Þjóðhvellur - 17.11.1906, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 17.11.1906, Blaðsíða 3
Þjóðiivellur 23 Húsgagnaverzlun Guðm. Stefánssonar, Bankástrætl 14. ______________Telefón 128 sem hafa verið langvarandi hatursmenn, ganga nú hvor til annars, standa hlið við hlið, skiftast kossum á, og jafnvel —lána hvor öðrum einn og sama penna til þess að krota nafnið sitt undir hinar og aðr- ar þjóðmála-skuldbindingar, sem drottinn einn veit hvað eiga að þýða, — þeir ganga fram fyrir fólkið, blóðugir ogbenj- um særðir eftir nýafstaðið stjórnmála- rifrildi og faðmast eins og ástbundið fólk. — Er það ekki undarlegt þetta? og er ekki von að menn standi nokkur augnablik sem steini lostnir og virði fyrir sér þennan einkennilega sambandshring. „Á hvað veit þetta?" hugsa menn. — „Veit það á frið og spekt og stiltari at- huganir á þjóðmálunum í næstu framtíð, eða er þetta aðeins hlje, sem veit á ennþá harðari atlögur — ennþá skarpari spjóta- lög í íslenskum blaðaheimi en menn hingað til hafa átt að venjast ? Svo sannarlega er það tíminn sem leiða verður f ljós, hversu hollur hann er og verður samdráttur blaðanna okkar Reyk- víkinga: Fjallk., Ingólfs, ísaf., Þjóðólfs og Þjóðviljans. Maður verður nærri því að sméri, þegar maður rekur augun í Þjóðólf þarna innan um; hann, sem staðið hefur upp í hárinu á ofannefndum blöðum, guð veit hvað lengi, veitt þeim hvert holundar- og mergundarsárið á fæt- ur öðru og þau aftur á móti gengið hon- um milli bols og höfuðs — oft og einatt lumbrað á honum öll í einu og hvergi hlíft honum; — er ekki von að maður athugi þetta undrandi, og hvað eru dul- arfull fyrirbrigði og anda-ráðstafanir, ef ekki þetta? Það er bara blátt áfram ástæða til að maður fái aðsvif. — Hver hefði t. d getað trúað því í fyrra, i. ág. 1905, bænda- fundardaginn, að öll þessi blöð mundu 13. dag nóv.mán. 1906, hanga hvort við annars hlið á sama staginu og blakta þar eins og friðarins djásn hvert í „takt“ við annað fyrir þægilegri þjóðræðisgolu, land- varnargolu, Valtýsgolu og öllum mögu legum stjórnmálagolum? —Líklega heíðu ekki margir trúað þvf, — og svo mikið er víst, að hefði Þjóðhvellur verið þáá foldu og spáð því, að svona mundi fara, hefði hann ekki þurft griða að biðja. Enginn má taka þetta sem hérer sagt á þann veg, að þjóðhvellur sé andstæð- ur slíkri samvinnu, er hér á sér stað — síður en svo, — en það tjáir ekki að lá honum, þótt hann stari undrunarfullur á þennan goðumlíka blaðamannaskara, sem ef til vill befur í sinni hendi örlagaþráð íslenskra stjórnmála. — Það eru fleiri en hann, sem horfa agndofa á þetta tímans og friðarins tákn, og menn eru jafnvel farnir að spyrja hvor annan: „Þetta mun þó víst ekki vera árang- urinn af andatrúar-tilraununum í haust?“. Pétur Brvnjólfsson, ljósmyndari, Hverfisgötu. Reykjavik. Telefón 76. Bréf. „Rv. 16. nóv. 06. Sæll Þjóðhvellur! Taktu þessar línur af mjer. Eg var að lesa Dagblaðið frá í gær. Bjóst eg við, samkv. auglýsingu þess blaðs daginn áður: („Lesið Dagblaðið á morgun“), að fá eitthvað reglulega mergj- að að lesa, en það brást mér gersam- lega, því flest í neglingar-greininni er end- urtekning á ýmsu, sem blaðið hefur áð- ur sagt. Mér dettur ekki í hug að segja, að blaðið sé ekki heilhuga á því sviði sem það ritar, og margt er þar vel og viturlega sagt. — En um það er eg í vafa, hvort satt er hjá blaðinu, „að undirskrifta- veiðimaðurinn hafi ekki treyst sér“ að finna blaðið að máli — til að ræða um ávarp „fimm-blaðanna“, heldur tel eg lík- legt, að það muni hafa verið vegna þess, að undirskriftarblöðunum fimm hafi fund- ist það syndsamleg móðgun við sig, að láta nafn sllks blaðs sjást á skjalinu — ef það annars hefði fengist til að skrifa undir það. Þangbrandur. P. S.: I spaugi: Mér finst, að þú, Þjóðhvellur, ættir nú að taka rögg á þig, og mynda blaðasamband, er samanstæði af þér sjálfum, Dagblaðinu og Reykja- víkinni, senda síðan út nýtt ávarp til þjóðarinnar og skora á hana til „stór- ræða og samtaks" frá ykkar sjónarmiði og gera þannig „fimminu" glennur á all- an mögulegan hátt. —■ Það á ekki betra skilið. — Reyndu nú hverju þú orkar í þessu efni, og eg skal vera ráðgefandi og styðja sambandið ef þið viljið nýta!“ Sami Þ. Paö er Im i't I Fjandi er það nú þunnur þrettándi fyrir Þjóðhvell og Reykjavíkina, efþað er satt sem fullyrt er, að blöðin, sem skrif- uðu undir ávarpið til Islendinga hérna á deginum hafi notað sama spyrðubandið á þau bæði, fleygt þeim út í skot og við- haft þau orð, að þau (helstu blöðin fimm) skrifuð undir ávarpið að eins með því skilyrði, að hvorki Þjóðhv. eða Reykja- vtk væru Iátin sjá skjalið eða gefinn kost- ur á að skrifa undir það. — Er það ekki hart, að verða að þola þessa fyrirlitn- ingu bótalaust? — Og er hægt að líta öðruvísi á þetta en þannig, að Þjóðhv. og Reykjavíkin séu svo nauða-ómerkileg blöð, að þau séu alls ekki hafandi í félags- skap með betri blöðum landsins? P. P. Clementz, vélfræðingur. Verkstæði: Laugav. 39 og Hverfisgötu 6. Rvik. Getur Reykjavtkin sætt sig við að hún sé hundsuð á þennan hátt? Þjóðhvellur getur það tæplega og verður hann þó ekki uppnæmur af öllu. „En, úr því að Þjóðhv. og Reykjavík- in hafa verið spyrt saman, þá er loku fyrir það skotið, að þau geti gortað af göfugleik sínum eða dregið hvort annað niður í svaðið, því atist Reykjavík verð- ur Þjóðhv. forugur líka", segja menn, og það er 11;11-1 I cTZýasta nýtt. Pað er sagt, að aðstandandi eins blaðsins, er skrit- aði undir ávarpið frá 13. nóv., hafi feng- ið hvert aðsvifið á fætur öðru er hann sá það svart á hvltu, að Þjóðólfur hefði runnið á agnið og skrifað undir ávarp- ið, og úr síðasta yfirliðinu hafi hann ekki raknað fyr en á hann hafði verið skvett 5 eða 10 vatnstunnum. Minna mátti nú gagn gera, piltar: Hreinsandi pillur. Ekki voru þær sérlega leiðinlegar hægð- irnar, sem „Blada“ hafði í fyrri viku, eftir að Þjóðhv. hafði borgað henni ríflega eina smástöku með fáeinum hreinsandi pillum; því eins og menn munagathún fyrir bragðið slett þrem rekum á auglýs- ingavallendið, sem farið er að finna til ’ófrjósemi sinnar nú upp á síðkastið. En svo mikil eftirköst fylgdu þessari sér- stöku akuryrkju, að „Blada“ gatekkitatt völlinn næsta dag á eftir; hún þoldi ekki þessa bragraun, skinnið; áreynslan varð henni greinilega of þungbær. Það er ekki útlit fyrir, að það sé »timbur- maður« sem ber að henni leirinn, — það er látinn vera »grjótkarl« sem það þrifa- verk hefur með höndum. — En vonandi er það samt, að hann fái ekki þetta skít- verk borgað eftir vanalegum verkmanna- taxta »grjótmaðurinn« sá. Að minsta kosti er eins líklegt, að það sé kenn- arataxtinn, sem látinn er gilda við þá útborgun. Við skulum muna það! Eins og mönnum er kunnugt orðið, bilaði landsíminn á Dimmafjallgarði á dögunum af þeim ástæðum, að svo mikill klaki settist á þráðinn, að hann þoldi ekki þyngslin og slitnaði á mörg- um stöðum. — En í tilefni aí þessári bilum segir eitt blaðið hér svo: „Hér er nú sýnilegur ávöxturinn af starfsemi þjóðræðisblaðanna". Maður hefur gaman af að muna þessi ummæli, þau eru svo einstaklega vitur- leg og samsvara svo afbragðs-vel full-

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.