Þjóðhvellur - 20.10.1906, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 20.10.1906, Blaðsíða 3
Þjóðhvellur 15 Pétur Brynjólfsson, Ijósmyndari, Hvcrfísgötu.________Reykjnvik.________Telcfón 76. á læknaskólanum, en eg segi það samt óhikað, að eg þori fullkomlega að bjóða bæði þeim og öðrum út, þegar um ran- sókn á kjaftapest er að ræða. — En er nokkur „bakaður eða óbakaður", sem vill taka að sér að lækna pestina? Eg er hræddur um að það verði fáir. — En eitt er víst, að í Víkina vantar góðan kjafta- pestarlæknir — en því miður get eg ekki bent á neinn í þetta sinn. Hamingjan varðveiti líka þann lækni, sem sjúklings vitjaði í vesturhlutanum. — Ja, sá ætti svei mér ekki upp á háborðið! Drauma-Jón. Pjóðhv. getur ekki felt sig við, að málæðis- pest eigi sér frekar stað í Vesturb., en annar- staðar í bænum, enda þótt hinn óþekti greinar- liöf. komist að þeirri niðurstöðu liér að ofan. cTiyasía nýtt. Húðskammaður var áb.m. þ. bl. fyrra laugard. af manni, hvers nafn vér ekki dyrfumst að nefna, en það leyndi sér ekki, að maðurinn hlýt- ur að vera andans maður mikill og skáld. Tilefnið mun hafa verið srnágrein ein undir fyrirsöginni „Bæjarmolar", í síðasta bl., er byrjar á þessa leið: „Areiðanlega er það sjúkdómur—“ o. s. frv. — Hugsun- arkerfi mannsins og hin skáldlega anda- gift komst á svo mikla ringulreið, að skelkur greip viðstadda áheyrendur, er nutu þó skemtunar í hálftíma, og virtust flestir játa, að aldrei hefði manninumtek- ist jafnvel upp og hafði hann þó margt skrafað og skrifað smellið um dagana. Fúkyrðin voru svo skáldleg og áhersl- urnar svo áhrifamiklar, að engum gat blandast hugurum hvers eðlis andi manns- insvarþá. Hugmyndaljóminn og kraftur- inn í hugsunarkerfi hans hafði þau áhrif á andlitsásýnd hans, að hún leit út eins og ógnandi þiumuský, er eldingum þeytir í ýmsar áttir, án þess að hirða um, hvort af því stafar skelfing og dauði. Frá aug- um hans þeyttist hagl og gneistar, er flaug í gegnum loftið með leifturs hraða; heilar runur af hrópyrðum þeyttust fram af vörum hans í alveg spánnýjum tón- tegundum, sem naumast eru finnanlegar í fræðikerfum tónlistarinnar, en hefðu þar líklega stórmikla þýðingu, væri þeim komið þar haganlega fyrir; menn litu svo á, að maðurinn hlyti að vera söng- snillingur, — og þannig héit þessari orða- hríð áfram, og gerðu menn ýmist að dáðst að manninum, eða þeim stóð stuggur af honum, — rétt eins og mættur væri á með- al vor einhver stórfeldur nútíðar Neró.— Ab.m. gerði lítið annað en skarnma Völ- und duglega í huga sínum fyrir að vera ekki búinn með „húsið innfrá", svo að Húsgagnaverzlun Guðm. Stefánssonar, Bankastræti 14. Telefón 128 maðurinn ætti kost á að gista Klepp og fá þar notalega hýsing, til þess að geta í góðu næði fylt upp aftur höfuð síns andlega tóm — því allir vitsmuna- og hug- sjónaskúrar mannsins höfðusennilega ger- tæmst eftir þettn nýafstaðna steypiflóð— er gekk út af honum með fossins hraða og fimbulróm. Hvílíkt voðatjón Þjóðhv. bíður við það, að maður þessi reiddist út af nefndum línum, er ekki auðið að giska á, en eins og geta má nærri, má búast við að það verði voðalegt!!!. En ef hann stendur í þeirri meiningu, að hann hafi „difið mér í“ með öllum hrópyrðum sinum og skömmum, þá vil eg geta þess, manninum til athugunar, að naumast eru dæmi til að nokkur hafi hleypt sjálfum sér jafn-myndarlega á sund í pytt sinnar eigin heimsku, heldur en einmitt hann gerði þettakvöld út af engu. Og varla mun Þjóðhv. hirða um að birta þær ferðaminningar, er sund þetta kann að gefa í aðra hönd. Ábm. »Þjóðliv.« Fjörið í fólkinu er nú, eins og eðlilegt er, síðan fjölg- aði í bænum, farið að færast í aukana. Götur bæjarins alskipaðar fólki hvert kvöld, hverju sem viðrar oghvernigsem færðin er. — Aðgangur óþægilegur i köfl- um sem eðlilegt er, því alt rekst hvað á annað og þvælist hvað fyrir öðru: vagn- ar, menn og hestar — það gerir Ijós- leysið. — En engir finna þó eins tilfinn- anlega til umferðarinnar eins og skóar- arnir, því vinnumenn og vinnukonur ganga í lestaferðum á hverjum morgni inn á skóaraverksmiðjurnar með þung- ar klyfjar í bak og fyrir af sundurtætt- um, skektum og gereyðilögðum skógörm- um, og heimta aðgerðir á þeim fyrir sól- arlag sama dag. — Víst má kalla velti- ár þegar svona gengur. Á sunnudagskvöldið var voru skemtanir mjög vfða í borginni. I Báruhúsinu varlifandi myndasýning ; húsið var troðfult út fyrir dyr, og engin stórslys áttu sér stað, en rétt áður en sýningunni skyldi lokið, greip áhorfend- urna svo mikill leiðinda-titringur yfir því að verða að fara, að óhjákvæmilegt þótti að lýsa því yfir, að næstu kvöld yrðu myndasýningar haldnar; hafði það sín áhrif og tóku menn aftur gleði sína. I „Iðnó“ var tombóla; húsfyllir var að vísu, en ágóði varð engin, að sagt var, og var það tilfinnanlegra en tárum taki, þegar þess er gætt, að „missiónin" kvað hafa átt að njóta hans. — Ekki var b. P. Clementz, vélfræöingur. Bústaður: Laugav. 39. Verkstæði: Hverfisgötu 6. Beykjavík. þar hættulaust að vera, því gólfið var þakið bollabrotum og títuprjónum. — Helmingur tombólugóssins var ódregið þegar síðast fréttist (um kl. 12), og er það beinlínis vítavert, hvað fólkið virt- ist ekkert „spent" fyrir þessu tombólu- rusli. — Nefnd þessarar tombólu ætti að geyma leyfarnar og halda allsherjar-út- sölu á þeim á sölutorginu væntanlega, sem, ettir vanalegri bæjarstjórnar-flugferð, verður opnað ekki síðar en um næstu aldamót. — Það ætti að borga sig vel. I Templarahúsinu var haldin skemtun sú, er gárungar nefna »skrall«; stóð það langt fram á nótt, og fengu færri snún- ing en vildu, því mannfjöldinn var svo yfirgnæfandi, — hefði líklega orðið minni ef fundur hefði verið — því það er ein- hver munur á því að fara á „ball“ held- ur en á fund. — En hvað sem um það er, komust flestir heim í háttinn, óleidd- ir, einhverntíma um nóttina, kvefaðir og dauð-uppgefnir, eins og vant er. Brugðist hafa mönnura vonir afartilfinnanlega að því er símskeyta- fréttirnar snertir í blöðunum hér. Flest- um virðist sem þau séu litlu fréttaríkari nú en áður, þrátt fyrir símann, og má það merkilegt heita, ef ekkert það ber við í hinum ýmsu löndum, er kaupend- um blaða hér þætti skemtun og fróðleik- ur í. —• Dagblaðið t. d., sem auðvitað ætti að geta flutt daglega viðburði hvaða- næfa úr veröldinni, er mestmegnis fult af auglýsingum og neðanmálssögupeðri, sem mörgum finst lítið í varið. — Það mætti þó virðast sem blaðið það hefði efni á, að afla sér útlendra fregnskeyta. —• Það tjáir ekki að bera á borð fyrir fólk her tómar auglýsingar — það heimt- ar mat með sem von er — og það er blaðamönnum hér skylt að athuga, þótt græðgin í auglýsingagjaldið sé orðin nokkuð víðtæk nú upp á síðkastið. Tímamót i æfi þriggja manna hér í bænum hafa verið látin vekja almenna athygli: Björn Jónsson, ritstjóri „Isaf.“, varð sextugur 8. þ. m., Magnús Stephensen, fyr landsh., sjö- tugur 18. þ. m. og Benedikt Gröndal skáld og alt mögu- legt, áttræður 6. þ. m. Allir eru mennirnir merkir og hefur hver þeirra sitt ágæti; og koma við sögu landsins hver á sinn hátt; en hvorki þeim eða öðium má þó hæla svo og hefja

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.