell. Og geti hann ekki unnið auglýsendum sín- um gagn og kaupendum skemtun, getur ekkert blað gert það. — hann getur víða verið án þess aðrir viti; það er meinið. — Lágu þar á borði tvö eintök af blaðinu og var mikið skraf- að um þau. Þótti mönnum ilt að vita ekki hverjir þessir »fimm« væru, og eins hver væri ritstj. — En hvað ábyrgðarm. snerti, komust þeir að þeirri niðurstöðu, að hann væri einhver unglingur, er væri að láta bera á sér — »blása sig út á á þennan hátt, svo hann hækkaði í verði«, gæti líka verið, að hann væri »leppur« einhvers stórgróðafélags, er ætlaði sér að »trekkja upp« bæjarbúa — með því að selja blaðið. Þessar gátur urðu að eiga sig, því ritstjórinn samsinli alt sem hinir sögðu og gekk á braut. Til athugunar fyrir 3 eða 4 heiðursmenn, sem standa í þeirri meiningu, að nöfnin efst í dálk- um blaðsins séu nöfn útgefenda þess, skal það tekið fram, að svo er ekki. — Þau eru sett þar, til þess að menn geti snúið sér til þeiirá með hagkvæm og greið viðskipti, er menn þurfa að eign- ast eitthvað það, er þeir hafa á boðstólum. 'z&r Vegna rúmleysis verður afar- margt að bíða, er koma átti í þetta blað. Aðsendar greinar berast »Þjóðhvelli« í bunkum. Á kvöldin. Inngangur. Þegar kemur fram i ágústmánuð, og húmslæðan, sem boðar komu haustsins fer smátt og smátt að færast yfir loftið á kvöldin, norðurljósin að leiftra og blika með alls konar litskrauti, stjörnurnar að senda skæra blysgeislana út í víðbláan geiminn, og sólin, er hefir afklæðst sinni glitofnu, dýrðlegu purpurakápu ogsveipað henni um skýbólstrana á vesturhimninum, gengið til hvílu Ægis með feimnislegum meyjarroða, fer fyrst að lifna yfirReykja- vík. Allir þyrpast út á göturnar til að Pétur Brynjólfsson, Ijósmvndari, Hverfisgötu. Reykjavik. Telcfón 70. njóta hinnar dásamlegu kvöldfegurðar. Stúlkurnar koma í stórum hópum, más- andi og masandi, hlæjandi og hvíslandi. En piltarnir ganga einn og tveir saman, enda þykir fullsannað, að það sé feng- sælla. Drífur alt þetta fólk að miðbæn- um úr öllum áttum, og hringsnýst þar hvað innan um annað. Stúlkurnar eins og smásólir, sem ýmist koma upp eða ganga undir við götuhornin — uns sum- ar þeirra hverfa með öllu —, en aðrar halda áfram hringsóli sínu, þar til hlut- verki þeirra er lokið, svo sem þeim voru sköp sett —. Kveldúlfur. 1 5 æjar-molar. í síðustu viku hljóp vitlaust veður í vit- firringaspítalann á Kleppi; hann stóðst sjálfur atlöguna, en íbúðarhússgrindin rauk um koll; við það brotnaði smáspíta — það var alt og sumt. »Nóg rekald á öllum Kleppsfjörum«, sagði fólkið, þótt vindur stæði á land. Til huggunar fyrir vissa menn bætir það við: „Þar blæðir Völundi óþægilega«. EittReykjavfkurblaðið segir,að ör síma- slit geti átt sér stað fyrsta kastið, því að í honum kunni að vera loftbólur (vindur) ekki óvíða. Engin má því undrast, þótt slíkur sími bregðist svona við og við. Með ýmsum götum í bænum eru for- arpyttir og safngryfjur. Ef að vökva þeirra væri veitt á einn stað, gæti þar orðið allra myndarlegasti menningarpyttur. — Væri ekki vegur, að heibrigðisnefndin vildi gefa þessu gaum ? Þetta er bara tillaga! Best að hún yrði útrædd áður en danskir þingmenn koma. Lækurinn okkar Reykvíkinga er af aul- unum kallaður fúlilækur. »Þjóðhv.« harð- bannar slíkt réttnefni. Hið nýja hús heilbrigðisfulltrúans heit- ir »Gimli«(sælustaður); það stendurskamt frá læknum að ofanverðu. Húsið er ram- bygt eins og Gibraltar. — Ruglaður liðs- maður úr „brandliðinu" hefði gott af að fá þar leigt —. Bæjarstjórnin hefur nú í nokkur kvöld —svona til viðhafnar, látið kveykja á ljós- kerunum gömlu. En þau viðbrigði, að geta nú lesið á bók um hánótt undir þess- um björtu hnöttum. Þau erti eins og ljóm- andi geislakerfi í samanburði við kolttrn- ar, sem nokkrir kaupmenn hafa við búð- ardyr sínar. — Laugardagskvöldið var ruku 5 ljósker með garnla laginu svo snildarlega, að sótflugnaregnið gerði nokkra „götu-túrista“ að negrum. Akafar umbætur hafa nú verið gerðar á mentaskólanum. Það er hvorki meira né minna en að 5—10 gluggum hefur verið dembt á þakið. Slík uppdubbun er annálsverð — kostar líka skildinginn. Hvað það átti vel við að breyta þannig gerfi hans úr því nafn hans breyttist á annað borð. Mikil eru þau stakkaskifti. Nú hefir verið gert svo velviðTempl- arasund, að engin hætta er á þvi fram- ar, að Templarar þurfi að vaða elginn upp Ibuxnastreng, áður en þeir skjótast inn á fundi sína.— Sparar það ekki ræstingu? Síðan lækurinn var gerður að höfuð- ræsi, hefir Lækjargatan verið nefnd: »Hin ilmandi slóð«. Eins og menn vita, hafa Templarar keypt Hótel Island. Eptir næsta nýár hafa þeir þar tögl og hagldir. Verða þar þá haldnir stúkufundir, haldnar ræður um sigur Templara á þessu spillingarinnar svæði, bænir þuldar og sungin sálmalög. — En sú breyting, maður! Hugsaðu þér bara! — I staðinn fyrir kornbrennivín og Karlsbergs-bjór og aðrar andans veigar teyga menn þar límónaði og sódavatn í stórum straumum. — Skyldi verða hörg- ull á magaslæmsku í bænum úr því? — Jæja—! »forretning« fyrir læknana! Nú er fjórða hver ungfreyja hér í Vík- inni orðin Björnsson, Teitsson. Snorra- son o. s. frv., o. s. frv. Að vera dóttir föður síns eins og 1 garnla daga úrcltist nú óðum, en »son« afa síns að ryðja sér til rúms og verða tíska. — Hvernig litist kailmönnunum á, að taka upp þann sið, að kalla sig t. d.: Björn Snorradóttir, Jónsdóttir o. s. frv., o. s. frv.? Menn hefðu sjálfsagt mikla ánægju af því — findu líklega fljótt mun á manngildi sínu!! Iðnaðarmenn eða verslanir, sem vilja birta nafn sitt og heimilisfang í Þjóðhvelli geri svo vel og sendi það til Gutenberg í umslagi með utanáskriftinni: ))Þjóðhvellur«. Kostar 1 kr. 6 sinnum. kaupir Pétur Zóph ón iasson. ÚTGEFENDUR: FIMM-MEXNINGAH. Afgreiðsla ))Þjóðhvells« er á Hverfisgötu 5. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.