Þjóðhvellur - 13.04.1907, Blaðsíða 1

Þjóðhvellur - 13.04.1907, Blaðsíða 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 8 REYKJAYIK, 13. APRÍL 1907. I, 2. ársfj. C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Reykjavik. Pósthólf A. 31. Telclon 10. Benedict Gab.iíel Benedictsson, skrautskrifári, Austurstræti 3. lícvkjavík. 1__ _ ' i*—'•—'•------------------------------------------ _____IBækur, ritfong o. 11, á Laugavcg 19.______ Hugrenningar í Ijósaskiftunum. íslendingareru undarlegir menn. Og satt að segja hef eg enga á- stæðu til að draga dul á þá skoð- un mína, að eg held bara, að þeir séu mjög margir hálfruglaðir — einkanlega þeir, sem yfir eiga að vera. — Það þari' ekki að minna á það, því öllum er það kunnugt, að íslendingar hafa til þessa tíma þózt svo aumir, að þeir hafa ekki treyst sér til að eignast viðunanlegan landsspítala. Þeir hafa þózt of fátækir til þess að eignast fólks- og vörullutninga- skip (líkan og »Reykjavíkin«) til að ganga um Faxaflóa. — Þeir þykjast yfir höfuð ekki geta fram- kvæmt neitt, vegna fátæktar og aumingjaskapar. Höfuðborgin, Reykjavík, er svo ílla stödd í fjárhagslegu tillili, að fult útlit er fyrir, að hún verði aðeins sorpgryfja með tímanum — ekkert annað — því hún hefir ekki efni á að flytja burt óþverr- ann úr sjálfri sér, sem flýtur um allar hennar götur — ef götur skyldi kalla — ístórum straumum, eins og nokkurskonar syndaflóð. Hún getur ekki átt viðunanlega bryggju, handa aðkomandi skip- um, hvað þá önnur nauðsynleg og stórfeldari tæki í þeirra þágu. Hún getur ekki átt nokkurt viðunanlegt vatnsból. Engan lögregluþjón, sem að minu áliti, er stöðu sinni vaxinn. Engan almennilegan reykháfa- hreinsara. Jónatan Þorsteinsson, kuupm., Húsguguaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. Ekkert opinbert baðhús, þar sem menn geta þvegið af sér skít- inn, fyrir sanngjarnt verð. (ma nýreista baðhús er eign einstakra manna, en ekki borgarinnar). Og svona mætti halda áfram að telja fram í það óendanlega. Alt þetta stafar af fátækt — pen- ingaskorti landsins, er sagt! En hugsið ykkur! Svo þykjast ráðsmenn landsins — eða landið — hafa efni á að ausa út fé, svo að telur í þúsundum — og mörg- um tugum þúsunda — til veizlu- fagnaðar útlendum mönnum, — blátt áfram til höfðingjadýrkun- ar. — Þykist hafa fé til að reisa líkneski, jafnvel útlendum kon- ungum o. s. frv. o. s. frv. Er nú nokkurt vit í þessu? Öll fyrirtæki — allar opinberar framkvæmdir — verða að sitja á hakanum — jafnvel drepast, eða lognast út af, vegna fátæktar. Geta menn staðið þegjandi og gert sig ánægða með aðra eins ráð- deild og þessa! — Blöðunum hérna væri sæmra, að minnast eitthvað á þetta, held- ur en að vera altaf að róta út í almenning vitleysunni úr sínum alþektu pólitisku ruslakistum. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. Öþverrinn í bænum. Víst hefir hún verið góð veður- áttan núna síðastliðna 11daga; — regluleg sumarhlýindi. En livaða áhrif hafa svo þessi hlýindi haft á bæjarbúskapinn? Þau, meðal annars, að í bænum hefir víðast hvar úti við varla verið líft fyrir ódaun upp úr forarvilpunum, sem nú eru flestar barmafullar af ó- þverra. — Skyldi ekki vera kom- inn tími fyrir bæjarstjórnina að sýna rögg, og lata fara að hreinsa eitthvað til, — það væri mjöggott, ef hún vildi t. d. byrja að hreinsa hlandpollana með Spítalastignum og Bergstaðastræti, og svo getur Þjóðhv. gjarnan haldið áframvið og við að benda henni á vilpurn- ar, þar til alt er uppausið. — Sje ekkert gert í þessa átt — til að varðveita líf og heilsu manna — hefir Reykjavík and..... ekkert við heilbrigðisnefndar-nefnu að s}7sla. — Menn ættu sannarlega að hafa fulla einurð á, að hrópa hana af, á almennum borgarafundi, og koma sér þar saman um einhver ráð til að hreinsa bæinn. Það er »þunnur þrettándi«, að borga hér öll lögboðin gjöld í bæjarins þarfir og fá svo ekkert annaðístaðinn en fúlustu skítalykt. Lítið varið í, að vera Reykvísk- ur borgari upp á það! Sannarlega er kominn tími til fyrir bæjarbúa, að herða nára- gjörðina að þessari aumu heil- brigðisnefnd, svo hún fái að finna til þess, að hún á að vaka og vinna, en ekki að vera sofandi og dreymandi i Gimlis-sölum. Draumur. Eg þóttist staddur í herbergi í húsi einu hér i bænum. — Hvaða hús það var, get eg ómögulega munað, hvernig sem eg velti því fyrir mér í huga mínum. — I herberginu þótti mér vera koldimt og hráslagalegt og engu líkara, en nálykt bregða að vitum mér. Vildi eg hafa mig

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.