Þjóðhvellur - 13.04.1907, Qupperneq 1

Þjóðhvellur - 13.04.1907, Qupperneq 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 8 BEYKJATÍK, 13. APRÍL 1907. I, 2. ársfj. C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Reykjavík. Póstliólf A. 31. Telefón 10. Benedict Gab.iíel Benedictsson, skrautskrifari, __________Austurstræti 3. Reykjavik.___________ IBækur, ritföng o. fl. á Laugaveg 19. Hugrenningar í Ijósaskiftunum. íslendingareru undarlegirmenn. Og satt að segja hef eg enga á- stæðu til að draga dul á þá skoð- un mína, að eg held bara, að þeir séu mjög margir hálfruglaðir — einkanlega þeir, sem yfir eiga að vera. — Það þarf ekki að minna á það, því öllum er það kunnugt, að Islendingar hafa til þessa tíma þózt svo aumir, að })eir hafa ekki treyst sér lil að eignast viðunanlegan landsspítala. Peir hafa þózt of fátækir lil þess að eignast fólks- og vöruflutninga- skip (líkan og »Reykjavíkin«) til að ganga um Faxaflóa. — Þeir þykjast yfir höfuð ekki geta fram- kvæmt neitt, vegna fátæktar og aumingjaskapar. Höfuðborgin, Reykjavík, er svo illa stödd í fjárhagslegu tilliti, að fult útlit er fyrir, að hún verði aðeins sorpgryfja með tímanum — ekkert annað — því lnin hefir ekki efni á að flytja burt óþverr- ann úr sjálfri sér, sem flýtur um allar hennar götur — ef götur skyldi kalla — ístórum straumum, eins og nokkurskonar syndaflóð. Hún getur ekki átt viðunanlega bryggju, handa aðkomandi skip- um, hvað þá önnur nauðsynleg og stórfeldari tæki í þeirra þágu. Hún getnr ekki átt nokkurt viðunanlegt vatnsból. Engan lögregluþjón, sem að minu áliti, er stöðu sinni vaxinn. Engan almennilegan reykháfa- hreinsara. Jónatan Porsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. Ekkert opinbert baðlnis, þar sem menn geta þvegið af sér skít- inn, fyrir sanngjarnt verð. (híö nýreista baðhús er eign einstakra manna, en ekki borgarinnar). Og svona mætti halda áfram að telja fram í það óendanlega. Alt þetta stafar af fátækt — pen- ingaskorti landsins, er sagt! En hugsið ykkur! Svo þykjast ráðsmenn landsins — eða landið — hafa efni á að ausa út fé, svo að telur i þúsundum — og mörg- um tngum þúsunda — til veizlu- fagnaðar útlendum mönnum, — blátt áfram til höfðingjadýrkun- ar. — Þykist hafa fé til að reisa líkneski, jafnvel útlendum kon- ungum o. s. frv. o. s. frv. Er nú nokkurt vit í þessu? Öll fyrirtæki — allar opinberar framkvæmdir — verða að sitja á hakanum — jafnvel drepast, eða lognast út af, vegna fátæktar. Geta menn staðið þegjandi og gert sig ánægða með aðra eins ráð- deild og þessa! — Blöðunum hérna væri sæmra, að minnast eitthvað á þetta, held- ur en að vera altaf að róta út í almenning vitleysunni úr sínum alþektu pólitisku ruslakistum. Óþverrinn i bænum. Víst hefir hún verið góð veður- áttan núna síðastliðna 14 daga; — regluleg sumarhlýindi. En hvaða áhrif hafa svo þessi hlýindi haft á bæjarbúskapinn? Þau, meðal annars, að í bænum hefir víðast hvar úti við varla verið líft fyrir ódaan upp úr forarvilpunum, sem Jóhann Árniann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. nú eru flestar barmafullar af ó- þverra. — Skyldi ekki vera kom- inn tími fyrir bæjarstjórnina að sýna rögg', og láta fara að hreinsa eitthvað til, — það væri mjöggott, ef hún vildi t. d. byrja að hreinsa hlandpollana með Spítalastignum og Bergstaðastræti, og svo getur Þjóðhv. gjarnan haldið áframvið og við að henda henni á vilpurn- ar, þar til alt er uppausið. — Sje ekkert gert í þessa átt — til að varðveita líf og heilsu manna — hefir Reykjavík and........ ekkert við heilbrigðisnefndar-nefnu að sýsla. — Menn ættn sannarlega að hafa fulla einurð á, að hrópa hana af, á almennum borgarafundi, og koma sér þar saman um einhver ráð til að hreinsa bæinn. Það er »þunnur þrettándi«, að borga hér öll lögboðin gjöld í bæjarins þarfir og fá svo ekkert annaðí staðinn en fúlustu skitalykt. Lítið varið í, að vera Reykvísk- ur borgari upp á það! Sannarlega er kominn tími til fyrir bæjarhúa, að herða nára- gjörðina að þessari aumu heil- brigðisnefnd, svo hún fái að finna til þess, að hún á að vaka og vinna, en ekki að vera sofandi og dreymandi i Gimlis-sölum. Draumur. Eg þóttist staddur í herbergi ( húsi einu hér 1 bænum. — Hvaða hús það var, get eg ómögulega munað, hvernig sem eg velti því fyrir mér í huga mínum. — I herberginu þótti mér vera koldimt og hráslagalegt og engu líkara, en nálykt bregða að vitum mér. Vildi eg hafa mig

x

Þjóðhvellur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.