Þjóðhvellur - 03.11.1906, Síða 1

Þjóðhvellur - 03.11.1906, Síða 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 5 REYKJAYÍK, 3. NÓYEMBER 1906 I C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Reykjavik. Póstliólf A. 31. Telefón 10. Benedict Gabriel Benedictsson, skrautskrifari, Austurstræti 3. Beykjavík. Bækur, ritföng o. fl. á Laugavegi 19. „Líkamleg og andleg vinnaA I blaði einu, þó ekki of merku, (frá 9. okt.), er grein með ofannefndri fyrirsögn. Er þar komið fram með spánnýjan sam- anburð á þvf, hversu laun kennara við skólana hér í bæ séu lítil í samanburði við laun þau, er verkamenn fá, er 1 als- konar stritvinnu ganga. — „Ekki til að hugsa að fá mann til að aka vakni eða gera annað handtak fyrir minna en 35— 50 a. um klst. og oft hafa menn ekki vilj- að vinna fyrir það, en fengið 1—2 kr. um klst.“, segir blaðið. Þetta er slúður, eins og nú skal sýnt. A vorin og sumrin, þegar líkaml. vinna er hér mest, og bezt er borgað fyrir hana, fá menn hæðst 35 a. um klst.; á haustin eru 25 a. borgaðir, því vinna gerist þá stopul og margir um hana, svo bæði Pétri og Páli er hægðarleikur að fánægan vinnu- kraft fyrir það verð. — Meðaltal þess kaups sem goldið erpeim mönnum,er að nefndri vinnu ganga, verður pví alls ekki hærra en 30 a. um klst., pann tíma af árinu, sem peir annars eiga kost á vinnu. Ennfr. segir blaðið: „En andleg vinna (kensla í skólum) er borguð hér við almannastofnanir með 30—90 au“. Þetta er líka ran g t. Sú vinna er borguð með 50— 90 a. um klst. Meðattal pess kaups sem goldið er fgrir kenslu í mentastofnunum hjer, mun pví verða minst 65 a. um klst. — meira en helmingi hærra en verkamenn fá fyrir verstu stritvinnu. Ummæli blaðsins um það, að verka- menn fái hér 1—2 kr. um klst., er, eins og allir geta skilið, hauga-endileysa, er að eins stenst próf á skrifstofum sannsöglinn- ar málgagna. Sannleikurinn er því sá, að maður, er að stritvinnu gengur, fær fyrir 12 klst. vinnu sama kaup og kennarar við skóla hér fá að meðalt. fyrir 5‘/2 klst. vinnu. Og því munu menn ekki sjá neina goðgá framda, þótt kennarar verji 2—3 stundum heima fyrir til að leiðrjetta skrifl. æfingar nem- enda; — þeir hafa mikið hærra kaup en Jóhann Árraann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. umræddir verkamenn þrátt fyrir það, — um það þarf ekki að deila. Með þessu er því als ekki haldið fram hér, að kaup kennara geti talist of hátt, — síður en svo. En hversu lág eru þó ekki laun verka- manna, borin saman við hin, — þau eru naumast lífvænleg eins og stendur! Og hversu hlægilegt er þá ekki af blaöa- manni, að hrópa um hærra kaup til þess opinbera, fyrir hönd kennaranna hér, með þann samanburð á vörum, að lúsalaun verkamanna séu hærri en þeirra ? Hvílík dauðans fásinna! Verkamenn hljóta að krefjast þess af hvaða blaðamanni sem er, að hann vitni í þeirra sakir af sanngirni og viti — og hagnýti sér ekki hin örlitlu laun þeirra á þann veg, að hækka þau tyrst í málgagni sínu framt að helmingi og nota þau slð- an til þess að fá launum annara þokað upp — er als ekki eiga frekar heimting á launahækkun en verkamenn. — Eða dirfist nokkur að mótmæla því, að starf þeirra sé ekki jafn-nauðsynlegt og nyt- samt eins og t. d. kennara, og ýmsra embættis-gæðinga landsins? Menn vita það greinilega, að vegur verkamanna 1 lífsbaráttunni liggur ekki að sjóðum hins opinbera, er þeir krefj- ast hærri launa til að geta lifað sóma- samlegu lífi — sá £r vegur embættlinga og hinna ýmsu er þaðan taka laun sín. — Samíökin — þau eru verkmannanna fjár- sjóður, þeirra afl og máttur, sem ryð- ur ranglætinu af stóli, en réttlætinu braut, — og þessi máttur er nú fyrst alvarlega að færa út kvíar hjá ísl. verkamönnum, — líður varla á löngu, verði menn samtaka, að hann ekki sýni sitt sanna gildi. — En úr því blaðið tók að bera sam- an kaup kennara og verkamanna, þá segi eg óhikað, að verkamenn eiga í raun og sannleik heimtingu á sama kaupi og jafnvel hærra kaupi en nefndum kenn- urum er goldið. — Lítum t. d. á vinnu- örðugleikana og berum þá saman: Kennarinn nýtur ofnhitans og ýmsra þæginda meðan á starfi hans stendur,— en verkamaðurinn slítur kröftum sínum, með bogið bakið í misjöfnum veðrum úti á bersvæði: við kolaburð, saltburð, pæl- ir í mold og grjóti og ýmsum skítverk- um — og fer síðan heim til sín, slæptur Jónatan Þorsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. og dauðþreyttur og illa til reika, — ham- ingjan veit um húsakynnin sem hann býr 1 og matinn sem hann leggur sjer til munns. — Út í það skal ekki farið hér. Þetta eru tveir óllkir samanburðir, en — hárréttir. En — er nú annars nokkur von til þess, að blaðamaður, sem baðar í rósum á skrifstofu sinni og lifir hagstæðu lífi ár- ið um kring, geti sett sig í spor verka- manna og talað um eða vitnað 1 þeirra kjör af nokkurri pekkingu? Nei! við því er ekki að búastl. Þetta getur h a n n huggað sig við f svipinn og aðrir athugað. H. B. Ókeypis auglýsing. 1. Lag: O, það hlessað inndæli. Vesalt áfram dregst hjá drótt Dagblaðið með skottið mjótt, Hviður fœr af hitasótt, Harla snautt af merg og þrótt; Með skoplegt skálda-raus, Slcgnsemi ber i daus, — Pess veiki visku-haus Er veill og púðurlaus. Reykjavík 111 dag og nótt. Sundurlausar athuganir eftir Her<£t>ór. (Frh.). Nú er tombólanna tími, eins og Reykvíkingar vita. — Við komumst ómögulega hjá, að koma við á einni tombólunni og skýra dálítið ná- kvæmlega frá, hvernig þar er háttum hagað, því þar af getum við nokkuð ráðið, hvernig gengur á öðrum. — Ekki verður komist yfir það alt í þessu blaði og verða lesendur að hafa þolinmæði. —

x

Þjóðhvellur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.