Þjóðhvellur - 17.11.1906, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 17.11.1906, Blaðsíða 2
22 Któðhvellur Ursmiðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5. Telcfón 137. uin. »Þetta hlýtur að vera happa- dráttur«, segir hún. »Því miður ekki. Lítið þér á, fröken«. Snepillinn var auður. — »Gerir hrorki til né frá. O, drag- ið þér aftur! Takið þér eftir: nú ltomið þér með tölustaf«, sagði hann. »Almáttugur! Það er óþolandi! Eg e r svo óheppin! Þér getið ekki t r ú a ð, hvað eg g e t verið óhepp- in«, sagði hún, hló yndislega og velti vöngum. »Verið þér nú ekki að þessum efasemdum. Sjáum nú til, fröken«, sagði hann og benti henni á núm- era-hylkið, — sem geymdi haming- juna og töfrar hverja einustu sál, er sækir þessar samkomur. Hann brosti á eftir henni — þessu ein- kennilega veiðimannabrosi piltanna, sem er svo algengt í Víkinni. Svo kom hún aftur. »Þetta er dráttur; það get eg „dáið upp á“«, sagði hún og rétti honum. »Já, og hann víst ekki af lakara tæginu«, sagði hann efablandinn og greiddi sundur miðann. »Sjáið þér til! Númer 1000. Fyrirtaks drátt- ur, fröken! Eg þori að sveija það!« Þau hlóu bæði; voru eins innileg og þau hefðu þekst í margar vikur. Þau gengu nú langs með borðinu austur á við, og biðu þess, að hlut- urinn fyndist, en það gekk treglega, og var þó kappi beitt. »Var það númer 1000?« kallaði af- greiðslukona við austurálmu borðs- ins. »Já, einmitt það! Númer 1000!« svöruðu þau bæði undir eins. »Það er líka svo lítið! Fjörutíu króna barnavagn, „flunkunýr" og í „elegant standi“!« hrópaði afgreið- slukonan og öfundin skein út úr hverjum andlitsdrætti. — Hún hefur víst átt smábörn heirna. — Og það var satt. Vagninn var nýr og ljómandi fallegur; mesta þing. »Þetta getur maður nú sagt að sé dráttur, góða fröken«, sagði versl- unarmaðurinn hátt. En svo hvísl- aði hann í eyra hennar: »Fyrir- boði nýrra tíðinda!«. »Hvað gat hann meint?« spurði Lifsabyrgðarfélagiö »Standard«, Bergstaðastræti 3.Reykjavik. hún sjálfa sig augnablik. Hún braut ekki heilann meira um það. Það var enginn tími til þess. »Jú, hluturinn er góður og nyt- samur«, sagði liún dálítið feimnis- lega og roðnaði. En hvað hafði hún, ógift stúlkan, að gera við slík- an lllut? (Meira). Áskorun. Veganefndinni ætti ekki að vera það á móti skapi þó skorað sé á hana, að láta nú þegar bera ofan í Bergstaða- stræti og Spítalastiginn. Þegar skúr kemur úr lofti, vaða menn aurinn á þessum götum upp 1 hné, svo að brýn nauðsyn er, að gert verði við þessu nú þegar. — Þess skal líka getið, að óþverrinn úr „löngu vilpu“, norðan við Spítalalastiginn, er farinn að flæða yfir Þingholtsstræti, móti húsinu nr. 24. Eg vona, að hin afar kostnaðarsama aðgerð á Þingholtsstræti hafi verið fram- kvæmd í öðru augnamiði en því, að láta leðjuna úr vilpunum fyrir ofan nema þar staðar og gera hlandforir á strætinu. ____________ Borgari. Nýjar trúlofanir. Hinn 13. nóvember sl., kl. 2—3 síðd., voru þessar opinberanir gerðar bæjarbú- um kunnar á götuhornum bæjarins: Fjallkonan og Ingólfur, allra geðugustu persónur, á bezta aldri; hún hefur við og við haft dvöl í dular- heimum Triers, en hann í Huliðsheim um Garborgs. Þar næst eru Þjóðólfur og ísafold; þau hafa um langan aldur búið mjög ná- lægt hvort öðru; hafa ekki þurft að hoppa nema að eins yfir tvær sorprennur, er þeim hefur langað til að hittast og fá sér koss; hún er kona guðhrædd og syngur sálma fram á nætur, en hann er aldraður karl og harðger og lætur sér ekki alt fyrir brjósti brenna. — Og loks Þjóðviljinn og Lög-rétta, mjög álitlegt gjaforð; hann er roskinn og drýgindalegur og vill vera mikill fyrir sér, líkt og hirðstjórar frá Bessa- stöðum í fyrri tíð; hún er stúlka ung og dálítið á „báðum áttum", eins og oft á sér stað hjá stúlkum, sem ekki hafa náð fullum þroska; en þessi galli hennar hverfur smátt og smátt við hlið unnustans. Þjóðhvellur óskar öllum þessum elsk- endum til hamingjum af klökkum huga, Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77. og vonar að sambúð þeirra verði björt og broshýr þegar til kemur. Þjóðhvellur hefur hugsað sér að biðla til „Blödu“ Jónsdóttur mjög bráðlega; hefði helst óskað að opinbera nú um leið og hitt fólkið; en því miður hefur við- kynning „Blödu" og hans ekki veriðsem viðkunnanlegust, því karl pabbi hennar, sem er dálftið ruddalegur og óviðmóts- þýður stundum, hefur rekið hann út og kveðið níð um Þjóðhvell, sem vitanlega hefur verið borgað í sömu mynt, — en nú er Þjóðhv. farinn að elska „Blödu" aföllu sínu hjarta, og þegar opinberun- in fer fram, skal hún verða auglýst á öllum götuhornum bæjarins. Reykjavík hefur enn ekki gert kunna opinberun, en í almæli er það samt, að „Plógur“ og hún muni taka saman, og má segja, að Reykjavíkin fái þar reglu- lega gott og álitlegt hlutskifti, úr því að Þjóðhvellur á annað borð ekki vildi taka ástum hennar. — „Plógur" ætti því ekki að vera neitt dautur 1 dálkinn yfir vænt- anlegu konuefni, því það er svo algengt nú á dögum, að tekið sé niður fyrir sig. Eftir því sem heyrst hefur, má ganga að því sem vísu, að „Freyr" og Kvenna- blaðið slái saman reitum og byrji brátt búskap — það væri vel, ef þau ráð gætu tekist. Og loks er giskað á, að „Dvöl" og „Heimilisvinurinn" muni vera að krunka saman. Og síðast en ekki síst ber að geta þess, að Trú, Frækorn og Kirkjublaðið munu í aðsigi með að sverj- ast í fóstbræðralag til að koma á fót öflugu kærleikssambandi í Betel — eins- konar hjúskapardómstóli, er skeri úr ýms- um flóknum hjúskapar-óknyttum, er fyrir kunna að koma í blaða-búskapnum, veiti skilnað, ef þess gerist þörf, og komi í veg fyrir hann með bæna-ákalli, söng og handayfirleggingu; auk þess kvað eiga að lesa þar Mynsters-hugleiðingar kvöld og morgna, þylja bænir á latínu og syngja sálma, sem ortir eru í dularheimum, en skrifaðir ósjálfrátt vestrí andatrúar-kirkju. Yfir höfuð eiga þessar Betels-messur að kristna svo blöðin og leiða þau á veg dygða og mannkosta, að þau með tím- anum verði í raun og veru ekkert ann- að en kirkjublöð til eilífðar. Amen. Eru þetta forlög — eða—? Svei mér, ef maður er ekki alveg stein- hissa á tíðinni — maður botnar ekki minstu vitund í henni. Það er eins og alt sé að skríða saman, kvikt og dautt, — eins og einhver undarleg og óviðfeld- in værð sé að færast yfir menn og mál- efni. — Hvað segja menn um annað eins og það, þegar blaðamenn — í hópum — Reiðlijól tekin til gcyitislu ytir veturinn á llvrrfi*í*ölu O. P. P. CUuiiriitz,

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.