Þjóðhvellur - 20.10.1906, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 20.10.1906, Blaðsíða 2
14 Þ.TÓÐHVELLUR Lífsábyrgðarfélagið »Standard«, Bergstaðastræti 3. Reyk.javik. Ungfr.'. Hafa þá allir andar sömu merkin? Spákr. Já, allir andar sem koma til min. En nú skulum við byrja; þú skalt styðja fingrunnm á borðið, en samt ekki mjög fast, og svo máttu ekki segja neitt ljótt. Nú kemur hann um leið og eg spyr. Spák.: Er andi i borðinu? (i högg með borðlöppinni.) Spák.: Heyrirðu? Nú er hann kom- inn. Er það N.? Bordið: Já. Spák.: Heilsaðu okkur með 5 höggum! Borðlöppin (heilsar með 5 höggum). Spák.: Komdu nú blessaður og sæll! Ungfr.: Komið þér sælir! Spák.: Ætlarðu að segja mér alt, sem eg spyr þig um, og segja mér alt satt; lofar þú því? Borðið: Já. (Hér er slept því venjulega trúlofunarhjali, og um- tali um nágrannana, sem borðið veit öllum betur. Þegar samtalinu er lokið segir) Spák.: Viltu kveðja okkur með 5 högg- um. Borðlöppin: 5 högg. Spák.: Vertu blessaður og sæll! Ungfr.: Verið þér sælir! Kæra þökk fyrir upplýsingarnar! Spák.: Þetta borð hefir sagt mér margt, sem allir vita ekki, og mér er óhætt að reiða mig á það. En þykir þér þetta ekki undarlegt? Ungfr.: Jú, ákaflega einkennilegt, og það hlýtur að vera áreiðanlegra en spilin. Spák.: Það eru ýmsir, sem halda því fram, að eg búi þetta til sjálf, en það get eg svarið, að eg segi aldrei annað en það, sem borðið segir. En hvað heldur þú að þú segðir, ef þú sæir fulla kommóðu dansa? Ungfr.: Er það mögulegt? Getur þú það? Spák.: Nei, eg get það ekki, en eg veit af manni, sem getur það; eg læt mér nægja litla borðið; það er langtum ljettara. Ungfr.: Eg þakka þér fyrir kaffið og alt, og nú verð eg að fara. Spák.: Fyrirgefðu góða mín, en mundu eftir að koma bráðum aftur. Eg verð að bregða mér til kunningjakonu minnar, en ef þú kemur 1 kvöld, geturvel verið að eg geti sagt þéreitthvaðl fréttum,—eg sé og heyri svo margt, og get því sagt frá mörgu. X. Þegar eg kom heim. (Aðsent). Eg var ekki lengi í utanferð minni síð- ast; en er eg kom heim aftur og sá öll þau ósköp, er borið höfðu við í Vfkinni á meðan, gekk svo fram af mjer, að eg stóð og horfði á þau með undrun og skelfingu. — Eg hef fengið orð fyrir að Úrsmíðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5. Telefón 137. vera fremur athugull og eftirtökusamur, enda rak eg strax augun í það, er „Laura" skreið inn hjá Engey, að klæðaverksmiðj- an var brunnin, og einnig, að Nýja-bryggj- an var 1 aðgerð og ýmislegt fleira, sem að vísu ekki vakti sérlega undrun mína þá í svipinn, því að eldseyðileggingar og stórframkvæmdir sér maður miklu stærri erlendis. En það var annað, sem jók undrunmína og það var hvað fólkið í Vfkinni var orð- ið breytt, — eg tók strax eftir því, er fyrsti báturinn kom út að skipshliðinni, sem auk flutningsmanna hafði mjög lítið annað innanborðs en fullorðnar konur. Eg sagði við samferðamann minn, sem stóð hjá mjer á þilfarinu: „Sýnist þér ekki þetta fólk þarna í bátn- um einkennilegt?" „Hvernig þá?“ sagði hann. „Sýnist þér ekki sumar af konunum hafa einkennilega stóran miuin — en aft- ur sumar einkennilega stór eyru}“ „Jú, það er alveg satt“, sagði hann,— „en sérðu ekki þessa tvo menn, sem þarna koma f hinum bátnum ? Þeir eru líka einkennilegir". „Að hverju leyti?“ „Þeir hafa báðir troðfull eyrun af baðmull". „Jú, vissulega einkennilegt; en þetta eru bestu kunningjar mínir, og erusjálf- sagt að sækja mig“. Eg hafði ekki tíma til að tala meira við samferðamann minn, því þetta voru einmitt þeir, er flytja skyldu mig í land, og kvöddumst við þá þegar. O hvað eg var kátur, er eg sá kunn- ingja mína, enda þótt þeir væru með baðmull í eyrunum; — eg spurði þá tíð- inda, en af því eyrun voru úttroðin heyrðu þeir ekki hvað eg sagði, en sögðu eins og út f bláinn, að hér í Víkinni gengi mjög skæð kjaftapest. — Datt mjer þá í hug, hvort það mundigott ráð til að sýkj- ast ekki, að troða ull í eyrun; eg ásetti mér samt að gera það ekki af því mig langaði til að heyra heillaóskir þær, er eg fengi, þegar eg kæmi til kunningjanna. Þá er við komum að bryggjunni, stóð þéttur veggur af fólki frá bryggjusporði og langt upp á götu. — En hvað flest af þvf fólki var munnstórt! Hvorki gerði að detta né drjúpa af margmenninu, en það leyndi sjer samt ekki, að allir vildu eitthvað segja. Kunningjar mínir og eg gengum upp bryggjuna sem var illfarandi.— Mér hafa oft dottið í hug þjófar og morðingjar í öðrum löndum, þá er eg hefi verið í margmenni, en aldrei hef eg álitið mig í eins mikilli lífshættu eins og einmitt þegar eg í þetta sinn gekk upp bryggj- una í Víkinni, því mjer datt ekki annað í hug, en að eg þá og þegar mundi hverfa Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77. í stóru munnana, sem stóðu opnirábryggj- unni, því satt að segja hafði alveg óvart orðið mjer samferðaung, ógift og ótrúlof- itð stúlka — en eg var nú giftur, ogkon- an var ekki með. Þegar við komum úr mannþrönginni, þótti mér ilt að geta ekki átt tal við vini mína, en til þess sá eg engan veg ann- an en að fá þá tíl að taka ullina úr eyr- unum, en við það var ekki komandi. — Mjer leiddist þetta svo, að eg sætti lagi og þreif ullina úr öðru eyra þess vinar míns, sem bæði er greindurog vfðlesinn og spurði hann hvernig á því stæði, að fólkið hjerna væri orðið svona einkenni- legt og vanskapað. Hann spurði mig þá aftur, hvort eg væri ekki svo fróður að vita, að væri einn hluti líkamans notaður meira en annar, yrði hann tiltölulega stærri,— eins og eg t. d. gæti sjeð á þessari konu, — en 1 þvf gekk hjá okkur kvenmaður, sem var mjög góð kunningjakona mín, áður en eg fór utan — enda þótt sumir létu það í Ijósi þá, að hún væri hreint ekki mál- stirð — en nú ætlaði eg ekki að þekkja hana. — En hvað konan gat verið orð- in umbreytt. Höfuðið var nú ekki orðið annað en munnur. Og hefði einhver annar átt í hlut en kunningjakona mín fyrver- andi, mundi eg segja að höfuðið hefði ekkert verið annað en voðalega stór kj...! „Er það af því að fólkið kj.... svo mik- ið, að það er orðið svona munnstórt“? sagði eg við hann. „Ekki er það af öðru", svaraði hann. „En, segðu mér eitt! Hvernig stendur á því, að eyrun á sumum eru svona stór?“ „Það stafar af því, að þeir hafa orðið að hlusta á það, sem stóru munnarnir hafa sagt“. „En hvernig víkur því við, að t. d. þið og svo margir aðrir hafið ull í eyrunum ?“ „Við gerum það til þess að þurfa hvorki að hlusta né kjafta neitt, annars kemst maður ekki hjá því að verða vanskapaður. Þess vegna vil eg ráðleggja þér, ef þú vilt komast hjá því að lenda í kjaftapest- inni, að troða í eyrun undir eins, — því pestin sú er sannarlega búin að gera nóg að þvf, að eyðileggja menn og konur, pilta og stúlkur hér í Vfkinni". Mér datt ekki í hug, eins og eg hafði þó hlakkað til að koma heim, að heim- koman yrði þannig. Eg ásetti mér að hætta ekki fyrri en eg væri búinn að komast að því, hvar pestin væii megnust; eg gekk aftur og fram um allan bæ, — og ætti eg að gefa læknfræðislega skýrslu, mundi hún verða á þessa leið: Miðbærinn: Tölpverð sóttarumleitun. Austurbærinn: Aköf hitasótt. Vesturb.: Sóttin á hæsta stigi (drepsótt). Að vísu hef eg nú ekki bakast í tíu ár

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.