Þjóðhvellur - 20.03.1907, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 20.03.1907, Blaðsíða 2
26 Þjóðhvellur Úrsmíðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5. Telefón 137. ar þeirra gátu ekki öðlast það sem þær girntust —. Af ættjarðarást eða velvild til þjóðar- innar getur hann varla hafa ritað þannig. Alveg er það þýðingarlaust af blaðinu, sem birti grein Guðm., að vera við og við að klóra yfir liroða greinarinnar með nýjum skýringum, nýjum og nýjum skiln- ingi. Menn möttu og skildu greinina strax, — þar er um engar vatasamar rún- ir að ræða, — enda fleiri sem skilja mælt mál, en blaðið það. Eg vil vekja eftirtekt á þessum tveim mönnum, ef vera kynni, að menn við at- hugun mættu í rnilli sjá, hver þeirra skarp- ari er í því, að svívirða þjóðina: Guðm. Friðjónsson er lslandingur — hann smánar þjóð vora í hérlendu blaði í „fúlustu" alvöru — leggur mannorð henn- ar á höggstokkinn. Georg Brandes er danskur rnaður — hann dregur dár að áhugamálum vor- um í dönsku blaði. Fyrir það dæma blöðin hér hann til fyrirlitningar. Dæmi menn nú um, alment og óvil- halt, hvor ámælisverðari er — Brandes eða Guðm. á Sandi. (Niðurl.). H. B. Yfh* (Játvarður og Vilhjálmur talast við í drykkjustofu í enskri höll. I'jónn kemur inn og færir skriílegt skeyti, sem kemur því til leiðar, að samtal þeirra breytir stefnu alt i einu). Játv.: Fari bölvað — það tjáir ekki, — mér koma tengdir hreint ekkert við. Eg tek af skarið með skotum, ef það gengur svona áfram. Vilhjálmur: Hvað ertu að fara mað- ur — eg botna hreint ekkert í þessu sem þú ert að segja. Þú ert bálvondur alt í einu, heyri eg er! — Yið hvað áttur Játv.: Já — eg á við, — eg er að hugsa um að láta danskinn snýta rauðu með því að senda einn smá-tundurdólg yfir til Kaupinhafnar. Vilhf.: Og skjóta á hann? — Það er ómögulegt; þér getur ekki verið alvara, Hvern fjandann hafa þeir gert á hluta þinn? Játv.: í rauninni ekki neitt á hluta minn. — En það er þessi rögg, sem þeir eru að burðast við að sýna í nokkra Lífsábyrgðarfélagið »Standard«, Klapparstig 1.Reykjavik. klukkutíma af árinu í landhelgis-vernd- uninni þarna norður í Ishafinu. Hún gerir mér ónæði. Vilhj.: Nú — og hvernig þá? Játv.: Það eru þessar eilífu kvartan- ir þarna frá Húll, sem ætla að gera út af við mig. Trollara-djöflar sem þar eiga heima, og aldrei tolla annarsstaðar en í landhelgi, þarna norður í Ishafinu — eg meina, við Island er það, — þeir hafa komið hingað aftur hund- sneyptir og öllu sviptir, hver á eftir öðr- um nú um hríð. Þeir hafa stolist þar inn í landhelgi, — og svo hefir einhver smádugga — sjaldan því vön — verið á gæjum, gert sig fjári merkilega, rekið trollarana til hafnar, dæmt þá í stór- sektir, tekið af þeim allan fisk og færi og gert þar af leiðandi stjórtjón einstök- um mönnum hér. — Duggan er frá Dön- um, ■— frá halanum, vildi eg sagt hafa, sem gengur þarna norður úr þér, Vil- hjálmur; — eg þoli ekki þessar kvartanir frá Húll, eg kvekki danskinn — það dugar; hann er ekki svo fyrirferðamikill, tetrið. Vi/hf.: Það er svo! En annars er það guðvelkomið, að eg taki af þér órnakið; eg er nær Dönum. — A eg að segja þér, hvernig eg fer að því? — Eg kippi að mér halanum fyrir fult og alt - það tekur 5—7 mínútur, — svo er alt búið — ekki satt!? Játv.: Nei, fari bölvað; eg á tromp- ið; þeir hafa — ja, þeir hafa mógðað England! Vilhj.: Þýzkaland á líka tromp. Tveir eða þrír þýzkir trollarar hafa verið dregnir fyrir lög og dóm þar norður frá. Einhver Saxild hefir gert það — bansettur Saxild — en þér að segja, bráðduglegur karl — dvergur ötull. — Eg tek halann! Játv.: Hver er sjálfum sér næstur, auðvitað. En eg held að við verðum að lofa þeim að halda þessu „skítti", greyjunum. Þeir þykjast eiga það hvort sem er. Þessa eyju þarna í norðrinu þykjast þeir vera að vernda. En eg vil hafa frið að tæma glasið mitt í næði. Eg kæri mig ekkert um kvartanir frá gjör- eyðilögðum trollarakapteinum á meðan. Vilhj:. Náttúrlega! Við hljótum að beita bolmagni, — spornum við því að landhelgisgæzlan við Isl. verði of ná- kvæm, — það má ekki eiga sér stað að láta dvergana áreita okkur — risana. Játv.: Það er einmitt það sem eg meina. Vilhj.: Ha, ha, bravó! Eg er búinn að finna ráðið: Við báðir, en sarnt hvor Klaeðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77. í okkar lagi, sendum henni skeyti, þjóð- inni við Eyrarsund. Hún athugar tíðina þegar hún Ies það — hún þorir ekki annað. Játv.: Nú, já, — og svo? Vilhj.: Nú — og svo hótum við henni auðvitað blóðnösum, ef Saxild verður ekki látinn fara af duggunni strax. Ger- um síðan að skilyrði, að yfirumsjónin verði fengin í hendur einhverjum þeim heiðursmanni, sem gefur fulla tryggingu fyrir þvf, að hann geti sofið sólarhring- inn yfir. Játv.: Látum þetta gott heita, svo sendum við skeytið strax. — Ja, sú verð- ur skelkuð, hugsaðu þér! Vilhf:. Það vona eg. Við höfum lag á að gera þá bandvana þessa litlu djöfla hérna í kringum okkur. — Við erum heimurinn! JátvHeyr! Lifi England og Þýzka- land. Skál! — skál! Berg'inál frá <3. bekk í A: Það verður mikið um dýrðir þeg ar kongurinn kemur, held eg? B.: Enginn efi, geisilegur gauragang- ur! Utlendir og innlendir ryðjast til höfuðstaðarins. Hestar ætla að koma í hundraðatali, hvað þá heldur menn. A: En hvernig er það? Ekki getur maður heilsað konginum upp á gamla móðinn, með því að taka ofari, B: Auðvitað ekki! Sú athöfn verður að vera miklu fullkomnari. A.: Nú og hvernig; þú hlýtur að vita það? Hefurðu ekki verið í Höfn? B : Jú. Menn verða að leggjast á. hnéin, hefja bendur til himins og þegja. A: Nú jæja; dugar það? Eg hugsaði að það væri eitthvað margbrotnara! B: Já, þessi aðferð dugar, sko, ef kongurinn ekki talar neitt við mann. En tali hann eitthvað við þann, sem heilsar honum, þykir það kurteisast að krjúpa á jörð niður og reyna þannig á sig kom- inn að kvaka eitthvað á móti. A: Þykir ekki ákaflega mikil upp- hefð í því, t. d. í Kaupinhöfn? B: Uss! maður lifandi, jú, jú; rnenn verða stór-frægir, — fá stundum jafnvel kross og fleira konunglegt dinglumdangl. A: Því trúi eg, og satt að segja er það efst í mér, að reyna að krjúpa, bara ef eg kemst að. B: O-já, — það er bara að þú kom- ist þá að, því svo geta leikar farið, að

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.