Þjóðhvellur - 03.11.1906, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 03.11.1906, Blaðsíða 3
Þjóðhvellur 19 Pétur Brynjólfsson, ljósmyndari, Hverfisgötu. Reykjavík. Telefón 76. miklu til flutnings peninganna í bankann. Einkum þóttist eg vita, að honum kæmi það vel nú, eftir að hann er farinn að hafa útsölu á Dagblaðinu og alt fyllist eintóm- um tvíeyringum, auk allrafimmauraneftó- baks-kaupanna. En þegar eg var í þessum hugleiðingum, heyri eg alt í einu einhvern hávaða að baki mér. Eg leit við og kom brátt auga á tvo kvenmenn hinum megin götunnar, er voru að þrátta um það, hvor þeirra skyldi víkja úr vegi fyrir annari. Hvor um sig þóttist hafa fullkomna heimild til þess að halda beint áfram leið sinni. — Eg er ekki mikið fyrir það gefinn, að sletta mér fram í deilur manna, allra síst ef stórveldi eiga í hlut, eins og hér átti sér stað. En þó fanst mér, að eg gæti ekki með góðri samvisku staðið hjá og horft á tvær heiðurskonur berast á banaspjótum, þó aldrei nema væri í orði. Eg gekk því til þeirra og reyndi að sýna þeim fram á, að þær yrðu gárungunum til athlægis með þessu háttalagi. Sagðist eg gera þá miðlunartillögu, að þær vikju báðar nokkuð til hægri hliðar, þannig, að þær kæmust leið sína. Sú, er að vestan kom, kvað hina eiga að ganga stéttarbrún- ina, en það gerði hún ekki, og því viki hún ekki einn þumlung. Hin sagðist ein- mitt vera á ystu brún gangstéttar, og því til sönnunar tylti hún sér á stein-nibbu, er stóð þar upp úr veginum, og et hún viki úr vegi, yrði hún að fara út á akveg- inn og yfir sorpræsið, sem œtti að liggja meðfram hverri gangstétt. Eg sá, að hér þurfti skjótra úrræða, og datt mér þá í hug uþþdrátturinn af Miðbœnum, sem eg var nýbúinn að fá í hendur og til allrar hamingju var með í vasanum. Eg dró hann upp í snatri og mældi á honum breidd gangstéttarinnar, skrefaði síðan stéttina og sýndi og sannaði kvenmönn- unum, að ysta brún gangstéttar væri réttum tveimur fetum ofar, og því væri hvorug þeirra á stéttinni. Þær sefuðust lítið eitt við þetta, og fyrir viturlegar fortölur varð það úr, að þær vikju hvor um sig eitt fet til hægri hliðar. Slðan rendu þær hvor fram hjá annari með feikna hraða, en hattarnir á höfðum þeirra rákust svo hart á, að þeir snerust við, og varð af hár brestur, líkt og þegar skreiðarskip renn- ast hjá, hausabaggarnir snertast og þús- undir þorskkvarna hringla 1 einu. — Kunn- ingi minn, sem eg sagði frá þessu æfin- týri, sagði, að eg ætti skilið að komast í sáttanefnd fyrir viðvikið. * , * - . . * I sambandi við framanritað sögukorn, getum vér ekki varist þess, að taka til í- hugunar hina alvarlegu hlið þessa máls. Nær helmingur (austurhluta) syðri gang- stéttar Austurstrætis er orðinn svo troð- inn, eða sokkinn, að óvíða getur greint takmörkin milli akvegs og stéttar. Þegar margt fólk er á gangi, fara því margir út Húsgagnaverzlun Guðm. Stefánssonar, Bankastræti 14. Telefón 128 á akveginn, en hver heilvita maður sér (að minsta kosti þeir, sem hafa verið í er- lendum stórborgum) hvllík hætta það er, þar sem er sífeld vagna-umferð, að vér ekki nefnum bifreiðina hans Thomsens, sem altaf er á fleygiferð fram og aftur um bæinn, eða kolavagnana frá Edinborg með 320 punda skippundin. Hér þarf eitt- hvað að gera. Bæjarstjórnin ætti sem allra fyrst að láta hlaða upp stéttina, svo ekki komi til þess, að mál verði höfðað gegn henni fyrir banatilræði við íbúa borgar- innar. Högni. c)~ijasta nýtt. Ur bréfabaulinum. Srona kemst hann að orði: »S. G., er tældi til samlags við sig úti í haga lausláta hálfbjánastelpu drukna, er dæmdur í 8 mán. betrunarhúsvinnu". Þannig leyfir blaðamaður sér að haga orðum sínum um ógæfusama stúlku, sem leidd er á glapstigu — viti sínu fjær. — Það er svo ónærgætnislega að orði kom- ist — bæði gagnvart stúlkunni og aðstand- endum hennar, ef nokkrir eru — sem frekast má verða, og er blátt áfram til minkunar, og virðist, því miður, bera vott um alt of mikinninnbyrðis lubbaskap. — Enda þótt stúlkan kunni að vera lítil- sigld, sem engum getum skal leitt um, eru þessi ummæli um hana jafn-tuddaleg eins fyrir það, — og varla mundi ritstjór- inn hafa hagað þannig orðum sínum, ef um honum skyldari mann hefði verið að ræða. — Svona er að vera umkomulaus og yfirgefinn! — 8—2. Bruiiarnir. Sannarlega er það einkennilegt, ef að blaðamenn höfuðstaðarins gera sér það í hugarlund, að þeir vinni Reykjavík eða öðrum kauptúnum landsins gagn með því, þegar þeir eru að þvaðra um það, aðþessieðahinn bruninn sjeafmanna- völdum. Er það ekki bæði þeim og öðrum hulið, þegar ekkert sannast við rjettar- rannsókn? Að gefa í skyn að ástæðulausu, að hér úi og grúi af brennivörgum, getur ver- ið stórtjón fyrir landið og afarviðsjár- vert að fullyrða slíkt, nema augljósar sannanir séu fyrir. Skyldu slík ummæli ekki getá átt sinn þátt í væntanlegri iðgjaldahækkun sem ef til vill kann að verða heimtuð af hús- eigendum frá hálfu brunabótafjelaganna ? f’. I’. Clementz, vélfræöingur. Verkstæði: Laugav. 39 og Hverfisgötu 6. Rvík. Væri svo, gerðu blaðamenn og fleiri réttara í því að vaða grynnra. L. Blöðin eru nú orðin býsna mörg hérna, og það segi jeg, að Ég fse engri undrun lýst yfir því, þótt sumum þeirra veitist örðugt að basla fyrir tilverunni, en auðvitað fer það eftir því, hversu þau kunna lag á, að koma sér við fólkið, og eftir því, hversu efnisrík þau eru. Og þó efnisrýr sé Blada stundum, og lítið annað en augl., þákem- ur það þó fyrir, að hún flytur greinar, sem eru lesandi.-—„Reykjavfkin" er tölu- vert fjölbreytileg að efni, en með því hún átti að vera (og er það víst) viku-útgáfa „Dbl.“, og þess vegnu lítið annað 1 henni en það, sem í því hefur staðið; enda segja sumir áskrifendur „Rvíkur" hér í borginni, að ekkert sé í henni nema upptugga. Og þó það væri svo aldrei nema ..plata ' gegn áskrifendum, eins og sumir vilja segja, þá trúi eg því ekki. Fyrir sveita- menn er hún þó að minsta kosti ágætt frjettablað, eins og sjá má á greinunum: „Raddir almennings", sem staðið hafa í „Dbl.“, og „Rvík“ flytur væntanl. í dag. Og Ef ókunnugur segði svo að það væri nú ekki gott að vita hvað- an þessar „Radddir" kæmu, er eg viss um, að allir kunnugir myndu segja, að — hann sýndist líkur flóni—s að hugsa til þess, að fara að gagnrýna, eða efast um nokkuð það, er „málgagn sannsöglinnar“ flytur. „Sannleikur er alt, sem það blað flytur", mundi eg svara til þess; og ef ókunnugur enn spyrði: „Og úr hverjum? — Engum, sko, er það kunnugt", mundi eg þá svara: utan honum Jóni“, sem er ritstj. blaðsins, og hjá honum færðu ekki neitt að vita um það, þótt svo að þú byðir honum fimm aura. Kunnugur, í kirkjuna niína fór eg einn sunnudag í sumar sem oft- ar; tók eg mér sæti á bekk í miðri kirkj- unni, niðri; var þar að eins einn ung- lingspiltur fyrir. — Þegar presturinn var kominn á að giska aftur í miðjaræðuna, varð mér litið til piltsins, sat hann þá íboginn og rýndi í bók, — hélt eg fyrst, að það væri sálmabókin. Eg ýtti mér samt ofurhægt nær honum, — því bölvuð forvitnin ásótti mig þá sem oftar — og komst eg þá að raun um, að það var Sæmundar-Edda, sem pilturinn las. —

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.