Þjóðhvellur - 20.03.1907, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 20.03.1907, Blaðsíða 4
28 PJÓÐHVELLUR Áskrifendur að Pjóhv. geta menn orðið, ef peir borga ársíj. (6 blðð) fyrirfram með 50 a. ÞJÓÐHVELLUR kostar 10 a. nr., borgast út í hönd; kemur út að morgni annan hvorn laugard., oftar ■ef vel gengur. Menn geta orðið fastir áskrifendur ef J>eir borga hvern ársíj. með 50 au. — Augl. þuml. kost- ar 1 kr. Hlunnindi veitt auglýsendum, og er þeirra getið þá er samið er um augl. Afgreiðsla blaðsins er hjá Karl Bjarnasyni, Hverfis- götu 5, þar geta menn fengið blaðið keypt, og þangað leita drengir, er selja vilja blaðið í bænum. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg- «taðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd.; veitir hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð- um og kemur þeim til ritstj. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn líka fengið blaðið keypt alla tíma dags. „Ingólfur“. Eftir nýárið í vetur flutti hann þá fregn, að það væri trú manna, að Jón Olafs- son hefði kveðið Þjóðhv. dauðan.— Þjóð- hv. vill fiæða Ingólf á því, að hann veit ekki til, að J. O. hafi kveðið nokkra stöku í hans garð. Annars er ástæða til að halda, að „Ing.“ sé eitthvað annað betur til lista lagt, en að gera grein fyrir trú manna í þessu eða öðru, einkanlega, ef benda mætti á það með rökum, að hann, áður en Ari kom til sögunnar, hafi vaðið reyk í 9 blöðum af hverjum 10. 4- T DAGBLAÐIÐ uinlaöst 9. jan. 1907. Það var skotið í augað. Friður sé með framliðnum. Kosnimrítrnai' til stórstúkuþingsins, sem halda á á Akureyri næsta sumar, kváðu vera því sem næst um garð gengnar hér. Að- gangur hinn voðalegasti, sem eðlilegt er, þar sem kvenfólkið hefur barist um fulltrúasætin jafnt og karlmennirnir. Lífi og limum halda þó allir Templar- ar, þrátt fyrir hið afarharða kosninga- :Stríð. Sögusögn er uni það, að nokkrir medódistar í Noregi séu farnir að tala »annarlegum tungum», likt og sagan segir að skeð hafl forð- nm suðrá Gyðingalandi. Búist við, að jþetta hafi svipað sannleiksgildi og kynjasögurnar frá andatrúarmönnum. Annars eru hin og þessi trúarflokka- undur ekki til annars en að auka lieilabrot og fjölga vitlausraspitölum. Carl Ólafsson, ljósmyndari, Austurstræti 4. Reykjavík. Pjúðkunn Yinsæl Kiddarasaga er PJA.LAR-JÓNS SAGA. Fæst á Laugavegi 19. Kostar að eins 50 aura. 1 í æ jar-molar. Turnúrið á dómkirkjunni heflr ekki verið upp á marga fiska nú undanfar- ið. Ardegis hefur það staðið mjög iðu- lega; lil kl. 9—10 venjulegast; en þá fyrst hefur höndin komið út um turn- gatið til að stjórna. Orsökin líklega ófundin enn. Halda sumir, að úrið hafl orðið fyrir áhrifum, t. d. af loft- skeyti, en aðrir halda að þessu valdi draumar klukkuvarðar, sem nú dvel- ur í Kaupinhöfn, — og nokkuð er það, að einhverntíma nætur hefir úrið ætíð hætt að ganga. Plausor gamli lætur hvergi á sér bóla nú um hríð. Kvað hann vera í and- legum dvala; haft eftirlionum sjálfum, að nú séharn allurí passíusálmunum; söknuðurinn eftir hrútinn fengið svona á hann, karlinn. — Mundi engin vilja taka að sér að búa til nýjan Plausor? Fróðleiksmolar frá andatrúarborðinu falla nú lítt í skaut manna, síðan er andatrúaðir fluttu sig með særingar sínar vestrí »kirkjuna». Er það talið víst, að Pjóðhv. hafl mælt rétt í liaust, er hann gat þess til, að andarnir, á leið úr kirkjugarðinum, mundu villast inn í Landakotskirkjuna, í stað þess að ramma á hina. — Væri ekki nauðsyn- legt fyrir andatrúarmenn að flytja sig »suðrí garð«? Likhúsið hlýtur að vera fyrirtaks húsnæði fyrir slíka vísinda- menn. Þegar komið er inn í banka hjer i bænum, segja stjórnarar, að það sé að »h j á 1 p a«, að lána peninga (með tryggu veði). Væri ekki réttara eftirleiðis að kalla það að verzla? Purfamanna- stofnanir eru þeir sannarlega ekki, bankarnir hérna. »Tananger« heitir hann, Faxaflóa- gufubáturinn nýi. Menn eru jafnvel hræddir um, að hann muni vera ein- V erðlaun! Hver sá drengur eða telpa, sem sel- ur 100 eintök af hverju tölubl. »Pjóð- hvells« þennan ársfjórðung (alls 600 eintök) fær, auk hinna venjulegu sölu- launa (25 au. af krónu) 5 krónur út- borgaðar hjá ábyrgðarmanni blaðsins í ársfjórðungslok (þ. e. þegar 6 blöð eru út komin). — Petta ættu drengir og telpur, sem vilja vinna sér inn aura, að nota sér með ástundun. hver eldgamall »hjálmar tuddi«, sem einhverntíma hafl verið á Austfjörðum. Hann kvað fara hálfa mílu á vöku eða fult það. Kl. tæpl. 7 á miðvikudagsmorguninn var, komu 6 álftir úr suðurátt og flugu hér yfir bæinn með »fjaðraþjd og söng« og stefndu til fjalla. Gamla fólk- ið segir, að slíkt boði góða tíð. I lögum Ungmennafél. hér, er ein lagagrein á þá leið, að þeir, sem skrifl undir lög þess, skuli þúast. Petta er nýmæli, og því veigameira þvi sjald- gæfara sem það er, að sjá bölvaðan hégómann afnuminn með lögum. Pað er annars furða, að t. d. Góðtemplarafél., — þetta trúarinnar, vonarinnar og kær- leikans band, sem þykist vera, skuli ekki hafa í lögum sínum sama ákvæði. »Bræður og systur« ættu að geta stað- ið sig við það, að líkindum. »Bláklukkur« eru nýútgefnar. »Brún- klukkur« þvrftu að koma næst. Nýjustu tilraunir virðast benda á, að það muni vera snökt um hægra, að bora sér gegnum nálarauga, en að fá eyri til láns í íslandsbanka, sem stendur. Má það heita óáran. En að fyrir þvi sé nokkur fótur, að það eigi sér stað, að stöku menn fái naumlega að gera þar grein fyrir lánbeiðni sinni, án þess að hurð sé skelt rétt við nef- ið á þeim, og erindið með því klipt i tvent í miðjum klíðum, þannig, að helming þess heflr bankinn og afgang- inn viðkomandi, — því heflr Pjóðhv. ekki ástæðu til að trúa, enda þótt eitt- hvert umtal fyki i loftinu í þá átt. — En míður kurteist væri slíkt, ef satt væri. ■ Þjóðhv. er til sölu á pessum stöðum: Hverflsgötu 5, Laugav. 19, Bargs.str. 19. Bræðraborgarstíg 4. Þeir, sem selja vilja blaðið, snúi sér á HVERFISGÖTU 5 og BERGSTAÐASTR. 19. Abatavinna fyrir drengi og telpur. Prentsmiðjan Gutenberg. Afgreiðsla ))Þjóðhvells« er á Hveríisgðtu 5 og Bergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.