Þjóðhvellur - 17.11.1906, Blaðsíða 1

Þjóðhvellur - 17.11.1906, Blaðsíða 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FROÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 6 IIEYKJAYÍK, 17. NÓYEMBER 1906 I C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Reykjavík. Póstliólf A. 31. Telefón 10. Benedict Gabríel Benedictsson, skrautskrifari, Austurstræti 3. Reykjavik. Bækur, ritföng o. fl. á Laugavegi 19. Meö þessu t>laöi er i. ársfjórðungur Þjóðhv. útrunninn, og eru þeir, sem verið hafa áskrifendur að blaðinu þennan ársfjórðung beðnir að endurnýja áskrift sína, og borga næsta ársíj. (6 blöð) fyrirfram með 50 aurum, ef þeir vilja halda biaðið á sama hátt og áður. — Ennfremur eru þeir, sem birt hafa nafn og heimilisfang í blaðinu, beðn- ir að gera því aðvart um, hvort það á að standa áfram eða ekki. „Horniu“. Það þóttu bæjarbúum ill tíðindi í fyrra, er kunnugt varð, að Lúðraflokkurinn hefði rofið félag sitt og afhent bæjarstjórninni plögg sín. Og verri grikk gátu „horna- menn" ekki gert bæjarbúum. Það var því engin furða, þótt mönnum fyndist það gieðitíðindi og framfaravottur, er það varð hljóðbært hér á dögunum, að lúðraflokkurinn væri „upp aftur ris- inn" og fengi bráðum ný hljóðfæri og fullkomnari en þau gömlu. — Þessi fregn flaug eins og ör um borgina; menn komust á loft og hrópuðu: „Lúðrafélagið lifi!" Þessi hvíld hjá lúðrafélaginu, er numið hefur rúmu ári, hefur orðið til góðs, að mínu álíti, því hún hefur bókstaflega fært bæjarbúum heim sanninn um það, hvað þeir hafa mist. Menn hafa saknað þess- ara hljómsterku hljóðfæra afartilfinnan- lega með köflum, því að ýms hátíðahöld hafa orðið mjög snauð að skemtun og léleg einungs vegna þess, að lúðrana hefur vantað. Margir hafa gefið lúðrafélaginu sök á þessu og látið þess getið, að stórmenska þess og leti hafi ráðið því, að þeir hættu að „spila á hornin". En sökin er alls ekki hjá því, heldur bæjarbúum sjálfum. Menn muna sjálfsagt eftir tombólunni, sem lúðrafélagið hélt síðast; menn litu naumast við henni; meira en helmingur góssins gekk ekki út; en sú tombóla var Jóhann Ái'mann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. undantekningarlaust hin eina, þá um haustið, sem gersamlega „fór 1 hundana". Það var þvf ofureðlilegt að lúðrafél. sviði þetta sárt,— en tólfunum kastaði þó fyrst, er alþingi svifti®) fél. þessum lítilfjörlega landsjóðsstyrk í fyrra (bændafundarsum- arið), enda var álit flestra, að sá nirfils- háttur þingsins hefði verið hreinasta háð- ung. — Og er lúðrafél. sá, að verk þess var vettugi virt og smáð af þjóð og þingi, — hættu þeir að „spila fyrir fólkið", og verður því ekki sagt, að þeir hafi gert það að ástæðulausu. — Það flaug um eyru manna eftir í. ágúst 1 fyrra, að meiri hluti þingsinshefði blátt áfram svift* lúðrafél. styrkinum vegna þess, að fél. gerði það fyrir „Þjóðræðismenn" „bændafundardag- inn", að blása lagið, sem á við erindið: „En þeir fólar" o. s. frv. En hamingjan ein veit, hvort fyrir því er nokkur fótur, — naumast er það trúlegt —en sannleikur er það, hvað sem hver segir, að 6 eða 7 stjórnarvinir létu á sér skilja, að „horna- menn" ættu skilið, að vera sviftir*) styrk- inum af þeirri ástæðu. — En það ætti að vera fyrirgefanlegt, þótt menn láti eitt- hvað skaðvænt leika um varir sér þegar heilbrigð hugsun fær ekki að njóta sín fyrir margrödduðum misskilningi og póli- tískum eldibröndum. En alviskan ein veit, hvort lúðrafélagið hefði nokkurntíma vaknað til þessa lífs, ef svo heppilega hefði ekki viljað til, að konungur vor ætlar að koma að sumri. Og hræddur er eg um, að ráðstafanir frá hærri stöðum hefðu ekki hrært við lúðrafél. svona fljótt, hefði konungs ekki verið von. I sambandi við það, sem að framan er sagt, get eg ekki bundist að geta þess, hve tilfinnanlegt það var fyrir þjóðhátið- arhaldið í sumar er leið, að lúðraflokkinn *) Þar sem hinn heiðraði greinarhöf. segir hér, að þingið hafi í fyrra svift hornaflokkinn styrk, er það ekki rétt, því þingið veitti þá fél. styrk í eitt skifti fyrir öll; smelti honum þannig fyr- ir munninn á hornaflokknum sem eilíf- um græðiplástri, svo að þingið kæmist hjá styrkbeiðslum úr þeirri átt framvegis. — En með þeirri aðferð má segja, að þingið hafi svift hornafél. von um styrk í framtíðinni frá þess hálfu. Ritstj. Jónatan forsteinsson, kaupm., Ilúsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. vantaði - enda ber öllum saman um, að aldrei hafi þjóðhátíðargleði hér verið jafn léleg og sárvesöl, eins og í sumar, — en einkennilegast af öllu, og hlægilegast, var það, er skrúðgangan rölti um götur bæ- jarins með trommugarminn í brjósti fylk- ingar, — og naumast hefði meira „grín" verið gert að skrúðgöngunni, þótt gargað hefði verið á „harmoníku" í fararbroddi. En slík skrúðgönguforusta verður von- andi ekki endurtekin eftirleiðis á þjáðhá- tlðum Reykjavíkur ef túdrafélagid lifir. Hornavinm. Reykjavík 11 dag og nótt. Sundurlausar athuganir eflir öeríiþór, (Frh.). ----- Við lilutaveltuborðið í sunnan- verðum salnum, andspænis dyrun- um, stendur ung stúlka, frið sýn- um og myndarleg. Hún segir við sjálfa sig, alla eða engan: »Það lítur sannarlega út fyrir, að liér ætli að verða þröngt«; eru þá þrengslin orðin svo mikil, að lítt þolir meira. — Verslunarmaður, með eyrun á réttum stað, stendur skamt frá stúlk- unni og horfir á glingrið á borðinu annað veifið. Hann víkur orði að því, er stúlkan sagði, og samsinti því. Meira þurfti ekki. Það hafði sín áhrif; þau hófu samtal. Eftir litla stund segir hann: »Þóknast ekki frökeninni, að draga einn drátt, eða svo?« Hann dreg- ur 5-krónaseðil úr veski sínu og rjettir henni. »„Takk“ fyrir. Ekki spillir, þó maður reyni „lukkuna“«, segir hún, tekur við seðlinum dálítið hikandi og lítur í kringum sig. Eftir augnablik kemur hún með samanbrotinn snepil og réttir hon-

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.