Þjóðhvellur - 20.10.1906, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 20.10.1906, Blaðsíða 4
16 PJÓÐHVELLUR Carl Ólafsson, ljósmyndari, Ansturstræti 4.____________________ Reykjavik. ÞJÓDHVELLUR kostar 10 a. nr., borgast út í hönd; kemtir út að morgni annan hvorn laugard., oftar «f vel gengur. Menn geta orðið fastir áskrifendur ef þeir borga hvern ársfj. með 50 au. —Augl.-þuml. kost- ar 1 kr. Hlunnindi veitt auglýsendum, og er þeirra getið þá er samið er um augl. Afgreiðsla blaðsins er t'l 1. okt. hjá Karl Bjarna- syni, Hverfisgötu 5, þar geta menn fengið blaðið keypt, og þangað leita drengir, er selja vilja blaðið í bænum. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg* staðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd.J veitir hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð- um og kemur þeim til ritstj. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn líka fengið blaðið kej'pt alla tíma dags. Eigi Þjóðhvellur nokkurt líf fyrir höndum, mun hann sýna áreiðanleik í öllum viðskiptum. Kaupið því Þjóðhvell. Og geti hann ekki unnið auglýsendum sín- um gagn og kaupendum skemtun, getur ekkert blað gert það. upp fyrir alt sem lifir og hrærist, að eng- inn sjáist blettur eða hrukka. Sannleik- urinn er sá, að þessir rnenn hafa sínar ■dökku hliðar og ýmiskonar rusl í poka- horninu, eins og við hinir, að ógleymdu því auðvitað, er þeir hafa vel gert fóst- urjörðinni. Barn (latt á lirammana í einn heilbrigðisnefndar-gosbrunninn við Bergstaðastræti fyrra sunnudag. — Hverjum mundi annars bera að bæta foreldrum þann skaða, ef barn biði tjón á heilsu sinni eða druknaði á þennan hátt — og sjá um útför þess? Skyldi það ekki dæmast rétt að vera, að hreinlætisnefndin gerði það? Andstyggilegt er margt utanhúss í þessum bæ, því verð- ur ekki neitað, en eitt með því lak- ara, sem maður sér er það, hvernig fjöldamörg hús eru útlítandi eftir götu- auglýsingarnar. — A hús, sem eru ný- máluð og snotur, er klest 3—4 auglýsing- um á dag, og eitir lítinn tíma er marg- harnaður pappírs- og klísturshaugur eftir ágöflumoghliðum húsanna. Þaðer furöa, hvað margir húseígendur þola slíkt. En ■er það ekki bæjarstjórnarinnar hlutverk, að leggja til auglýsingaspjöld og láta negla þau upp víðsvegar í borgina? „Þjóðliv.*4 tetrið, sem ekki flytur nein- ar auglýsingar svo teljandi sé, ber sig þolanlega, þótt ekki séu seld af honum nema 600 eintök hér í bæ enn sem kom- ið er, og leggur hann þó mikið 1 kostn- að: borgar */4 í sölulaun, há ritstjóralaun •og þóknun til fregnrita sinna. Hann græðir ekki einn eyri og tapar engu, og meðan svo helst lætur hann sitja í fyrir- rúmi að skemta fólkinu og rœða nauð- synjatndl., fremur en að auðga sjálfan sig á auglýsingum, sem mörgum er mein- illa við, ef þær bera lesmálið ofurliða, Kaffihúsið »Geysir« er tekið til starfa. Skólavörðustíg 12. Reykjavik. eins og hér tíðkast alt of mikið í hinum blöðunum, sem stendur. Menn verða að hafa mat sinn en engar refjar í þessu sem öðru, — því má ekki gleyma. Ýmislegt, sem koma hefði þurft í þetta blað, verður að bíða næsta blaðs. Ef vel væri, þyrfti Þjóðhv. að koma út vikulega, en meðan ekki selst meira af honum en aðeins fyrir kostnaði, þykir útgefendum það ekki vert. Dálítill arð- ur mundi auka ánægju og áhuga hjá útgef. hans, og hann verða notaður til hags fyrir blaðið og kaupendur þess. Úrsmíða-vinnustofa CARLS BARTELS Laugaveg 5. Talsimi 137, hefur til sölu úrval af: Úr-iiiM, líliilíliiini, loftþyngdarmæl- um, úrfestum ýmsra tegunda, hitamælum o. fl. — Viðgerðir á úrum vel og- sam- viskusamlega af iiendi leystar. UíC” V'in á stóru ÚRVALI meðnæstu skipum af gull- og silfurmunum. Hvergi hagfeldari viðskifti. 1 í jar-molar. Andatrúarmenn eru nú byrjaðir aftur á „særingum" sínum, að því er sagt er. Hafa þeir bækistöð í „Vinaminni". Að mönnum sé þar illa svefnvært og að draugagangur sje í öllu Grjótaþorpinu, er etlaust satt úr því »menn segja það«. —Skáldin, Jónas og Andersen o. fl., eru ekkert farnir að skrifa í „blöðin" ennþá „fyrir munn sinna spámanna", — gera það líklega ekki fyr en um veturnætur. „Sælir eru þeir er trúa, þótt þeir ekki sjái". Þeim blaðamanni bæjarins, sem mest gerir að því, að hjálpa föllnu fólki upp úr gjótunni við Bókhlöðustíginn, færir „Þjóðhv." innilegt þakklæti. Nýjasta ráðstöfun stjórnarinnar er það, að hún hefir látið flýta kirkjuklukkunni um Vhíma. Allir þeir, semekkinenna á fætur, hafa höfuð sín full af vantrausts-yfir- lýsingum vegna þessa gerræðis. Eins og marg-kunnugt er, lauk hrað- skeyta-bardaganum þannig, að loftskeyt- in urðu undir—biðu algerðan ósigur.— Orrustuvöllurinn við Rauðará verður nú hreinsaður von bráðar og háa tréð, sem þar stendur, mun upphöggvið verða", — svo fara þau trje, er ekki bera aðra á- vexti en deilur, tár og synd. — Það er því nokkurnveginn útséð um allan loft- skeyta-niðurgang hjer á landi næstu mán- uði. — Því er nú ver! Eitt blað bæjarins hefur beðið lesendur afsökunar á því, fyrir nokkru, hvað það hafi verið efnisrfrt til þessa. Það er ó- vanalegt, að blöð finni það sjálf, þegar bólar á slíkum sjúkdómi hjá þeim, því hann er afar-algengur eins og kunnugt er. En óneitanlega er það vel gert, að til- kynna það fyrir fram, þá er blöð eða menn bæta ráð sitt. En „Þjóðhv." getur eigi betur fundið, en að það hafi í þetta sinn verið nokkuð tímanlega talað. Öll loforð er betra aðefna, ef vel á að fara. Greinina um það, í einu blaðinu hjer, hvorum beri hærra kaup, þeim, er leið- réttir skriflegar æfingar í skól- ttm, eða hinum, sem m okar upp haug eða tekur upp grjót, ætlar „Þjóðhv." að taka til athugunar von bráðar. Gáta. Hver er sú hæna, sem einu eggi v-erpir hvern virkan dag í viku, en jetur þau síðan öll síðdegis hvern laugardag? Getur bæjarsjóður ekki sparað sér skildinga með því að láta hættaað kveikja kolurnar gömlu, sem eru í nálægð við björtu luktirnar, sem ýmsir kaupmenn eiga? Þær gera þar ekkert gagn, en minna svo óþægilega á ötula bæjárstjórn. Þótt lofskeytatréð við Rauðará sé hætt starfi, er ekki loku fyrir það skotið, að Þjóðhv. birti lofskeytatfðindi. Byrjaeftil vill í næsta blaði. En eftirprentanir verða bannaðar blaðamönnum og öðrum. Þeir, sem vilja gerast áskrifendur yerða að horga 50 a. fyrirfram fyrir ársfjórðunginu; fá þeir ininst (! blöð með þéttsettu lesmáli. þjóðhv. er til sölu á þessum stöðum: Hverfisgötu 5, Laugav. 19, Bargs.str. 19. Drengir, sem selja vilja blaðið, geta snúið sér þangað. Sölulaun: 25 a. af krónu. ynts konar ritjöng fást keypt á I.auyai eg nr. lí>. Sömuleiðis ýmsar giiðar bækur ög skemtilegar. Munið að eiga viðskifti við þá menn, er birta nafn sitt og heimilisfang efst í dálkum þessa blaðs. Enginn iðrast þess. Iðnaðarmenn eða verslanir, sem vilja birta nafn sitt og heimilisfang í Pjóðhvelli geri svo vel og sendi það til Gutenberg í umslagi með utanáskriftinni: ))Þjóðhvellur«. Kostar 1 kr. 6 sinnum. ÚTGEFENDUR: FIMM-MENNINGAR. Prentsmiðjan Gutenberg. Afgreiðsla ))Þjóðhvells« er á Hverfisgötu 5.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.