Þjóðhvellur - 06.10.1906, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 06.10.1906, Blaðsíða 2
10 Þ J Ó Ð H V E L L U R Lifsábyrgðarfélagið »Standard«, Bergstaðastræti 3. Reykjavík. inn umhverfis hann, er heldur til herbúða sinna sigri hrósandi yfir einhverju, sem enginn sá eða skildi. — En viku síðar er sami maður orðinn eins og áður — óbreyttur liðs- maður í »dundi daglegs lífs«; hafði þá eiginlega slegið slöku við pré- dikanir.— Og svona gengur það. — Meira. Nýjasta nýtt Símasamband íslands við umheiminn var opnað til almennr- ar notkunar á Laugardaginn var, kl. 4 síðd., með »minni háttar viðhöfn«. — Ráðherrann hjelt ræðu, sem allir virtust dáðst að, nema 20—30 þjóðræðismenn, er hlustuðu á á móti vindi. Kvæði, sem Guðm. Guðmundsson hafði ort var sung- ið af söngflokk, og einnig „Eldgamla Isa- fold“, en viðstaddur fjöldi: synir og dæt- ur Gamla Fróns, gátu þá ekki, fremur en endrarnær við hátlðleg tækifæri, verið að þreyta raddböndin með því að taka lagið og raula undir sem kallað er; — að taka ofan höfuðfatið, meðan „Eldg. Isaf.“ var sungið, kom ekki öðrum í hug en söngmönnunum og örfáum öðrum í þyrpingunni. Auðvitað ber þess að geta, að fjöldi karlmanna komst með hendina upp að hattbarðinu, er hann sá söng- flokkinn taka ofan, en hendurnar sigu máttvana niður aftcr svo lítið bar á, en höfuðfötin sátu á sínum stað eins og þau væru lóðuð við með tini. — Eftir að ráð- herrann hafði talað, leið löng, óviðkunn anleg þögn, þangað til loksins að í ein-‘ hverjum rumdi, er sagði: „Island lengi lifi“, og var undir það tekið með fáeinum ósamhljóma röddum. — Ekki var hróp- að húrra fyrir konungi eða ráðherra, — enda forstöðunefndin, er fyrir þessu há- tíðahaldi stóð frábæjarstjórnarinnar hálfu, lfklega ekki álitið það brýna þörf, að vera að eltast við húrrahróp og hávaða að þarflausu — þótt þetta lítilræði: rit- síminn og talsíminn — væri opnað til almennra nota. — O-jæja, það gerir nú minst til. — Bara ef engin hefur syndg- að meira síðustu árin út af hraðskeyta- fyrirtækinu, en þessi nefnd úr bæjar- stjórninni, þá geta menn verið hárvissir um eilífa umbun. Úrsmíðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5. Telefón 137. Ja, þyí seg’eg það — nú og þá— O-já — víst stóð jeg þarna niður frá á laugardaginn, er símasamböndin voru opn- uð. — Múgur og margmenni stóð í þéttri fylkingu frá Nýju-bryggiunni og lang- leiðina suður að kirkju. Svei mér þá! „bændafundurinn« sællar minningarstóð mér svo greinilega fyrir hugskotssjón- um,—jafnfagur og tignarlegur sem hann þó var — og eg hlaut að bera atvikin nákvæmlega saman nú og þá: Nú var verið að fagna því fyrírtæki, sem átti að steindrepa árið áður. Engar raddir létu á sér bóla á þá leið, að fyrirtækið væri »þéttofinn svikavefur, »húmbúkk« eða hindurvitni«. Þvert á móti! Bros skein af hverri brá yfir þessari miklu menningarbót. Og svei mér þá, þeir Björn og Hannes gengu þarna hvor fram hjá öðrum eins og brosandi sólstafir. — Og fari eg þá b......hafi eg nokkurn- tfma fyr séð Hannes hafa hálsinn upp úr herðunum og Björn hendurnarí buxna- vösunum fyr en einmitt þá.— Svona geta mennirnir breytst á örskömmum tíma. — Það var eins og allir ættu von á skeyt- um einhversstaðar að úr veröldinni — en auðvitað brást sú von að öðru en því, að kongurinn sendi alþjóð samfagnaðar- skeyti — og þakka eg honum minn hluta af þvf, blessuðum. Högni. H..........vagnarnir! Hvar voru „pólitíin" á laugardaginn kl. 4? Hvernig er það —sjást þau aldr- ei, þegar þau geta gert eitthvað til þarfa? —Jeg er svo heitvondur út í þau, að eg gæti með gleði séð þau „leidd upp eftir“. Hugsið ykkurl Þegar þyrpingin stóð sem þéttust í Austurstræti, komu tveir vagnar austan götuna og riðluðu fylk- ingunni — annar vagninn var með hesti fyrir. Þegar eg ætlaði að ýta mér til svo eg yrði ekki fyrir hjólunum, var mér hrundið hranalega til baka svo það stóðst á stömpum, að hjólið klipti báða hælkappana af flunkurnýjum boxkalf- skóm, er eg var nýbúinn að kaupa mér í Edinborg og hrumlaði til stórskaða aðra löppina á mjer; maður, sem stóð skamt eitt vestar, misti bakstykki úr nýj- um sfðfrakka á þann hátt, að járngadd- ur, sem sóð út úr öðru hjólinu, festist 1 frakkanum. Sumir litu út eins og mold- arhnausar, því leðjan af hjólunum þurk- aðist utan í þá. — Það er allt annað en huggulegt, þegar maður heiðrar hátíðleg- ar samkomur með nærveru sinni, í þokka- legum fötum, að verða frá að hverfa þá G. Gíslason & Hay, umboðsverslun, Ilverfisgötu. Talsími 142. er hæst stendur, eins og rifið ræksni og grútforugur, vegna eftirlitsleysis frá lögreglunnar hálfu. — Og er það ekki hegningarvert og háðung mesta, að lög- regluþjónar skuli ekki stemma stigu fyr- ir vagna-umferð um þær götur sem eru alskipaðar fólki — líkt og þarna var á laugardaginn var ? II. Tunnustaflr flrenna. Fyrra föstdag, um hádegisbil, kvikn- aði í olíutunnu suðrá Melum. Það rauk og logaði í r5 mínútur, „brunakallarar" þeytlu horn sín í 25 mínútur, en „spraut- ur og brandlið" var nokkurnveginn í lagi eftir 30 mínútur — einmitt um það bil, er síðustu glæðurnar voru að kulna út — svo var dælt lofti á melinn, því eng- inn var vatnsdropinn — og þannig slokknaði eldurinn, — náttúrlega fyrir ötula framgöngu, sem að vanda, — og eðlilega sýndi það sig þarna, eins og annarstaðar, hvernig slökkvilið á að vera. Þvf eins og skiljanlegt er, vilja allflestir vera „pólitf', reka burtu strák- ana og stjórna með göngustöfum, — en sem betur fer lendir það erfiði oftast á „fínu mönnunum" í borginni, sem naum- lega nenna að bera skjólur eða dæla, heldur horfa á og verma sig við eldinn 1 hæfilegri fjarlægð. Enginn hnekkir virðist stafa af því fyrir „Þjóðhv.“, þótt enn þá sé hann hart dæmdur af mörg- um, og vonar hann, að það haldist sem lengst. Því miður hefur hann ekki rúm til að telja upp hinar ýmsu tegundir af skömmum, sem hann fær. — Þrjár eða fjórar stúlkur kalla hann afhrak og úr- þvætti íslenskra blaða — og eru það hin ágætustu meðmæli. Vottorð hefur hann fengið, undirskrifað með afarmik- illi mergð af upphafstöfum — þess efnis, að hann sé vitlausasta blað landsins, — líka eru það meðmæli og þau alls ekki af verri endanum — einkanlega, þegar samhliða er gefið 1 skyn í vottorðinu, að hin blöðin séu líka vitskert — þótt ekki eigi þau að jafnast á við hann. En hver vill efast um, að þau ekki nái honum með tímanum? Ekkert er eðlilegra en það, þai sem alt logar í framför. Gullgreftinum er haldið áfram með sama dugnaðinum og áður. Náman alveg óausandi fjár- sjóður — gefur lftið eftir Klondyke, að sagt er. Mikið á höfuðstaðurinn að

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.